Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 26

Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Bónus Gildir 19. maí – 22. maí verð nú verð áður mælie. verð Bónus rabarbarasulta, 900 gr. .............. 199 259 221 kr. kg Bónus vöfflumix, 500 gr........................ 159 199 318 kr. kg Laxabitar, roð og beinlausir ................... 699 799 699 kr. kg Steinbítur á grillið ................................ 719 1199 719 kr. kg Villikryddað lambalæri ......................... 899 998 899 kr. kg Bónus kaldar grillsósur, 270 ml............. 139 0 515 kr. ltr Friand franskar kartöflur, 1 kg. .............. 99 159 99 kr. kg Þeytirjómi, 250 ml. .............................. 129 159 516 kr. ltr Pokasalöt, 100 gr. ............................... 159 259 1.590 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 19. maí – 21. maí verð nú verð áður mælie. verð KF grill frampartssneiðar....................... 599 998 599 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 959 1.599 959 kr. kg Svínahnakki, sneiddur, kryddaður.......... 998 1.298 998 kr. kg Fjallalambs glóðarsteik, frampartur ....... 1.148 1.498 1.148 kr. kg Nauta mínútusteik, þurrkrydduð ............ 1.998 2.498 1.998 kr. kg Móa læri/legg., magnkaup ................... 419 599 419 kr. kg Vínber, allir litir .................................... 298 389 298 kr. kg Kjúklingur 1/1 ferskur .......................... 419 599 419 kr. kg FK reyktar svínakótilettur ...................... 917 1528 917 kr. kg Hagkaup Gildir 19. maí – 22. maí verð nú verð áður mælie. verð Lamba grillkótilettur frá Borgarnes Kj. .... 1.249 1.785 1.249 kr. kg Dorritos snakk, 200 gr.......................... 149 249 745 kr. kg Bezt helgarsteik m/sólþurrkuðum tóm ... 799 1.198 799 kr. kg Nautalundir (frosnar) ........................... 2.050 3.979 2.050 kr. kg Holta ferskar lundir .............................. 1.571 2.095 1.571 kr. kg Pepsí, 2 ltr .......................................... 139 195 69 kr. ltr Piparsteik úr kjötborði .......................... 1.998 2.749 1.998 kr. kg Nettó Gildir 19. maí – 22. maí verð nú verð áður mælie. verð O&S Gullostur, 250 g........................... 349 375 349 kr. stk. Gourmet grísa grillsneiðar..................... 759 1.025 1.025 kr. kg Stjörnu. kartöflusalat, 700 gr ................ 299 359 299 kr. stk. Gourmet grísahnakkasneiðar Pesto ....... 999 1.539 1.539 kr. kg Gourmet lambainnralæri ...................... 2.449 3.494 3.494 kr. kg Gourmet grísahnakkasneiðar BBQ......... 999 1.539 1.539 kr. kg Ben & Jerrys ís – allar gerðir .................. 498 798 498 kr. stk. Wolf Stickletti saltst., 250 gr ................. 99 129 99 kr. stk. Lays snakk – allar tegundir .................... 149 198 149 kr. stk. SS Grand Orange lambalæri ................. 1.249 1.668 1.668 kr. kg Þín verslun Gildir 12. maí – 18. maí verð nú verð áður mælie. verð Pilippo Berio ólífuolía, 1/2 ltr................ 299 387 598 kr. ltr BKI Classic kaffi, 500 gr. ...................... 339 299 598 kr. kg Grillborgarar, 4 stk. og 4 brauð.............. 383 479 383 kr. pk. Mexico grísahnakkasneiðar................... 878 1.098 878 kr. kg Ostapylsur........................................... 662 828 662 kr. kg Súkkulaði smákökur, 225 gr. ................ 159 253 699 kr. kg Chicago Town pitsurúllur, 250 gr............ 459 379 758 kr. kg Sumarleg helgartilboð  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Það voru svínalundir í boði hjá KjartaniGuðbergssyni, eða Dadda diskó einsog hann er kallaður, daginn semhann átti afmæli og við hittum hann í Melabúðinni. „Þetta er svona afbökuð uppskrift sem ég fann á Netinu og hef aðeins rifið til og lagað að eigin smekk,“ segir Daddi sem hefur fengið viðurnefnið diskó vegna þess að hann er ekta diskótekari en hann starfar líka sem ráðgjafi. Daddi segist elda mikið og hafa gaman af. „Ég hef eldað allt frá því ég var hálfsjálfala heima í gamla daga og var orðinn þreyttur á að borða alltaf súrmjólk eða skyr.