Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 47
Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarbraut 58-60, 310 Borgarnes
Aðalfundur
Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður
haldinn á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn
28. apríl 2005 og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins.
3. Önnur mál.
Borgarnesi, 12. apríl 2005.
Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga.
Aðalfundur GFF 2005
verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl
kl.16.30 í Norræna húsinu og er að venju
öllum opinn.
Á aðalfundi munu koma fram tillögur til laga-
breytinga.
Strax að fundi loknum efnir GFF til málþings
undir yfirskriftinni:
„Fólkið, fákar, foldarskart“
Þar verður nýting lífræns úrgangs til upp-
græðslu, ekki síst hrossataðs, reifuð, bæði sem
hugmyndafræði og sem nærtækt úrlausnarefni
við aðstæður í Landnámi Ingólfs.
Frummælendur verða:
Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðar-
dóttir.
Katrín Jakobsdóttir formaður Umhverfis-
nefndar Reykjavíkur.
Sigurbjörn Bárðarson hrossaræktarfrömuður.
Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðsl-
unnar.
Fundarstjóri: Ólafur Örn Haraldsson, forseti
Ferðafélags Íslands.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu er ca 280 fm skrifstofuhúsnæði
í Faxafeni 10, annarri hæð, sem er að hluta til
búið glæsilegu skrifstofuhúsgögnum.
Sanngjörn leiga.
Áhugasamir sendi skeyti á netfangið
ohj@hradbraut.is.
Fundir/Mannfagnaðir
Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar
Fundarboð
Ársfundur Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar
verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2005 í
aðalfundarsal á 1. hæð, Bitruhálsi 1, Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 14:00.
Dagskrá fundarins er skv. 5. gr. sam-
þykkta sjóðsins:
Skýrsla stjórnar og kynning ársreiknings.
Tryggingafræðileg úttekt á stöðu sjóðsins.
Fjárfestingastefna sjóðsins.
Stjórnarkjör og kjör skoðunarmanns.
Önnur mál.
Stjórn Lífeyrissjóðs
Mjólkursamsölunnar
Tilkynningar
Hafnarfjörður
Matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynn-
ist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir
1. maí nk., ella má búast við að garðlöndin
verði leigð öðrum.
Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar.
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.00 Sumarvaka.
Veitingar og happdrætti.
Anne Marie Reinholdtsen stjórnar.
Lisbeth Welander talar.
Allir velkomnir.
Fimmtudagur 21. apríl
Samkoman verður í Fíladelfíu,
Hátúni 2, kl. 20.00.
Predikun Egon Falk.
Mikill söngur og vitnisburður.
Allir velkomnir.
Mánudagur 25. apríl
Fræðslukvöld í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 19:30.
Húsið opnað kl. 19:00.
Kennari Theodór Birgisson.
Allir velkomnir.
www.samhjalp.is
Raðauglýsingar 569 1111
Raðauglýsingar
sími 569 1100
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Alþjóðahúsi vegna
fréttar í Morgunblaðinu laugardag-
inn 16. apríl sl. um málþing Starfs-
greinasambandsins um svarta at-
vinnustarfsemi og svart vinnuafl og
vegna viðtals í Morgunblaðinu 18.
apríl við forstjóra Vinnumálastofn-
unar.
„Í báðum tilvikum var haft eftir
starfsmanni og forstjóra Vinnu-
málastofnunar að í dag séu atvinnu-
leyfi fyrst veitt tímabundið í eitt ár
fyrirtæki sem hyggist veita erlend-
um ríkisborgara vinnu og megi
sækja um endurnýjun á því starfs-
leyfi til tveggja ára. Eftir þriggja
ára starf hér á landi öðlist einstak-
lingur rétt á að fá ótímabundið dval-
ar- og atvinnuleyfi hér á landi. Þá er
og haft eftir starfsmanni stofnunar-
innar að hugsanlega megi gera
strangari kröfur áður en óbundið at-
vinnuleyfi verði gefið út, t.d. að við-
komandi verði að sýna fram á ís-
lenskukunnáttu.
