Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 60
FRAMLEIÐENDUR mat- og drykkjarvöru sækj-
ast nú í vaxandi mæli eftir því að vítamín- og stein-
efnabæta vörur sínar til að laða að fleiri við-
skiptavini.
Íblöndun sama næringarefnis í of margar teg-
undir matvæla á markaði er óæskileg þar sem hún
eykur líkurnar á að neytendur fái of mikið af efn-
inu, sem aftur getur haft öfug áhrif og skaðað
heilsuna, að mati sérfræðinga Lýðheilsustöðvar.
Hægt væri að ofgera heilsunni með ofneyslu
bætiefna og því kæmu vítamín- og steinefnabætt
matvæli alls ekki í staðinn fyrir fjölbreytt fæði.
Frá áramótum hafa Umhverfisstofnun borist
umsóknir um vítamínbætingar á 21 vörutegund,
sem fela í sér íblöndun með allt frá einu og upp í
tíu næringarefni í einni og sömu vörunni. Í fyrra
bárust hinsvegar þrjár umsóknir og átta árið 2003.
Meðal þessarra vara eru mjólkurdrykkir, soja-
mjólk, ávaxtasafar, íþróttadrykkir, Swiss Miss
diet, Fittybrauð og brauðbollur.
„Til að íblöndun bætiefna gagnist fjöldanum, er
mikilvægt að velja matvöru, sem hefur mikla út-
breiðslu meðal markhópsins og að magnið sé hæfi-
legt þannig að ekki skapist hætta á ofneyslu,“ seg-
ir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri
næringar hjá Lýðheilsustöð./27
„Getur skaðað
heilsuna“
Aukin ásókn í að vítamín- og
steinefnabæta matvæli
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
TVÆR byssukúlur voru fjarlægðar með
skurðaðgerð úr sautján ára pilti á Akureyri nú
í vikunni og hefur lögreglan fengið einn mann
úrskurðaðan í gæsluvarðhald til 24. apríl
vegna skotárásarinnar. Við rannsókn málsins
var annar maður einnig handtekinn en sleppt
að loknum yfirheyrslum eftir að hann játaði
aðild að árásinni.
Málið kom upp á laugardaginn þegar lög-
reglunni á Akureyri bárust upplýsingar um að
17 ára piltur hefði leitað á slysadeild vegna
skotárásar. Þegar lögreglan ræddi við hann
sagðist hann hafa verið skotinn a.m.k. 11 skot-
um úr loftbyssu. Samkvæmt frásögn hans var
hann tekinn upp í bíl af tveimur 22 ára mönn-
um sem óku með hann langt norður gamla
Vaðlaheiðarveginn. Þar var hann rekinn út úr
bílnum og dró annar mannanna upp byssu og
skaut á hann sex skotum. Því næst var pilt-
inum skipað að afklæðast og eftir það var sex
öðrum skotum skotið á hann.
Fékk skot í fætur, hendur og bak
Að sögn Daníels Snorrasonar, lögreglufull-
trúa á Akureyri, fékk pilturinn skot í fótleggi,
bak og hendur. Þær kúlur sem sátu fastar
lentu í læri og handarbaki. Til marks um kraft-
inn í byssunni gekk önnur kúlan 2–3 cm inn í
lærvöðva. Pilturinn vildi í fyrstu ekki skýra frá
því hverjir hefðu verið að verki eða hvers
vegna og vöknuðu því grunsemdir um að at-
burðurinn hafi verið afleiðingar fíkniefnavið-
skipta. Í ljós hefur komið að bæði árásarmenn-
irnir og fórnarlambið hafa komið við sögu
fíkniefnamála.
Eftir skotárásina var pilturinn látinn klæða
sig í fötin aftur og tekinn inn í bílinn og ekið í
átt til Akureyrar og skilinn eftir í nágrenni
bæjarins. Þar hringdi hann í vini úr gsm-síma
og lét þá sækja sig. Hann missti ekki mikið
blóð að sögn lögreglunnar en var ekið á Fjórð-
ungssjúkrahúsið. Byssan sem notuð var er
ólögleg og er talin hafa verið kraftmikil.
„Við lítum þetta mál mjög alvarlegum aug-
um því við teljum að pilturinn gæti hafa verið í
lífshættu,“ segir Daníel Snorrason. „Aðferðin
sem notuð var er ótrúlega ógeðfelld svo ekki sé
meira sagt.“
Málið telst upplýst að mestu. Að lokinni
rannsókn verður það sent ákæruvaldinu til
meðferðar.
Tvær byssukúlur fjarlægðar úr 17 ára pilti með skurðaðgerð
Látinn afklæðast á víða-
vangi og skotinn margoft
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
STOFNVÍSTALA þorsks er nú 16% lægri en hún
var á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum úr stofn-
mælingu botnfiska. Af síðustu fjórum árgöngum
þorsksins er aðeins
einn, 2002 árgangur-
inn, sem er nærri því
að vera í meðallagi.
Allir hinir eru lélegir
eða mjög lélegir. Ýsan
er hins vegar á upp-
leið.
Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra,
segir of snemmt að
gera því skóna að
leyfilegur heildarafli
þorsks á næsta ári
verði skorinn niður frá
því, sem nú er. Það sé
margt sem eigi eftir að taka tillit til og reikna út áður
en það komi í ljós hvert stofnstærðarmatið verði
endanlega. Hann segir að fátt í þessum niðurstöðum
komi á óvart annað en hve lélegur árgangurinn frá
síðasta ári virðist vera. Það hefði þó vissulega verið
betra hefði stofnvísitala þorsksins verið hærri, en
hið jákvæða væri að ýsan væri stöðugt á uppleið.
Áhyggjuefni
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, segir að lélegur árgangur 2004 sé vissu-
lega áhyggjuefni og eins að meðalstórir árgangar
skili sér ekki nógu vel. Að öðru leyti sé ekkert sem
komi á óvart. Enn sé ekkert komið að því að segja til
um hvaða áhrif þetta geti haft á úthlutun aflaheim-
ilda á næsta ári, en það sé ánægjulegt að ýsan skuli
vera á uppleið.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
segir að það séu mikil vonbrigði hve árgangurinn í
fyrra komi illa út. Það verði líklega til þess að við
hjökkum lengur í sama farinu. Annað sé í takt við
það sem hafi verið að gerast, enda hafi það verið vit-
að að árgangurinn frá 2001 væri slakur. Þó hefði
mátt ætla að útkoman nú hefði orðið betri í ljósi
góðra aflabragða að undanförnu.
Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, segir þetta slæm
tíðindi. Niðurstaðan sé á skjön við það sem sjómenn
hafi verið að segja um mikla fiskgengd að undan-
förnu, til dæmis í köntunum við Vestmannaeyjar.
Lækkun þarf
ekki að leiða til
minni kvóta
3%%%
4%' 5
3
%
6!
!7
8 8 8 8 8 8
&
Stofnvístala þorsks 16%
lægri en í fyrra
Nýjasti/12
FORVITNIR vegfarendur fylgjast með
framkvæmdum við færslu Hringbraut-
arinnar. Byrjað er að malbika við Njarð-
argötu og undir brúnni við Bústaðaveg.
Uppsetning á tveimur göngubrúm er sömu-
leiðis langt komin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýja Hringbrautin malbikuð
NÝ STJÓRN var kjörin á aðal-
fundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar
(SPH) í gærkvöldi. SPH er næst-
stærsti sparisjóður landsins. Listi
fráfarandi stjórnar, A-listi, hlaut
þar 22 atkvæði en B-listi, undir
forystu Páls Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra í Firði – verslunar-
miðstöð, hlaut 23 atkvæði og sigr-
aði. Stofnfjáraðilar í SPH eru 47
talsins, einn skilaði auðu og einn
stofnfjáraðili mætti ekki á fund-
inn.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins mátti strax greina að
fundarmenn skiptust í tvær fylk-
ingar og þurfti endurteknar kosn-
ingar um margt sem laut að fund-
inum. Báðar fylkingar sættust á
að viðhafa óhlutbundna listakosn-
ingu þannig að
sá listinn sem
sigraði fengi
öll stjórnar-
sæti. Á B-
lista, sem sigr-
aði, voru Eyj-
ólfur
Reynisson,
Ingólfur Flyg-
enring, Páll
Pálsson, sem er nýr formaður
stjórnar, Trausti Ó. Lárusson og
Þórður Magnússon. Á A-lista frá-
farandi stjórnar voru Albert
Steingrímsson, Árni Grétar
Finnsson, Bjarni Þórðarson,
Gissur Guðmundsson og Ingvar
Viktorsson.
Páll Pálsson, nýr stjórnarfor-
maður, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að stjórn
SPH hefði verið óbreytt lengi.
Fimm stofnfjáraðilar hefðu boðið
sig fram gegn lista fráfarandi
stjórnar og sigrað. „Við ætlum að
efla enn frekar þessa góðu, merku
og sterku stofnun. Við ætlum að
vinna að því að sparisjóðurinn
verði áfram til, með höfuðstöðvar
í Hafnarfirði, og þjóni Hafnfirð-
ingum, einstaklingum jafnt sem
fyrirtækjum,“ sagði Páll. Hann
sagði að niðurstöður ársreikninga
undanfarinna þriggja ára sýndu
að rekstur sjóðsins hefði verið
erfiður.
Hagnaður af rekstri sjóðsins
2004 nam tæplega 406 milljónum
fyrir skatta og rúmlega 319 millj-
ónum króna eftir skatta. Útlán
jukust um 26,3% á árinu og námu
samtals 25,7 milljörðum í árslok.
Heildareignir í árslok námu 38,6
milljörðum króna, samkvæmt
fréttatilkynningu frá SPH.
Árni Grétar Finnsson, sem sat í
fráfarandi stjórn og var fundar-
stjóri aðalfundarins, kvaðst óska
nýrri stjórn velfarnaðar og að hún
sæi til þess að sparisjóðurinn yrði
áfram sjálfstæð stofnun.
Matthías Á. Mathiesen var for-
maður stjórnar SPH frá 1. ágúst
1958 þar til nú. Hann kvaðst hafa
verið búinn að ákveða að draga
sig í hlé frá stjórnarstörfum og
því ekki gefið kost á sér á aðal-
fundinum í gær. Matthías vildi
ekki tjá sig frekar að þessu sinni.
Stjórnarbylting í Spari-
sjóði Hafnarfjarðar
Páll Pálsson
♦♦♦