Morgunblaðið - 19.05.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 19.05.2005, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E inn af eftirminnilegri kennurum sem ég hafði í Háskóla Ís- lands hér á árum áður var Gérard Lemarquis. Ógleymanleg með öllu er umfjöllun hans um frönsku nýbylgjuna í kvikmyndum, og ég man að nemendur vissu ekki al- veg hvernig þeir áttu að taka því þegar hann sagði að forsendan fyrir þessari nýbylgju – sem ef ég man rétt kom upp um miðja síð- ustu öld, eða svo – hafi verið sú, að í París hafi verið nógu mikið af snobbuðum menningarvitum sem voru til í að velta sér upp úr þess- um myndum. Við nemendurnir vissum ekki alveg hvort kenn- arinn okkar var með þessu að draga dár að menningarelítu Par- ísar, kvikmyndagerðarmönn- unum, eða hvoru tveggja. Eða var hann að gefa í skyn að þessar myndir, sem áttu að heita svo mikil list, væru kannski eitthvað allt annað en list? Eftir á að hyggja var hann kannski bara að segja okkur á skemmtilegan og ögrandi hátt að taka nú hvorki myndirnar né okk- ur sjálf sem bókmenntafræðinga of hátíðlega. Og það hefur alveg áreiðanlega verið þörf ábending, því að ef einhverjum hættir til að taka sig hátíðlega þá eru það upp- rennandi hugvísindamenn. Enda lét maður þessi aðvör- unarorð kennarans ekki aftra sér frá því að fróðsa í frönskum ný- bylgjukvikmyndum, þótt oftar en ekki krefðist það mikillar þol- inmæði og úthalds. Þess sem ég veit núna að heitir menning- arþolgæði. Þessi endurminning gerist ágeng núna þegar listahátíð fer í hönd og maður stendur sjálfan sig að því að hlakka ekki vitund til, og það sem verra er, hugsa sem svo, að listahátíð sé sóun á peningum. Hvernig má það vera að maður hafi svona heimóttarlegar skoð- anir? Hvers vegna stendur maður uppi svona trénaður? Hvers vegna er menningarþolgæðið þrotið? Einhverja eftirminnilegustu menningarþrekraun ævi minnar vann ég ásamt vini mínum, Ugga Jónssyni, í kvikmyndahúsinu Regnboganum einhverntíma seint á níunda áratug síðustu aldar, þegar við horfðum þar á frönsku nýbylgjukvikmyndina Síðasta ár í Marienbad sem Alain Resnais gerði eftir handriti Alain Robbe- Grillet, sem ef ég man rétt kom hingað til lands um þetta leyti. Eintakið af myndinni sem Regn- boginn notaði var af einhverjum ástæðum með ónýtri hljóðrás og allan tímann (í endurminningunni er myndin alveg óendanlega löng) sátum við undir sífelldu ískri og væli á meðan við reyndum að fá botn í myndina, sem mig minnir að hafi verið svarthvít og af- skaplega grófkornuð. Þetta var útaf fyrir sig eft- irminnileg upplifun. En enn þann dag í dag gæti ég ekki fyrir mitt litla líf sagt annað um þessa mynd – sem mér skilst að teljist til frægra kvikmynda – en að hún fjallar um fáeinar manneskjur í stóru, tómlegu húsi. Og að það er ekki gaman að horfa á hana með ónýtri hljóðrás. Þótt reynt hafi mjög alvarlega á menningarþolgæði mitt þetta kvöld í Regnboganum fyrir hart- nær tuttugu árum gafst ég ekki upp heldur plægði áfram í gegn- um menningarakurinn, meðal annars skáldsöguna Afbrýðisemi eftir ofangreindan Robbe-Grillet, sem líka reyndi verulega á menn- ingarþolgæðið. Smám saman fór að draga af manni. Menningarþolgæðið varð alltaf minna og minna. Fyrst þeg- ar það fór að renna upp fyrir mér að staðfest listaverk og menning- arstórvirki fóru oftar en ekki „yfir höfuðið á mér“ reyndi ég að af- neita þessum menningarskiln- ingsskorti, en það var auðvitað bara ávísun á örvæntingu og með- virkni. Ljós skilningsins rann svo upp fyrir mér fáeinum árum eftir Síð- asta ár í Marienbad þegar ég las litla