Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 23 MINNSTAÐUR Kjalarnes | Íbúar á Kjalarnesi eru margir ósáttir við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) hafi sagt upp samningum um leigu á félagsheimilinu Fólkvangi, og telja að með því sé verið að ganga gegn samningi sem Reykjavíkurborg gerði við íbúana þegar Kjalarnesið var sameinað borginni árið 1997. Símon Þorleifsson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segir að samtökin hafi sent Reykjavíkurborg skriflega fyrirspurn um hvers vegna leigusamningnum hafi verið sagt upp, sem samtökin telja klárlega vera brot á sameiningarsamningn- um. Símon segir að beðið verði eftir svari borgarinnar áður en ákveðið er hver næstu skref íbúa gætu orðið, en íbúarnir telji að fleiri atriði séu farin að stangast á við samninginn, og við það verði ekki unað. Hann segir að íbúarnir hafi áhuga á að Fólkvangur verði menningarhús Kjalnesinga, enda hafi þar ýmsir hópar og félög haft aðsetur fyrir starfsemi sína. Borgarstjóri hefur skipaðstarfs- hóp sem á að fjalla um rekstur ein- inga borgarinnar á Kjalarnesi, þar með talið félagsheimilisins. Aðrar einingar sem borgin rekur þar eru t.d. grunnskóli, leikskóli, frístunda- heimili, áhaldahús, íþróttahús og sundlaug. Hópurinn hefur ekki enn átt sinn fyrsta fund, en honum er ætlað að skila áliti fyrir lok júní, seg- ir Júlíus Sigurbjörnsson, deildar- stjóri á fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og formaður starfshópsins. Félagsheimilið Fólkvangur er að meirihluta í eigu Reykjavíkurborg- ar, en auk borgarinnar eiga nokkur félagasamtök á Kjalarnesi hlut í hús- inu, segir Hrólfur Jónsson, sviðs- stjóri framkvæmdasviðs borgarinn- ar. Hann segir að verið sé að skoða hver framtíð hússins verði eftir að ÍTR sagði upp leigusamningi. Hugs- anlega sé hægt að selja húsið eða finna því nýtt hlutverk, þótt það sé alveg á hreinu að það verði ekki gert nema í góðu samráði við aðra eig- endur hússins. ÍTR notaði aðeins hluta undir sína starfsemi ÍTR hefur hingað til leigt húsnæð- ið allt, þótt það hafi aðeins verið not- að að hluta undir starfsemina. Leigusamningnum var sagt upp 22. desember sl., með sex mánaða upp- sagnarfresti sem lýkur fljótlega. Í Fólkvangi hafa ýmis félagasamtök fengið inni, svo sem kór, íbúasamtök, skógræktarfélag og kvenfélag, auk þess sem Fólkvangur hefur verið miðstöð viðburða á Kjalarnesi á borð við sumardaginn fyrsta og Kjalnes- ingadaginn. Spurður hvers vegna ÍTR hafi sagt upp samningnum segir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, að verið sé að skoða þjónustu borg- arinnar við Kjalnesinga í heild sinni í vinnuhópi borgarstjóra. „Við höfum hingað til verið að borga húsaleigu fyrir allt þetta húsnæði og höfum verið að velta því fyrir okkur hvort við eigum að halda því áfram eða reyna að komast með eitthvað af okkar starfi inn í skólann.“ Segja borgina brjóta samning Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Hlíðahverfi | Krakkarnir í 5.–7. bekk Háteigsskóla nýttu leik- listarhæfileika sína til þess að undirstrika námsefni tengt ein- elti, þegar þau settu upp leik- ritið Ávaxtakörfuna á dögunum fyrir skólafélaga sína. Leikritið fjallar einmitt um einelti, en í því lendir grænmeti óvart í ávaxtakörfunni, og lendir í ein- elti. Háteigsskóli er svokallaður móðurskóli í notkun á leiklist í kennslu, og er þar unnið braut- ryðjendastarf á því sviði. Ása Ragnarsdóttir, leiklistarkennari í skólanum, segir að leiklistin sé notuð óspart við kennslu, og nýtist nemendunum að sínu mati vel til þess að festa náms- efnið í minni með skemmtilegri