Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 33
UMRÆÐAN
HÉR á Íslandi gætir stundum til-
hneigingar til að greina iðnað og aðra
atvinnustarfsemi í tvo höfuðflokka:
(1) Þá sem nýta náttúruauðlindir, svo
sem hráefni, orkulindir,
skilyrði til jarðræktar
og gjöful fiskimið, ann-
arsvegar og (2) þá sem
byggja á þekkingu og
tækni hinsvegar. Sem
dæmi um iðnað í síðari
flokknum er rafeinda-
iðnaður og hugbún-
aðariðnaður gjarnan
nefndur til sögunnar.
Þessi flokkun er nú
orðin löngu úrelt þótt
hún hafi áður fyrr átt
nokkurn rétt á sér. Nú-
orðið byggist öll at-
vinnustarfsemi meira
og minna á vísindum og
tækni, og allar framfar-
ir í henni byggjast nær
undantekningarlaust á
þeim.
Bílaiðnaður er í
flokki (1). T-fordinn,
gamli Ford, á naumast
annað en nafnið bíll
sameiginlegt með bílum
nútímans. Mismuninn
eigum við að heita má
allan að þakka fram-
förum í þekkingu og tækni. Sama er
að segja um muninn á flugvélum nú-
tímans og flugvélum Wright-bræðra
og Lindbergs. Hitun húsa með jarð-
hita byggist vissulega á því að fyrir
hendi sé hitaforði í jörðu og vinnsla
jarðhita er því í flokki (1). En sá hita-
forði kæmi að litlu haldi ef ekki væri
til þekking og tækni til að finna hann
og ná honum upp á yfirborðið. Á Ís-
landi er í dag fjöldi hitaveitna þar
sem engum datt í hug að jarðhita
væri að finna. Framfarir í þekkingu
og tækni hafa hér skipt sköpum.
Framfarir í þekkingu á jarðfræði ol-
íubergs og í leitar- og vinnslutækni á
olíu lækkuðu kostnað við olíuleit og
olíuvinnslu á svæðum eins og Norð-
ursjónum um 30% að raunvirði á ein-
um árartug undir lok tuttugustu ald-
ar. Án þeirra framfara væri olía alls
ekki unnin víða þar sem hún er unnin
í dag, og það er einmitt slíkum fram-
förum að þakka að „endingartími“ ol-
íuforða í jörðu er nú lengri en hann
var 1930 þrátt fyrir margfalt meiri
olíunotkun nú en þá. Nýting kjarn-
orku tilheyrir sömuleiðis (1) því að
hún byggist á náttúrulegri bindiorku
milli hluta atómkjarnans. En sú orka
kom að litlu haldi áður en þekking
manna hafði uppgötvað hana og
fundið leiðir til að leysa hana úr læð-
ingi. Aftur hafa framfarir í þekkingu
og tækni ráðið úrslitum. Álvinnsla til-
heyrir (1). En nútíma álver á fátt
annað en nafnið sameiginlegt með ál-
veri á 5. og 6. áratug 20. aldar. Þar
hafa orðið mjög miklar tækni-
framfarir sem hafa leitt af sér minni
orkunotkun á framleitt áltonn og
dregið úr losun skaðlegra efna. Það
eru einmitt þessar tækniframfarir
sem hafa gert það mögulegt fyrir ís-
lenskan áliðnað að minnka losun sína
á flúorkolefnum, gróðurhúsaloftteg-
undum sem eru frá 6.000 til 9.000
sinnum öflugri en koltvísýringur, um
langt yfir 90% frá árinu 1990. Í dag-
legri notkun í heim-
inum í dag eru fjölmörg
gerviefni sem eiga
sjálfa tilvist sína að
þakka framförum í
efnavísindum og efna-
vinnslutækni. Svona
mætti áfram telja. Það
er því fjarri öllum sanni
að það sé fyrst og
fremst rafeindaiðnaður
og hugbúnaðariðnaður
sem byggist á þekkingu
og tækni eins og stund-
um mætti ætla af um-
ræðunni. Það gerir að
heita má allur iðnaður
og önnur atvinnu-
starfsemi í þeirri mynd
sem við þekkjum hana
nú á dögum.
Það virðist líka vera
útbreiddur misskiln-
ingur að þekkingariðn-
aður og önnur atvinnu-
starfsemi sé eitthvað
sem „velja þurfi á
milli“, rétt eins og þetta
tvennt geti ekki farið
saman. Þannig talar
Sumarliði R. Ísleifsson í grein í
Morgunblaðinu hinn 12. apríl s.l. um
stóriðju, sem hér á landi er að stærst-
um – og vaxandi – hluta áliðnaður,
annarsvegar og þekkingariðnað og
ferðaþjónustu hinsvegar, sem eitt-
hvað sem Norðlendingar þurfi að
„velja á milli“. Þetta er endaleysa.
