Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Jæja, afi minn, nú
færðu að hvílast í friði.
Nú færðu að hitta
stelpurnar þínar á ný.
Minningarnar um
hann afa eru margar og eru þær
allar skemmtilegar og ljúfar. Alltaf
var gaman að koma til afa og
ömmu í Holtagötu og fá nýtt rúg-
brauð með mikilli kæfu og miklu
smjöri ofan á. Það bragðaðist ein-
hvern veginn best þar. Man ég afa
að grípa í orgelið, afa með minn-
isbókina sína að þylja upp síðustu
vísurnar sem hann hafði ritað niður
og afa sem töffara. Þú varst alltaf
svo hreinn og nýstrokinn, í góðri
skyrtu með bindi og gráum mitt-
isjakka. Jafnvel síðast er ég heim-
sótti þig varstu svo fínn og patt-
aralegur og ávallt ilmaði maður af
rakspíranum þínum löngu eftir að
maður hafði kvatt þig. Minningar
um afa eru af skiljanlegum ástæð-
um tengdar vélknúnum fákum, bíl-
um. Enda tóku bílarnir þínir við
hlutverkum fákanna sem þú áttir er
þú varst krakki á Helgastöðum og
SIGFÚS PÁLMI
JÓNASSON
✝ Sigfús PálmiJónasson frá
Helgastöðum í
Reykjadal fæddist
23. júlí 1918. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð 11. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Akureyrarkirkju 19.
apríl.
síðar bóndi í Pálm-
holti. Ég man eftir þér
að þvo bílana sem þú
gerðir af mikilli alúð,
ég man eftir fákunum
sem renndu í hlað
heima á Húsavík, ný-
bónaðir sem þeir væru
nýkomnir út úr bíla-
sýningarsalnum og svo
ófáum bíltúrunum
fram í sveitir. Sér-
staklega er minnis-
stæð ferðin með þér
og Rut systur til
Vopnafjarðar þar sem
við rúntuðum um
sveitir með Sigurði afa.
Minning um þig að horfa á sjón-
varpið og þegar því var lokið sagðir
þú ávallt ,,jaa, bölvuð vitleysa er
þetta“. Ólíkt sjónvarpinu var líf þitt
engin vitleysa, þú lifðir góðu lífi og
eignaðist góða og fallega fjölskyldu.
Þú áttir hana ömmu sem var yndið
þitt og öll börnin þín. Þú áttir öll
dýrin sem þú varst svo laginn og
ljúfur við.
Þú notaðir alltaf svo skemmtileg
orð er þú lýstir mönnum og hlutum
og eru þau mörg orðin sígild, sér-
staklega þau orð sem þú viðhafðir
um kvenmenn. Þér var einum lagið
að gera hvaða kvenmann sem þér
hentaði að fegursta fljóði. Ég vona
að mín kona verði alveg glymjandi
glóbjarthærð ung stúlka, há til
hnésins og teinrétt sem hrífa.
Ég mun sakna þess að geta ekki
komið við hjá þér á Hlíð og hlusta á
allar sögurnar sem þú sagðir mér
frá er þú varst ungur drengur á
Helgastöðum. Sögunum af þér að
reka kýr um móa og holt, af því er
gömlu Helgastaðir brunnu. Sögum
af Trygg og Hálegg.
Þegar farið var frá afa og ömmu
í Holtagötu stóðu þau úti á tröpp-
um og veifuðu til okkar alveg þang-
að til við hurfum þeim sjónum. Nú
geymi ég þig í huganum og veifa
þér, Pálmi afi, í hinsta sinn.
Afi, ég þakka þér allar góðar
stundir og ljúfar minningar og óska
þess að þú hvílir í friði og ró.
Þinn Flummur,
Röðull Reyr Kárason.
Það eru margar og góðar minn-
ingar sem við fjölskyldan eigum um
Pálma Jónasson. Hann var ekki
einungis maðurinn hennar Hrefnu
föðursystur minnar, heldur einnig
svaramaður minn þegar ég gifti
mig. Við Sibba sögðum oft við hann
að hann bæri svo mikla ábyrgð á að
hjónaband okkar gengi vel að við
yrðum að fá hann í heimsókn til að
athuga hvort ekki væri allt í lagi
hjá okkur.
Pálmi og Hrefna reyndust mér
og fjölskyldu minni afar vel. Það
var mjög mikils virði fyrir mig að
hafa svona mikil tengsl við þau, þar
sem pabbi minn dó þegar ég var
aðeins 4 ára. Það var gott og gam-
an að heimsækja þau í Holtagöt-
una. Fullt af kræsingum og spjallað
um fjölskylduna. Stelpurnar minn-
ast líka oft á steinasafnið og alla
pennana sem skiptu hundruðum.
