Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 31 UMRÆÐAN KJÖTMJÖLSVERKSMIÐJAN á Suðurlandi hefur verið rekin sem förgunarstöð fyrir sláturúrgang síðan kúariða kom upp í Evrópu. Í kjölfar hennar var bannað að selja kjötmjöl sem fóður. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að koma yrði nýjum stoð- um undir rekstur verksmiðjunnar ef hún ætti að geta gegnt áfram sínu mikilvæga hlutverki. Það hefur ekki verið gert og nú vofir yfir að verk- smiðjan verði seld til niðurrifs og flutt úr landi. Tvær viðunandi aðferðir Í rauninni má segja að aðeins tvær viðunandi aðferðir séu við förgun sláturúrgangs á Íslandi. Önnur að- ferðin er að nota úrganginn í loð- dýrafóður en hin að vinna úr honum kjötmjöl en því hefur nú verið hætt. Mikið magn af úrgangi er urðað og sem dæmi má nefna að um 15–20 tonn eru urðuð á degi hverjum frá Sláturhúsi KS á Sauðárkróki þrátt fyrir að umtalsvert magn þaðan sé notað í loðdýrafóður. Bílstjóri sem unnið hefur við sorpflutninga og urð- un árum saman tjáði okkur að hann hefði í störfum sínum komið niður á 20 ára gamlan úrgang sem var langt í frá rotnaður, beinin heil, lyktin ólýs- anleg. Enda er urðað í djúpar gryfjur og mokað yfir svo loft kemst ekki að. Þannig er úrgangurinn nokkurn veg- inn pakkaður í loftþéttar umbúðir og rotnar seint eða ekki. Moltugerð ekki lausnin Nú hefur verið veitt leyfi til að nota sláturúrgang til moltugerðar í Þykkvabænum, íbúunum til vægast sagt lítillar gleði, en til stendur að safna saman ýmiss konar úrgangi í þriggja metra háa, fjögurra metra breiða og sextíu metra langa hrauka. Óánægja íbúanna er skiljanleg þar sem reynsla er fyrir hendi af slíkri vinnslu og hún ekki góð. Mikill kostn- aður fylgir því að búa svo um hnútana að meindýr og vargfugl eigi ekki að- gang að moltuhaugunum ef það er þá framkvæmanlegt. Rottur smjúga og grafa sig inn og út, vargfugl situr um hvers konar úrgang. Smithættan er augljós. Aðilar þeir sem til slíkrar vinnslu stofna gera það af vanefnum, eins og svo margir sem eru að stofna til nýjunga í atvinnurekstri á Íslandi. Mörg ár líða frá því efni í moltu er komið fyrir þar til það er nýtanlegt og þar með seljanlegt. Tekjur af slíkri moltugerð koma því seint inn ef þær þá skila sér á annað borð. Þjóðþrifafyrirtæki Kjötmjölsverksmiðjunni á Suður- landi, því sannkallaða þjóðþrifafyr- irtæki, hefur nú verið lokað eftir rekstrarörðugleika um nokkurn tíma vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Málefni sláturhúsa eru á valdsviði og á ábyrgð landbúnaðarráðherra og hefur hann brugðist fullkomlega í þessu máli og skellt skollaeyrum við t.d. hugmyndum um förgunargjald á sláturúrgang. Ítrekað hefur verið leitað svara hjá honum um hvaða ráð- um skuli beitt við förg- un sláturúrgangs eftir lokun Kjötmjölsverk- smiðjunnar á Suður- landi, verksmiðjunnar sem séð hefur um förgun frá stærsta sláturhúsi landsins. Til að mynda á Alþingi þar sem við þingmenn Samfylkingarinnar höfum tekið málið upp við ráðherrann. Engin svör hafa hinsvegar borist og nú líður að niðurrifi verksmiðj- unnar með alvarlegum afleiðingum fyrir bæði byggð og umhverfi. Það er skoðun okkar að ekki sé verjandi að reyna ekki til þrautar að halda gangandi þeirri úrvinnslu sem fram hefur farið í Kjötmjölsverk- smiðjunni á Suðurlandi og að setja þurfi upp fleiri slíkar verksmiðjur á landinu í grennd við sláturhús. Ráðin eru kunn. Setja verður förgunargjald á sláturúrgang sem standa myndi undir vinnslu hans í óskaðleg efni, efni sem jafnframt er nýtanlegt t.d. í loðdýrafóður. Engin hætta er á smiti frá verksmiðjunni þar sem hún brennir úrganginn við 140°C hita. Þannig ætti einnig að eyða riðufé sem nú er grafið í jörð og mengar jarðveg á stórum svæðum um langa framtíð. Vitað er að riðusmit geymist í jörð að minnsta kosti í 3 ár og því áhættu- samt að fara svo með smitað fé sem gert er nú. Hreint og fagurt land? Það getur ekki verið framtíðarsýn okkar Íslendinga að urða mörg þús- und tonn af lífrænum úrgangi árlega eða ganga frá honum í risastóra hauga undir beru lofti. Erum við ekki þjóð sem er að auglýsa hreint og fag- urt land? Og stærum okkur af hollri matvöru, framleiddri við bestu skil- yrði í sátt við náttúruna. Hvernig fer þetta saman, herra landbúnaðar- ráðherra? Veisluborð fyrir nagdýr eða nútímaförgunarstöð? Anna Kristín Gunnarsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson fjalla um förgun á lífrænum úrgangi ’Það getur ekki veriðframtíðarsýn okkar Ís- lendinga að urða mörg þúsund tonn af líf- rænum úrgangi árlega eða ganga frá honum í risastóra hauga undir beru lofti.