Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á HÁSKÓLAFERLI mínum var mér kennt að samkeppni væri til góðs. Mér var kennt að í heilbrigðri samkeppni skapaðist eðlilegt jafnvægi milli neytenda og veitenda. Þar tækjust á heið- arleg vinnubrögð um heill viðskiptavina og sigurinn væri þess sem best stæði sig í því að þjónusta við- skiptavininn. Ragnar Thor- arensen löggiltur fast- eignasali lætur móðan mása í opinberu minn- isplaggi til samfélaga sinna í Félagi fast- eignasala þar sem hann býsnast yfir þeirri hörðu sam- keppni sem ríkir á milli fast- eignasala í dag. Í stað þess að bregðast við samkeppni með eðli- legum hætti vill hann fækka þeim mönnum sem starfa mega á fast- eignasölum og kallar eftir lögvar- inni einokun til handa löggiltum fasteignasölum. Með slíkum ráð- stöfunum yrði skilvirkni minni og þjónusta við viðskiptavini stórlega skert. Að setja slíkar kröfur er jafnfráleitt og að löggjafinn mælti svo fyrir að þeir einir mættu starfa um borð í fiskiskipi sem lokið hefðu skipherranámi. Kaup og sala fasteigna er mikið ábyrgðarstarf og ekk- ert er því eðlilegra en að löggjafinn geri rík- ar kröfur um að sér- menntaður ein- staklingur ábyrgist og veiti hverri starfsstöð forstöðu. En það er fráleitt að gera þá kröfu að á fast- eignasölum megi þeir einir starfa sem hlotið hafa sérstaka löggild- ingu. Sérstaklega þeg- ar tekið er til þess hve veigalitlar kröfur hafa hingað til verið gerðar til þess lærdóms sem til hefur þurft svo fasteignasalar geti hampað téð- um löggildingarstimpli. Nú er svo komið að samkeppni á fasteignasölumarkaði er afar hörð og berjast menn um þá bita sem bjóðast hverju sinni líkt og hákarl- ar í allt of lítilli tjörn. En í stað þess að fylgja heilbrigðum leik- reglum samkeppninnar til að sigr- ast á lögmáli skortsins og vinna þar með heill viðskiptavinarins þá kalla Ragnar og kollegar hans í stjórn Félags fasteignasala á hjálp lög- gjafans við að lögleiða einokun í fasteignasölu á Íslandi. Allt er það gert undir yfirskyni neytenda- verndar. Í stað þess að ganga óhræddir til þeirrar samkeppni sem ríkir í fasteignasölu reyna þessir menn nú að telja almenningi trú um að lögvarinn einokun sé eina ráðið. Ragnar Th. segir í umræddu minnisplaggi: Slíkt er alþekkt þegar menn sækja sameiginlega í einhverja auð- lind, hvort heldur það eru fiskimið, vatnsbrunnur eða viðskiptavinir. Það kallast [bölvun sameign- arinnar] Svolítið sniðugt að vera sem við- skiptavinur, settur í sömu spor og hver önnur takmörkuð og viljalaus náttúruauðlind! Þetta minnir óneit- anlega á minnisplöggin sem sögð eru hafa gengið á milli olíufélaga- furstanna. Stjórn félags fasteignasala vill nefnilega að menn skipti með sér þeirri takmörkuðu auðlind sem við- skiptavinirnir eru og fækki með lagaboði þeim sem mega hafa at- vinnu sína af því að starfa á fast- eignasölum. Ragnar kemst reyndar svo skemmtilega að orði hvað þetta varðar undir lok greinar sinnar að ég get eiginlega ekki annað en látið það fylgja hér með: Ég ætla ekki að dylja þá skoðun mína að ég vil alla þessa rétt- indalausu sölumenn út úr brans- anum. Já, stundum tekur það mann smátíma að átta sig á því hvað er manni fyrir bestu! Þeir sem vilja geta farið