Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
A Hole in my Heart
Sjokkerandi
mynd
eftir
Lukas
Moodysson
ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!
Garden StateMyndin var kosin
vinsælasta myndin á Sundance
kvikmyndahátíðinni. Frábær tónlist.
Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við
Indiana Jones og James Bond myndirnar.
DV
Beautiful Boxer kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30
Napoleon Dynamite kl. 4 - 6 - 8 -10
The Mayor of Sunset Strip kl. 3
Vera Drake kl. 5,30
Garden State kl. 8 b.i. 16
9 Songs kl. 10,15 b.i. 16
Beyond the Sea kl. 3 - 10
Omagh kl. 5,50
Hole in my Heart kl. 8 b.i. 16
Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14
Life and Death of Peter Sellers kl. 5.30 - 10.30
Sennilega ein hispurslausasta
kvikmynd sem gerður hefur verið,
eftir snillinginn Michael
Winterbottom, um ást, kynlíf og
tónlist. Stranglega bönnuð innan 16
ára og alls ekki fyrir viðkvæma.
Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra.
Ein vinsælasta kvikmyndin á
Sundance kvikmyndahátíðinni.
Toppmyndin í USA
Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi
Byggð á metsölubók Clive Cussler
Kvikmyndir.is
S.V. MBL
Nýjasta meistarastykki meistara
Mike Leigh, sem hefur rakað til
sín verðlaunum og hlotið mikið
lof hvarvetna.
Ó.H.T Rás 2
ALLAR Stjörnustríðsmyndirnar sex
verða sýndar á 14 klukkustunda maraþoni
í kvikmyndahúsi í Lundúnum um miðjan
maí.
Þar á meðal er sjötta og síðasta myndin
Star Wars: Episode III – Revenge of the
Sith sem frumsýnd verður um heim allan
um miðjan maí.
Fer maraþonið fram í kvikmyndahúsi á
Leicester-torgi í Lundúnum hinn 16. maí.
Miðasala hefst á mánudag og verða þús-
und miðar í boði. Hefst gamanið klukkan
sjö að morgni og heldur síðan áfram í 14
tíma að matarhléum meðtöldum.
Að sögn Jóns Gunnars Geirdals, mark-
aðsstjóra hjá Senu, sem hefur dreifing-
arrétt á Stjörnustríðsmyndum á Íslandi,
má fastlega búast við að boðið verði upp á
samskonar maraþonsýningu hér á landi,
fáist tilskilin leyfi til þess.
Stjörnustríðs-
maraþon í maí
SÖNGVARINN Robert Plant kom
til landsins um miðjan dag í gær en
hann mun halda tónleika í Laug-
ardalshöll annað kvöld ásamt hljóm-
sveit sinni The Strange Sensations.
Rétt tæp 35 ár eru liðin síðan
Plant lék hér á landi á sögufrægum
tónleikum í Laugardalshöll, þá með
hljómsveitinni Led Zeppelin, og
hafði Morgunblaðið eftir honum að
hann væri afar ánægður með að
vera kominn aftur, það hefði staðið
til lengi.
Það lá mjög vel á Plant í gær, og
hann lék á als oddi, að sögn Kára
Sturlusonar tónleikahaldara sem
tók á móti rokksöngvaranum í
Leifsstöð. „Þetta er afskaplega við-
kunnanlegur maður og rólegur,“
sagði Kári og bætti við að hann væri
greinilega í besta formi því hann
hefði rölt út úr flugstöðinni með
töskur sínar undir hendinni eins og
unglingur væri.
„Hann hlakkar mikið til að kynna
Íslendingum nýja efnið sitt, sem
hann er mjög spenntur fyrir og
stoltur af.“ Engum sögum fer þó af
því hvort hann mun taka Íslandsóð
sinn, „Immigrant Song“, en á und-
anförnum tónleikum hefur hann þó
verið duglegur að taka gamla Zep-
pelin-slagara í bland við nýja efnið.
Plant ákvað, að sögn Kára, að
koma fyrr til landsins til að geta átt
hér tvo heila daga til að gera allt það
sem hann langar til að gera en hann
mun dvelja hér fram á sunnudag:
„Hann langar að fara á hestbak, í
Bláa lónið, skoða Gullfoss og Geysi,
Þingvelli og fleira.“ Þá segir Kári að
Plant hafi nefnt að hann langi til að
bragða reyktan lunda og er því
greinilega forvitinn mjög um ís-
lenska menningu.
Plant kom frá Kaupmannahöfn
þar sem hann hélt vel heppnaða
tónleika á þriðjudagskvöldið að við-
stöddum nokkrum Íslendingum
sem létu vel af. Tónleikar Plant og
hljómsveitar hans hafa fengið lof-
samlega dóma í erlendum fjöl-
miðlum upp á síðkastið og þar á
meðal gáfu bresku blöðin The Gu-
ardian og Daily Mail tónleikum
hans í Royal Albert Hall 6. apríl
bestu meðmæli.