‘ Anna Kristín Gunnarsdóttir Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Björgvin G. Sigurðsson Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Til afhendingar strax ca 150 fm hús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Húsið er til- búið til afhendingar strax rúm- lega tilb. til innréttinga að inn- an, sandspartlað. Frágengin loft í þvottahúsi og bílskúr. Bílskúrsgólf frágengið með Epoxý 4000. Frábær staðsetning. Góð suðurlóð. Gott skipulag. Fallegt útsýni. Lóðin er grófjöfnuð. Húsið frág. utan. Verð 32,9 m. Upplýsingar veitir Bárður í 896 5221 eða sölumenn í 588 4477. Við Elliðavatn Glæsilegt endaraðhús Í LEIÐARA Morgunblaðsins í dag, 13. maí, stendur að Frjáls- lyndi flokkurinn hafi „meira að segja tekið upp hið gamla vígorð sjálfstæðismanna „stétt með stétt““. Einkunnarorð Frjálslynda flokks- ins eru „Frelsi, jafn- rétti og bræðralag“, ættuð frá frönsku byltingunni á sinni tíð. Þau orð eru í tíma töluð eins og nú er komið málum á Íslandi. Annars þyrftu plötusnúðar Sjálf- stæðisflokksins á Morgunblaðinu að finna flokknum nýtt kjörorð eftir að hann hefir klofið þjóðina í tvær fylkingar; að vísu mjög misstórar: Forréttindastétt lénsherra og einka- vina valdhafa annars vegar og afganginn af landslýðnum hins vegar. Myndi kannski vera við hæfi að Sjálfstæðisflokk- urinn tæki upp víg- orðið „þjóð með þjóð“ úr því sem tvær þjóðir búa nú í landinu? „Stétt með stétt“ gæti hann svo haft í bakhendinni sem vegvísi fyr- ir fámenna hópa eins og af- brotamenn, svo þeir villist ekki af vegi en rati strax þangað sem þeir eiga heima. Enn tala menn um vinstri og hægri stefnur í pólitík, þótt það merki ekki lengur neina guðs grein. Nær væri að tala um auð- hyggju og frjálshyggju og á hinn bóginn frjálslyndi og félagshyggju. Frjálslyndi flokkurinn tilheyrir að sjálfsögðu síðari fylkingunni og leggur áherslu á frelsi, jafnrétti og bræðralag eins og áður sagði. Flokkurinn krefst frelsis til orða og athafna. Hvorttveggja hefir ver- ið fótum troðið af sitjandi ráð- stjórn. Frjálslyndi flokkurinn vill að allir séu jafn réttháir til þeirra gæða, sem land og þjóð getur veitt þeim. Flokkurinn vill bræðralag og lýsir andúð sinni og andstöðu við rótklofning þjóðarinnar, sem ráð- stjórnarmenn eru að festa í sessi. Ef þessi stefna Frjálslynda flokksins er talin vinstri stefna vill flokkurinn teljast vinstri flokkur. Ef andstaða við svívirðilegustu eignaupptöku almannaeigna, eins og þjóðarauðlindar sjávarútvegsins, telst vinstri stefna vill undirritaður vera vinstri maður. Ef það er hægri stefna að hrinda Íslendingum út í styrjaldarátök vill greinarhöfundur með engu móti teljast hægri maður. Ef það er vinstri stefna að berj- ast fyrir hag aldraðra og öryrkja vill skriffinnur þessi vera lengst til vinstri. Ef það er hægri stefna að ívilna hátekjumönnum og auðjöfrum í sköttum en skattpína hina verður ritari þessara orða aldrei meir til hægri í pólitík. Ef það er vinstri villa að krefjast jafnréttis allra til náms vill þvarg- ari þessi vera haldinn þeirri villu. Og svo segir plötu- snúðurinn í fyrr- greindum leiðara að ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi lappa upp á stefnu sína í stjórn fisk- veiða og huga að þeim, sem hafa orðið útundan í velferðarkerfinu, „væri lítið eftir af málefnaá- greiningi Sjálfstæð- isflokksins og Frjáls- lynda flokksins“! Er það misminni und- irritaðs að Morg- unblaðið hafi marg- sinnis lýst því yfir að deilan um stjórn fisk- veiða hafi að fullu verið leyst með hinu marg- fræga auðlindagjaldi? Snúðarnir á Morg- unblaðinu hafa nefni- lega aldrei svikist um að setja þá plötu á fón- inn, sem ráðstjórn- armenn hafa viljað hlusta á hverju