“ Hann segist oftast stunda tilraunastarfsemi í eldhúsinu. „Ég er óhræddur við að reyna eitt- hvað nýtt þegar ég elda þó svo að von sé á fullt af fólki í mat,“ segir hann. „Ég les oft yfir upp- skriftir en legg þær svo til hliðar. Þegar ég fer svo að versla þá dettur mér ýmislegt í hug eins og til dæmis að nota eitthvað annað í staðinn fyrir kóríander.“ Hér fæst allt Melabúðin er í uppáhaldi hjá Dadda og þar verslar hann helst. „Það er svo „sjúkt“ að versla hér,“ segir hann. „Það er margoft búið að halda yfir mér fyrirlesturinn um að hægt sé að spara svona og svona mikið með því að fara í einhverjar stórar búðir, sem eru fullar af ein- hverju fólki, sem maður þekkir ekki, að af- greiða mann. Í þessari búð er eins og allt sé til og ef ekki þá liggur við að afgreiðslufólkið hlaupi yfir hálfa borgina til að sækja það sem vantar. Þetta er hverfisverslunin mín og svo er það líka soldið svona „sósíalt“ að koma hingað. Hér hittir maður alltaf einhvern sem maður þekkir og það verður stundum að stórum viðburði að koma hingað til að kaupa í matinn. Í staðinn fyrir að tína niðurlútur matinn í körfuna í verslun þar sem maður þekkir engan er það „nei blessaður, hvað er að frétta?“ um leið og maður teygir sig í brauðið eða mjólkina enda hefur komið fyrir að heim- ilisfólkið spyr undrandi „hvar ert þú búinn að vera?“ þegar ég kem heim úr búð- inni.“ Fiskur og kjöt Daddi segist matreiða fisk og kjöt jöfnum höndum og hafa góðan aðgang að fiskmeti í fjölskyldunni. „Hér í Melabúðinni eru þeir líka með ýmsa tilbúna rétti ef þannig stendur á og ég er algerlega tómur og veit ekki hvað ég gæti helst hugs- að mér,“ segir hann. „Hér hef ég stundum komið inn og spurt sjálfan mig „hvað á ég að elda í kvöld?“ en svo hitti ég einhvern af strák- unum og leita ráða og ekki stendur á þeim, „Hvað með …?“ og svo koma þeir með ein- hverjar hugmyndir.“ Daddi segir það fara eftir áhuga heim- ilismanna hver sjái um matinn hverju sinni. „Mér finnst það góð leið að slíta sig frá vinnunni að taka til hendinni í eldhúsinu á kvöldin og enda því oft þar,“ segir hann. „Það er nokkuð misjafnt hvað margir eru í mat en við erum fimm þegar mest er.“ Parmaskinkuvafin svínalund Hitið ofninn í um 160° FYLLING Hrærið saman dós af mascarpone-osti, safa úr einum limeávexti og fínt söxuðum krydd- jurtum, t.d. kóríander eða myntu. Bragðbætt með pipar. Lundirnar eru hreinsaðar vel, skornar í um það bil þrjá hluta og þær síðan ristar þvert þannig að hægt sé að setja í þær fyllinguna. Örþunnum parmaskinkusneiðunum er síðan vafið utan um og lokað með kjötprjóni. Pönnusteikið í heitri olíu í fjórar mínútur á hvorri hlið og komið fyrir í eldföstu móti. Afgangur fyllingarinnar er þynntur út með safa úr öðrum limeávexti og hellt yfir lundirnar. Smellið í ofninn í um 20 mínútur eða þar til lundirnar eru steiktar í gegn. Notið tímann til að setja saman ferskt salat, sjóða maísstöngla og syk- urbrúna kartöflur. Vinsælasti eftirrétturinn á mínu heimili er svo ofnbakaðar perur í Captain Morgan-legi.  HVAÐ ER Í MATINN | Kjartan Guðbergsson fer gjarnan ótroðnar slóðir við matseldina Var þreyttur á súrmjólk og skyri Það er svo góð lykt af fersku kóríander. Morgunblaðið/Árni Torfason „Ég tek þessa,“ segir Daddi diskó þegar hann velur svínalund í afmælismatinn. Kjartani Guðbergssyni eða Dadda diskó finnst gott að ljúka deginum við elda- mennsku og spreytir sig þá gjarnan á eigin uppskriftum. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.