í löggildingarnámið núna en þeir sem vilja það ekki eiga bara ekki að starfa á þessum markaði... ...Við fáum seint úthlutað einkaum- boðum fyrir ákveðnum húsum, göt- um eða hverfum. Við höfum hins vegar fengið úthlutað einkaleyfi til að selja fasteignir. Þetta eru lög- varin réttindi. Stöndum vörð um þau og þá mun okkur öllum vel farnast. Við, sölumenn fasteigna á hinum ýmsu fasteignasölum, þurfum nú að taka höndum saman og standa vörð um lögvarinn rétt okkar til að starfa við fasteignasölu á ábyrgð og í umboði löggilts fasteignasala. Okkar þekking, reynsla og mennt- un er mikils virði í hinum mörgu skrefum sem felast í kaup- og sölu- ferli fasteigna. Lykillinn að ánægju- legum og traustum viðskiptum er margþætt þekking þeirra sem starfa á hverri fasteignasölu. Sú þekking er algjörlega óháð því hvort viðkomandi er löggiltur fast- eignasali eður ei. Reyndar má færa fyrir því rök að þjónustustig fast- eignasölunnar aukist eftir því sem þekking starfsmanna er víðtækari. Á löggiltum fasteignasala hvílir sú lagalega skylda að sjá til þess að á sinni starfsstöð séu starfsvenjur og verkferlar í samræmi við lög og góða viðskiptahætti. Það er síðan okkar sölu- og þjónustufulltrúanna að standa undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, miðla af okkar sér- þekkingu og veita þá ráðgjöf sem okkur ber að veita þannig að við- skiptavinir okkar standi öruggir og ánægðir upp frá samningaborði. Bregðumst ekki viðskiptavinum okkar með því að láta stjórn Félags fasteignasala komast upp með þau áform sín að ráðast gegn lögvörð- um réttindum okkar sölumanna á fasteignasölum. Alræði og offar kunna aldrei góðri lukku að stýra og oftar en ekki snúast slík vopn í höndunum á þeim er þau nota. Lát- um ótta þessara manna við heil- brigða samkeppni ekki blekkja við- skiptavini okkar. Tökum höndum saman og stöndum vörð um sam- keppni og fagleg vinnubrögð, okkur og neytendum öllum til hagsbóta. Einokunartilburðir stjórnar Félags fasteignasala Guðmundur Andri Skúlason fjallar um alræði fasteignasala og undirbýr stofnun Félags starfsmanna á fasteignasölum ’Tökum höndum samanog stöndum vörð um samkeppni og fagleg vinnubrögð, okkur og neytendum öllum til hagsbóta.‘ Guðmundur Andri Skúlason Höfundur er sölumaður fasteigna og undirbýr nú stofnun Félags starfs- fólks á fasteignasölum. VIÐ höfum fylgst með þeirri um- ræðu sem átt hefur sér stað um væntanlegt formannskjör í Samfylk- ingunni. Sú umræða er um margt óvönduð. Hún ber vott um að skort- ur á ávirðingum á hendur Ingi- björgu Sólrúnu hafi leitt formann Samfylkingarinnar og stuðnings- menn hans út í málflutning sem geti ekki orðið þeim til framdráttar. Formaður Samfylkingarinnar hefur margsagt við þjóðina að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sé yf- irburða stjórnmálamaður. Við erum sammála því. Hann hefur sagt að hún verði framtíðarleiðtogi flokks- ins. Við erum sammála því. Hann tók þátt í að gera Ingibjörgu Sól- rúnu að forsætisráðherraefni fyrir síðustu kosningar. Það var almenn samstaða um það. Hann studdi hana til varaformennsku í flokknum. Það var engin andstaða við það. Hann studdi hana til að leiða framtíð- arnefnd flokksins, eitt merkasta verkefni flokksins