Þarna þarf ekkert að velja á milli.
Þetta getur sem best farið saman; á
Norðurlandi sem annars staðar.
Hann kallar íslenska stóriðju
„þungaiðnað“. Ál er meðal léttustu
málma sem maðurinn nýtir svo að
það nafn hæfir álframleiðslu illa.
Auðkenni á atvinnulífi þróaðra iðn-
ríkja er fjölbreytileiki. Atvinnugrein-
ar styrkja oft hver aðra. Íslenskur
sjávarútvegur og fiskiðnaður voru
grundvöllur undir þróun og fram-
gangi Marels þótt það fyrirtæki hafi
nú vaxið út yfir þann grundvöll yfir á
fleiri tegundir matvælaiðnaðar. Nú-
tíma álvinnsla nýtir hátækni alveg
eins og aðrar atvinnugreinar. Þótt ís-
lenskur áliðnaður hafi naumast slitið
barnsskónum ennþá hefur samt risið
hér á landi upp hátæknifyrirtæki á
sviði álvinnslu sem selt hefur þjón-
ustu til álvera víða um heim. Það fyr-
irtæki hlaut Nýsköpunarverðlaun
Útflutningsráðs og Rannsóknarráðs
Íslands 2003. Bendir það til að ál-
vinnsla og þekkingariðnaður séu
andstæður?
Hér er ekki spurning um ann-
aðhvort eða heldur bæði og. Þekking-
ariðnaður og annar iðnaður eru orðn-
ir Síamstvíburar sem með engu móti
verða skildir að.
Þekkingariðnaður
og annar iðnaður
Jakob Björnsson
fjallar um iðnað
’Þekkingariðn-aður og annar
iðnaður eru
orðnir Síams-
tvíburar sem
með engu móti
verða skildir
að.‘
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
UM ÞESSAR mundir búum við
við sérstakt efnahagslegt góðæri:
Gengi krónunnar og úrvals-
vísitalan er í háflugi sem aldrei fyrr,
hagnaður banka er í
sögulegu hámarki og
verð fasteigna einnig,
íslensk fyrirtæki kepp-
ast við að kaupa upp
erlend stórfyrirtæki í
nágrannalöndunum
svo að eftir er tekið,
kaupmáttur lands-
manna er gífurlegur
og brýst fram í mikilli
neyslugleði, s.s. kaup-
um á fjölda af nýjum
jeppum og öðrum dýr-
um leikföngum og
svona mætti áfram
telja.
Einkum virðast þessi verald-
argæði tilkomin vegna stór-
framkvæmda í orkuvinnslugeir-
anum og bjartsýni um
áframhaldandi góðæri. Eru Íslend-
ingar að höndla hamingjuna með
þessu góðæri?
Æ fleiri fyrirtæki eiga undir högg
að sækja vegna hágengis krón-
unnar, einkum í fiskvinnslu og
ferðaþjónustu. Uppbyggingarstarfi
undanfarinna ára er stefnt í voða og
hætta er á að byggðir leggist af.
Verðlag í landinu er mjög hátt, þrátt
fyrir alla Bónusa og verðskyn al-
mennings lítið. Þetta veldur því að
samkeppnisumhverfi er víða ekki
fyrir hendi eða er í besta falli alvar-
lega brenglað. Afleiðingin er eitt
heimsins hæsta verðlag á almennri
neysluvöru og þjónustu.
Óhagstæður viðskiptajöfnuður er
viðvarandi. Kann ekki góðri lukku
að stýra þegar til langframa er litið,
stöðugt fleiri framleiðslufyrirtæki
pakka saman og flytja utan í stað
þess að flytja út. Enn er ríkiskass-
inn rekinn með tapi, fjárlagahallinn
viðvarandi og ríkissjóður sennilega
aldrei verið skuldsettari, fíkniefna-
neysla hefur aldrei verið jafnmikil,
með öllum þeim óæskilegu auka-
verkunum sem það hefur fyrir þjóð-
félagið, burtséð frá milljarða kostn-
aði fyrir eftirlits-, dóms-, löggæslu-
og heilbrigðiskerfi, auk þjáninga
einstaklinga, gerenda og þolenda.
Íslendingar eru orðnir of fínir til að
vinna þau störf sem þarf að vinna, of
góðir til að þrífa eftir sig sjálfir.
Þurfa að flytja inn vinnuafl til fisk-
vinnslu, þrifa, þjónustu og bygg-
ingaframkvæmda meðan innfæddir
kjósa heldur að mæla göturnar og
lifa af atvinnuleysisbótum. Tekju-
munur innan mismunandi starfs-
stétta er meiri en áður, offita og
streita er meira vandamál en víðast
annars staðar, notkun svefnlyfja og
geðlyfja er meiri en á meðal flestra
annarra þjóða, ef nokkurra, hlutfall
sjálfsvíga er hátt. Mörg þeirra má
rekja til þess að fólk hefur ekki
kunnað fótum sínum forráð í efna-
hagsgóðærinu. Einkaneysla (kaup-
gleði) er gífurleg og hefur aukist
mun meira en sem nemur hækkun
launa. Um það vitna hagtölur, korta-
notkun og önnur skuldsetning.
