Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Heimsfrumsýnd 29. apríl Heimsfrumsýnd 29. apríl
Miðasala opnar kl. 15.003 3
ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára
kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ísl tali
Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ensku tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mblWill Smith er
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Frá leikstjóra American Pie & About a Boy
kemur frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
M.J. Kvikmyndir.com
HL MBL
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
f r i til r !
a a r r llv kj tryllir frá s rav !
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
i il
ll j t lli f !
Sýnd kl. 6, 8 og 10
SUMARDAGAR
í Smárabíói 21.- 24. apríl
Aðeins 400 kr. í bíó á allar myndir alla helgina í boði bíó.is
og aðeins 1000 kr. í Lúxus sal*
Frá leikstjóra American Pie & About a
Boy kemur frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem
dóttir hans fellur auk þess fyrir
Með Dennis Quaid í
fantaformi ásamt Topher
Grace (That´s 70s Show)
og Scarlett Johnsson (Lost
in Translation).
HK MBLB.B. Sjáðu Popptíví M.J. Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.10 m. ísl. tali,
CHRIS Martin, söngvari bresku
hljómsveitarinnar Coldplay, hefur
upplýst að norska hljómsveitin
A-ha hafi haft veruleg áhrif á tón-
list sveitarinnar. Ný breiðskífa með
Coldplay, sem mun heita X&Y, er
væntanleg í sumar.
Martin sagði í samtali við út-
varpsstöðina Virgin í Bretlandi, að
það hefði rifjast upp fyrir honum
um daginn er hann setti fyrstu
plötu A-ha á fóninn hversu góð hún
væri: „Þetta eru ótrúlegar laga-
smíðar. Allir eru að spyrja hvað
hafi haft áhrif á okkur, frá hverjum
við höfum reynt að stela og á hvað
við hlustuðum þegar við vorum
krakkar. Fyrsta hljómsveitin sem
ég dáðist að var A-ha – mér finnst
rétt að nefna þá.“
Martin sagðist einnig dást að út-
liti Morten Harkets, forsprakka A-
ha. „Það er leitun að myndarlegri
manni en Morten,“ bætti Martin við.
Nýtt lag með Coldplay, „Speed of
Sound“, er nú komið í spilun á út-
varpsstöðvum landsins.
Hætt kominn við að
faðma Gallagher
Coldplay lék á leynilegum tón-
leikum í Round Chapel í austurhluta
Lundúna í gær. Noel Gallagher úr
Oasis var þar meðal áhorfenda.
Þegar Martin kom auga á hann þar
sem hann sat á svölum við sviðið tók
Martin sig til og klifraði upp á sval-
irnar í miðju laginu „In My Place“,
til að bjóða Gallagher vin sinn vel-
kominn með faðmlagi. En þegar
Martin ætlaði að snúa aftur á sviðið
áttaði hann sig á því að hann kæmist
ekki nema að stökkva. Bandið var
farið að vandræðast svolítið án hans
þegar hann tók undir sig stökkið,
lenti heill á húfi á sviðinu og hélt
áfram. Fyrr um kvöldið lék
Coldplay „Lyla“, nýja lagið með
Oasis, sem nú er komið í spilun og
tileinkaði Martin það „hetjunum“
sínum. Umræddir tónleikar voru
teknir upp fyrir MTV og verða
sýndir í júní.
Coldplay undir
norskum áhrifum
Reuters
Coldplay er komin á fullt aftur eftir
alllangt hlé og píanótónar Chris
Martins hljóma ótt í „Sound of
Speed“, fyrstu smáskífunni af
væntanlegri plötu.
VIÐUREIGN karlmanna við barna-
uppeldi og bleiuskiptingar virðist
vera óþrjótandi gamanuppspretta
fyrir Hollywood-framleiðsluvélina,
og að sama skapi vísbending um að
Bandaríkjamenn séu ekki komnir
eins langt á veg í jafnfréttisbarátt-
unni og t.d. Norðurlanda- og aðrir
Evrópubúar. Það er a.m.k. ekki hægt
að líta svo á að jöfn hlutverkaskipting
foreldra sé orðinn eðlilegur eða við-
tekinn hlutur, þegar það þykir fyndið
í sjálfu sér að fylgjast með karlmanni
annast börn og þegar „eðlislægur“
klaufaskapur hans við þá iðju verður
kjarninn sem ber heilu og hálfu gam-
anmyndirnar uppi. Sáttasemjarinn
skipar sér í flokk slíkra mynda (önn-
ur nýleg dæmi eru Cheaper By the
Dozen og Daddy Day Care) en sækir
hugmynd sína fyrst og fremst til
hinnar vinsælu Kindergarten Cop
sem skartaði Arnold Schwarzeneg-
ger í aðal-
hlutverki. Báðar
myndirnar lýsa
því er vöðvastælt
hasarhetja lendir
í því starfsins
vegna að hafa eft-
irlit með barna-
skara, og dregst
við það inn í verk-
efni sem eru hon-
um framandi og
meiri áskorun en illlvígustu glæpa-
gengi. Hér leikur hasarbúntið Vin
Diesel aðalhlutverkið, þ.e. sérsveit-
armanninn Shane sem fær það hlut-
verk að gæta fimm barna í tengslum
við háalvarlegt leyniþjónustumál.