á þessu kjör- tímabili. Þar hafði hún einróma stuðning. Hvað er þá að? Af hverju snýr formaðurinn allt í einu við blaðinu? Af hverju er forystan í framtíð- arnefndinni ekki í lagi, þó nefndin sé ekki einu sinni búin að skila af sér? Af hverju vinna stuðningsmenn for- mannsins að því að gera vinnu fjöl- margra flokksfélaga tortryggilega? Eigum við ekki betra skilið? Þegar öll umræða formanns Sam- fylkingarinnar og stuðningsmanna hans er skoðuð kemur eitt og aðeins eitt í ljós. Rökin sem notuð eru í um- ræðunni gegn framboði Ingibjargar Sólrúnar eru haldlaus. Í stórum stjórnmálaflokki sem hefur haft opna lýðræðislega um- ræðu að leiðarljósi, er ekkert sjálf- sagðara en að tekist sé á um forystu. Það er hin eðlilega leið lýðræðisins. Þegar tekist er á um hver af sam- herjum eigi að leiða stjórnmálaflokk verða menn að gæta þess að þeir eru að deila við menn sem þeir eru sammála í öllum meginatriðum. Hér eru ekki pólitískir andstæðingar sem takast á. Það er tekist á um það hvor aðilinn sé hæfari og njóti meira trausts til að ná markmiðum flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sér marga, öfluga stuðn- ingsmenn. Hún á mjög mikið fylgi úti í samfélaginu og hefur traust almennings. Það sýna fjölmargar skoðanakannanir. Hún á mjög farsælan feril í stjórn- málum þar sem hún náði með fé- lögum sínum að leiða fylkingu jafn- aðarmanna þrívegis til sigurs í borginni. Undir forystu hennar breyttist Reykjavík í borg þar sem meira var lagt upp úr gildum fjöl- skyldunnar en áður. Í stað stöðn- unar kom ný lífssýn þar sem al- mannahagsmunir voru í fyrirrúmi. Þessa breytingu vilja margir Sam- fylkingarmenn sjá í landsstjórninni. Flokksfólkið á að hafa tækifæri til að leiða í ljós hvort þeirra nýtur meira trausts til þess að leiða stjórnmálaaflið okkar í framtíðinni. Össur Skarphéðinsson hefur ýmsa kosti. Hann er baráttuglaður og oft skemmtilegur stjórn- málamaður. Hann hefur leitt ungan flokk á mótunarskeiði. Við teljum reyndar að hann hafi gert örlagam- istök þegar hann studdi eftirlauna- frumvarpið fræga með dyggri að- stoð Guðmundar Árna Stefánssonar. Okkur gremst nú að sjá dregnar fram ávirðingar á Ingibjörgu Sól- rúnu sem eru ómálefnalegar og inni- haldslausar. Ýmislegt í umræðunni und- anfarna daga minnir á það versta frá gömlu flokkum forvera Samfylk- ingarinnar. Við teljum að við og aðr- ir almennir félagsmenn í Samfylk- ingunni eigi betra skilið. Við viljum takast á með rökum en ekki inn- haldslausum klisjum og tilbúnum ávirðingum. Þess vegna þurfum við nú að snúa bökum saman, maður við mann, og horfa til framtíðar. Kjósa þann sem hefur meira traust til að taka á sig það framtíðarverkefni að leiða Samfylkinguna til sigurs í næstu kosningum. Eigum við ekki betra skilið? Halldór G. Björnsson og Þráinn Hallgrímsson fjalla um for- mannskjör Samfylkingarinnar ’Okkur gremst nú aðsjá dregnar fram ávirðingar á Ingi- björgu Sólrúnu sem eru ómálefnalegar og innihaldslausar.