bók eftir bandaríska blaða- manninn Tom Wolfe, The Painted Word (Hið málaða orð). Hann hélt því fram, að forsenda eiginlegs skilnings á velflestum nútíma- listaverkum – hann var reyndar sérstaklega að fjalla um málverk eftir Pollock, de Kooning og fleiri slíka – væri fólgin í þekkingu á þeim kenningum sem verkin væru búin til eftir. Það þýddi ekkert að horfa og bíða eftir því að áhrif verksins hrísluðust um mann. Þessi málverk voru ekki sjálfstæð listaverk, heldur myndskreyt- ingar á listfræðikenningum. Með öðrum orðum, listaverkin voru ekki lengur túlkun lista- mannsins á áþreifanlegum veru- leika sem hann upplifði, heldur fræðilegri kenningu vinar hans listfræðingsins. Sem síðan tók að sér að túlka verkið og lokaði þar með hring sem erfitt gat reynst fyrir óvígða að komast inn í. Ég hafði sumsé farið kolvitlaust að. Ég hafði ekki átt að þrælast við að sitja undir kvikmyndunum sjálfum og þjarka mér í gegnum skáldsögurnar. Ég hafði átt að einbeita mér að fyrirlestrunum úti í Háskóla og námsbókunum sem innihéldu forskriftina að þessum meintu listaverkum. Þá hefði ég öðlast skilning á þessum verkum alveg án þess að reyndi á menningarþolgæðið. (Og þá væri það vísast ekki þrotið núna, langt fyrir aldur fram.) En það er of seint. Maður situr uppi með þá hugmynd að áhrif og merking listaverka eigi aldrei að vera komin undir kenningum og fræðimennsku heldur eigi að vera spurning um beina upplifun án milligöngu sérmenntaðra manna. (Kannski er þetta einhverskonar menningarlútherismi, ég veit það ekki.) Nú er allt um seinan; þessi hljóðrás er ónýt. Bara ískur og væl. Menning- arþolgæði Þótt reynt hafi mjög alvarlega á menn- ingarþolgæði mitt þetta kvöld í Regn- boganum fyrir hartnær tuttugu árum gafst ég ekki upp heldur plægði áfram í gegnum menningarakurinn. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HÉÐINSFJARÐARGÖNG hafa verið í umræðunni og fer ekki á milli mála að umdeilt er hvort eigi að ráð- ast í framkvæmdina. Stuðningsmenn halda því fram að framkvæmdin sé verulega arðbær. Með- al þeirra sem hafa teflt fram arðsemisrökunum eru samgöngu- ráðherra, alþingismenn og bæjarfulltrúar í Siglufirði. Lengst hefur gengið einn bæj- arfulltrúinn, sem hélt því fram í blaðagrein í Mbl. fyrir tveimur ár- um, að arðsemi Héðins- fjarðarganga væri sam- bærileg og vænta megi af Sundabraut. Það er hraustlega mælt þegar haft er í huga að bjartsýnustu spár gera ráð fyrir því að aðeins 350 bílar fari um Héðinsfjarðargöngin á hverj- um degi, en um Sundabraut munu tugir þúsunda bíla fara daglega. Fallnar forsendur Arðsemin var áætluð miðað við til- teknar forsendur í skýrslu Vegagerð- ar ríkisins frá nóvember 1999, sem heitir Vegtengingar milli byggð- arlaga á norðanverðum Tröllaskaga – skýrsla samráðshóps um endurbygg- ingu vegar um Lágheiði og tengd málefni. Í nefndinni sátu 7 fulltrúar sveitarfélaga og 3 menn frá Vega- gerðinni. Aðrir útreikningar hafa ekki verið gerðir svo mér sé kunnugt um og upplýsingar í umhverfismati og mati á samfélagslegum áhrifum um arðsemi eru úr þessari skýrslu. Til að reikna út arðsemi þarf að gefa sér forsendur um kostnaðinn við framkvæmdina og umferðarþunga eftir framkvæmd og bera saman við núverandi ástand. Þannig er hægt að áætla sparnað umferðarinnar sem leiðir af framkvæmdinni. Þegar ligg- ur fyrir að báðar helstu forsendurnar eru brostnar. Sú fyrri er kostnaður- inn, í arðsemisútreikningunum er miðað við einbreið göng, en ákveðið er að hafa þau tvíbreið. Það hækkaði kostnað um 20–25% eða um 1,5 millj- arða króna. Á móti þeim kostnaði kemur