Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 29
eríku og Evrópu. Það væri nokkuð
ný hugsun og næðist þar mikill ár-
angur án þess að það kæmi nokk-
urn tímann fram í viðskiptatölum
milli Íslands og Kína, til dæmis
samningurinn, sem Björgólfur
Thor gerði í gær við merkilegt fyr-
irtæki í símaiðnaðinum. Hann mun
sjálfsagt ekki mælast stórt í við-
skiptum milli Íslands og Kína, en
það geta orðið ansi stór viðskipti
milli Kína og ýmissa landa í Evr-
ópu.“
Hann kvaðst hafa viljað tengja
allt þetta hlutverki hinnar ungu
kynslóðar og sérstöðu hennar. „Í
því samhengi kaus ég að ræða
loftslagsbreytingarnar því að við
vitum að glíman við hættuna af
loftslagsbreytingum verður hjóm
eitt ef Kína verður ekki öflugur
þátttakandi í því,“ sagði Ólafur
Ragnar. „Þess vegna taldi ég mik-
ilvægt að taka það til umræðu og
lýsa hinni merku skýrslu, sem skil-
að var til Norðurheimskautsráðs-
ins á fundinum, sem haldinn var í
Reykjavík og benda á þá ábyrgð,
sem þessi kynslóð hefur til þess að
bæði beita vísindaþekkingu sinni
og einnig þjóðfélagslegri vitund.“
Ekki tilviljun að
forsetinn ræddi lýðræði
Ólafur Ragnar sagði að það hefði
ekki verið tilviljun að hann hefði
ákveðið að ræða mannréttindi og
lýðræði í ræðu sinni í Peking há-
skóla. „Það voru einmitt stúdent-
arnir, við þennan háskóla sem
leiddu lýðræðisuppreisnina á sín-
um tíma, sem stóð hér úti á Torgi
hins himneska friðar og reyndu að
stöðva skriðdrekana,“ sagði hann.
„Neistinn í lýðræðishreyfingunni í
Kína er þess vegna sögulega á okk-
ar tímum fyrst og fremst meðal
stúdentanna í þessum háskóla. Sú
saga var mér ofarlega í huga þegar
ég ákvað hvað ég ætti að fjalla um.
Þess vegna kaus ég að vekja at-
hygli á hvernig lýðræðið hefur ver-
ið að styrkjast um víða veröld.“
Hann sagði að þessi unga kyn-
slóð hefði einnig það hlutverk að
leiða Kína á þessari braut. „Mér
fannst ánægjulegt að skynja það í
salnum að það breyttist dálítið
andrúmsloftið þegar ég fór að
fjalla um þessi efni og hugurinn
var opinn og áhuginn greinilega
vakandi og mér fundust spurning-
arnar, sem komu á eftir, sem voru
bæði efnisríkar og brýnar, sýna
það að þessi stúdentasveit, sem
þarna var saman komin, hugsar
sjálfstætt, hún er að velta framtíð-
inni fyrir sér, hún hikar ekki við að
standa upp og spyrja ögrandi
spurninga þótt gesturinn sé er-
lendur þjóðhöfðingi, þótt ráðherra
úr kínversku ríkisstjórninni sé við-
staddur og rektor háskólans. Mér
fannst líka ánægjulegt að það skuli
hafa verið samþykkt að ég flytti
fyrirlestur við þennan háskóla og
mér hafi verið gert kleift að fjalla
um þessi efni án þess að nokkur
ráðamaður skipti sér af því.“
Hann kvaðst hafa talað í háskól-
um víða um heim og hann fyndi
ekki mikinn mun á að tala við stúd-
enta í Peking-háskóla og stúdenta
frá Bandaríkjunum eða Bretlandi.
Ólafur Ragnar skoðaði í gær
ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú
og fylgdarliði Forboðnu borgina í
Peking. Hún var reist á árunum
1406 til 1420 og var aðsettur rúm-
lega tuttugu keisara á Ming og
Qing-tímabilunum allt þar til keis-
aranum var steypt af stóli í bylt-
ingunni 1911.
Forsetinn hitti einnig síðdegis
varaforseta þingsins og gekk að því
loknu á fund Wen Jiabao, forsætis-
ráðherra Kína.
ði um ábyrgð og verkefni nýrra kynslóða í Peking-háskóla
nta á mikilvægi
mannréttinda
Morgunblaðið/Karl Blöndal
skoðuðu í gær, miðvikudag, forboðnu borgina í Peking ásamt föruneyti.
gnar Grímsson forseti kom
oru fjórir íslenskir há-
a, sem tóku á móti honum.
Arnardóttir og Erla Karen
nám í kínversku við Pek-
en Briem, sem hóf sömuleið-
ungumála- og menning-
, og Þorgerður
að ljúka öðru ári í kín-
la.
garnir héldu sig mikið
g útskýrði Þorgerður það
etið yfir kínverskunáminu í
lært heima í aðra fjóra á
íla sig á kínverskunni og
Þorgerður bjuggu fyrst á
heimavist í háskólanum, en leigja sér nú íbúð saman
rétt fyrir utan háskólalóðina. Þær segja að það sé
ódýrt að leigja þrátt fyrir að íbúðin sé vel búin. Þær
eru allar í tveggja ára námi. Þorgerður kom hingað
til Kína á styrk frá kínverska ríkinu og er nú að
klára annan veturinn sinn, en fyrir er hún með B.S.
próf í viðskiptafræði. Hún hyggst ekki halda áfram
námi, en er ekki heldur á þeim buxunum að fara
heim. Þorgerður segist vera farin að þreifa fyrir
sér í atvinnuleit, en er ekki komin með vinnu.