‘ Halldór Björnsson Höfundar eru félagsmenn í Samfylkingunni. Þráinn Hallgrímsson FORMANNSKJÖR stendur nú yfir í Samfylkingunni og sýnist sitt hverjum. Þau Össur og Ingi- björg eru í kjöri. Ég er þeirrar skoðunar að sú um- ræða og athygli sem Samfylkingin hefur fengið í þessum slag sé jákvæð. Margir hafa gengið til liðs við Samfylkinguna að undanförnu til að geta haft áhrif á kjörið því öllum er ljóst að formaður Samfylkingarinnar mun hafa mikla möguleika innan skamms til að hafa mikil áhrif í sam- félagi okkar. Menn nota líka tækifærið til að ganga til liðs við Samfylkinguna vegna þess að fólki er farið að ofbjóða sú einokunar- og samþjöppunarstefna sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir þjóð- ina. Fólk sem vill sporna gegn því gengur til liðs við Samfylkinguna og notar sér það tæki- færi sem nú er til að gerast fé- lagar. Samfylkingin bauð fram til Al- þingiskosninga í fyrsta sinn árið 1999. Mörgum þótti það glapræði að vera að blanda saman að minnsta kosti fjórum flokkum sem hefðu í framboði ólíkt fólk, með misjafnar áherslur í pólitík. Þetta var að mörgu leyti rétt en við sem tókum þátt í þessu fyrsta fram- boði sýndum hvert öðru fulla virð- ingu og einnig lögðum við okkur í líma við að tengjast og við horfð- um staðfastlega á það sem sam- einaði okkur í hugsjónum okkar, sem er jafnaðarstefnan. Við fengum ágæta útkomu í kosningunum og að þeim loknum sátu 17 þingmenn við borðið í þingflokksherbergi Samfylking- arinnar. Það kom í hlut Össurar Skarp- héðinssonar formanns flokksins að slípa fólkið saman þannig að úr því yrði ein heild og einn sam- stæður þingflokkur. Hann varð að halda vel á spilunum og leiða þennan hóp manna í þingflokknum og auðvitað líka félagana um allt land í eina sameiginlega Samfylk- ingu. Með þrotlausri elju- semi, óteljandi ferða- lögum um landið og hundruðum funda hér og hver um landið tókst þetta. Hann gafst aldrei upp í þessu mikla og krefj- andi verki. Þingmenn og formenn félaga hvar sem var og hve- nær sem var gátu fengið hann til að koma og vera með í stofnun nýrra félaga, sameiningu annarra og svo framvegis. Sjálf- ur á ég margar góðar minningar um óeig- ingjarnt starf hans í þágu flokksins sem og mikinn skilning eig- inkonu hans frú Árnýj- ar Erlu Sveinbjörns- dóttur á þessu nauðsynlega verki í þágu íslensku þjóð- arinnar. Samfylkingin hefur að mörgu leyti orðið fyrir aðkasti, óvæginni gagnrýni og á tímabili var útlitið ekki gott því skoð- anakannanir voru stundum hræði- legar og sumir hverjir orðnir ugg- andi um að okkur tækist ekki að láta hugsjónina um stóran og sterkan jafnaðarmannflokk ganga upp. En Össur gafst aldrei upp þótt hann væri oft einn í brúnni að sigla í hvössu ölduróti þess skerja- garðs sem við urðum að komast frá. Skipstjórn hans var til sóma og honum hefur tekist að sigla Samfylkingunni á lygnari sæ og nú erum við komin á miðin að fiska til góðs fyrir samfélag okkar. Samfylkingarmenn við skulum láta Össur njóta þess, sem hann hefur gert í þágu Samfylkingarinnar, og sýna honum traust okkar og þakk- læti með því að kjósa hann áfram fyrir formann Samfylkingarinnar. Össur áfram Karl V. Matthíasson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Karl V. Matthíasson ’En Össur gafstaldrei upp þótt hann væri oft einn í brúnni að sigla í hvössu ölduróti þess skerjagarðs sem við urðum að komast frá.‘ Höfundur er prestur og fyrrv. alþingismaður. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.