Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Að koma í litla hús- ið í fjörukambinum á Hólmavík og hitta þar fyrir húsráðendur, Mundu og Einar, var einstakt. Þar streymdi á móti manni hlýja og gestrisni og þar ríkti ró og friður. Oft hef ég setið í litlu stofunni og spjallað við húsráðendur, Einar sagði veiðisögur og Munda stakk að orði og orði, nýveiddur lax bor- inn fram og ef gist var, var ein- staklega notalegt að sofna við öl- dugjálfrið fyrir utan húsið, í logninu sem ég held að ríki alltaf á Hólmavík. Munda og Einar voru vinir for- eldra minna, Mumma og Völlu, og kynntust þau ung þegar þau voru að hefja búskap á Hólmavík. Þeirra vinátta hélst alla tíð og voru kynni þeirra góð. Mamma dó fyrir ellefu árum og oft sagði Munda: mikið sakna ég hennar Völlu minnar. Munda og Einar voru fyrir löngu flutt suður en áttu húsið á kambinum áfram og dvöldust þar á sumrin eins lengi og heilsa og aðstæður leyfðu og héldu Einari engin bönd að komast norður GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Guðmunda Guð-mundsdóttir fæddist á Blönduósi 6. október 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 19. apríl. þegar fór að vora. Fyrir nokkrum ár- um fór ég í mína síð- ustu heimsókn þang- að, við Sigga systir fórum með pabba, sem þá var orðinn veikur, í heimsókn til þeirra. Einar tók á móti okkur með dýr- indis kjötsúpu og dag- inn eftir voru í boði kjötbollur, sem ég er þekktur fyrir, sagði Einar. Þarna stóð hann í litla eldhúsinu og töfraði fram dýr- indismáltíðir kominn vel á tíræð- isaldurinn og talaði um timian, hvítlauk og ýmis önnur krydd sem menn á hans aldri vita fæstir skil á. Þarna var hann einnig í essinu sínu vegna deilna um möskvastærð á netum sem hann hafði lagt og taldi sig vera í fullum rétti með, Munda kímdi og sagði bara, ja hann Einar Hansen, og svo fékk maður klapp á kinn. Síðustu mánuði höguðu örlögin því svo að Munda, Einar og pabbi dvöldust á sömu deild á Hrafnistu, öll farin heilsu en gátu þó gefið hvert öðru klapp á hönd og bros er þau hittust í setustofunni. Þau hafa öll kvatt okkur á undanförn- um mánuðum og kvaddi Munda síðust þeirra, en hún lést fyrir tveimur vikum. Ég minnist Mundu og Einars með þakklæti og votta afkomend- um þeirra samúð mína. Heiðrún. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS TORFASONAR HJALTALÍN, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík. Vilborg G. Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson, Hrefna Jónsdóttir, Ingibjörg Ó. Hjaltalín, Þórður H. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR Þ. JÓNSSONAR frá Suðureyri við Súgandafjörð, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir fá félagar í oddfellowstúkunni Þorkeli Mána, sem stóðu heiðursvörð og aðstoðuðu við útför hans. Einnig fær starfsfólk Hrafnistu kærar þakkir fyrir að annast hann af alúð. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Þórður Jóhannesson, Jóhanna Björk Bjarnadóttir, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, María Þrúður Weinberg, Arthur Weinberg, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRÓÐNÝJAR PÁLSDÓTTUR, áður til heimilis á Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Steinunn Steinarsdóttir, Guðni Sigurjónsson, Garðar Steinarsson, Ásta Sveinbjarnardóttir, Sigurður Steinarsson, Ingibjörg Eysteinsdóttir og fjölskyldur. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 15. apríl var spilað á 8 borðum og meðalskor var 168. Úr- slit urðu þessi í N/S: Sverrir Gunnarsson - Einar Markússon 189 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 184 Friðrik Hermanns - Hera Guðjónsd. 183 A/V Sófus Berthelsen - Haukur Guðmundss. 198 Bragi V. Björnsson - Guðrún Gestsd. 196 Jón R. Guðmundss.- Kristín Jóhannsd. 184 Íslandsmót í tvímenningi um helgina Íslandsmótið í tvímenningi fer fram um næstu helgi, þ.e. 22. apr- íl–23. apríl. Spilað verður í húsi Bridssambandsins í Síðumúla og eru þátttakendur víðs vegar að af land- inu. Mótið er tvískipt. 