aðferð. „Þetta gekk rosalega vel, það heyrðist ekki múkk í áhorfend- um, þau voru alveg agndofa,“ segir Ása. Hún segir leiklistina góða aðferð fyrir krakka að skapa, öðlast sjálfstæði og njóta þess að vera til, og ekki sé verra að hægt sé að tvinna þetta sam- an við námsefnið með þessum hætti. „Við notum mikið leiklist inni í námsefninu, við notum leiklist til þess að skerpa og dýpka námsefnið og festa það betur í minni. Það af námsefninu sem börnin upplifa í gegnum leik- listina finnst mér að þau muni betur,“ segir Ása. Morgunblaðið/Golli Leikarar 15 nemendur tóku þátt í uppfærslu Háteigsskóla á Ávaxta- körfunni og voru sýningar fyrir bæði nemendur og forráðamenn. Nota leiklistina til að auka skilning Hafnarfjörður | Hreinsunardagar hefjast í Hafnarfirði í dag, fimmtu- dag, og standa fram til 24. maí. Íbú- ar eru hvattir til þess að hreinsa til í görðum sínum og fyrirtæki til þess að snyrta lóðir sínar, og munu starfsmenn Hafnarfjarðar fara á milli og taka lífrænan úrgang frá íbúum. Hægt verður að fá verkfæri lánuð hjá vinnuskóla Hafnarfjarðar til að taka ærlega til hendinni. Til þess að koma átakinu af stað hjálpuðust þeir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og sr. Gunnþór Inga- son, sóknarprestur í Hafnarfjarð- arkirkju, sig til og hreinsuðu læk- inn fyrir framan Hafnarfjarðar- kirkju, enda ekki vanþörf á að snyrta nágrennið eftir veturinn.    Tekið til hendinni á hreinsunardögum Samstarf bókasafna | Bókasöfn- in í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Álftanesi hafa tekið upp sam- starf, og geta nú handhafar skírtein- is í einu safnana nýtt sér þjónustu safna í öllum bæjarfélögunum. Árs- gjald ákvarðast af því sveitarfélagi sem viðkomandi á lögheimili í, en út- lánaskilmálar miðast við það bóka- safn sem sótt er hverju sinni. Söfnin eru samtals fimm, eitt í hverju bæjarfélagi, utan Kópavogs þar sem útibú er í Lindarsafni. REINHARD Reynisson bæjarstjóri á Húsavík sagðist fagna þeirri af- stöðu sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri hefur tekið varðandi stóriðjumál á Norðurlandi. „Ég lít á þannig á að þessi afstaða sé til marks um vaxandi samstöðu varð- andi framgang þessa verkefnis og það skiptir máli,“ sagði Reinhard í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur bæj- arstjórinn á Akureyri varpað fram þeirri hugmynd að Húsavík og ná- grenni verði fyrsti kostur fyrir álver á Norðurlandi og Dysnes í Eyjafirði komi þar á eftir. Gísli Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, sagði Skagfirðinga ætla að vera með í umræðunni um stóriðju, enda væru iðnaðarlóðir á skipulagi í Skagafirði ekki síðri kostur en í Eyjafirði eða við Húsavík. Hann sagði að Eyjafjörður og Húsavík hefðu verið lengur í umræðunni og þá sérstaklega Eyjafjörður „en ég held að Skagafjörður sé ekki síðri kostur og við ætlum að taka þátt í þessum slag. En það eru þeir sem reisa sem ákveða staðsetninguna en ekki bæjarstjórar,“ sagði Gísli. Kristján Þór kom jafnframt inn á það ef einhverjir annmarkar kæmu í ljós varðandi Húsavík, við nánari skoðun fjárfestis á verkefninu, kæmi Dysnes í Eyjafirði sem næsti kostur. Reinhard sagði að þetta væri alltaf spurning um það hvað fjárfestar horfðu á. „Stóra málið núna er að samfélag á svæðinu marki þá skil- mála sem stóriðjuuppbygging á að lúta. Það er ekki þannig að fjárfestar ráði hvað þeir gera og hvar þeir gera það. Verkefnin hafa orðið til í sam- starfi aðila á viðkomandi stöðum, stjórnvalda, orkuöflunarfyrirtækja og svo fjárfesta. Við þurfum að skil- greina það á þessu svæði hversu stóra stóriðju við viljum sjá, hvað teljum við