Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 41

Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 41 UMRÆÐAN SAMÞYKKT hefur verið í borgarráði og sent út til kynningar nýtt deili- skipulag af svo kölluðum Bíla- naustsreit, þ.e. Borgartún 26 og Sól- tún 1–3. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. maí nk. Íbúarnir í hinum nýju húsum við Sóltún, Mánatún og Borgartún 30 a og b eru mjög óhressir með fyr- irhugað byggingarmagn á Bíla- naustsreitnum, sem liggur upp að þeirra lóðum. Svokallað nýtingarhlutfall á skipu- lagssvæðinu, sem núverandi nýbygg- ingar standa á (Kirkjutúnsreitur) er 1,1, en samkvæmt þeim tillögum sem nú eru til kynningar fyrir Bíla- naustsreitinn er nýtingarhlutfallið fyrir lóðina Sóltún 1–3 um 2,15. Hér eru kynntar íbúðarbyggingar allt að 12 hæðir, samtals um 240 íbúðir, en núverandi byggingar austan við Bíla- naustsreitinn eru 6–7 hæðir. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er get- ið um þéttingu íbúðarbyggðar á Kirkjutúns-Sóltúns svæði og þá talað um 125 nýjar íbúðir. Nú er sú tala komin upp í 240 íbúðir. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001– 2024 er skýrt tekið fram, að við gerð deiliskipulags skal taka mið af stefnu aðalskipulags um þéttleika, bygging- armagn og yfirbragð byggðar á svæðinu, auk þess sem áhrif viðkom- andi byggingar á götumynd, útsýni, skuggavarp, þjónustustofnanir, bíla- stæðisþörf og umferðarsköpun eru metin. Ef ekki liggja fyrir skilmálar um svæðið í aðalskipulaginu skal taka tillit til hæðar nærliggjandi húsa við sömu götu og/eða nýtingarhlutfalls á viðkomandi götureit, auk þess sem áhrif á fyrrgreinda þætti skulu metin. Í tilvikum sem þessum skal fara fram grenndarkynning og þess skal ávallt gætt að framkvæmdin leiði aðeins til óverulegra breytinga á byggða- mynstri hverfisins. Tilvitnun lýkur í gildandi að- alskipulag Reykjavíkur. Íbúðarbyggðin við Sóltún og Mánatún er 6–7 hæðir. Á aðliggjandi svæði eru nú kynntar íbúðarbygg- ingar frá 5 og upp í 12 hæðir og bygg- ingarmagnið tvöfalt meira en á svæð- inu, sem fyrir er. Hvert er samræmið við ofan- greindan texta aðalskipulagsins? Hvað er borgarráð og skipulags- og byggingarsvið að leggja fram, þvert ofan í anda aðalskipulags? Hvar er virðing þessara aðila gagnvart sínu eigin aðalskipulagi og ekki síður við íbúa borgarinnar? Ekkert samráð við íbúa Þegar við íbúarnir við Sóltún, Mána- tún og Borgartún 30a og b kaupum okkar íbúðir er okkur kynnt skipulag svæðisins, sem nefnt er Kirkjutún. Þar er nýtingarhlutfallið gefið upp 1,1. Þétt að okkar lóðum er nú kynnt meira en tvöfalt byggingarmagn okk- ar svæðis, sem leiðir til þess að útsýni úr okkar íbúðum skerðist til muna, stór skuggasvæði myndast á okkar lóðum, umferðarmagnið margfaldast og svo má lengi telja. Ekkert samráð hefur verið haft við íbúa við Sóltún, Mánatún og Borg- artún 30a og b við gerð þessa deili- skipulags á Bílanaustsreitnum. Sami byggingaraðili, þ.e. ÍAV, sem byggði okkar hús, mun byggja á Bíla- naustsreitnum, þannig að það hefði verið auðvelt að hafa eitthvað samráð við okkur um þetta, en svo var ekki. Hin borgara-vinsamlegu yfirvöld skipulagsmála Reykjavíkurborgar hafa ekki enn haft hið minnsta sam- ráð við okkur. Fjöldaundirskriftir eru nú í gangi meðal íbúa svæðisins til að mótmæla þessum ófaglegu og ólöglegu vinnu- brögðum skipulagsyfirvalda borg- arinnar varðandi Bílanaustsreitinn. Íbúar svæðisins áskilja sér allan rétt til að fara í skaðabótamál við borgina, verði þessum áformum ekki breytt og samráð haft við íbúana. EDDA GUNNARSDÓTTIR, Sóltúni 9, ÞÓRHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Mánatúni 4, JÓN ÞÓR JÓHANNSSON, Mánatúni 2, BÁRÐUR HAFSTEINSSON, Sóltúni 9. Skipulagsmistök í upp- siglingu á Bílanaustsreit Frá Eddu Gunnarsdóttur, Þórhildi Gunnarsdóttur, Jóni Þór Jóhanns- syni og Bárði Hafsteinssyni: Morgunblaðið/Golli Séð frá Borgartúni yfir að Sóltúni og Mánatúni, en þar eru hæstu byggingarnar 6–7 hæðir. Á aðliggjandi svæði, sem sést til hægri á myndinni, eru nú kynntar íbúðarbyggingar frá 5 og upp í 12 hæðir og byggingarmagnið tvö- falt meira en á svæðinu sem fyrir er. ÁHUGAVERÐ HÚSEIGN VIÐ NÝBÝLAVEG Um er að ræða alla húseignina sem er 3 hæðir, samtals rúmlega 600 fm. Á fyrstu hæð er 240 fm iðnaðarhúsnæði sem gæti einnig nýst sem verslunarhúsnæði. Á efri hæð, sem er 226 fm með innkeyrsludyrum, er rekin veisluþjónusta og heildverslun. Á efstu hæð er glæsileg 135 fm íbúð með glæsilegu útsýni og stórum svölum. Eignin er öll í leigu nema íbúðin. Mjög góð bílastæði. Áhugaverð eign sem vert er að skoða. ☎ 564 1500 EIGNABORG FASTEIGNASALA Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. Magnús Leópoldsson, löggiltur fasteignasali. Sigrún Gissurardóttir, lögg. fasteignasali. Húseignir við Laufásveg - 101 Reykjavík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Tvær frábærlega staðsettar samliggjandi húseignir í sunnanverðum Þingholtum við Laufásveg eru til sölu. Annars vegar er fjögurra hæða hús í mjög góðu ásigkomu- lagi, sem er samtals 320 fm og einnig sambyggt og nýlega endurbyggt hús með sér (samþykktri) 3ja herbergja 80,5 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Góður afgirtur bakgarður með heitum potti og saunahúsi. Tvö sérbílastæði. Í stærri eign- inni er nú rekið huggulegt gistiheimili á heilsársgrunni með frábæru orðspori til margra ára. 8 gestaherbergi fyrir um 20 manns með 4 baðherbergjum ásamt gesta- móttöku, skrifstofu, setustofu, borðsal og eldhúsi á jarðhæð. Til greina kemur sala eignanna eingöngu eða sala eignanna ásamt rekstri. Verð tilboð. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 Verslunar- miðstöðinni SMÁRALIND 201 Kópavogi smarinn@smarinn.is www.husid.is www.smarinn.is 533 4300 VINNA SAMAN - HEILSHUGAR UM ÞINN HAG VINNA SAMAN - HEILSHUGAR UM ÞINN HAG Bláu húsin v/Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík husid@husid.is 564 6655 Opið hús fimmtudaginn 21. apríl milli kl 15-16 KLAPPARSTÍGUR 37 Vel staðsett 119,4 fm eign á annarri hæð í fjórbýli í miðbænum sem not- uð er sem tvær íbúðir og eru þær báðar í góðri leigu með leigutekjur upp á um 130.000 kr. á mánuði. Gott tækifæri fyrir fjárfesta eða þann sem vill búa miðsvæðis og hafa tekjur af eign sinni. Nýtt þak og rennur og húsið málað sumarið 2000 og lítur mjög vel út og snyrtilegt að utan. Verð 24,9 millj. SKRÝTNUSTU ummæli um Héð- insfjarðargöng hafa án efa komið úr hálsi Gunnars Birgissonar al- þingismanns sem telur fram- kvæmdina þá vit- lausustu sem hann hefur heyrt um. Nauðsynlegt er að gera einfaldar athugasemdir við ummæli Gunnars þó ekki sé til annars en að benda á að þau endurspegla alls ekki skoðanir fjölmargra íbúa á höfuðborgarsvæð- inu. Raunar er mér til efs að þau eigi þar nokkurn hljómgrunn nema kannski hjá Errlistanum í Reykjavík sem hefur leiðst út í óþarfa andstöðu við landsbyggðarfólk. Svona skrýtnar eru skoðanir þing- mannsins: 1. Hann metur samgöngubætur eftir kjördæmum og íbúafjölda sem orkar að minnsta kosti tvímælis. 2. Hann vill etja saman höf- uðborgarsvæði og landsbyggð í kappi um fjárveitingar til sam- göngumála sem er ákaflega heimskulegt. 3. Hann hefur haft fjölmörg tæki- færi til að ræða við samgöngu- ráðherra um samgönguáætlunina en ræðst engu að síður opinberlega gegn honum með gífuryrðum sem er óskiljanlegt. Vegabætur á landsbyggðinni telj- ast ekki byggðamál í þröngum skiln- ingi þess orðs heldur miklu frekar þjóðarnauðsyn. Ákvörðun um fram- kvæmdir geta ekki byggst á íbúa- fjölda vegna þeirrar einföldu stað- reyndar að víða er landslagið ráðandi þáttur. Þörf er málamiðl- unar milli ólíkra sjónarmiða og sem slík er samgönguáætlunin mjög góð. Auðvitað eru áherslur manna margar og mismunandi en skýr stefna verður hins vegar að vera til staðar. Í stað þess að standa í gam- aldags kjördæmapoti ætti Gunnar að einbeita sér að því að vera þing- maður allra landsmanna, óháð bú- setu. Þrátt fyrir strákslega fyrirsögn er langt í frá að ég vilji vega að Gunnari persónulega en ummæli hans um Héðinsfjarðargöng eru engu að síð- ur þau vitlausustu sem ég heyrt um í langan tíma. SIGURÐUR SIGURÐARSON, starfar í ferðaþjónustu, sigurdur.sigurdarson@simnet.is. Vitlausasti þingmaðurinn? Frá Sigurði Sigurðarsyni: Sigurður Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.