Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 36

Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðgeir Ágústs-son fæddist á Ás- grímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 13. júlí 1927. Hann lést á Landspítala Fossvogi 10. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Alexandersdóttir, f. 1891 og Ágúst Vil- helm Ásgrímsson, f. 1888. Guðgeir var áttundi í röð tíu systkina sem upp komust; látin eru Karl, Helga, Sigrún, Björn, Guðjón, Skúli og Heiðrún, en á lífi eru Inga og Halldór. Guðgeir kvæntist 10. desember 1960 Sigríði Þorsteinsdóttur, f. á Eystri Sólheimum í Mýrdal 22. apríl 1941, dóttir Þorsteins Jóns- sonar, f. 29. mars 1911 og Val- gerðar Sigríðar Ólafsdóttur, f. 21. desember 1908. Synir Guðgeirs og Sigríðar eru Ólafur Helgi rekstrarhagfræðingur, f. 25. ágúst 1963 og Garðar Þorsteinn verkfræðingur, f. 10. janúar 1974. Eiginkona Ólafs er Magný Jó- hannesdóttir, MA og löggiltur verðbréfamiðlari, f. 6. september 1965, börn þeirra eru Sigrún Hrönn f. 21. september 1992, Jó- hannes Árni, f. 6. nóvember 1994 og Magnús Geir, f. 11. maí 2004. Foreldrar og systkini Guðgeirs bjuggu hefðbundn- um búskap á Ás- grímsstöðum og tók Guðgeir þátt í bú- störfum, þar til eftir fermingu að hann hélt til náms á heimavistarskólann á Laugarvatni þaðan sem hann lauk gagn- fræðaprófi. Eftir gagnfræðapróf stundaði hann nám við Samvinnuskól- ann í Reykjavík en að loknu prófi helgaði hann Sam- vinnuhreyfingunni alla sína starfskrafta, lengst af í Samvinnu- tryggingum þar sem hann vann meðan félagið var starfrækt. Hann hélt áfram að starfa við tryggingar meðan aldur leyfði, lengst af fyrir Reykvíska trygg- ingu og Skandía-Ísland. Guðgeir var alla tíð mikill áhugamaður um skák og stangaveiði, auk þess sem hann fylgdist vel með þróun og stöðu íslensks landbúnaðar, en bú- störf og uppbygging á býli tengdaforeldra hans á Eystri Sól- heimum skipuðu stóran sess í lífi hans. Útför Guðgeirs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Erfiðri baráttu er nú lokið. Ég hef kvatt kæran tengdaföður og afa barnanna minna. Þegar lífið endar á þennan hátt syrgi ég ekki endinn sem slíkan, heldur lífið sem á und- an kom. Ég kynntist Guðgeiri fyrir rúm- lega tuttugu árum. Mér varð strax ljóst að þarna fór maður sem lét sér annt um sitt fólk án þess að hann hefði um það mörg orð. Hann hafði komið sér vel fyrir með fjölskyld- unni og Sigga og Guðgeir fögnuðu því vel að eignast loks dóttur. Og það var hreint ekki verra að hún var tilbúin. Þegar við Óli fórum vestur um haf í nám leið vart sú vika að hann hringdi ekki til að at- huga hvernig okkur vegnaði á nýj- um slóðum. Þetta gerði hann stað- fastlega þau ár sem við vorum úti. Eftir að við vorum komin heim aftur hafði hann sama háttinn með stóru afabörnin sín, Sigrúnu Hrönn og Jóhannes Árna. Hann fylgdist vel með þeim í gegnum fyrstu árin. Hjá honum áttu þau öruggt skjól eftir skóla. Alltaf með eitthvað gott í svanga maga. Hann fylgdist með því að allir væru á réttum stað á réttum tíma og var tilbúinn að keyra þau hvert sem þurfti meðan hann hafði heilsu til. Það reyndist honum erfitt að hætta að vinna, því Guðgeir var maður sem alltaf vildi hafa nóg fyr- ir stafni. Við nutum þessa mjög. Við höfum búið í næsta húsi og Guðgeir tók það að sér að snúast í kringum krakkana og vini þeirra. Og alltaf var hann reiðubúinn þeg- ar