Eins og við er að búast ganga sam-
skiptin brösulega til að byrja með, en
smám saman kemst Shane að því að
það er hreint ekki svo fjarstæðu-
kennt að annast börn. Þetta er dæmi-
gerð, stöðluð barnavæn hasarmynd
þar sem handritið er svo einfeldn-
ingslegt að jafnvel Vin Diesel virðist
vera of þroskaður leikari í aðal-
hlutverkið.
Úr vöndu að ráða
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjórn: Adam Shankman. Aðal-
hlutverk: Vin Diesel. Bandaríkin, 95 mín.
The Pacifier (Sáttasemjarinn)
Vin Diesel
í The Pacifier.
OMAGH, nafnið vekur minningar um
hræðilegt níðingsverk sem framið var
í þessum friðsæla, Norður-Írska bæ
árið 1998. Hryðjuverkamenn úr röð-
um öfgasamtakanna Írska frels-
ishersins (IRA), komu fyrir kröftugri
sprengju við aðalverslunargötuna.
Þeir biðu fram eftir degi uns hún var
iðandi af fólki, þá tengdu þeir
sprengjuna með þeim afleiðingum að
um þrír tugir saklausra borgara létu
lífið og hundruð slösuðust.
Einn þeirra sem létu lífið var ung-
ur sonur Michaels Gallaghers
(McSorley), miðaldra bifvélavirkja
sem valdist til forystu þegar bæj-
arbúar gerðust langþreyttir á árang-
urslausum aðgerðum lögreglu-
yfirvalda og hálfkáki stjórnvalda.
Ódæðisverkið var framið þegar lang-
þráðar friðarviðræður stríðandi afla á
Írlandi voru nýhafnar. Þær gengu
fyrir réttlæti fórnarlambanna í
Omagh, illvirkjarnir ganga enn laus-
ir.
Omagh er gerð í heimild-
armyndastíl, sem gerir atburðina
nístandi raunverulega. Í upphafi er
fylgst með IRA-mönnum búa til
sprengjuna og koma henni fyrir, síð-
an bíður maður með öndina í háls-
inum eftir að hún springi. Fólkið
mætir til vinnu, opnar búðirnar, þeg-
ar gatan er orðin full af vegfarendum
kveður við ærandi sprengingin. Tón-
rásin þagnar í kjölfarið, við sjónum
blasir hræðileg götumynd þar sem
blóði drifnir eftirlifendur eru að átta
sig á atburðunum, lík og líkamsleifar
eins og hráviði hvert sem litið er. Síð-
an kemur hljóðið aftur, harmagrátur,
kvalastunur og örvæntingarhróp. At-
riðið er svo vel sviðsett og trúverðugt
að það á eftir að fylgja áhorfandanum
lengi, lengi.
Einn af mörgum kostum Omagh er
að kvikmyndagerðarmennirnir gæta
þess að halda tilfinningamálunum í
skefjum en segja umbúðalaust frá at-
burðum þar sem Gallagher og fjöl-
skylda hans eru í brennidepli. Þannig
fær áhorfandinn glögga innsýn í at-
burðarásina til dagsins í dag um leið
og hann upplifir sársaukann, órétt-
lætið, níðingsskapinn, missinn.
Ég hvet sem flesta til að sjá þessa
afdráttarlausu mynd um svívirðileg-
an glæp sem framinn var á blásak-
lausum fórnarlömbum níðinga sem
enn ganga lausir. Omagh, líkt og tvær
aðrar perlur á hátíðinni, Hotel
Rwanda og Shake Hands With the
Devil, minna okkur hastarlega á
grimmdina sem viðgengst allt í kring-
um okkur þar sem saklaus fórn-
arlömbin verða leiksoppar illskunnar.
Slík kvikmyndaverk ýta við samvisku
heimsins og verða vonandi til þess að
bæta hann. Gallagher mætti í eigin
persónu á frumsýninguna í Há-
skólabíói og sat fyrir svörum, nær-
vera hans jók enn á áhrif einnar at-
hyglisverðustu myndar hátíðarinnar.
Leikhópurinn er skipaður frábær-
um en frekar lítið þekktum lista-
mönnum. Gallagher er leikinn af ír-
anum McSorley (Veronica Guerin),
það mæðir mikið á honum í veiga-
miklu hlutverki bifvélavirkjans hæg-
láta sem reis upp og fór fyrir sam-
borgurum sínum í leit að réttlæti sem
er reyndar ekki fundið enn, en við
skulum vona að það nái fram að
ganga áður en yfir lýkur.
Ódæðisverk og eftirmál
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: IIFF
Leikstjóri: Peter Travis. Aðalleikendur:
Gerard McSorley, Michele Forbes,
Brenda Fricker, Stuart Graham, Peter
Balance, Pauline Hutton. 105 mín. Ír-
land/Bretland. 2004.
Omagh
„Ég hvet sem flesta til að sjá þessa
afdráttarlausu mynd um svívirði-
legan glæp sem framinn var á blá-
saklausum fórnarlömbum níðinga
sem enn ganga lausir,“ segir Sæ-
björn Valdimarsson um Omagh.
Sæbjörn Valdimarsson
Heiða Jóhannsdóttir