Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 39

Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 39 MINNINGAR FÓÐRUN hrossa er ekki einfalt mál. Hross eru mjög ólík og þau eru við- kvæm fyrir fóðurbreytingum. Veru- lega hefur skort á rannsóknir á fóðr- un íslenska hestsins og lítið um aðgengilegar upplýsingar fyrir hinn almenna hestamann en Hólamenn vinna nú markvisst að því að breyta þessu. Sveinn Ragnarsson, kennari á Hól- um, lauk í vetur mastersritgerð við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum í Svíþjóð sem fjallaði um meltanleika vallarfoxgrass hjá íslenska hestinum. Hann segir að um leið og einni spurn- ingu hafi verið svarað hafi fleiri vakn- að og þegar hefur hann hafið dokt- orsnám í framhaldi af mastersverkefninu. Fóðureiningar hafa miðast við að fita uxa „Áhugi á að rannsaka fóðrun og fóðurþörf hrossa vaknaði þegar ég var við nám á Hólum og jókst enn þegar ég var í búvísindadeildinni á Hvanneyri. Þegar ég fór að kenna við þessa skóla sannfærðist ég, eins og margir aðrir, enn frekar um að það kerfi sem við höfum notað er ekki nógu gott. Þær fóðureiningar sem miðað hefur verið við eru grundvall- aðar á fóðrun á uxum til fitunar. Stefnan er því tekin á að finna fóð- urkerfi sem miðar að viðhaldsþörfum hrossa enda viðhaldsfóðrun allt að 70–90% af fóðurþörf hrossa,“ sagði Sveinn. Oft hefur því verið haldið fram að íslenski hesturinn eigi auðveldara með að lifa á sinu en önnur hestakyn. Sveinn segist ekki vera viss um að hann sé svo frábrugðinn öðrum kynj- um. „Ef tveir hestar, annar íslenskur og hinn af öðru smáhestakyni, sem hefðu alist upp við samskonar að- stæður og lifðu á sama fóðri væru bornir saman er ég ekki viss um að þeir væru svo ólíkir hvað varðar fóð- urnýtingu. Þegar talað er um að ís- lenski hesturinn geti lifað á sinu einni saman held ég að það sé vegna þessa ofsalega dugnaðar hans við beitina. Þeir éta stærstan hluta sólarhrings- ins og innbyrða mikið magn.“ Búa til gagnagrunn um fóð- urnýtingu íslenska hestsins „Við ætlum okkur að nota niður- stöðurnar til að búa til gagnagrunn um hvernig íslenski hesturinn nýtir gróffóður, sem er um 90% af því fóðri sem hann fær, svo hægt sé að gera samanburð á honum við önnur hesta- kyn,“ sagði Sveinn. „Með slíkum gagnagrunni verður einnig hægt að leiðbeina um fóðrun á íslenska hest- inum, en mjög hefur vantað upp á að fóðrun hans hafi verið rannsökuð. Það má því segja að það sé mikil eft- irspurn eftir fóðrunarleiðbeiningum, bæði innanlands, en einnig frá eig- endum íslenskra hesta erlendis. Það er ekki svo langt síðan við tengdumst öll bændasamfélaginu og flestir höfðu verið í sveit og vissu því eitt- hvað um hvernig fóðra ætti skepnur og meta holdafar þeirra. Þetta er allt að breytast og fleiri viðurkenna að öll þekking er til góðs og að nauðsynlegt er að læra hvernig á að fóðra hross, járna þau og þjálfa svo dæmi sé tekið. Það á sér stað þróun í þessu öllu og það skiptir máli að fylgjast með því sem best er. Metnaður okkar er að nota gagna- grunninn einnig til að hanna fóður- kerfi sem hægt er að nota hvar sem er í heiminum. Í rannsókninni beitti ég ákveðinni aðferð sem er mjög lof- andi og sýndi góða fylgni milli fóð- urnýtingar í hrossum og þeirra að- ferða sem notaðar eru við mat á fóðri á rannsóknarstofum.“ Margar spurningar vakna um leið og einni er svarað Nokkrar tilraunir hafa nú þegar verið framkvæmdar á Hólum. Má þar nefna tvær meltanleikatilraunir, aðra á vallarfoxgrasi en hina á vallar- sveifgrasi. Einnig hefur verið gerð tilraun til að meta viðhaldsþarfir út frá lífvigt og blóðefnamælingum og að lokum má nefna tilraun sem nú er í gangi og miðar að því að meta áhrif fóðurmagns sem gefið er á nýtingu þess. Í fyrstu tilrauninni var tilgangur- inn að meta meltanleika vallarfox- grass í íslenskum hrossum. Rannsak- að var gras sem slegið var á fjórum mismunandi tímum og gæðin því mis- munandi. Þetta var gert með því að safna öllum skít og þvagi úr hestun- um í sérstaka poka sem festir voru á