taka þurfti til hendinni, hvort sem það voru flutningar, málning- arvinna, allrahanda snúningar og reddingar. Ósjaldan kom hann fær- andi hendi með góðgæti úr bakarí- inu. Yngsta afabarnið leit dagsins ljós réttu ári áður en Guðgeir kvaddi. Í augunum hans Magnúsar Geirs sé ég augun hans afa, svona fagurblá. Magnús Geir fær ekki notið þess að fá klapp á kollinn með hrjúfu vinnusömu höndunum hans afa. En við munum gera okkar besta til að gefa áfram það sem Guðgeir gaf okkur. Hafðu þökk fyrir allt og svona okkar á milli þá skal ég muna að það er alveg bannað að kvelja börn- in… Þín Magný. Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo góður við okkur öll og varst alltaf til í að keyra okkur út um allan bæ. Ég kom svo oft til þín eftir skóla og við fórum saman út í búð og keyptum nammi, þó að það væri ekki einu sinni nammidag- ur. Svo fórum við beint að ná í ömmu sem aldrei fékk að vita af namminu … Ég man svo vel eftir því að þú settist alltaf í stólinn þinn á daginn, kveiktir á sjónvarpinu, settir upp gleraugun og fórst að lesa blaðið. Það leið svo ekki langur tími þangað til þú varst sofnaður. Þá slökkti ég á sjónvarpinu, tók af þér gleraugun og lagði blaðið á borðið. Svo vakti ég þig klukkan þrjú og ef þú fórst einn að ná í ömmu hitaði ég oft kaffi og ristaði brauð fyrir ykkur. Þú kallaðir mig alltaf rófuskottið þitt og áttir víst einhver fleiri nöfn yfir mig og bræður mína. Þú varst góður við alla og öllum sem þekktu þig þótti vænt um þig. Ég hef aldrei misst neinn svona rosalega náinn mér áð- ur en einu sinni er alltaf fyrst. Mér þótti vænt um þig og mun alltaf þykja. Þitt rófuskott, Sigrún. Elsku afi minn, loksins fékkstu hvíldina sem þú þurftir. Mér fannst erfitt að horfa á afa verða veikan og heimsækja hann á spítalann. Læknarnir og hjúkrun- arfræðingarnir hjálpuðu honum mikið og gerðu allt til að láta hon- um líða eins vel og hægt var. Við afi vorum mjög góðir vinir og mikið saman. Hann passaði mig og Sigrúnu (rófuskott) systur mína næstum á hverjum degi eftir skóla. Afi fór mjög oft eftir skóla út í Bón- us og keypti nammi fyrir mig þó að það væri ekki nammidagur (laug- ardagur) áður en hann þurfti að fara á spítalann. Við afi fórum oft að ná í ömmu í vinnuna hennar. Oft þegar ég fór eitthvað út sagði hann mér að koma heim klukkan fjögur en ég var ekki með úr þannig að ég vissi ekki hvað klukkan var. Þá fór afi út að leita að mér en ég hélt allt- af að hann væri bara að fara út í búð en þegar hann var búinn að keyra nokkrum sinnum fram hjá áttaði ég mig á að hann var að leita að mér. Afi var mikill bílakall og hann hjálpaði mér mjög mikið að smíða eitt og annað úti í bílskúr og ég lofa að segja Magga (angaskott- inu) allt um afa svo að hann viti meira um hann. Hann afi minn var mjög góður maður og mér þótti mjög vænt um hann. Þinn strákaláki Jóhannes Árni. Enn og aftur er komið að kveðju- stund í fjölskyldu okkar. Í þetta sinn kveðjum við ekki aðeins kæran frænda heldur góðan og tryggan vin til margra ára. Í hraða nútímans gleymum við oft að lífið er ekki sjálfgefið og okk- ur hættir til að fresta því til morg- uns sem hægt er að gera í dag. Svo var í þessu tilfelli. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera og svo margt sem við áttum eftir að segja við Guðgeir áður en hann kvaddi þennan heim, eins og það hversu vænt okkur þótti um hann og hversu þakklát við erum fyrir vináttuna í gegnum árin. En sjálf- sagt vissi Guðgeir allt um það. En við höfum minningarnar til að ylja okkur við. Guðgeir var einstaklega barn- góður maður og þess fékk Simmi að njóta í sínum uppvexti þar sem Guðgeir var fastagestur á heimili hans. Simmi minnist þannig margra skemmtilegra og nota- drjúgra orðatiltækja Guðgeirs eins og „það er bannað að kvelja barnið“ þegar hann fékk ekki allt sem hug- urinn girntist. Síðan var haldið af stað á vit ævintýranna til þess að fullnægja kröfum barnsins, hvort sem það var ísbíltúr eða annað. Síð- ar fengu börn og barnabörn Guð- geirs að njóta þess sama, enda varð Guðgeiri tíðrætt um ágæti þeirra og hversu stoltur hann væri af þeim og fjölskyldunni allri. Guðgeir var áberandi vinnusam- ur maður og féll sjaldnast verk úr hendi. Hann var ýmist að byggja, breyta eða bæta, bæði innandyra sem og utan, fyrir sjálfan sig sem og aðra. Hann gaf sér þó alltaf tíma til mannlegra samskipta og fylgdist vel með líðan ættingja og vina. En hann var ekki einn um það, þar sem Guðgeir bar þá gæfu að fá að eyða ævinni með þeirri mannkosta- manneskju sem Sigga er. Hún hef- ur ávallt staðið þétt við hans hlið, sem og annarra, í gegnum súrt og sætt og nú síðustu mánuði sýnt mikinn styrk í erfiðum veikindum Guðgeirs. Þótt erfitt sé að kveðja ástkæran vin, viljum við trúa því að hvíldin frá hinum jarðneska heimi, hafi verið Guðgeiri kærkomin. Sumarið var komið en þess tíma hafði hann ávallt notið til fulls og gerir von- andi áfram þótt á annan hátt sé. Enginn veit með vissu hvað tekur við eftir þetta líf en við viljum þó trúa að vel hafi verið tekið á móti honum í andans heimi af öllu því góða fólki sem á undan er farið. Við trúum því líka að Guðgeir muni bæta og breyta því sem honum finnst þar upp á vanta til þess að geta á sem bestan hátt tekið á móti okkur sem á eftir komum. Elsku Sigga, Garðar, Óli, Magný og börn. Þið hafið misst mikið en minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa á vonandi eftir að hjálpa ykkur á erfiðum stundum. Við biðjum algóðan Guð um styrk ykkur til handa. Guðgeir viljum við kveðja með þessum orðum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Megi Guð blessa minningu þína. Elísabet og Sigmar. Nú þegar leiðir skilja leitar hug- urinn til baka. Þær góðu minningar sem upp í hugann koma munum við geyma í hjörtum okkar en fyrir þær hér þakka. Guð er nærri allt er hljótt þjáning hverfur í armi Drottins líknar ljósið. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðarfaðmi um aldir alda. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. (Jóna Rúna Kvaran.) Við sendum Siggu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur og vonum að Guð gefi þeim styrk á erfiðum stundum. Elsku Guðgeir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Edda Björg og Snorri Rafn Sigmarsbörn. GUÐGEIR ÁGÚSTSSON Amma okkar, EVA SÆMUNDSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hlévangi, Keflavík, og Garðvangi, Garði. Pétur Þór Hall, Eva Marý Hall og Reynir Hauksson. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR (Gerða) SIGURÐARDÓTTIR, Holtabyggð 5, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, sunnu- daginn 15. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Magnús Björnsson, Unnur Birna Magnúsdóttir, Gísli G. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.