Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húrra, húrra, hægri maður fyrir borð. Samkvæmt þeirrikostnaðaráætlunsem nú liggur fyrir í samgönguráðuneytinu munu Héðinsfjarðargöng auk nauðsynlegra vega- framkvæmda kosta um sjö milljarða króna. Þegar göngin komust fyrir al- vöru á dagskrá í lok síð- asta áratugar var rætt um einbreið göng en þrátt fyr- ir að nokkur ár séu síðan ljóst var að vegna öryggis- sjónarmiða yrðu þau að vera tvíbreið, höfðu engir arðsemisútreikningar ver- ið gerðir vegna tvíbreiðra ganga, þ.e.a.s. þangað til í gær þegar Vegagerðin skilaði samgöngu- ráðuneytinu nýjum útreikningum. Í raun og veru virðast útreikn- ingar á arðsemi þó ekki skipta miklu máli í þessu samhengi þar sem Héðinsfjarðargöng snúast fyrst og fremst um að efla byggð- arlög á svæðinu, ekki hvort vega- framkvæmdirnar sem slíkar séu arðsamar. Útreikningarnir sem hér er vís- að til eru gerðir þannig að stofn- kostnaður framkvæmdarinnar er borinn saman við sparnað fyrir Vegagerðina og vegfarendur sem af henni leiðir. Þeir taka á hinn bóginn ekki til aukins sparnaðar eða kostnaðar í öðrum málum s.s. vegna samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga, sparnað við lög- gæslu, heilsugæslu o.s.frv. sem eru rök sem stuðningsmenn gang- anna benda gjarnan á. Þeir arðsemisútreikningar sem lágu fyrir þegar Alþingi tók ákvarðanir um að Héðinsfjarðar- göng yrðu grafin, er að finna í skýrslu Vegagerðarinnar frá 2001 um mat á umhverfisáhrifum. Þar eru einbreið Héðinsfjarðargöng m.a. borin saman við núverandi veg um Lágheiði og er niðurstað- an sú að arðsemi ganganna sé 14,5%. Þetta er sú tala sem ýmsir áhugamenn um jarðgöngin hafa haldið á lofti á opinberum vett- vangi. Margir hafa gagnrýnt að ekki skuli hafa verið reiknuð út arð- semi tvíbreiðra ganga, líkt og löngu hefur verið ákveðið að grafa. Úr þessu var bætt í gær þegar Vegagerðin sendi sam- gönguráðuneytinu útreikninga vegna tvíbreiðra Héðinsfjarðar- ganga. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu var niðurstaðan sú að arðsemi ganganna, miðað við óbreyttan veg um Lágheiði, sé 12,3%. Ráðuneytið óskaði ekki eftir nýjum útreikningum á öðr- um kostum. Ef ekki yrðu grafin göng yrði að öllum líkindum ráðist í uppbygg- ingu vegarins um Lágheiði og því er að mörgu leyti hæpið að miða við óbreyttan veg. Þórólfur Matt- híasson, prófessor við Háskóla Ís- lands, hefur m.a. bent á þetta í að- sendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudag. Þegar Héðinsfjarðargöng eru borin saman við nýjan og upp- byggðan veg um Lágheiði en við það minnkar arðsemi Héðins- fjarðarganga um meira en helm- ing, eða úr 14,5% í 6,7%. Hér er miðað við einbreið göng. Væntan- lega er hlutfallið svipað þegar miðað er við tvíbreið göng og því má ætla að miðað við uppbyggðan veg sé arðsemi tvíbreiðra ganga um 5,7%. Það er einmitt þessi nýi og upp- byggði vegur sem er arðsamasta framkvæmdin, samkvæmt skýrsl- unni frá 2001, og nemur arðsemi hans 15,3%. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir að nýr vegur um Lág- heiðina myndi lokast 10–14 daga, en það mat var sagt vera í hærri kantinum. Um væri að ræða mikla breytingu til batnaðar því að í arð- semismatinu frá árinu 2001 kem- ur fram að í fjögur ár á undan hafi vegurinn um Lágheiði verið lok- aður í að meðaltali 150 daga á ári. Þá er ónefnd Fljótaleið, sem margir hafa haldið fram sem raunhæfum valkosti við Héðins- fjarðargöng. Arðsemi hennar er 5,9% ef hún er borin saman við nú- verandi veg um Lágheiði, arðsem- in er 2,2% borin saman við nýjan veg um heiðina, en arðsemin er engin ef hún er borin saman við Héðinsfjarðargöng. Einn helsti kostur Fljótaleiðar er að margra mati sá að þá verður Héðinsfjörð- ur áfram nánast ósnortinn af mannanna verkum. Á móti kemur að leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er lengri en um Héð- insfjarðargöng auk þess sem Siglufjörður yrði áfram endastöð yrði Fljótaleið fyrir valinu. Í skýrslunni frá 2001 er Fljótaleið talin 20% dýrari en Héðinsfjarð- argöng. Síðarnefndu göngin eru nú talin kosta sjö milljarða og haldist kostnaðarhlutfallið óbreytt er hægt að miða við að Fljótaleiðin kosti 8,4 milljarða. 350 bílar á sólarhring Annar þáttur í arðsemisút- reikningnum sem hefur verið gagnrýndur er sú spá að umferð um Héðinsfjarðargöng verði að meðaltali 350 bílar á sólarhring. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri, segir að einna erfiðast sé að spá fyrir um umferð en að sama skapi skipti hún, og sú vegalengd sem sparast, mjög miklu máli þeg- ar arðsemi er reiknuð út. Rétt er að taka fram að arðsem- in miðast við 30 ár. Fréttaskýring | Útreikningar á arðsemi hinna umdeildu Héðinsfjarðargangna Jarðgöng eða ekki neitt? Jarðgöngunum er einkum ætlað að efla byggð á Tröllaskaga og við Eyjafjörð                                     Leiðir liggja til allra átta … Vitlaus framkvæmd eða nauðsynleg samgöngubót?  Sjálfstæðismaðurinn Gunnar I. Birgisson sagði á Alþingi að Héðinsfjarðargöng væru vitlaus- asta framkvæmd sem hann hefði heyrt af í langan tíma. Fyrir þessi orð var hann á móti kall- aður vitlausasti þingmaðurinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Talsvert hefur verið deilt um arðsemi ganganna og m.a. gagn- rýnt að haldið sé á lofti útreikn- ingum sem miða við óbreyttan veg um Lágheiði. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.