1. lota föstu- dag kl. 15–19, 2. lota föstudag kl. 20– 24, 3. lota laugardag kl. 11–15. 24 efstu pörin halda áfram og spila Barometer 23 umferðir með fjórum spilum á milli para og er spilað með skermum. 1–10. umf. laugardag kl. 17–23. 11.–23. umf. sunnudag kl. 11– 19. Frá FEBK Gjábakka Föstudaginn 15. apríl var spilaður tvímenningur á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Lárus Hermannsson – Ólafur Lárusson 246 Magnús Oddsson – Sigurður Pálsson 234 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 227 A/V Magnús Halldórss. – Oliver Kristófss. 245 Björn Hermannss. – Gústaf Björnsson 242 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 234 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtudaginn 14.4. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor 264 stig. Árangur N-S Ægir Ferdinandsson - Geir Guðmss. 306 Helgi Hallgrímss. - Jón Hallgrímss. 294 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 286 Árangur A-V Elín Jónsd. - Soffía Theodórsd. 335 Ragnar Björnsson - Pétur Antonsson 331 Gunnar Jónsson - Guðbjörn Axelsson 321 Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 15. apríl mættu 18 pör til leiks í föstudagsbridge. Helga Helena Sturlaugsdóttir og Ómar Ol- geirsson virtust vera nokkuð örugg um fyrsta sætið, en meiri barátta var um næstu sæti. Lokastaða efstu para varð þannig: Helga H. Sturlaugsd. – Ómar Olgeirsson 45 Guðlaugur Bessas. – Hermann Friðrikss. 29 Erika Kleinicke – Vilhjálmur Sigurðss. 25 Jón Stefánsson – Guðlaugur Sveinsson 22 Kristinn Þórisson – Ástvaldur Ágústss. 22 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 15 borðum mánudaginn 18. apríl. Miðlungur 264. Efst vóru í NS: Ásta Erlingsd. – Katarínus Jónsson 315 Páll Ólason – Elís Kristjánsson 307 Hlaðgerður Snæbjörnsd. – Páll Guðmss. 294 Sigtr. Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 292 AV Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnússon 327 Haukur Guðmss. – Oddur Jónsson 320 Jón Bjarnar – Ólafur Oddsson 316 Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 306 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Annað kvöldið í hraðsveitakeppn- inni fór fram mánudaginn 18. apríl sl. og sveit Magnúsar Orra Haraldsson- ar, sem var með 57 impa forystu á næsta sæti eftir fyrsta kvöldið, jók enn við þá forystu með besta skori kvöldsins. Spilarar í sveit Magnúsar Orra auk hans eru bræður hans Anton og Sigurbjörn og Bjarni Einarsson. Eftirtaldar sveitir náðu hæsta skor- inu á öðru spilakvöldinu: Magnús Orri Haraldsson 628 Ungu spilararnir 605 Guðrún Jörgensen 588 Rúnar Einarsson 584 Sveitin milli sanda 572 Staðan í keppninni að afloknum tveimur kvöldum af þremur: Magnús Orri Haraldsson 1300 Guðrún Jörgensen 1203 Rúnar Einarsson 1183 Ungu spilararnir 1181 Ingibjörg 1156 Sveitin milli sanda 1121 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 15. apríl var spilað á 8 borðum og meðalskor var 168. Úr- slit urðu þessi í N/S: Sverrir Gunnarsson - Einar Markússon 189 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 184 Friðrik Hermanns - Hera Guðjónsd. 183 A/V Sófus Berthelsen - Haukur Guðmundss. 198 Bragi V. Björnsson - Guðrún Gestsd. 196 Jón R. Guðmundss.- Kristín Jóhannsd. 184 Bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 19. apríl var spilaður tvímenningur á 6 borðum. Meðal- skor var 100. Úrslit urðu þessi í N/S: Lilja Kristjánsdóttir – Lúðvík Ólafsson 118 Magnús Halldórss. – Olíver Kristóferss. 113 Karl Karlss. – Sigurður R. Steingrss. 111 A/V Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 116 Einar Einarsson – Ragnar Ásmundsson 105 Elín Guðmundsd.– Jóhanna Gunnlaugsd.102 Bridsfélag Reykjavíkur Þriðja kvöldið í barómeterkeppni félagsins fór fram þriðjudaginn 19. apríl og hefur staðan harðnað nokk- uð á toppnum. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á þriðja spilakvöldinu: Hlynur Angantýss. – Ísak Sigurðss. 132 Bernódus Kristinss.