Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR hafa lagt mik- ið af mörkum til krabbameins- rannsókna og hefur oft verið bent á að Ísland bjóði upp á kjör- aðstæður til læknisfræðilegra rannsókna vegna öflugs mann- auðs, góðrar heil- brigðisþjónustu og skráningar og að þjóðin er vel upplýst um mikilvægi slíkra rannsókna. Nýlega hefur Morgunblaðið sagt frá metn- aðarfullum krabba- meinsrannsóknum hjá Krabbameins- félagi Íslands og líf- tæknifyrirtækinu Urði, Verðandi, Skuld. Auk þess eru stundaðar öflugar krabbameinsrannsóknir á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Lausleg talning leiðir í ljós að á 3. hundrað ritrýndra vís- indagreina hafa birst um íslensk- ar krabbameinsrannsóknir í al- þjóðlegum vísindatímaritum sl. 15 ár. Íslenskar krabbameins- rannsóknir hafa skilað verulegum árangri sem vel er tekið eftir á alþjóðavettvangi. En það er vá fyrir dyrum í sí- fellt harðnandi samkeppni. Nú er ljóst að ef ekki verður gert átak í fjármögnun krabbameinsrann- sókna á Íslandi verða hæpnar forsendur fyrir því að Ísland geti haldið úrvalsdeildarsæti sínu í evrópskum krabbameinsrann- sóknum. Nú um mánaðamótin kom út skýrsla nefndar sem á ensku heitir European Cancer Research Managers Forum (ECRM Forum). Nefndin var skipuð af Evrópusambandinu vorið 2001 og sitja í henni for- ystumenn krabbameinsrannsókna frá Evrópulöndunum. Undirrituð er í stýrihóp nefndarinnar. Til- gangurinn með stofnun nefnd- arinnar var að kanna hvernig unnt væri að efla krabbameins- rannsóknir í Evrópu með það í huga að krabbamein eru stór og flókinn flokkur sjúkdóma sem leggst á þriðjung allra manna og að krabba- meinssjúklingum mun fjölga mjög í Evrópu á næstu ára- tugum með hækkandi meðalaldri þjóðanna, auk þess sem krabbameinssjúklingar lifa nú mun lengur með sjúkdóminn en áður var raunin. Fyrsta verk nefndarinnar var að gera ítarlega úttekt á fjár- mögnun krabbameinsrannsókna í Evrópu. Niðurstaða þessarar út- tektar birtist í áðurnefndri skýrslu, ECRM: European Can- cer Research Funding Survey, mars 2005, www.eucancerfor- um.org. Úttektin náði eingöngu til rannsóknastyrkja úr sam- keppnissjóðum á vegum op- inberra aðila eða frjálsra sam- taka. Rannsóknir á vegum fyrirtækja voru ekki teknar með enda eru þær fjármagnaðar og reknar á öðrum forsendum en hjá háskólum eða rannsóknastofn- unum. Hugsunin var sú að draga saman upplýsingar sem gætu síð- ar orðið hvati til samskipta og samvinnu en þar gegna frjálsir samkeppnissjóðir lykilhlutverki. Á súluritunum eru sýndir styrkir til krabbameinsrannsókna í Evr- ópulöndum miðað við höfðatölu eða verga þjóðarframleiðslu. Nið- urstöðurnar eru sláandi neikvæð- ar fyrir Ísland, því miður. Örv- arnar benda á Ísland og er greinilegt að íslensku súlurnar eru afar stuttar og aftarlega í röðinni. En er hér ekki komin þversögn við það sem haldið var fram í upphafi? Þarf meira fé til ís- lenskra krabbameinsrannsókna ef þær ganga svona vel? Svarið er afdráttarlaust já. Þær rannsóknir sem nú eru stundaðar búa við langvarandi fjársvelti og stór hætta á að þær leggist af að mestu leyti. Einnig má spyrja hvort Íslendingar gætu lagt meira af mörkum til krabba- meinsrannsókna ef aukið fé væri veitt til þessara rannsókna. Því má líka svara játandi. Knýjandi þörf er á rannsóknum á mörgum sviðum innan krabbameinsfræð- anna, allt frá grunnrannsóknum og tengingu þeirra við rann- sóknir á sjúklingum („frá rann- sóknum að rúmstokk“) til rann- sókna á endurhæfingu og félagslegum þáttum. Á öllum þessum sviðum eru vel menntaðir íslenskir vísindamenn að störfum og þeirra á meðal margt ungt fólk sem nú starfar erlendis og eygir ekki möguleikann á að koma til starfa á Íslandi vegna skorts á rannsóknafé. Sé litið aftur á súluritin vekur athygli að í þeim löndum sem eiga stærstu súlurnar