enginn sparnaður. Hin for- sendan varðar Lágheiði. Gert er ráð fyrir því í útreikningunum að Lág- heiðin sé lokuð 165 daga á ári og þá daga fari umferðin um Öxnadalsheiði og því reiknast mikil stytting á vega- lengd við það að bílar geti farið í gegnum Héðinsfjarðargöng 15 km leið milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í stað þess að aka 234 km um Öxna- dalsheiði. Staðreyndin er önnur, ákveðið var að lagfæra veginn um Lágheiði og auka þjón- ustu á veginum. Þegar er búið að lagfæra vonda kafla og nýlega voru boðnar út end- urbætur á 4 km löngum kafla Ólafsfjarð- armegin. Síðasta vetur var vegurinn lokaður um 70 daga og veturinn þar áður um 40 daga. Ég veit ekki hvað Vega- gerðin áætlar að Lág- heiðin geti verið opin lengi að vetri til þegar öllum lagfæringum er lokið, en það er augljóst mál að vegurinn verð- ur ekki lokaður 165 daga á vetri, kannski 65 daga, ef að líkum lætur. Þessi staðreynd fellir algerlega út- reikningana um sparnað umferð- arinnar. Það þurfa að liggja fyrir útreikn- ingar um arðsemi miðað við réttar forsendur, þ.e. tvíbreið göng og lík- lega lokun Lágheiðar eftir lagfær- ingar á veginum. Það er verulega vill- andi að einu tölurnar sem til eru eigi í raun ekki við. Þær mæla arðsemi framkvæmdar sem ekki á að fara í við aðstæður sem ekki munu eiga við. Mest arðsemi af Lágheiði En samt er rétt að skoða tölurnar. Þar stendur upp úr að mesta arðsemi er af endurbyggingu vegarins um Lágheiði eða 15,3%. Áætluð arðsemi um Héðinsfjarðargöng miðað við sömu umferð er aðeins 0,9%. Í báðum tilvikum er borið saman við óbreytt ástand á vegunum. Ef umferðin er liðlega þrefölduð um Héðinsfjarð- argöng fæst 14,5% arðsemi, sem er samt minni en miðað við litla umferð um Lágheiði. Athyglisvert er að ekki er reiknuð arðsemi á endurbyggingu Lágheiðar miðað við meiri umferð eins og gert er varðandi Héðinsfjarð- argöngin, en það liggur fyrir að hún verður alltaf meiri en arðsemi Héð- insfjarðarganganna. Gerður er fyr- irvari um nákvæmni útreikninganna og segja skýrsluhöfundar að ná- kvæmnin sé mun minni en ætla mætti, nær væri að segja að arðsem- in liggi einhvers staðar á bili milli minnstu og mestu umferðarspár. Það þýðir að þeir áætla arðsemi Héðins- fjarðarganganna einhvers staðar á milli 0,9% og 14,5% miðað við óbreyttan veg, en endurbygging Lágheiðar er þá áætluð bera að lág- marki 15,3% arðsemi, en útreikn- ingar liggja ekki fyrir miðað við meiri umferð en lágmarksumferð. Ekki var skoðuð arðsemi af göngum frá Siglu- firði í Fljót og endurbygging vegar um Lágheiði, sem mér finnst skyn- samlegasti kosturinn. Lokun á Lág- heiði er talin verða innan við 14 dagar á ári og heildarkostnaður við bæði veginn og göngin er innan við helm- ingur þess sem Héðinsfjarðargöng eru talin kosta. Ákvörðun án arðsemi Rökstuðningurinn fyrir því að ráð- ast beri í Héðinsfjarðargöng er slá- andi. Þar er ekki byggt á mati á arð- semi heldur því að með þeirri leið tengist Siglufjörður byggðum við Eyjafjörð á þann hátt að Eyjafjarð- arsvæðið í heild verði öflugra mót- vægi við höfuðborgarsvæðið og að byggð á miðju Norðurlandi styrkist verulega. Þegar allt kemur til alls er svo mikil óvissa í útreikningum um arðsemi að ekki er hægt að byggja ákvörðun um leiðarval á þeim. Sam- ráðshópurinn leggur til dýrasta kost- inn á samgöngubótum milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, sem er áætlaður kosta 7–9 milljarða króna og er þá óvíst að allt sé talið. Arðsem- isútreikningar styðja ekki þá tillögu. Það er niðurstaðan. Óviss og óljós arðsemi af Héðinsfjarðargöngum Kristinn H. Gunnarsson fjallar um Héðinsfjarðargöng ’Samráðshópurinnleggur til dýrasta kost- inn á samgöngubótum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, sem er áætlaður kosta 7–9 milljarða króna og er þá óvíst að allt sé talið.