Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 39
UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband
Íslands stóð fyrir nokkrum dögum
fyrir merkri ráðstefnu, í samstarfi
við menntamálaráðu-
neytið og Lýð-
heilsustöð, um gildi og
jákvæð áhrif hreyf-
ingar á geðheilsu. Á
þriðja hundrað þátt-
takendur mættu til
leiks. Á ráðstefnunni
fluttu þekktir fyrirles-
arar, bæði innlendir
sem erlendir, erindi
um rannsóknir sínar á
áhrifum hreyfingar á
geðheilsu. Niðurstöður
slíkra rannsókna eru
skýrar. Þær staðfesta
almennt að regluleg
hreyfing, ganga, skokk eða annað
hreyfimynstur stuðlar að betra jafn-
vægi hugans. Svo ekki sé minnst á
líkamlega vellíðan og heilbrigði. Á
ráðstefnunni var lögð áhersla á að
líta þyrfti á líkama og sál sem eina
heild. Líkamleg hreyfing hefur for-
varnargildi og sparar samfélaginu
gríðarlegar upphæðir. Þetta eru
mikilvæg skilaboð til heilbrigðisyf-
irvalda. Almenn meðhöndlun slíkra
kvilla samfélagsins hafa í alltof mikl-
um mæli gengið út á að gefa pillur
og ávísa á hefðbundin úrræði. Það er
gott að hafa sterkt heilbrigðiskerfi
og búa við slíka velferð sem við bú-
um við. Gríðarlegir fjármunir eru
settir í heilbrigðiskerfi okkar. Vel á
annað hundrað milljarða króna.
Íþróttahreyfingin á Íslandi eru
stærstu félags- og forvarnarsamtök
þjóðarinnar. Framlag til íþróttamála
er brotabrot af slíkri upphæð. Ég er
viss um að spara má
verulegar upphæðir í
mörgum tilfellum með
því að leggja aðrar
áherslur og úrræði. Til
dæmis með ráðgjöf um
hreyfingu og bættan
lífstíl og með samvinnu
við íþróttahreyfinguna
sem hefur áttað sig á
gildi hreyfingar og
leggur í síauknum mæli
áherslu á gildi hreyf-
ingar og íþróttaþátt-
töku fyrir alla aldurs-
hópa. Of miklu fé er
varið í að gera við og
laga það sem aflaga hefur farið í stað
þess að fyrirbyggja sjúkdóma með
heilbrigðum lífstíl. Íþróttahreyf-
ingin getur og vill spila lykilhlutverk
í slíku átaki. Þar er kunnáttan og
reynslan.
En það gengur ekki bara að benda
á kerfið og stofnanir. Ábyrgðin á
eigin lífi liggur fyrst og fremst hjá
okkur sjálfum. Þess vegna skora ég
á þig að hefja markvisst átak í þínum
eigin málum. Reglulega út að ganga,
skokka, æfa, vinna í garðinum, þvo
bílinn, já bara allt sem lýtur að því
að hreyfa þig meira. Þetta er þitt líf.
Taktu ábyrgð á því.
Gleðilegt sumar –
hreyfðu þig!
Stefán Snær Konráðsson fjallar
um gildi reglulegrar hreyf-
ingar ’Ég skora á þig að hefjamarkvisst átak í þínum
eigin málum. Reglulega
út að ganga, skokka,
æfa, vinna í garðinum,
þvo bílinn, já bara allt
sem lýtur að því að
hreyfa þig meira.‘
Stefán Snær
Konráðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands.
UMRÆÐAN um virkjun við
Kárahnjúka hefur tekið á sig
margvíslegar myndir. Svo er að
sjá að heitar tilfinningar og sann-
færingarkraftur leiði þátttakend-
ur í þessum umræðum til nýrra
merkilegra uppgötvana m.a. í
sagnfræði og bókmenntum.
Þannig upplýsti Ásta Þorleifs-
dóttir jarðfræðingur, í Sunnu-
dagsþættinum á Skjá 1 s.l. sunnu-
dag, að eftir að hafa varið miklum
tíma í að kynna sér Kárahnjúka-
svæðið og Jökulsá á Dal þá hefði
hún fundið „helling“ af heimildum
sem greindu frá eldsumbrotum
og/eða jarðskjálftum í tengslum
við framskrið Brúarjökuls 1890.
