Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 43
MINNINGAR
Mig langar til að
kveðja með fáeinum
orðum Sigurð Guð-
mundsson, fyrrum ná-
granna minn á Berg-
þórugötu 17 og föður
bernskuvinkonu minnar Bryndís-
ar. Hann bjó þarna ásamt eig-
inkonu sinni, Magneu (Möggu),
Agli syni sínum, heimasætunni
Bryndísi, tengdaforeldrum sínum
Bryndísi eldri, sem var skáldkona,
og Grími. Síðar bættist yngsta
dóttirin Þuríður í hópinn. Víst var
þröngt setinn bekkurinn á Berg-
þórugötu 17, en mannlífið blómstr-
aði fyrir því. Sigurður var fríður
maður og farsæll. Hann andaðist í
hárri elli, hvarf í svefni úr þessari
jarðvist á vit ævintýranna, sem
búa handan við sólarlagið. Að
kvöldi síns hinsta dags hafði hann
setið fagra veislu við kveðskap og
önnur gamanmál. Í góðra vina
hópi var Sigurður jafnan hrókur
alls fagnaðar, orðheppinn sögu-
maður og hagorður vísnasmiður.
Hugurinn reikar til mannlífsins
í Reykjavík á 5. og 6. áratug síð-
ustu aldar, þegar bærinn var tæp-
lega farinn að teygja sig austur
fyrir Rauðarárstíg og vettvangur
daganna hjá okkur nágrönnunum í
Skólavörðuholtinu var Bergþór-
ugata, Vitastígur, Njálsgata,
Grettisgata og Laugavegur, þar
sem fólk bjó í litlum húsum og
ræktaði kartöflur og rófur í bak-
görðunum. Stöku hestvagn skrölti
eftir Njálsgötunni og kúabúskapur
var stundaður á Grettisgötunni.
Kynni mín af fjölskyldunni á
Bergþórugötu 17 hófst með því, að
Magga miskunnaði sig yfir fjög-
urra ára barnfóstrur mínar, sem
sendar höfðu verið út í góða veðrið
með eins og hálfs árs gamla varga-
títlu, sem gerði þeim lífið leitt.
Magga var úti í garði ásamt dóttur
sinni og bauðst til þess að taka við
stelpunni, svo hún gæti leikið sér
við Biddý. Barnfóstrurnar urðu
alls hugar fegnar. Upp frá því var
undirrituð heimagangur á Berg-
þórugötu 17 og Biddý á Vitastíg
20. Við vinkonurnar vorum ákaf-
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurður Guð-mundsson fædd-
ist í Þingholtunum í
Reykjavík 22. maí
1914. Hann lést á
Hótel Örk í Hvera-
gerði 7. apríl síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Frí-
kirkjunni 19. apríl.
lega umsvifamiklar og
hávaðasamar og ég er
ekki viss um að Sig-
urði hafi alltaf verið
skemmt, enda kallaði
hann okkur „kríurn-
ar“. En sá var kost-
urinn við okkur, að
mæður okkar vissu
jafnan, hvar við vor-
um.
Í minningunni er
mikil birta yfir þess-
um árum. Íslending-
ar, sem upplifðu
kreppuna miklu, sóttu
fram til betri lífs-
kjara. Sigurður var verkstjóri hjá
Símanum og réðst í að byggja við
húsið á Bergþórugötu 17. Þar var
píanó í stofu, sem Magga settist
oft við, því hún var afar músíkölsk.
Eftir hana hefur varðveist und-
urfallegt lag við ljóð Jóns Helga-
sonar „Í vorþeynum“. Við vinkon-
ur vorum settar til náms í
píanóleik og fékk ég að æfa mig á
píanóið hennar Möggu þegar Sig-
urður var að vinna; honum leiddist
glamrið sem vonlegt var. Svo fór
Magga með okkur í strætónum
Njálsgötu – Gunnarsbraut í píanó-
tíma til frænku sinnar Lillýar.