starfa öfl- ugir sjóðir sem er sérstaklega ætlað að styrkja krabbameins- rannsóknir, sbr. Bretland, Hol- land, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland (bls. 21–22 í skýrsl- unni). Með stofnun sérstaks rannsóknasjóðs fyrir krabba- meinsrannsóknir á Íslandi væri áreiðanlega unnt að nýta mun betur en nú er gert þær einstöku aðstæður og þann mannauð sem hér er að finna. Slíkur sjóður mundi auka verulega þverfaglega samvinnu innan krabbameins- fræða sem mundi skila sér marg- falt til baka til krabbameinssjúkl- inganna og aðstandenda þeirra. Auk þess yrði slíkur sjóður hvatning til frekari samvinnu akademískra vísindamanna og líf- tæknifyrirtækja og stuðlaði þar með að eflingu hátækniiðnaðarins á Íslandi til gagns fyrir íslenskt velferðarsamfélag. Fjármögnun krabba- meinsrannsókna – Ís- lendingar í fallsæti Helga M. Ögmundsdóttir fjallar um krabbameinsrannsóknir ’Nú er ljóst að ef ekkiverður gert átak í fjár- mögnun krabbameins- rannsókna á Íslandi verða hæpnar forsendur fyrir því að Ísland geti haldið úrvalsdeildarsæti sínu í evrópskum krabbameinsrann- sóknum. ‘ Helga Ögmundsdóttir Höfundur er forstöðumaður rann- sóknarstofu Krabbameinsfélags Ís- lands í sameinda og frumulíffræði og prófessor við læknadeild HÍ.         0!  (D1 <7' A5%   , "% @ %%  7  E  0 @   -2C.# E!  E  1(  B7!2  E  F 1( % 9!  GH%%  -!*  I ( # B1  :5F' +'!'% %%  =2  -!!  GJ%  02   ! 9 0% 0  % 0!  (D1 A5%   @ %%  7  , "% 0 <7' @   E  1(  1( % E!  9!  E  -2C.# B1  B7!2  -!*  GH%%  I ( # F =2  E  -!!  :5F' GJ%  %%  +'!'% 02   ! 9 0% 0  %       9;= 9;= !       "     # $ % @    *( .2 >9('? !       "       &"    '!) >4? )(D1 )  ' HINN 18. mars birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Sala símans ókeypis ráð- gjöf“. Í ráðgjöfinni fólst einföld lausn á því að eigandi Landssíma Ís- lands fengi rétt verð fyrir eign sína, þannig að allir gætu verið ánægðir. Tilefni ráðgjaf- arinnar var, eins og kemur fram í grein- inni: „Því miður er erfitt að treysta stjórnvöld- um til að fá rétt verð fyrir símann, eins og dæmin sýna. Þannig hafa ríkisfyrirtæki margfaldast í verði skömmu eftir að þau hafa verið einka- vædd.“ Nú hefur því miður komið berlega í ljós að í skjóli máttlausrar stjórnarandstöðu er ríkisstjórninni ekki treystandi fyrir sölu símans. Það á að selja örfáum aðilum 70% hlut, svo mega hinir aumingjarnir koma og kaupa á því gengi, sem verður eftir tvö ár. Er það nema von að þjóðinni of- bjóði og hún bindist samtökum gegn slíkum vinnubrögðum? Hópur 15.000 fjárfesta er í áttina en þó eig- inlega bara í humáttina. Í landinu búa 300.000 manns. Hvað um alla þá, sem ekki eiga 200.000 kall í púkkið? Eru þeir ekki líka eig- endur Landssíma Ís- lands? Ókeypis ráðgjöfin var hin leiðin miðað við það sem útlenski sér- fræðingurinn lagði til. Það er að afhenda eig- endum símans fyrst 30% hlut, sem þeir gætu átt eða selt. Markaðurinn er fyrir hendi, t.d. hjá þeim fjárfestum, sem nú hafa bundist sam- tökum. Þannig myndi mark- aðurinn strax ákveða gengi á hlutabréf sím- ans til viðmiðunar fyrir frekari sölu. Allir frjálshyggjueinkavæð- ingarsinnar ættu að geta verið sáttir við það! Halldór Ásgrímsson: Það er ríkisstjórn Ís- lands og þar með þú sem berð ábyrgð á sölu Landssíma Íslands. Sama hversu oft þú segir „útlenski sérfræðingurinn ráðlagði okkur að gera þetta svona“. Ekki of seint að fara að vilja þjóðarinnar Sigurður Oddsson fjallar um sölu Landssímans Sigurður Oddsson ’Hvað um allaþá sem ekki eiga 200.000 kall í púkkið? Eru þeir ekki líka eigendur Landssíma Ís- lands? ‘ Höfundur er verkfræðingur. HINN 3. október nk. hefjast að- ildarviðræður Tyrklands við Evr- ópusambandið. Þar með rætist yfir fjörutíu ára gamall draumur yf- irvalda í Tyrklandi um að tengjast lýðræðisríkjum Evrópu nánari böndum. Segja