Þær segja að sér líði vel í Kína, en þó sakni þær
ýmissa hluta frá Íslandi. Þorgerður sagði að hún
hefði haft vit á því að láta færa sér glaðning frá Ís-
landi með því mikla fylgdarliði, sem kom með Ólafi
Ragnari til Peking. „Í gær gekk ég um há-
skólasvæðið með fulla tösku af skyri og lakkrís,“
bætir Þorgerður við.
Morgunblaðið/Karl Blöndal
i við Peking-háskóla, Erla Karen Magnúsdóttir, nemi við Peking-háskóla, Þorgerður
king-háskóla, og Karen Briem, nemi við Tungumála- og menningarháskólann í Peking.
a tösku af skyri og lakkrís
23 STARFANDI lögreglumenn
útskrifast úr sérhæfðu stjórn-
endanámi á vegum Lögreglu-
skóla ríkisins í samvinnu við
Endurmenntun HÍ um miðjan
júní nk.
Þetta er í annað árið í röð
sem boðið er upp á stjórn-
endanám fyrir lögreglumenn
en í fyrra var hópurinn nærri
tvöfalt fjölmennari.
Í gær kynntu lögreglumenn-
irnir lokaverkefni sín sem voru
jafnfjölbreytt og þau voru
mörg. Kynnt voru níu verkefni
sem unnið hefur verið að frá
því í vor, en námið sjálft hófst
í september í fyrra.
Lögreglumenn og lög-
reglustjórar nema saman
Að sögn Arnars Guðmunds-
sonar, skólastjóra Lögreglu-
skólans, gefur námið 23–25
einingar á háskólastigi og telst
það mjög jákvætt að með nám-
inu hefur tekist að koma sam-
an lögfræðimenntuðum lög-
reglustjórum, sem að þessu
sinni eru þrír, og lögreglu-
menntuðum lögreglumönnum.
Afburðakennarar og sér-
fræðingar kenni á námskeið-
unum og sé byggt á grundvall-
arreglum stjórnunarfræða en
þó reynt að tengja þau starf-
semi lögreglunnar eins og
frekast sé unnt.
„Þetta mælist vel fyrir og
hefur tvímælalaust skilað sér í
meiri samvinnu og skilningi
innan lögreglunnar hjá þeim
sem tekist hafa á við þetta,“
segir hann. Þegar eru 30 lög-
reglumenn komnir inn í næsta
námshóp.
Skortir frumkvæði í
fjölmiðlasamskiptum
Meðal verkefna sem kynnt
voru í gær var rannsókn á fjöl-
miðlasamskiptum lögreglunnar
í Reykjavík sem Hörður Jó-
hannesson yfirlögregluþjónn
og aðstoðaryfirlögregluþjón-
arnir Sigurbjörn Víðir Egg-
ertsson og Árni Vigfússon
gerðu. Niðurstaða þeirra var
sú að lögregluna skortir að
mati fjölmiðlamanna frum-
kvæði í samskiptum sínum við
fjölmiðla að sögn Harðar.
„Þrátt fyrir að reglur lögregl-
unnar séu góðar hafa mál
þróast þannig að fáir lög-
reglumenn annast fjölmiðla-
samskiptin,“ segir Hörður.
„Samskiptin eru mjög góð
og það vekur athygli að allir
fjölmiðlar telja sig hafa mjög
greiðan aðgang að okkur en
það virðist ekki vera ávísun á
að þeir fái upplýsingar. Það er
því ljóst að við þurfum standa
öðruvísi að málum, allavega til
að fjölmiðlar séu ánægðir.
Lögreglumenn eru almennt
ánægðir með samskiptaregl-
urnar þrátt fyrir töluvert álag
stundum.“
Hörður segir meðal annars
koma til álita að stórefla upp-
lýsingastreymi í gegnum
heimasíðu lögreglunnar í þessu
skyni.
23 lögreglumenn í stjórnendanámi
Lögregluskóla ríkisins og Endur-
menntunar Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Jim Smart
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn skýrir frá verkefni um sam-
skipti lögreglu við fjölmiðla á fundinum í gær. Sigurbjörn Víðir
Eggertsson og Árni Vigfússon eru í bakgrunni.
Skilar sér í
meiri samvinnu
og skilningi inn-
an lögreglunnar
„ÞAÐ er mjög spennandi að
sjá hvernig námið hefur
heppnast og það hefur verið
mikill áhugi á
því,“ segir
Björn Bjarna-
son dóms-
málaráðherra
um stjórn-
endanám lög-
reglunnar.
„Þetta er
metnaðarfullt
nám og ég hef
haft tækifæri til að flytja fyr-
irlestur tvívegis á þeim vett-
vangi. Mér virðist augljóst að
þarna sé Lögregluskólinn að
gera mjög góða hluti til að
styrkja innviði löggæslunnar í
landinu og veita þeim sem þar
starfa góða sýn á viðfangs-
efnið.“
Metnaðar-
fullt nám
lögreglunnar
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is