þá. Tað- og þvagsýni ásamt sýnum af fóðrinu voru fryst og síðan efna- greind. Vallarfoxgras er alþjóðleg tegund og því auðvelt módelgras til að nota í slíka tilraun, segir Sveinn. Það er þekkt í Evrópu og Bandaríkjunum og til eru rannsóknir um meltanleika á vallarfoxgrasi víða um heim. Hins vegar hefur heymeti, eða rúlluhey sem hefur um 40–70% þurrefni, lítið verið rannsakað. Slík fóðurverkun er nær allsráðandi á Íslandi og notkun á slíku fóðri fyrir hross að aukast um allan heim. Sveinn segir að niðurstöður þess- arar rannsóknar hafi verið eins og niðurstöður allra góðra rannsókna, þ.e. svarað einni spurningu en vakið a.m.k. fjórar nýjar og aðkallandi spurningar. Sem dæmi um þær spurningar sem vaknað hafa og leit- ast verður við að svara eru t.d. eft- irfarandi: 1. Er munur á efnagreiningarað- ferðum þannig að niðurstöður þess- arar tilraunar séu ekki samanburð- arhæfar við erlendar niðurstöður og það gæti þá skýrt ólíkar niðurstöður, t.d. óvenjugóðan meltanleika á trefj- um í meltanleikarannsókninni? 2. Eru breiddargráðuáhrif? Hver eru áhrif þess á trefja- og sykursam- setningu fóðursins? 3. Er nýting á fóðrinu meiri ef gefið er minna? Gefið var minna magn fóð- urs en í sambærilegum tilraunum sem hugsanlega veldur því að fóðrið dvelur lengur í meltingarveginum og örverur og meltingarensím hafa því lengri tíma til að vinna á því. 4. Er hestakynið svona sérstakt? Sumir hafa haldið því fram, en líklegt er að uppeldi hestanna skipti miklu máli. Í bígerð er að gera samanburð á íslenska hestinum og öðrum kynjum hvað þetta varðar. Þróa formúlu til að meta þyngd hesta Fyrstu niðurstöður hafa þegar verið birtar í meistaraverkefni Sveins en hann segir að ekki sé enn tímabært að draga ályktanir nema að litlu leyti og mörgum spurningum sé enn ósvarað og því rétt að bíða frek- ari niðurstaðna, s.s. frá samanburð- arrannsóknum í Svíþjóð. Annað telur hann óábyrgt. „Samhliða fóðurrannsóknunum er verið að safna upplýsingum um skrokkmál hrossa og þau tengd líf- vigt þeirra og holdafari. Með niður- stöðum úr þessu gagnasafni ætla vís- indamenn Hólaskóla að þróa formúlu sem almenningur getur notað til að meta þyngd hrossa sinna með því að taka af þeim ákveðin skrokkmál t.d. hæð á herðar og gjarðarmál. Þetta er afar mikilvægt þar sem fóðurþarfir og þar með leiðbeiningar miðast við þyngd hrossa og því mikilvægt fyrir eigendur að hafa hugmynd um hana. Ljóst er að afar sjaldgæft er að menn hafi aðgang að stórgripavigt og því nauðsynlegt að hafa annað mat þó að einhver skekkja sé á. Að lokum má geta þess að hér er um víðtækt samvinnuverkefni Hóla- skóla, Landbúnaðarháskóla Íslands og Sænska landbúnaðarháskólans að ræða og ber að þakka vísindamönn- um þessara stofnana sérstaklega fyr- ir framlag þeirra og framsýni. Verk- efnið er styrkt af Hólaskóla, Átaksverkefni í hestamennsku og Framleiðnisjóði landbúnaðarins,“ sagði Sveinn. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Viðamiklar rannsóknir fara nú fram á Hólum á því hvernig íslenski hesturinn nýtir fóður. Rannsóknir á fóðrun hrossa í Hólaskóla Til að taka tað- og þvagsýni þurfti að búa hestana út með þessum hætti. Sveinn Ragnarsson heldur í hestinn. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is HESTAR ✝ Rafn Franklín Ol-geirsson fæddist á Siglufirði 13. júlí 1931. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ol- geir Jónsson, f. á Skjaldfönn í Ísafjarð- ardjúpi 8. júní 1901, d. 10. sept. 1968, og Rannveig Þorsteins- dóttir, f. á Kvígindis- felli í Tálknafirði 22. okt. 1899, d. 27. júní 1978. Rafn kvæntist 28. desember 1957 Guðbjörgu E. Sigvaldadótt- ur, f. í Reykjavík 24. ágúst 1932, dóttur Sigvalda Jónssonar, f. í V- Hún. 29. sept. 1897, d. 25. júlí 1981, og Guðrúnar Þórarinsdótt- ur, f. í Arnarfirði 26. maí 1906, d. 25. desember 2001. Systkini Guð- bjargar eru Þórey, f. 8. júní 1934, Jón Bjarnar, f. 5. des. 1941, og Garðar, f. 26. jan. 1954, hálfbróð- ir. Börn Rafns og Guðbjargar eru: 1) Guðrún Rannveig, f. 5. apríl 1955, sambýlismaður Tryggvi Kárason, f. 9. desember 1956, son- ur hennar Ómar Þór, f. 19. apríl 1980. 