Margir leita lífsgæðanna með auk-
inni sókn í efnisleg gæði og neyslu.
Þetta er óhollt fyrir
vöruskiptajöfnuðinn og
samfélagið í heild en er
þó hjóm borið saman
við áhrifin á umhverfið,
bæði staðbundin og
hnattræn. Hugsið ykk-
ur álagið samfara förg-
un sorps sem hlýst af
allri þessari umfram-
neyslu, svo lítið dæmi
sé tekið.
Af þessari upptaln-
ingu dreg ég þær
ályktanir að mitt í öllu
góðærinu séu hlutirnir
ekki alveg að ganga
upp hjá okkur, að við kunnum ekki
alveg að fara með þessar hagfelldu
ytri aðstæður. Held reyndar, án
þess að ég ætli að gerast einhver
„besserwisser“ í þessum efnum, að
okkur landsmenn skorti þroska til
að meðhöndla slíkt efnahagslegt
góðæri. Við eyðum mestöllu sem
aflast samstundis í stað þess að
leggja eitthvað til hliðar sem væri
ekki einungis gáfulegt til að spara til
mögru áranna sem óhjákvæmilega
koma, sbr. síendurteknar hag-
sveiflur á undanförnum áratugum,
heldur til að sýna samfélagslega
ábyrgð. Jafna út óhollar efnahags-
sveiflur og minnka umframneysl-
una. Sýna þar með einnig ábyrgð
gagnvart umhverfinu.
Mögulega má skýra þessa óheftu
útgjalda- eða neyslufíkn okkar með
því að svo stutt sé síðan að við skrið-
um út úr moldarkofunum, þar sem
við höfðum þurft að halda í við okk-
ur með alla skapaða hluti. Því erum
við Íslendingar svo ginnkeyptir fyr-
ir glerperlum og kunnum okkur
ekki hóf í neyslugleði okkar, ekki
frekar en kýr sem sleppt er óheftum
í kraftfóður. En því hlýtur að mega
breyta með markvissum aðgerðum,
mannskepnan er nú einu sinni þekkt
fyrir aðlögunarhæfni sína.
Niðurstaða: Þessar hagfelldu að-
stæður sem við búum við virðast
ekki beinlínis hafa tóma kosti hvað
þá hamingju í för með sér fyrir land
og lýð. Ef eitthvað er sýnist mér að
ókostir og erfiðleikavaldar hafi yf-
irhöndina. Þetta eru greinilega
þversagnakenndar aðstæður, en
þær virðist fyrst og fremst mega
rekja til góðærisins af völdum virkj-
ana og stóriðjuframkvæmda. Ég sé
ekki nokkra ástæðu til að örva þær
frekar með framhaldi slíkra fram-
kvæmda. Hversu hagkvæmar sem
ákveðnar orkuvinnsluaðgerðir líta
út fyrir að vera skulum við setja alla
ákvarðanatöku um frekari fram-
kvæmdir í þessa veru í salt, þ.m.t.
vatnsmiðlun um Langasjó, uns við
höfum öðlast þroska til að kunna
með gæði jarðarinnar að fara. Höf-
um jafnvel öðlast nægan þroska og
virðingu fyrir umhverfinu til að
ákveða að framkvæma ekki. Ég
mæli persónulega með því að fá
nokkra Norðmenn hingað til lands
til að halda námskeið fyrir lands-
menn um það hvernig halda megi
sönsum þrátt fyrir skyndigróða af
orkuvinnslu.
Langisjór og
lífshamingjan
Jón Baldur Þorbjörnsson
fjallar um umhverfismál ’Hversu hagkvæmarsem ákveðnar orku-
vinnsluaðgerðir líta út
fyrir að vera skulum við
setja alla ákvarðana-
töku um frekari fram-
kvæmdir í þessa veru í
salt…‘
Jón Baldur
Þorbjörnsson
Höfundur rekur fyrirtæki
í ferðaþjónustu.
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 ● sími 551 3930
sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is
• Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Glæsidagar
20% afsláttur
af öllum sængurverasettum
fimmtudag, föstudag og laugardag
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Mér hefur verið falið að leita að íbúð þar sem hægt er að hafa
hund. Íbúðin þarf að vera miðsvæðis í borginni með sérinngangi
og garði. Til greina kemur sérhæð, raðhús eða lítið einbýli.
Allar frekari upplýsingar veitir
Finnbogi Hilmarsson
í síma 895 1098.
Lítið sérbýli eða sérhæð óskast