Mér er mjög minnisstæður
Ford-bíllinn, sem Sigurður keypti
og ók fjölskyldu sinni og fylgi-
fiskum hennar í upp í sumarbú-
stað við Elliðavatn, sem hann
hafði byggt ásamt Friðgeiri mági
sínum. Ég man eftir okkur stöllum
sitjandi í rauðum plusssætunum,
dragandi rúllugardínurnar á bíl-
gluggunum upp og niður. Þetta
var vissulega sjaldgæf lystikerra,
sem gerði aðra bíla hvunndagslega
í huga barnsins. Jólahald þeirra
hjóna er mér minnisstætt. Það
hófst á því að Sigurður setti ljós á
stóra tréð í garðinum, sem sást út
um eldhúsgluggann á Vitastíg 20,
órækt merki þess að hátíðin væri í
nánd. Hún átti síðan eftir að ná
hámarki á afmæli heimasætunnar
á þriðja í jólum. Þá mættu frænd-
systkinin og þá var gengið í kring-
um jólatréð og Friðgeir söng með
tilþrifum um einiberjarunninn. Á
gamlárskvöld var jafnan mann-
margt hjá Möggu og Sigga og eitt
slíkt kvöld var svo undurgott veð-
ur, að ekki bærðist hár á höfði.
Við vinkonurnar gengum úti með
kertaljós, stjörnuljós og blys. Á
þetta gamlárskvöld minntist Sig-
urður oft þegar við hittumst.
Sigurður hélt góðri heilsu til
hárrar elli og tók af lífsfjöri þátt í
þeirri veislu, sem lífið er. Hann
var afar vel máli farinn eins og áð-
ur sagði. Þegar undirrituð hélt
upp á útkomu bókar sinnar um
siðskiptatímann árið 1997 var Sig-
urður sá eini af gestunum, sem
stóð upp og hélt smellna ræðu í
tilefni dagsins, þá kominn á níræð-
isaldur. Ýmsir aðrir í þessu sam-
kvæmi höfðu nú vermt skólabekk-
ina lengur en hann, en hann var
hins vegar slyngur námsmaður í
skóla lífsins, svo þetta vafðist ekki
fyrir honum.
Sigurður varð fyrir þeim harmi
að missa konu sína árið 1972,
langt um aldur fram. Þrátt fyrir
þann mikla missi auðnaðist honum
að lifa ríkulegu lífi í rúm þrjátíu ár
eftir það. Sannaði hann þá dýr-
mætu lífsreglu, að „hamingjan býr
í hjarta manns, höpp eru ytri
gæði“. Hann skilur eftir sig langt
og farsælt ævistarf og fríðan hóp
afkomenda.
Ég kveð þennan aldna nágranna
minn með vinsemd og virðingu og
þakka honum samfylgdina. Fjöl-
skyldu hans sendi ég samúðar-
kveðjur.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir.
Elsku afi. Þó að maður viti og
hafi alltaf vitað hver gangur lífins
er, þá er alltaf erfitt að kveðja ást-
vini sína. Þú varst alltaf svo stór
hluti af fjölskyldunni og einhvern
veginn ómissandi. Þú verður alltaf
til í hjarta og huga okkar og þegar
ég hugsa og tala um þig þá brosi
ég innra með mér. Það er vegna
þess hvaða mann þú hafðir að
geyma. Mig langar að þakka þér
fyrir svo margt og allt sem þú hef-
ur gefið mér og fjölskyldu minni í
andlegt veganesti.
Elsku afi, takk fyrir að hafa ver-
ið eins og þú varst, góður, heið-
arlegur, ástkær og yndislegur fað-
ir, afi og langafi. Takk fyrir öll
ljóðin þín og sögur sem við erum
svo heppin að eiga á segulbands-
spólum og í minningunni.