2) Örn, f. 10. júlí 1957, kvæntur Þórdísi Þórarinsdóttur, f. 10. nóv. 1956, börn þeirra: a) Örn (fóstursonur), f. 4. maí 1974, kvæntur Ástu Birnu Ólafsdóttur, f. 29. júlí 1979, börn þeirra eru Arnór Freyr, f. 23. apríl 1999, og Aníta, f. 18. des. 2003. b) Rafn Franklín, f. 7. mars 1978, sambýliskona Eva Björg Sigurðar- dóttir, f. 27. maí 1978, börn þeirra Hafþór Örn, f. 6. sept 2003, og Hilmir Rafn, f. 25. janúar 2005. c) Þórarinn, f. 8. febrúar 1987. d) Guðný Eik, f. 21. júlí 1994. 3) Rannveig, f. 22. des. 1962, börn hennar Ásgeir Heiðar, f. 28. des. 1982, Guðbjörg Lilja, f. 27. nóv. 1990, og Árni Sæberg, f. 22. júlí 1997. 4) Rafn, f. 24. ágúst 1965, sambýliskona Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, f. 13. janúar 1968, börn þeirra María Dögg, f. 11. apríl 1995, og Sunneva Björk, f. 28. janúar 1997. Rafn starfaði við hin ýmsu störf til sjós og lands, þar til hann hóf nám í múraraiðn 1958 og lauk sveinsprófi 1963, hann starfaði við iðnina þar til hann hætti um 67 aldur en var þó enn í flísalögnum síðustu ár. Rafn hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist flugvél- um og flugi og hóf svifflugnám 1947, síðan á vélflugu. Útför Rafns fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt, Herra, sál mín þráir ríkið þitt. Í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návist þinni býr. (Guðrún Jóhannsdóttir) Megi guð veita þér hvíld, pabbi minn, þín dóttir Rannveig. Elsku afi, Það er erfitt að kveðja þig, okkur finnst eins og þú verðir bara heima hjá ömmu næst þegar við komum í heimsókn. Við skulum passa ömmu, en við vitum að þú ert hjá englunum og passar ömmu líka. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ásgeir Heiðar, Guðbjörg Lilja og Árni Sæberg. RAFN FRANKLÍN OLGEIRSSON Ég man þegar ég kom í fyrsta skipti upp á Tún með Tryggva þegar ég var 16 ára gömul, ég var svo feimin en get aldrei gleymt því þegar þú komst og umfaðmaðir mig og sagðir við mig; svona ger- um við í þessari fjölskyldu. Þú tókst mig strax inn í fjölskylduna eins og ég hefði alltaf verið ein af henni. Þú hefur alltaf verið mikil fjölskyldumanneskja og alltaf mundir þú eftir öllum afmælum og fylgdist vel með þínu fólki og eiga allir afkomendur þínir eitt- hvað handprjónað eftir þig, því þú varst óspör að prjóna vettlinga, húfur, sokka, kjóla og fleira á börn, barnabörn og langömmu- börnin þín. Það var alltaf stutt í glens og grín því þú hafðir svo gaman af því að fíflast í góðra vinahópi. Það var líka gaman að fara með þig í bíltúra að heim- sækja fólk og í ferðalög því þú hafðir svo gaman af því og þú varst alltaf svo þakklát fyrir ANDREA GUÐ- MUNDSDÓTTIR ✝ Andrea Guð-mundsdóttir fæddist í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum 5. júlí 1925. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 21. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 3. maí. hvert lítilræði sem var gert fyrir þig. Sveitin var þitt líf og yndi og eftir að þú fórst úr henni fylgd- istu með eins mikið og þú gast og notaðir hvert tækifæri sem gafst til að komast í sveitina. Ég man þegar þú áttir mjög erfitt með að komast upp í fjárhús í miðjum sauðburði vegna meiðsla en þú harkaðir af þér og í fjárhúsin fórstu. Stelpurnar sakna þín mikið en eru svo ánægðar með það að þú sért hjá afa núna. Við viljum þakka þér fyrir samfylgdina öll þessi ár, elsku amma. Elsku Inga, Erling, Svava, Guðmundur, Diddi og Þórunn, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur og okkur öll því missir okkar er mikill. Kveðjum við þig með þessum orðum: Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir allt það sem þú skildir eftir fyrir gleðina sem þú gafst mér fyrir stundirnar sem við áttum fyrir viskuna sem þú kenndir fyrir sögurnar sem þú sagðir fyrir hláturinn sem þú deildir fyrir strengina sem þú snertir ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Tryggvi, Tanya og dætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.