Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 55
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 8 b.i. 16 ára.
HIDE
AND
SEEK
Sýnd kl. 5
S.V. MBL.
K&F X-FM
Túlkun
Bruno Ganz
á Hitler
er stórkostleg.
Ein besta
stríðsmynd
allra tíma.
Magnþrungið meistaraverk um síðustu
dagana í lífi Hitlers séð með augum
Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers
i i í
í lí i i l
l i i i i l
Every family could use a little translation
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
S.K. DV
Sýnd kl. 8 og 10.40
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl.8 Sýnd kl. 10.20
Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims
Pedro Almódavar sem hefur fengið lof
gagnrýnenda og verðlaun um allan heim.
„Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village
Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan
Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez.
HOUSE OF
FLYING
DAGGERS
Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. taliSýnd kl. 2 og 4. m. ísl. tali
Magnaður spennutryllir
T H E INTERPRETER
Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG
LA FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
Heimsfrumsýnd á Íslandi
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Bi 16 ára
T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R .
A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA
B.B. Sjáðu Popptíví
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10
Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem
dóttir hans fellur auk þess fyrir
M.J. Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10
Heimsfrumsýnd 29. apríl
- BARA LÚXUS553 2075☎
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
f r i til r !
a a r r llv kj tryllir frá s rav !
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
i il
ll j t lli f !
Sýnd kl. 8 og 10.10
Sýningartímar
Lalli Johns Sýnd kl. 4
Hotel Rwanda Sýnd kl. 5.40
Bomb the System Sýnd kl. 4
Woodsman Sýnd kl 6
Dear Frankie Sýnd kl. 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 55
„KYNLÍF, dóp og rokk“, er slitinn
frasi sem varð til á sjötta eða sjö-
unda áratugnum, gott ef ekki í her-
búðum Andys Warhol. Hann er
rauði þráðurinn í nýjustu mynd
breska leikstjórans Winterbottoms,
sem gert hefur margar, athygl-
isverðar myndir (24 Hour Party
People, Wonderland) og aðrar síðri
(I Want You), eins og gengur. 9
Songs, sem flokkast þarna á milli,
hefur vakið mikil viðbrögð þar sem
hún hefur verið sýnd, eingöngu sakir
„djarfra“ atriða, sem eru mun frakk-
ari en sést hafa til þessa á hefð-
bundnum kvikmyndasýningum. Áð-
ur en lengra er haldið er óhætt að
vara gesti sem eru viðkvæmir fyrir
slíku sjónarspili. Hér gefur m.a. að
líta sáðlát, munnmök og umbúða-
lausar samfarir.
Söguþráðurinn er sáraeinfaldur.
Ungt par, Matt og Lisa (O’Brien og
Stilley), eyða tímanum saman við að
fara á rokktónleika og elskast í ból-
inu. Hvort tveggja með hjálp örvandi
eiturlyfja. Hann rifjar þess á milli
upp störf sín við vísindarannsóknir á
frera Suðurpólslandsins.
Mest af blessunarlega stuttum
sýningartímanum, því innihaldið er
óhemju tilbreytingarlaust og þreyt-
andi (maður fer ósjálfrátt að telja
saman atriðin 9, fljótlega eftir að auð-
sýnt er í hvað stefnir), fer fram í rúm-
inu. Þar eru filmaðar athafnir sem
hingað til hafa eingöngu verið á boð-
stólum undir borði á mynd-
bandaleigum. O’Brien og Stilley eru
ungt, heilbrigt og gratt par, eins og
lög gera ráð fyrir. Hver tilgangurinn
er með því að elta þau inn í svefn-
herbergi (þar sem fólki á að leyfast
að gera það sem það langar til í friði
fyrir öðrum), og skrásetja þeirra
innilegustu athafnir, er greinilega
fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að
brjóta upp hefðina, gera eitthvað
nýtt, sem er í sjálfu sér gott mál.
Ekki síst þegar haft er í huga að al-
mennt eru kynlífssenur leiðigjörn-
ustu og ófrjóustu kaflarnir í kvik-
myndum samtímans. Winterbottom
á þakkir skildar ef honum tekst að
hrista eitthvað upp á þeim berangri
hugmyndaleysisins. En slíkir kaflar
verða að geisla af losta og tilfinn-
ingum sem ekki eru til staðar í 9
Songs, hvort sem það er ætlunin eður
ei. Reyndar sagði O’Brien, sem sat
fyrir svörum eftir sýninguna, að Win-
terbottom skilgreindi 9 Songs sem
ástarsögu. Má ég þá biðja um þó ekki
væri nema vottur af ást og erótík.
Berolucci tókst mun betur að fást
við bannhelgarnar í tímamótamynd-
inni Last Tango in Paris, sömuleiðis
Catherine Breillat í Romance, jafnvel
Patrice Chereau í Intimacy. 9 Songs
minnir því miður meira á bersögult
dáðleysið í 9 ½ Weeks, og öðrum slík-
um, tónlistaratriðin eru mun betri
kvikmyndaleg upplifun.
