Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 33

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 33 UMRÆÐAN FYRIR nokkrum árum, þegar Flugfélag Íslands var nánast gjald- þrota, ekki síst í kjölfar undirboðs Íslandsflugs á innlendum markaði, stokkuðust mál þannig að Flug- félag Íslands hætti með engum fyrirvara áætlunarflugi til Vest- mannaeyja eftir 50 ára dygga þjónustu. Ís- landsflug hélt illu heilli áfram, því metn- aðurinn til þjónust- unnar var lítill. Mesta höggið var að detta út úr hinum víðfeðma ferðaþjónustubúskap Flugleiða, bókunar- og ferðakerfinu heima og erlendis. Allt í einu var flugvélastærðin sem átti að þjóna ferðamannaparadís- inni Vestmannaeyjum orðin sú sama og þjón- aði Gjögri svo dæmi sé nefnt. Enda er það nú svo ef spurt er hjá Flugleiðum erlendis um áætlunarflug til Eyja, þá er einfaldlega sagt að það sé ekki flogið þangað. Dæmin eru mýmörg. Fyrir tíu árum voru þrjár Fok- kervélar FÍ að lág- marki á dag til Eyja, nú er framboðið marg- falt minna og hentar ekki til þjónustu við það sem ástæða er til að bjóða upp á með metnaði og mögu- leikum. Flugfélag Íslands hefur á ný náð festu á öllum helstu fyrri flugleiðum og hagkvæmni í rekstri en Vestmannaeyjar eru út- undan. Það liggur ljóst fyrir að Vestmannaeyjar eru erfiðar í tíma- settu áætlunarflugi vegna þess að veðrabreytingar hafa þar meiri áhrif en annars staðar á landinu og vaktin óreglulegri. Það þarf því meira svigrúm til að þjóna Vest- mannaeyjum frá höfuðborginni en öðrum stöðum á landsbyggðinni. Eina flugfélagið innanlands sem hefur burði til að þjóna Vest- mannaeyjum á þessari leið er Flug- félag Íslands og það er ljóst að Flugfélag Íslands, sem hefur að- gang í gegnum firnasterkt bók- unarkerfi að hinum raunverulega púlsi ferðamanna á Íslandi, myndi á hinn bóginn hafa styrk af Flug- félagi Vestmannaeyja á Bakkaleið- inni. Það myndi styrkja báða legg- ina. Það kom hins vegar eins og köld gusa á flugreksturinn þegar flugvallarskattur var hækkaður sl. sumar um 132%. Ég skrifaði kurteislega grein um þetta mál sl. vor í Morgunblaðið, en svar samgönguráðherra í reynd var ekkert, sem sagt; ófært til Eyja. Samgönguráðuneytið styrkir flug til ýmissa staða á landinu um 140 milljónir á ári, m.a. til Hafnar í Hornafirði, Þórshafnar, Gjögurs, Bíldudals og Gríms- eyjar, m.a. styrki til Flugfélags Íslands. Til að tryggja eðlilega möguleika ferðaþjón- ustunnar flugleiðis milli lands og Eyja frá höfuðborginni verður samgönguráðherra að bjóða þjónustuna út miðað við um 50 sæta vélar og þessi styrkur þarf að gilda í nokkur ár meðan aftur er komið á nauðsynlegri ferðatíðni á þessari leið. Ætla má að þetta kosti um 40 milljónir króna á ári og ég veit að til að mynda Flug- félag Íslands myndi hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta dag eftir slíka nið- urstöðu ef það félag reyndist hagstæðast og það yrðu minnst þrjár ferðir á dag. Þetta kom fram á fundi sem við Sigurmundur Einarsson, ferðafröm- uður í Vestmanna- eyjum, áttum með for- ustumönnum Flugfélags Íslands á síðasta ári. Í ljósi þess vanda sem er á borð- inu, í ljósi þess óörygg- is sem er á nákvæmni áætlunarflugs til Eyja, þar sem heilu dagarnir detta út, þá er slíkt útboð meira en réttlæt- anlegt, það er bein krafa og það er auðvelt að tengja styrkinn flugmið- averði og fjölda sem yrði þá um leið til þess að hvetja viðkomandi flug- félag til dáða og stytta um leið tím- ann sem þörf er á að styrkja upp- byggingu þjónustunnar á ný. Ef við skiljum þetta ekki, sem viljum vinna að framgangi uppbyggingar á samgöngum á Íslandi og þjónustu við ferðamenn í ljósi hefða og jafn- ræðis og möguleika byggðanna, þá eigum við að fá okkur sauð- skinnsskó og rölta um rollugötur afréttanna ef metnaðurinn liggur þar. Þessi þjónusta þarf að fá byr undir báða vængi aftur. Sætafram- boðið í dag miðast við kropp en ekki aflahrotur og þá um leið rútuhópa og stærðir sem eru þekktar í ferða- þjónustunni, enda liggur þar höf- uðskýringin á samdrættinum. Það hefur aldrei þýtt að þjóna Vest- mannaeyjum með hangandi hendi og Vestmannaeyjar hafa heldur aldrei skilað neinu með hangandi hendi, um 10% þjóðartekna í 100 ár, en innan við 2% af íbúum landsins. Samgöngur milli lands og Eyja þjóna landsmönnum öllum og er- lendum ferðamönnum fyrst og fremst. Eyjamenn sjálfir eru um það bil helmingur heildarfjöldans, sem er á annað hundrað þúsund manns á ári á ferðinni fram og til baka. Það þætti góð loðnuganga fyrir þá sem kunna að meta verð- mætin og möguleikana. 