sinni. Í fyrrgreindu tölu- blaði Morgunblaðsins segir svo í Staksteinum: „Þingið hefur á und- anförnum árum styrkt stöðu sína gagnvart framkvæmdavaldinu …“ Vilja nú ekki plötusnúðarnir svo vel gera og setja saman og birta fyrir villuráfandi almenningi sköru- legan og augljósan rökstuðning fyrir þessari fullyrðingu. Þá þess heldur sem lunginn úr þjóðinni er þess fullviss að þessu sé alveg öf- ugt farið: Að framkvæmdavaldið hafi undanfarinn áratug vaðið á skítugum skónum yfir löggjaf- arsamkunduna, og leikið með stjórnarþingmenn eins og hunda í bandi. Plötusnúðar Sverrir Hermannsson gerir athugasemdir við skrif Morgunblaðsins Sverrir Hermannsson ’Annars þyrftuplötusnúðar Sjálfstæðis- flokksins á Morgunblaðinu að finna flokkn- um nýtt kjörorð eftir að hann hefir klofið þjóð- ina í tvær fylk- ingar.‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. EINANGRUNARSINNAR, bæði innan Alþingis og utan töldu sig hafa himin höndum tekið þegar utanríkisráðherra svaraði fyr- irspurn nýlega um fjölda þeirra lagalegu gerða sem Ís- land hefur tekið upp frá Evrópusamband- inu. Í máli ráðherra kom fram að Íslend- ingar hafa innleitt 2.227 gerðir í íslenskan rétt á árunum 1994– 2004. Mikið var blásið upp hve þetta væri í sjálfu sér lítill hluti af reglugerðum ESB. Í hamaganginum gleymdist hins vegar að minnast þess að Ís- lendingar eru að inn- leiða allar þessar 2.227 gerðir án þess að hafa nánast nokkuð um þær að segja. Áhrif þessarar löggjafar hlýtur að vera aðalatriðið en ekki hve stór hluti af ESB-löggjöfinni þetta er. Það væri því verðugt verk- efni fyrir íslensk stjórnvöld að gera heildstæða úttekt á áhrifum þess- arar löggjafar hér á landi. Evrópusambandið gaf á árunum 1994–2004 þrjátíu og níu þúsund gerðir þ.e. tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Stór hluti af þessum gerðum eru tímabundnar sértækar reglur um ákveðin málefni á ákveðnum svæðum, m.a. um mán- aðarlegt viðmiðunarverð á mjólk- urdufti, tímabundnar lokanir á fisk- veiðihólfum í Eystrasalti eða aðgerðir til að styðja við bændur í breyttum búskaparháttum. Það sem skiptir hins vegar meira máli eru lög og reglugerðir sem gilda á innri markaði Evrópusambandsins og Íslendingar hafa þurft að taka upp hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þar má nefna lög um samkeppnismál, neytendavernd, frjálst flæði fjármagns, starf- semi fjármálafyr- irtækja, frárennsl- ismál, raforkumarkað og margt fleira. Í ágætri grein í Víkverja í Morgunblaðinu ný- lega voru færðar líkur að því að um 80% gerða ESB um innri markaðinn séu leidd í lög hér á landi. Þessi tala kom fram fyrir nokkrum árum í skýrslu utanríkisráðuneytisins en skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli því að talning á gerðum segir ósköp lítið um hvaða áhrif ESB-löggjöf hefur haft á íslenskt samfélag. Reglugerð um tæknilega staðla í framleiðslu á sláttuvélum hefur til dæmis afskaplega lítil áhrif hér á landi en mál eins og samkeppn- islöggjöfin og raforkutilskipun Evr- ópusambandsins hafa haft gríð- arlega mikil áhrif. Því hefur verið haldið fram að raforkutilskipunin sé dæmi um tilskipun sem henti ís- lenskum aðstæðum engan veginn. En þar sem við erum innan EES þá ber okkur skylda að taka þessa reglugerð upp en hugsanlega hefð- um við getað fengið undanþágur ef við hefðum verið fullgildir meðlimir að ESB. Hins vegar er ljós að mun fleiri ESB-reglugerðir og tilskipanir hafa aukið frelsi, samkeppni og jafn- ræði á Íslandi. Evrópusamtökin hafa lengi bent á þá staðreynd að Alþingi Íslendinga er að taka við löggjöf frá Brussel án þess að hafa nokkuð um hana að segja. Margt af þessari löggjöf hefur verið til bóta en það getur varla ver- ið keppikefli fyrir alþingismenn að geta ekki haft áhrif á þessa löggjöf sem snertir líf hins almenna borgara hér á landi og hefur varanlega áhrif á hvers konar þjóðfélag er að byggj- ast upp hér á landi. Áhrif ESB-gerða en ekki fjöldi aðalatriðið Andrés Pétursson fjallar um alþingismenn og ESB ’Það hlýtur að verakeppikefli alþing- ismanna að hafa áhrif á þá löggjöf sem gildir hér á landi.‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.