skynsamlegt út frá orku- öflunarþættinum, þörf á uppbygg- ingu flutningsmannvirkja og annað slíkt. Þetta útspil er gott innlegg í það að menn fari að tala sameigin- lega um þá hluti. Það eru einhverjir skilgreindir kostir í boði en það er svo ákvörðun fjárfestis hvort hann vill fjárfesta í einhverjum af þeim kostum,“ sagði Reinhard. Margir kostir í Skagafirði Einnig hefur verið rætt um stór- iðju í Skagafirði en Kristján Þór taldi þá annmarka á þeirri staðsetn- ingu að skiptar skoðanir væru innan sveitarstjórnar í Skagafirði um mál- ið. Hann sagði jafnframt að ef rík- isvaldið legði áherslu á það mætti skoða Skagafjörð sem þriðja kost. Gísli sagði að það væru alls staðar á Norðurlandi skiptar skoðanir um álver, líka í Eyjafirði. „En það er meirihluti fyrir því að vilja slíkt í Skagafjörð, hvort sem allir eru ánægðir með það eða ekki en eitt- hvað verða menn að hafa. Kosturinn við Skagafjörðinn er að við höfum virkjunarmöguleika sem Eyfirðing- ar hafa ekki. Það væri miklu einfald- ara að flytja rafmagn í Skagafjörð frá Blöndu og Skatastaðarvirkjun. Þannig að hér eru ýmsir kostir sem menn fyrir austan okkur hafa ekki skoðað vel,“ sagði Gísli. Fagnar útspili Kristjáns Þórs Er til marks um vaxandi samstöðu Skagfirðingar ætla líka að vera með UM 140 manns mættu á stofnfund Nýs afls á Norðurlandi, sem haldinn var á Hótel KEA í fyrrakvöld og skrifuðu um 100 manns sig í stofn- skrá félagsins á fundinum. Sam- þykktir félagsins voru samþykktar samhljóða og 10 manna stjórn, skip- uð 5 körlum og jafnmörgum konum, var kjörin með lófataki. Fjölmörg erindi voru flutt á fundinum en á meðal framsögumanna voru Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og Einar Rafn Har- aldsson sem var í forsvari fyrir Afl fyrir Austurland. Þeir gerðu grein fyrir þeirri baráttu sem háð er fyrir austan, m.a. hversu mikilvæg sam- staða heimamanna væri og hversu gríðarlegar breytingar hafi orðið á svæðinu. Smári sagði að 15. mars 2003 þegar skrifað var undir samn- inga um byggingu álvers á Reyðar- firði, væri dagurinn sem hefði breytt Austurlandi. Eftir erfiða tíma hefði hugarfar íbúa breyst, framkvæmda- hugur verið mikill og að menn hefðu fengið trú á framtíðina. Þessu hefðu þó líka fylgt vaxtarverkir, vinnuafls- skortur, ruðningsáhrif, mikið rask, örar samfélagsbreytingar og einnig hefði breytingin haft áhrif á jaðar- byggðir. Smári sagði að barátta fyrir álveri væri langtímaverkefni. Samtaða heimamanna væri nauðsynleg og ekki síst meðal sveitarstjórnar- manna en að andstæðingar stór- iðjuframkvæmda myndu reyna að sundra þeirri samstöðu. Einar Rafn sagði að ekki mætti fara of geyst fram og að sjálfur hefði hann mis- stigið sig á þeim vettvangi fyrir austan. Hann sagði að í baráttunni fyrir álveri á Reyðarfirði hefðu Austfirðingar sameinast í fyrsta skipti í manna minnum. „Ég veit ekki hvenær það gerist aftur. Auð- vitað voru einhverjir á móti en þeir voru mun færri og urðu undir.“ Tilgangur hins nýja félags er að stuðla að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi og að vatnsgufuafl á Norðurlandi verði nýtt og beislað í því skyni. Félagið leggur höfuð- áherslu á að kynna kosti Eyjafjarðar sem heppilegs staðar fyrir stóriðju. Framhaldsstofnfundur var haldinn á Siglufirði í gærkvöld og þriðji stofn- fundurinn verður svo haldinn á Dal- vík í kvöld. Morgunblaðið/Kristján Stofnfundur Húsfyllir var á stofnfundi Nýs afls á Norðurlandi, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri. Fjölmennur stofnfundur Nýs afls á Norðurlandi Samstaða heimamanna mikilvæg Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.