Þetta vakti auðvitað mikla athygli
mína. Mér var kunnugt um eina
heimild frá þessum tíma þar sem
með góðum vilja mátti tengja sam-
an eldsumbrot í Vatnajökli og
framskrið Brúarjökuls 1890. Það
er grein Þorvarðar læknis Kjerúlf
í Ísafold 1890. En eins og ég skil
orðið „hellingur“ þá vísar það til
miklu fleiri atvika en eins.
Það verður þó að telja miklu
stærri viðburð í menningarsög-
unni þegar Ásta upplýsti að hún
hefði lesið í Hrafnkels sögu Freys-
goða að það hefði orðið hamfara-
hlaup í Jökulsá á Dal sem hefði
m.a. tekið af brú á ánni. Ég tel mig
nokkuð kunnugan Hrafnkels sögu
en hef ekki rekist á þessa heimild,
hvorki um hlaupið, né að það sé
getið um að það hafi tekið af brú á
Jökulsá. Ég tel því fullvíst að Ásta
hafi komist yfir handrit af Hrafn-
kels sögu Freysgoða sem inniheld-
ur annan texta.
Það eru alltaf stór tíðindi þegar
nýjar heimildir um sögu landsins
rekur á fjörur. Ég treysti því að
Ásta Þorleifsdóttir deili þessari
þekkingu með fleirum, burt séð frá
því hvað gerist við Kárahnjúka.
Hrafnkell A. Jónsson
Mættum við fá
meira að heyra
Höfundur er héraðsskjalavörður
á Egilsstöðum.
Er löggiltur fasteignasali
a› selja eignina flína?
sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17
Hjá Heimili fasteignasölu starfa
fjórir löggiltir fasteignasalar sem
hafa áralanga reynslu af fasteigna-
vi›skiptum. fia› er flví löggiltur
fasteignasali sem heldur utan um
allt ferli›, allt frá flví eignin er
sko›u› og flar til afsal er undirrita›.
Metna›ur okkar á Heimili er a›
vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu-
brög› sem tryggja flér besta ver›i›
og ábyrga fljónustu í samræmi vi›
flau lög og reglur sem gilda um
fasteignavi›skipti.
Finbogi Hilmarsson
lögg. Fasteignasali
Einar Gu›mundsson
lögg. Fasteignasali
Anney Bæringsdóttir
lögg. Fasteignasali
Bogi Pétursson
lögg. Fasteignasali
Hafdís Björnsdóttir
Ritari
Skúlagata 63 • 150 Reykjavík • Sími 580 9400 • Fax 580 9401
Í tilefni af alþjóðlegum degi hugverkaréttar, 26. apríl n.k., býður Einkaleyfastofan til
eftirfarandi kynninga. Fyrirlestrarnir verða í húsnæði Einkaleyfastofunnar að
Skúlagötu 63, Reykjavík, frá kl. 13 til 15. Allir velkomnir!
• Hugverkaréttur og alþýðuhefðir – Valdimar Hafstein
• Brot á hugverkarétti – Borghildur Erlingsdóttir
Ný tilskipun Evrópusambandsins um fullnustu hugverkaréttinda
• Hagnýtar hugmyndir barna – Paul Jóhannsson
• Takmörkun á einkaleyfisvernd lyfja – Lilja A›alsteinsdóttir
Breyting á lögum um einkaleyfi vegna innleiðingar
svonefnds Bolar-ákvæðis hér á landi
ALÞJÓÐLEGUR
DAGUR HUGVERKARÉTTAR
26. APRÍL 2005
F
A
B
R
I
K
A
N
Tveir fyrir einn til
Búdapest
28. apríl
frá kr. 19.990
Helgarferð - síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Gisting frá kr. 3.400
Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli á Hotel
Tulip Inn með morgunverði. Netverð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Búdapest þann
28. apríl í beinu flugi til þessarar heillandi borgar. Þú bókar 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1 og kynnist þessari glæsilegu borg á einstökum
kjörum. Þú velur um úrval góðra hótel
í hjarta Búdapest og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð.
Út 28. apríl og heim 2. maí.
Netverð pr. mann.