‘ Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. FYRIR tveimur árum var kosn- ingabarátta til þings í algleymingi. Það er eins og Framsókn finni oft slóttugar brellur rétt fyrir kosningar. Fyrir sex árum vildi t.d. flokkurinn vinna bug á fíkniefnavandamálinu; það átti að gerast í til- teknum skrefum á stuttum tíma. Nú vita allir hvernig þau mál horfa við nú, því miður. Svo var það í apríl á Akureyri 2003; sjón- varpsþáttur var gerður með þeim ráðherran- um Halldóri Ásgríms- syni og Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG. Þeir ágætu formenn komu að sjálfsögðu inn á sjávarútvegsmálin, en í um- ræðunni var rætt um þann mögu- leika, að línuívilnun yrði tekin upp án þess að tilgreint væri hversu mik- il hún yrði. Formaður Framsóknar er glöggur, enda endurskoðandi að mennt, sem kann svo sem deili á hlutfallsreikningi. Hann sagði að færu 5% af aflaheimildum í línuíviln- un, þá yrði að taka tilsvarandi af öðr- um. Svo kom snilldarbragðið; ef 5% af aflaheimildum útgerðarfyrirtæk- isins Brims verða tekin og sett í línu- ívilnun, þá yrði að leggja einum tog- ara fyrirtækisins. Já, Halldór vildi vita hvað kæmi í staðinn. Stein- grímur komst í þröng enda þátt- urinn á Akureyri. Hann reyndi að bjarga sér úr klemmunni með gjálfri. Og Halldór spurði aftur án þess að vörnum yrði komið við. Svo var nánast hið sama endurtekið í sjón- varpssal í Reykjavík stuttu seinna, já, Hall- dór vildi enn vita hvað kæmi i staðinn. – Nú var Steingrímur ögn betur undirbúinn og sagði, að þessi fræði, fiskifræðin vænt- anlega, væri ekki svo nákvæm og svo væru stundum breytingar um tugi prósentna á milli ára, allt eftir útliti í aflabrögðum. Halldór brosti svo skein í gullið; hann hafði yfirhöndina í þessari glímu og brosti sínu blíðasta; það var eins og hann væri að tefla skák með einum manni yfir og góða stöðu. Vörn Steingríms var samt sem áður ekki nógu góð; Framsókn kom svo betur út úr kosn- ingunum 2003 en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna; það var mál margra, að stjórnarflokkarnir hefðu náð að halda meirihluta sínum vegna stefnunnar í sjávarútvegi. Nú hafa orðið veðrabrigði; fyr- irtækið Brim, með ÚA á Akureyri innanborðs, hefur verið selt og skip fyrirtækisins hafa bara af og til land- að á Akureyri. „Það kom í staðinn, Halldór.“ Landanir á botnfiski á Ak- ureyri hafa dregist saman um þriðj- ung frá 2003 miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins. 33% er ögn meira en 5%, en ráðherrann ætti að geta reiknað út hversu mörgum skipum verður að leggja. Og ekki nóg með það; þorsk- vísitalan hefur nú lækkað um 16% frá síðasta ári og framundan eru a.m.k. fjögur mögur ár að óbreyttu. Hvað verður að leggja mörgum tog- urum? Og enn annað; það er nokkuð ljóst, að auka verður krókaveiðar á kostnað botnvörpu- og dragnót- arveiða ef bjarga á þorskinum. Það verður tæpast unnt fyrir forsætis- ráðherrann að endurtaka brellu sína í næstu kosningum nema hann snúi henni á haus hvað varðar fiskmissi og horfur í náinni framtíð. Hvað kom í staðinn? Jónas Bjarnason fjallar um Halldór og Steingrím ’Það verður tæpastunnt fyrir forsætisráð- herrann að endurtaka brellu sína í næstu kosn- ingum nema hann snúi henni á haus hvað varð- ar fiskmissi og horfur í náinni framtíð.‘ Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.