Í þessu sambandi skal á það bent
að skoða verður lög um atvinnurétt-
indi útlendinga og útlendingalög í
samhengi, enda er ekki gefið út at-
vinnuleyfi til atvinnurekanda vegna
tiltekins starfsmanns, nema sá hinn
sami hafi/fái dvalarleyfi á Íslandi.
Flestir erlendir ríkisborgarar sem
koma til starfa á Íslandi sem ein-
staklingar (ekki vegna fjölskyldu-
sameiningar) fá í upphafi útgefið
dvalar- og atvinnuleyfi til eins árs og
skapar slíkt dvalarleyfi ekki grund-
völl fyrir búsetuleyfi. Eftir eitt ár
má sækja um framlengingu og er þá
gefið út dvalar- og atvinnuleyfi til
eins árs í senn (þ.e. sækja þarf um
endurnýjun árlega). Það er ekki fyrr
en eftir þrjú ár með slíkt leyfi sem
skapar grundvöll fyrir búsetuleyfi,
og samtals fjögur ár frá komu, að
einstaklingurinn má sækja um bú-
setuleyfi og óbundið atvinnuleyfi.
Hafa ber í huga að um heimildar-
ákvæði er að ræða, þ.e. heimilt er að
veita umsækjanda búsetuleyfi og
óbundið atvinnuleyfi, en í umfjöllun
Morgunblaðsins segir að hann öðlist
rétt til óbundins atvinnuleyfis.
Þá ber og að geta þess að í dag
fær einstaklingur ekki búsetuleyfi
nema hann geti sýnt fram á að hann
hafi lokið 150 stunda námi í íslensku
eða staðist próf í íslensku fyrir út-
lendinga samkvæmt vottorði gefnu
út af þeim sem dómsmálaráðuneytið
hefur samið við um að halda slík
próf. Því eru þær strangari kröfur
sem bent var á í grein Morgunblaðs-
ins að hugsanlega mætti gera fyrir
útgáfu óbundins atvinnuleyfis þegar
fyrir hendi.“
Yfirlýsing frá Alþjóðahúsi
Búsetuleyfi veitt
eftir fjögur ár
FRÉTTIR
GUÐJÓN Bergmann heldur helg-
arnámskeiðið Hreysti, hamingja,
hugarró, á Grand hóteli í Reykja-
vík dagana 30. apríl og 1. maí kl.
9–17, báða dagana.
Meðal efnis á námskeiðinu er
stefnumörkun í samræmi við
ríkjandi gildi hvers og eins, fyr-
irgefningin, kennd verður einföld
hugleiðsluaðferð, rætt um líf í
jafnvægi o.fl.
Bækurnar Hreysti, hamingja,
hugarró og samnefnd ný 32 síðna
vinnubók eftir Guðjón fylgja með
námskeiðinu. Vinnubókin kemur í
verslanir í næstu viku og mun
kosta 590 kr., segir í fréttatilkynn-
ingu.
Nánari upplýsingar um verð og
skráningu á www.gbergmann.is.
Námskeið í hugarró
Í DAG, sumardaginn fyrsta, kl.
13–15 standa félagsmiðstöðvarnar
Tónabær og Þróttheimar að sum-
arhátíð í Tónabæ, Safamýri 28.
Í boði er dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna og enginn aðgangseyrir
er að hátíðinni.
Dagskráin mun að mestu fara
fram utandyra á lóð Tónabæjar.
Það verður boðið upp á eftirfar-
andi: Harry Potter hoppkastala,
sumargrín ÍTR, söng unglinganna
í hverfinu, Lalli töframaður verð-
ur á svæðinu, boccia, sýningar á
tómstundastarfi Tónabæjar; leik-
listarsýning, myndlistarsýning,
ljósmyndasýning og útileikir.
Einnig verður boðið upp á and-
litsmálun. Þá veðra seldar pylsur,
vöfflur og kaffi.
Sumarhátíð
félagsmiðstöðv-
anna í Reykjavík
NORÐURLANDAMÓT í pípulögn-
um fer fram í Perlunni og hefst í
dag, fimmtudag kl. 13 og stendur til
23. apríl. Þetta er fjórða Norð-
urlandamótið í pípulagningalist-
inni, og í fyrsta skipti sem það er
haldið hér á landi. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, setur
keppnina og Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðarráðherra flytur
ávarp. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Fimm pípulagninganemar, einn
frá hverju Norðurlandanna keppa.