Eitt sinn vorum við Magnús
nafni minn, sonur Hrefnu og
Pálma, saman á meiraprófsnám-
skeiði. Hrefna þekkti einn kenn-
arann okkar og sagði honum að
Magnús sonur hennar væri á nám-
skeiðinu. Kennarinn spurði hvor
okkar það væri. Þá svaraði hún „Ja,
ég á þá nú eiginlega báða.
Í huga okkar voru Hrefna og
Pálmi eitt. Umhyggja hans og ást
meðan hún var veik var aðdáun-
arverð. Við fundum það að hann
saknaði Hrefnu alla tíð afar mikið.
Eftir að Pálmi veiktist og var
kominn á dvalarheimilið Hlíð
hringdi hann oft í okkur. Þá spjall-
aði hann stundum við dætur okkar
og þeim fannst hann vera eins og
afi þeirra. Við reyndum líka að
stytta honum stundirnar með því
að bjóða honum í heimsókn. Þá var
oftast á matseðlinum grasaysting-
ur, sem honum þótti góður. Í fyrstu
var hann að vísu ekki alveg eins og
hjá Hrefnu hans, en í sameiningu
komumst við að því að það vantaði
bara smá hafragrjón í grautinn.
Það eru erfiðir tímar nú hjá fjöl-
skyldu Pálma og Hrefnu. Aðeins
þrír mánuðir síðan Inga dó. En við
vitum að þær mæðgur hafa tekið
fagnandi á móti Pálma.
Kæru Snjólfur, Hreiðar, Maddi,
Brynja, Guðmundur og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur. Guð styðji ykkur og styrki.
Við kveðjum Pálma með söknuði,
virðingu og þökk.
Magnús Sigurðsson og
fjölskylda.
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is
Systir mín og mágkona,
GUÐFINNA AXELSDÓTTIR,
Ytri-Neslöndum,
Mývatnssveit,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 10. apríl.
Útförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14.00.
Stefán Axelsson, Kristín Sigurgeirsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN BJARMAN
rithöfundur,
Fellsmúla 5,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 19. apríl.
Útför hans verður gerð frá Grensáskirkju föstu-
daginn 22. apríl, kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, er vilja minnast
hans, er bent á Hjartavernd.
Sveinbjörg Stefánsdóttir,
Benedikt Björnsson Bjarman,
Sesselja G. Ingjaldsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓNÍNA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Klapparstíg 13,
Reykjavík,
síðast til heimilis á Grund,
Hringbraut 50, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. apríl sl.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Ólöf Harðardóttir,
María Harðardóttir,
Sverrir Harðarson.
Elskulegur faðir minn, bróðir, mágur og
frændi,
EÐVALD MAGNÚSSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. apríl.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
22. apríl kl. 15.00.
Þráinn Eðvaldsson,
Erla Magnúsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Magnea Magnúsdóttir,
Páll Magnússon, Paulin Magnússon
og frændsystkini.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
OLIVER KRISTJÁNSSON,
Vallholt 3,
Ólafsvík,
sem lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi 17. apríl sl., verður jarðsunginn frá Ólafs-
víkurkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14:00.
Anna Elísabet Oliversdóttir,
Jóhanna Helga Oliversdóttir, Magnús Steingrímsson,
Hjördís Oliversdóttir,
Jón Þorbergur Oliversson, Kolbrún Þóra Björnsdóttir,
Guðmunda Oliversdóttir
og aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HEIÐUR SVEINSDÓTTIR,
Skógarási 8,
Reykjavík,
lést mánudaginn 18. apríl.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 25. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnar Valsson,
Sveinn Ragnarsson, Guðrún Edda Bragadóttir,
Berglind Ragnarsdóttir, Karl Áki Sigurðsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi, sonur og bróðir,
ODDGEIR JÓHANNSSON
skipstjóri,
Þrastanesi 22,
Garðabæ,
lést þriðjudaginn 19. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ástvina,
Margrét Rós Jóhannesdóttir.
Elskuleg frænka okkar,
ANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Skólastíg 11,
Akureyri
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnu-
daginn 17. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 3. maí kl. 13.30.
Baldur Ingimarsson,
Björn Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir,
Anna Guðrún Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Marianne Olsen,
Laufey S. Jónsdóttir, Daði Jónsson.