– Hróðmar Sigurbjss. 22 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 108 Guðrún Jörgensen – Guðlaugur Sveinss. 97 Magnús Magnúss. – Matthías G. Þorvss. 83 Staða efstu para að afloknum þremur kvöldum er nú þessi: Magnús Magnúss. – Matthías G. Þorvss. 273 Bernódus Kristins. – Hróðmar Sigurbjs. 254 Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 239 Hlynur Angantýsson – Ísak Sigurðss. 192 Guðrún Jörgensen – Guðl. Sveinsson 157 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 142 Árshátíð Bridsklúbbs kvenna Hin árlega árshátíð Bridsklúbbs kvenna verður haldin fimmtudaginn 5. maí næstkomandi í Versölum, við Hallveigarstíg 1. Fagnaðurinn hefst með fordrykk kl. 11 og að loknum há- degisverði verður spilaður tvímenn- ingur með Mitchell-fyrirkomulagi. Allar bridskonur velkomnar. Keppn- isstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 551 0116 hjá Gróu, 562 7377 hjá Hönnu eða 898 8465 hjá Lovísu. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 19. apríl var spilað á 11 borðum og var meðalskor 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Katarínus Jónsson - Ólafur Gíslason 265 Guðm. Guðmundss. - Stígur Herlufsen 253 Einar Markússon - Steindór Árnason 244 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmundss. 238 A/V Anton Jónsson - Einar Sveinsson 256 Guðm. Þórðarson - Guðný Hálfdánard. 245 Knútur Björnss. - Sæmundur Björnss. 239 Bragi V. Björnss - Guðrún Gestsdóttir 233 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR TÆPLEGA tvítugur maður hefur játað fyrir lögreglunni í Hafn- arfirði að hafa kveikt í skólastofu í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði að- faranótt þriðjudags og jafnframt játað aðra íkveikju í ruslagámi skammt frá skólanum nokkru síð- ar. Auk þess játaði maðurinn á sig tvö innbrot þá um nóttina, í stofnun og fyrirtæki í bænum. Þýfi úr þeim hefur að mestu leyti verið endurheimt að sögn lög- reglunnar en skemmdir voru tals- verðar. Daginn eftir var pilturinn handtekinn á heimili sínu og gekkst hann við sakargiftum. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Játar íkveikju í Öldutúnsskóla Morgunblaðið/Júlíus Í brunanum urðu talsverðar skemmdir í kennsluaðstöðu skólans vegna sóts og reyks. SUMARSTARF Svifflugfélags Ís- lands er nú framundan en félagið ráðgerir að fá brátt í gagnið nýja mótorsvifflugu. Stofnað hefur verið félagið Flugföng ehf. um innflutn- ing mótorsins og rekstur vélarinn- ar. Kristján Sveinbjörnsson, for- maður félagsins, segir í samtali við Morgunblaðið að í sumar verði kennari á launum hjá félaginu sem kenni svifflug á Sandskeiði og síðan muni félagsmenn sjá um kennslu á kvöldin og um helgar eins og verið hefur. Svifflugfélagið á tíu svifflugur og segir Kristján átta þeirra flughæfar og tilbúnar í verkefni sumarsins. Þá eiga félagsmenn milli fimmtán og tuttugu vélar sem flestar eru geymdar í skýlum félagsins á Sand- skeiði. Segir Kristján brýnt að fá meira skýlispláss og er nú verið að leita leiða til að bæta úr því. Um sjötíu manns eru nú í félaginu sem stofnað var árið 1936 og segir Kristján það því með elstu starf- andi félögum í fluginu. Nokkrir félagsmenn fengu nýver- ið nýja svifflugu, TF-SWK, og er hún af gerðinni ASH-25. „Um er að ræða eina svifmestu tvísessu sem framleidd er, enda er hún með 25 m vænghaf,“ segir m.a. í frétt frá fé- laginu. Ráðgert er að hefja sumarstarfið í byrjun maí en á sumardaginn fyrsta verður byrjað að afhenda tjaldvagna og hjólhýsi sem félagið geymir fyrir fólk yfir veturinn og fær leigutekjur fyrir. Segir Kristján að undir lok mán- aðarins muni samsetning vélanna geta hafist og fljótlega upp úr því geti svifflugið hafist af fullum krafti. Sumarstarf Svifflugfélags Íslands undirbúið Ráða flugkennara í fast starf í sumar Morgunblaðið/Sigurður Jökull Tveggja sæta kennsluvél Svifflug- félagsins dregin á loft. Starfið á Sandskeiði hefst upp úr næstu mán- aðamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.