Tómas Helgason, pípulagn-
inganemi á Akureyri, keppir fyrir
Íslands hönd, en hann er núverandi
Íslandsmeistari í þessari grein. Að
verki loknu mun fjölþjóðleg dóm-
nefnd leggja mat á árangur og m.a.
taka tillit til nýtingar hráefnis,
vandvirkni, gæða lagnarinnar, frá-
gangs o.fl.
Keppa á Norð-
urlandamóti í
pípulögnum
HELGARNÁMSKEIÐ fyrir lands-
byggðarfólk um MS-sjúkdóminn,
verður haldið 29.–30. apríl. Nám-
skeiðið er fyrir fólk með nýlega
greiningu MS, upp að 2–3 árum.
Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi,
hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og
sjúkraþjálfari munu veita fræðslu.
Námskeiðið verður í húsi MS-
félags Íslands á Sléttuvegi 5,
Reykjavík. Upplýsingar veitir Mar-
grét, félagsráðgjafi í síma 568 8620
og 897 0923.
Námskeið fyrir
landsbyggðarfólk
Elíeser Jónsson flugstjóri vill taka
fram vegna greinar um Skildinga-
neskauptún, sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag, að hann hefði
aldrei fengið neinar bætur frá borg-
inni þegar hann ásamt fjórum fé-
lögum sínum keypti fyrstu flugvél-
ina.
Afgreiðsla bótakröfunnar dróst,
en að lokum var sæst á það að Elíe-
ser og hans fólk fengi jafnmikið land
og spilltist við holræsalögnina. Við
það stækkaði lóðin Hörpugata 1 og
varð ferningslaga en hafði verið þrí-
hyrnd. Nú er verið að byggja nýtt
hús þarna á lóðinni og er það Hörpu-
gata 2.
Þá var flugstöðin, sem rætt er um í
greininni, hlutafélag.
Beðist afsökunar á því sem mis-
sagt var.
LEIÐRÉTT
Engar bætur
„LISTAKONURNAR þrjár í Holta-
blóminu – 104 listgallerí fagna sum-
arkomu fimmtudaginn 21. apríl
með opnu húsi,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Ennfremur segir: „Í tilefni dags-
ins mun Inga María Sverrisdóttir
verslunareigandi bjóða upp á sum-
arblómvendi á góðu verði. Ásdís
Þórarinsdóttir myndlistarmaður
sýnir ný málverk unnin í olíu. Á
vinnustofunni, á efri hæð versl-
unarinnar, verður Ingibjörg Klem-
enzdóttir leirlistarmaður með sýni-
kennslu í rennslu.“
Í Holtablóminu – 104 listgalleríi
fæst mikið af spennandi gjafavöru
fyrir flest tækifæri. Opið verður kl.
12–19 og heitt á könnunni.
Sumri
fagnað í 104
listgalleríi
SKRÁNING unglinga í sumar-
störf hjá Vinnuskóla Reykja-
víkur stendur nú yfir. Störfin
eru fyrir unglinga sem nú eru í
8., 9. eða 10. bekk grunnskóla í
Reykjavík, þ.e. verða 14, 15 eða
16 ára á árinu.
Unglingarnir starfa víðs veg-
ar í borginni; við hreinsun,
gróðurumhirðu og létt viðhald;
og á útmörk borgarinnar, Heið-
mörk og Austurheiðum, við
gróðursetningu, áburðargjöf
og stígagerð.
Skráning fer fram á heima-
síðu Vinnuskóla Reykjavíkur á
netinu: www.vinnuskoli.is og
stendur til 30. apríl. Á heima-
síðunni er líka að finna upplýs-
ingar um störfin, vinnutíma og
starfskjör.
Allir sem skrá sig á réttum
tíma geta reiknað með vinnu,
segir í fréttatilkynnigu.
Skráning í
Vinnuskóla
Reykjavíkur