Plant og Led Zeppelin voru afar
ánægðir með hvernig til tókst er
þeir léku hér 22. júní 1970. Til
marks um það sömdu þeir lagið Im-
migrant Song um Íslandsförina og
nýverið voru notaðar á veglegum
mynddiski upptökur sem gerðar
voru hér.
Nýjasta plata Plants, The Mighty
Rearranger, kom út á Íslandi í vik-
unni, tveimur vikum áður en hún
kemur út í heiminum, en hún hefur
nú þegar fengið jákvæða dóma í er-
lendum tónlistarmiðlum.
Enn eru til miðar í stæði á tón-
leikana í Höllinni. Miðaverð er 4.500
kr. Miðasala fer fram á eftirfarandi
stöðum: Hard Rock Café Kringl-
unni, Hljóðhúsinu Selfossi, Hljóm-
vali Keflavík, Pennanum Gler-
ártorgi, Pennanum Akranesi og á
midi.is. Húsið verður opnað kl. 19
og tónleikarnir hefjast með upp-
hitun íslensku hljómsveitarinnar
Ske.
Tónlist | Robert Plant kominn til landsins
Aftur til lands
íss og snjós
Víkurfréttir/Þorgils
Robert Plant brosti sínu breiðasta er hann gekk út úr flugstöðinni í ís-
lenskan vorvindinn ásamt hljómsveit sinni og taldi það ekki eftir sér að
burðast með eigin farangur.
ÞAÐ verður vart þverfótað fyrir stjörnum á tökustað kvik-
myndarinnar Da Vinci-lykilsins eftir metsölubók Dans Browns.
Leikstjórinn Ron Howard hefur sankað að sér þekktum nöfn-
um í flest burðarhlutverk og fer Tom Hanks í broddi fylkingar
sem dulmálssérfræðingurinn Robert Langdon, söguhetja bók-
arinnar.
Frakkarnir Jean Reno (Leon) og Audrey Tautou (Amélie)
leika frönsku löggurnar Bezu Fache og Sophie Neveu.
Fagtímið Variety greindi svo frá í gær að búið væri að ráða
Sir Ian McKellen til að leika hinn aldna auðkýfing Sir Leigh
Teabing og Alfred Molina sem Aringarosa, biskup Opus Dei-
reglunnar. Báðir hafa þessir merku leikarar farið með veiga-
mikil hlutverk í nýlegum metaðsóknarmyndum. McKellen lék
Gandalf í Hringadróttinssögu og Molina lék illmennið Kol-
krabba í Kóngulóarmanninum 2.
Einnig hermdu fregnir í gær að breska leikaranum
Christopher Eccleston hefði verið boðið hlutverk munksins
Silas, sem veitir Langdon eftirför og hefur þau fyrirmæli að
ráða hann af dögum.
Eccleston er einn eftirsóttasti leikari Breta nú um mundir og
lék síðast költ-hetjuna Dr. Who í nýjum sjónvarpsþætti sem
BBC framleiddi. Hann hefur einnig leikið í myndum á borð við
Jude, Shallow Grave, 28 Days Later og The Others.
Ingvar E. Sigurðsson hafði að sögn farið í leikprufur vegna
þessa hlutverks en virðist nú þurfa að horfa á eftir því í hendur
Ecclestons, en þeir eru um margt áþekkir leikarar; hávaxnir,
svipsterkir og kraftmiklir.
Herma fregnir frá Bretlandi að framleiðendurnir hafi fallið
fyrir Eccleston eftir að hafa séð hann í sjónvarpinu leika Dr.
Who.
Það hefur ekki gengið þrautalaust að fá
leyfi til að kvikmynda á þeim stöðum þar
sem sagan á að gerast. Búið er fá leyfi til
að taka eitt þýðingarmesta atriði mynd-
arinnar í Rosslyn-kapellunni í Skotlandi
og eftir langar og strangar samninga-
viðræður hafa framleiðendur fengið leyfi
hjá forsvarsmönnum Louvre-safnsins til
að taka upp mikilvæg atriði þar. Fléttan
hefst einmitt á dularfullu morði sem framið er í safninu á safn-
verði sem býr yfir mikilvægu leyndarmáli.
Stefnt er á að myndin verði frumsýnd í maí á næsta ári og er
því spáð að hún verði ein af stærstu myndum ársins.
Stjörnufans í Da Vinci-myndinni Christopher Eccleston, sá sem líkleg-astur er til að fá hlutverk albínóans Sil-asar, var vígalegur sem Dr. Who en
kærði sig þó ekki um að leika hann
áfram.