Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Mikið úrval af boltum Hoppiboltar Kubbaspil Mörk fyrir heimili og sumarbústaði Trampólin 4m Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • S: 565 1533 • polafsson@polafsson.is • www.polafsson.is VERÐ frá kr. 1.250 VERÐ frá kr. 1.410 VERÐ frá kr. 2.800 VERÐ frá kr. 8.500 VERÐ kr. 35.000 ÞAÐ sem af er ári hafa sex drengir á aldrinum 10–15 ára látið lífið í Svíþjóð í tengsl um við íþrótta- æfingar eða -keppni. Dánarorsök hefur verið hjartastopp og í sumum tilvikum var um að ræða leyndan meðfæddan hjartagalla. Þessir hörmulegu atburðir hafa vakið at- hygli í Svíþjóð og ráðherra íþrótta- mála hefur hvatt til samstarfs íþróttahreyfingarinnar og heil- brigðiskerfisins til þess að finna börn í áhættuhópi, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Posten. Ekki er talið að dauðsföll af þessu tagi verði æ algengari, held- ur frekar að dauðsföllin hafi vakið meiri athygli nú en fyrr. Félag barnahjartalækna í Svíþjóð mun skoða tilvikin nánar, bera saman við önnur lönd og gera tillögu að fyrirbyggjandi aðgerðum. Ingegert Östman-Smith, prófess- or í barnalækningum, segir í sam- tali við GP að reyna eigi að ná til barna í áhættuhópi í meira mæli og ein leið til þess sé að skoða öll börn sem eiga foreldra með hjartagalla. Læknar vísa því aftur á móti á bug að öll börn sem æfa íþróttir verði skoðuð sérstaklega, líkt og gert er á Ítalíu, skv. GP. Læknar benda á að það eru ekki bara íþróttir sem geta valdið hjartastoppi heldur get- ur streita hvers konar haft sömu áhrif. Í Göteborgs Posten er greint frá nýrri rannsókn sem leiðir í ljós að áhættan er mest á að leyndur hjartagalli sem felst í stækkun hjartavöðvans komi í ljós á aldr- inum 9–12 ára, þ.e. fyrir kyn- þroskaskeiðið. Hingað til hefur ver- ið haldið að áhættan væri mest eftir kynþroskann. Rannsóknin leiddi í ljós að hjartavöðvinn getur stækkað mjög mikið á kynþroska- skeiði hjá þeim börnum sem hafa leyndan hjartagalla eða um 28% að meðaltali. Hægt er að fyrirbyggja dauðsföll úr áhættuhópnum með því að gefa börnunum lyf sem verndar hjartað fyrir hormónum sem losna við streitu. Stækkun hjartavöðvans getur þá einnig gengið til baka.  HEILSA | Sex drengir á aldrinum 10–15 ára hafa látið lífið við íþróttaæfingar í Svíþjóð Morgunblaðið/Golli Það eru ekki bara íþróttir sem geta valdið hjartastoppi hjá þeim sem eru með hjartagalla, heldur getur streita haft sömu áhrif. Þarf að finna börn í áhættuhópi AÐ taka þrjá tíu mínútna göngu- túra yfir daginn gerir jafn mikið gagn í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum og einn hálftíma göngutúr. En það verður að æfa í lengri tíma í einu til að ná árangri í þyngdarlosun eða vöðvauppbygg- ingu. Mörgum finnst erfitt að halda sig við strangan æfingatíma og því ætti að vera auðveldara að koma nokkr- um stuttum lotum af æfingu inn í annasama dagskrá dagsins heldur en einni langri æfingalotu. Samanlagt 30 til 60 mínútur af hóflegri líkamlegri hreyfingu, eins og röskri göngu, á hverjum degi fimm daga vikunnar ætti að styrkja hjartað og fyrirbyggja æða- sjúkdóma. Morgunblaðið/Eyþór Elín Ebba Björgvinsdóttir og Krist- ín Höskuldsdóttir, starfsmenn Og- Vodafone, fara út að ganga í hverj- um einasta hádegsmat heilsunnar vegna. Þær fara alla vinnudaga árs- ins, sama hvernig viðrar.  HREYFING Nokkrir stuttir göngu- túrar gera sitt gagn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.