75% samdráttur erlendra ferða- manna flugleiðis til Vestmannaeyja á ári undirstrikar óþyrmilega að það er eitthvað mikið að á sama tíma og ferðamönnum fjölgar alls staðar annars staðar á landinu. Það þarf að hjálpa leiðinni Reykjavík-Vestmannaeyjar í rétt- an farveg í nokkur ár og það er fullt svigrúm til þess hjá samgöngu- ráðherra. Hvers eiga Vestmannaeyjar að gjalda, gullkista Íslands síðustu 100 árin? Hvers á ferðaþjónustan á Íslandi að gjalda að geta ekki boðið ferðir til Vestmannaeyja vegna óhentugra flugvélarstærða? Við látum ekki deigan síga og viljum og ætlumst til liðsinnis samgönguráðherra, í fullri vinsemd, strax, varðandi eðlilegar samgöngur til Eyja, bæði sjóleiðis og flugleiðis. Samgönguráðherra ber að koma flugþjónustu til Eyja í lag Árni Johnsen skrifar um samgöngur í Suðurkjördæmi ’Til þess aðtryggja eðlilega möguleika ferðaþjónust- unnar flugleiðis milli lands og Eyja frá höf- uðborginni verður sam- gönguráðherra að bjóða þjón- ustuna út miðað við 50 sæta vél- ar …‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Rannsóknamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í mark- áætlun Vísinda- og tækniráðs um rannsóknir á sviði erfðafræði í þágu heilbrigðis og á sviði örtækni. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2005. Erfðafræði í þágu heilbrigðis beinist að lífvísindum í kjölfar raðgreiningar á erfðamengjum fjölda lífvera. Áhersla verður lögð á notkun erfðafræði- legrar þekkingar til grunnrannsókna á líffræðilegum ferlum er tengjast sjúkdómum og heilbrigði, sem og á hagnýtingu hennar til að þróa grein- ingartækni, lyf eða meðferðarform. Örtækni vísar til vísinda og tækni á örsmæðarkvarða þvert á hefðbundin fagsvið eðlisfræði, efnafræði og líftækni. Í markáætluninni verður miðað við að efri mörk smæðarkvarðans liggi við 10 míkrómetra. Markáætlunin var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 17. desember sl. Gert er ráð fyrir að á fyrstu tveimur árum áætlunarinnar verði varið 200 m. kr., þar af 90 m. kr. á yfirstandandi ári og 110 m. kr. á næsta ári. Til næstu þriggja ára þar á eftir verða tryggðir nauðsynlegir fjármunir til áætl- unarinnar, en hún mun standa yfir í 5 ár (2005-2009). Tilgangur markáætlunarinnar er að efla þverfaglegt samstarf hér á landi og auka styrk okkar á ofantöldum sviðum á alþjóðavísu. Reynt verður að hámarka nýtingu tækjabúnaðar og aðferðafræði sem fyrir er í landinu á þessum sviðum, styrkja frekari uppbyggingu á færni og þekkingu og rann- sóknir og rannsóknahópa sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenn- ingu. Lögð er áhersla á grunnrannsóknir sem og hagnýt verkefni í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla til uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Hver styrkur verður á bilinu 5 til 10 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að í fyrri lotu (2005 til 2006) verði styrkir veittir til allt að tveggja ára fyrsta árið og til eins árs annað árið. Í seinni lotu (2007 til 2009) er gert ráð fyrir að veittir verði styrkir til þriggja ára verkefna. Í fyrri lotu er heimilt að leggja fram verkáætlun til lengri tíma en tveggja ára. Frekari styrkveiting til verkefnisins verður í samkeppni við aðrar nýjar umsóknir. Styrkir mark- áætlunar geta numið frá fjórðungi til helmings af heildarkostnaði verkefnis og í sérstökum tilvikum allt að tveimur þriðju hlutum heildarkostnaðar. Styrkirnir verða verkefnisstyrkir hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðr- um samkeppnissjóðum. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar Sérstök umsóknareyðublöð gilda fyrir markáætlunina, sameiginleg fyrir bæði svið hennar. Þau er hægt að nálgast ásamt upplýsingum um áætlunina og frekari leiðbeiningum á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís. Slóðin á heimasíðu Rannís er: http://www.rannis.is. Umsóknum og öllum fylgiskjölum skal Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker- um upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar. Guðmundur Hafsteinsson: Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu. Hjördís Ásgeirsdóttir: Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heim- sókn. Vilhjálmur Eyþórsson: For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart. Jakob Björnsson: Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.