Nú ert þú kominn á æðri stað,
til margra þinna ástvina og til
hennar Möggu þinnar. Við höfum
öll skynjað ástina sem þú barst til
hennar alla tíð. Ég veit að þú nýt-
ur þess að vera í faðmi hennar og
hún í þínum.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Magnea, Davíð, Daði Vikar
og Bryndís.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Samúðarblóm
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓHANN Ó. Á. GUÐMUNDSSON,
Valhúsabraut 15,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 22. apríl kl. 11.00.
Sigurlaug Hannesdóttir,
Anna B. Jóhannsdóttir, Auðunn Pálsson,
Guðmundur Jóhannsson, Arndís Magnúsdóttir,
Friðrik Þór Ragnarsson,
Selma Dögg Ragnarsdóttir,
Jóhann Ingi Guðmundsson,
Magnús Dagur Guðmundsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR ÓLAFSSON,
Litlagerði 19,
Vestmannaeyjum,
sem lést laugardaginn 16. apríl sl., verður
jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 23. apríl kl. 10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristiín Elín Gísladóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
DAGBJARTUR HANSSON,
Hauganesi,
Árskógsströnd,
verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju
laugardaginn 23. apríl kl. 14.00.
Anna Lilja Stefánsdóttir,
Stefán Dagbjartsson, Svana Karlsdóttir,
Svandís Dagbjartsdóttir, Sveinbjörn Hannesson,
Sigríður Dagbjartsdóttir
og barnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs
föður míns, sonar okkar, bróður, mágs og
sambýlismanns,
BJARNA VIBORG ÓLAFSSONAR,
Tjarnargötu 13,
Vogum.
Sérstaklega þökkum við Sigurði Björnssyni
lækni og starfsfólki göngudeildar 11-B, LHS, Lionsklúbbnum Keili, fé-
lögum úr Fjólu og Kantmönnum, Vogum, Ístaksmönnum og tryggðar-
vinum hans öllum sem léttu honum baráttuna.
Guð blessi ykkur öll.
Ari Bjarnason,
Ólafur Herjólfsson, Ingibjörg Bjarnadóttir,
Þorgrímur Ólafsson, Klara Sigurðardóttir,
Den Sawatdee.
Öllu er afmörkuð stund,
og sérhver hlutur undir
himninum hefir sinn
tíma.
Að fæðast hefir sinn tíma
og að deyja hefir sinn
tíma ...
(Prédikarinn 3:1,2.)
Jóhanna Loftsdóttir lést níunda
apríl á heimili sínu í Hafnarfirði.
Faðir minn, Lárus Gamalíusson og
Hanna lifðu í farsælu hjónabandi í
tæp fjörutíu ár, en hún var seinni
kona pabba og frænka mín í móð-
urætt. Fjörutíu ár er langur tími í
mannheimi, en allan þann tíma féll
ekki skuggi á samband okkar
Hönnu í eilífri baráttu manneskj-
unnar fyrir brauðinu í lífsins táradal.
Hún var stoð og stytta pabba og þau
hjónin ferðuðust mikið innanlands
JÓHANNA
LOFTSDÓTTIR
✝ Jóhanna Lofts-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 30. sept-
ember 1923. Hún lést
9. apríl síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 15. apríl.
sem utan. Á ferðum
sínum innanlands ók
hún, því að pabbi tók
aldrei bílpróf. Hanna
er konan sem aldrei
getur neitt aumt séð án
þess að hjálpa og horn-
steinn sinnar fjöl-
skyldu.
Fráfall hennar er
ættingjum og vinum
harmdauði, og til
marks um náin tengsl
hennar og pabba, sem
býr á Elliheimilinu Sól-
vangi, gat hann ekki
sofið vegna óróleika að-
faranótt laugardagsins níunda apríl.
Ég sendi fjölskyldu og börnum,
barna-, barnabarna-, og barnabarna-
barnabörnum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Sigurbjörg Lárusdóttir.