9 söngvar leikstjórans
KVIKMYNDIR
Háskólabíó - IIFF
Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðal-
leikendur: Kieran O’Brien, Margot Stilley.
70 mín. Bretland. 2005.
9 söngvar (9 Songs)
Sæbjörn Valdimarsson
SÁ er orðinn siður
góður á vorin að nem-
endur í Listaháskóla
Íslands láta ljós sitt
skína og afhjúpa verk
sín.
Í kvöld munu 1. og
2. árs nemar í fata- og
textílhönnun standa
fyrir tískusýningu í
Klink og Bank og
bera þar á borð af-
rakstur náms síns og
vinnu.
Að því er fram
kemur í fréttatilkynn-
ingu frá skólanum er
búist við að fjöldi er-
lendra blaðamanna,
sem kom til landsins í
tengslum við Face
North-tískusýn-
inguna sem haldin
var í Hafnarhúsinu í
gær, verði á sýning-
unni.
Í fata-og text-
ílhönnunardeild LHÍ
er lögð sérstök
áhersla á samstarf við
atvinnulífið og nem-
endum kynnt þau við-
horf og aðstæður sem
þar er að mæta.
Markmið með náminu
er að búa nemendur
undir störf í al-
þjóðlegu umhverfi – að þeir líti á all-
an heiminn sem sitt framtíð-
arstarfsumhverfi.
Við deildina kenna fjölmargir er-
lendir gestakennarar sem starfa í
erlendum tískuhúsum, s.s. Yves sa-
int Laurent, Louis Vuitton, Sonia
Rykiel og Martine Sitbon. Fagstjóri
fata- og textílhönnunar er Linda
Björg Árnadóttir.
Sýningin í kvöld er liður í vorhátíð
LHÍ sem nær hámarki þegar opnuð
verður útskriftarsýning nemenda
við myndlistar, hönnunar- og arki-
tektúrdeild 7. maí en hún mun
standa til 29. maí.
Tíska | Nemendur LHÍ í Klink og Bank
Erlendir blaða-
menn á staðnum
Frá sýningu hönunnarnema síðastliðið vor.
Sýningin í Klink og Bank hefst í
kvöld kl. 20.30.
Sjónvarpsmað-urinn ÁSGEIR
Kolbeinsson hefur
tekið við af Þresti
3000 sem dagskrár-
stjóri FM957. Er
það liður í viðameiri
stefnubreytingu
sem á sér stað hjá fjölmiðlafyrirtæk-
inu 365 og tengt ráðningu Árna Þórs
Vigfússonar, fyrrum sjónvarpsstjóra
Skjás eins, í starf yfirmanns á Popp-
Tíví. Í samtali við Morgunblaðið segir
Ásgeir að þeir Árni Þór muni vinna
náið saman í framtíðinni að gerð dag-
skrárefnis fyrir sjónvarp og útvarp,
ætlað ungu fólki. Ásgeir sér ekki fyrir
sér neina meiri háttar stefnubreyt-
ingu á FM957, við þessar manna-
breytingar, en segist jafnvel búast við
að einhverjar hrókeringar verði á
„þeim sem eru við hljóðnemann“. En
stöðin sé og verði áfram tónlistarstöð
og það þýði að hann og hans fólk ætli
að kafa enn frekar ofan í hvað ungt
fólk er að hlusta á.
Ásgeir hefur að undanförnu verið
áberandi á PoppTívi, þar sem hann
hefur séð um kvikmyndaþáttinn
Sjáðu og kynnt Íslenska listann. Í
ljósi gagngerra breytinga sem fyrir
dyrum standa á dagskrá stöðvarinnar
segir hann framtíð þáttanna óljósa,
en að vel sé inni í myndinni að þeir
haldi áfram í breyttri mynd.
Gríndávaldurinn Sailesh dáleiðirnú mann og annan við mikla
kátínu þeirra sem vitni verða að.
Hann hefur m.a. verið mjög eft-
irsóttur gestur í framhaldsskólum
landsins. Um daginn, þegar hann var
í Flensborg, sýndi
hann enn og sann-
aði dulmagnaðan
mátt sinn, og að
þessu sinni í þágu
menntunar.
Segir sagan að
einn nemandinn,
stúlka nokkur sem
féllst á að láta dáleiða sig, hafi fengið
ansi mikið meira út úr uppátækinu en
hún hafði búist við. Svo vildi til að
strax eftir dáleiðsluna þurfti hún að
fara í munnlegt próf í dönsku. Áður
en Sailesh vakti hana úr dáleiðslunni
ákvað hann því að tilkynna henni að
hún kynni dönskuna upp á tíu og að
hún gæti farið í prófið full sjálfs-
trausts. Það kom líka á daginn, stúlk-
an fór í munnlega prófið, gekk að eig-
in sögn betur en nokkru sinni fyrr,
fékk tíu, og ku viðkomandi kennari
aldrei áður hafa gefið jafnháa ein-
kunn.
Fólk folk@mbl.is