má að hér sé stigið mjög merkilegt skref í sögu Evr- ópusambandsins því bæði er Tyrk- land ekki nema að litlum hluta í Evrópu og þar að auki er meirihluti íbúanna múslimar. Ekki eru þó allir í Evrópu sátt- ir við þessa ákvörðun ESB enda telja þeir að Tyrkir eigi langt í land, bæði stjórn- málalega og efnahags- lega, til að geta geng- ið í Evrópu- sambandið. Stuðningsmenn Tyrkja telja hins veg- ar að landið geti verið í lykilhlut- verki í þróun í þessum heimshluta næstu áratugina og því sé mik- ilvægt að fá þá um borð. Til að varpa ljósi á þessa þróun stendur Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við Euro- Info-skrifstofu Útflutningsráðs og Evrópusamtökin fyrir fundi um Tyrkland og Evrópu mánudaginn 4. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari verður dr. Haluk Gun- ugur, en hann er einn helsti ráð- gjafi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í málefnum ESB. Íbúar Tyrklands eru nú rúmlega 70 milljónir þannig að landið yrði eitt hið fjölmennasta í Evrópusam- bandinu ef það fengi inngöngu. Íbúum fjölgar nokkuð en þó hefur dregið úr fólksfjölguninni á und- anförnum árum. Um 99% íbúanna eru múslimar en umburðarlyndi í trúmálum hefur verið ríkjandi í Tyrklandi þó svo að múslimski AK-flokkurinn hafi stjórnað land- inu síðan árið 2002. Efnahagur landsins hefur batnað á und- anförnum árum og hefur yfirvöld- um tekist að ná verðbólgunni niður úr um 80% árið 1995 niður í um 10% á síðasta ári. Landsfram- leiðsla á mann er svip- uð og í Rúmeníu og Búlgaríu. Stjórnvöld hafa lagt mikið kapp á að laða erlenda fjár- festa til landsins og er innganga í Evrópu- sambandið talin lyk- ilatriði í því sambandi. Tyrkir hafa verið gagnrýndir fyrir að virða ekki réttindi minnihlutahópa, m.a. Kúrda og Alava í Anatólíu. Einnig hafa margir bent á að staða kvenna í Tyrklandi hafi versnað á undanförnum árum með meiri áhrifum bókstafstrúarmanna í landinu. Þessu hafa yfirvöld mót- mælt og benda á að samkvæmt tyrkneskum lögum séu allir þegn- ar landsins jafnir, bæði konur og karlar. Tyrkir glíma við svipað vandamál og margar vestrænar þjóðir en það eru miklir flutningar fólks frá landsbyggðinni til borg- anna. Íbúar á landsbyggðinni eru upp til hópa íhaldssamari í trú- málum og þegar til borganna er komið takast þeir á við frjálslynd- ari íbúa sem horfa einkum til Vest- urlanda í leit að fyrirmyndum, bæði í trúmálum og öðrum lífs- viðhorfum. Ljóst er að Tyrkland býður upp á mörg spennandi efnahagsleg og stjórnmálaleg tækifæri fyrir lönd Evrópusambandsins. Landið er tilbúið fyrir erlenda fjárfestingu, markaðurinn fer stækkandi og lagaumhverfið er orðið svipað og í löndum ESB. Landfræðileg lega landsins býður einnig upp á spenn- andi tækifæri fyrir Evrópu til að hafa áhrif á gang mála í Mið- Austurlöndum enda voru Tyrkir í fleiri aldir ríkjandi aðili á þessu svæði. Á móti kemur að mennt- unarstig þjóðarinnar er frekar lágt, lýðræðið stendur ekki mjög styrkum fótum og áhrif hersins eru enn mjög mikil. Tyrknesk yfirvöld hafa á und- anförnum árum lagt ofurkapp á að laga löggjöf sína og efnahags- umhverfi að evrópskri fyrirmynd. Ástæðan er sú að ESB setti þeim mjög ströng skilyrði til að taka upp viðræður um inngöngu. Það er því ljóst að Tyrkir eru tilbúnir að sýna mikinn sveigjanleika til að komast inn í Evrópusambandið. Áhugafólk um alþjóðamál ætti því ekki að láta fyrirlestur dr. Gun- ugur í Háskólanum í Reykjavík framhjá sér fara því það er ljóst að samningaviðræður ESB við Tyrk- land munu móta heimsmynd okkar um ókomna framtíð. Tyrkland og ESB Andrés Pétursson fjallar um Tyrki og umsókn þeirra að ESB ’Tyrknesk yfirvöld hafaá undanförnum árum lagt ofurkapp á að laga löggjöf sína og efna- hagsumhverfi að evr- ópskri fyrirmynd.‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.