Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 45
DAGBÓK
Góð þjónusta eftir langa bið
ÉG var einn af þeim sem biðu og biðu
eftir „þræðingu“. Ég hef farið reglu-
lega undanfarin 10 ár til hjartalæknis
og ávallt fengið góða skoðun þangað
til sl. haust. Ég var þó einkennalaus
þegar ég fór í skoðun um miðjan
október sl., en engu að síður komu
fram þrengingareinkenni í kransæð
og var ég þá settur á biðlistann til að
hægt yrði að skoða kransæðarnar
nánar. Ég fór síðan í þræðingu viku
af maí sl. en hafði þó fengið tíma mán-
uði fyrr sem ég gat ekki notað vegna
þess að ég var lasinn.
Viðmót hjúkrunarfólksins, bæði við
undirbúning og sjálfa aðgerðina, var
til fyrirmyndar og ekki gat ég fundið
fyrir því að neinn væri að flýta sér
eða afgreiða málin með yfirborðs-
kenndum hætti. Öðru nær, hver og
einn starfsmaður lagði sig fram um
að sýna nærgætni og hlýju, enginn
skar sig úr.
Ég vil með þessum línum þakka
fyrir góða þjónustu eftir langa bið.
Einn úr biðröðinni.
Hver man eftir mér?
ÉG heiti Peter Brooks og var skip-
verji á „Hera Borg“ fyrir u.þ.b. 10 ár-
um.
Ég er að leita að einhverjum sem
man eftir mér. Vélstjórinn hét Rúnar
Johannsson úr Reykjavík og svo var
Dan Johanson eigandi.
Einnig leita ég að Siggy Thoren-
stein og Eddu sem voru nágrannar
mínir í Pompano Beach á Flórída.
Vonast ég til að heyra frá ein-
hverjum.
Vinsamlega skrifið á netfangið:
pete010@adelphia.net
„Det døenda barn“
MIG vantar íslenska þýðingu á lagi
eftir H.C. Andersen „Det døende
barn“. Þetta á að vera til með ís-
lenskri þýðingu, líklega undir nafninu
Móðurmissir eða Deyjandi barn. Þeir
sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að
hafa samband við Eyrúnu í síma
587 3335 eða Bryndísi í síma
424 6548.
GSM-sími týndist
NÍU ára telpa tapaði GSM-
myndavélarsíma, Motorola, í íþrótta-
húsinu eða sundlauginni á Seltjarn-
arnesi um síðustu mánaðamót (30.
apríl).
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 562 2236 eða 862 2236. Fund-
arlaun.
Páfagaukur í óskilum
GÁRI, gulgrænn, fannst við Súð-
arvog í Reykjavík 6. maí sl. Upplýs-
ingar í síma 698 6318.
Nala er týnd
NALA týndist 12. maí frá heimili sínu
á mótum Garðabæjar og Hafn-
arfjarðar. Hún er blanda af Chihua-
hua og Pommerain og hún varð eins
árs 13 maí.
Hennar er sárt saknað. Þeir sem
hafa orðið varir við hana eru beðnir
að hafa samband í síma 554 6220 eða
899 6230 eða þá að láta lögregluna
vita. Fundarlaun.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
BRÚÐKAUP | Gefin voru saman 19.
mars sl. í Dómkirkjunni af sr. Vigfúsi
Þór Árnasyni þau Berglind Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðinemi og
Sigurður Þór Snorrason viðskipta-
fræðingur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Cavendish.
Norður
♠KD2
♥108732
♦1085
♣G2
Vestur Austur
♠Á5 ♠103
♥Á5 ♥D964
♦ÁDG43 ♦K762
♣D964 ♣1053
Suður
♠G98764
♥KG
♦9
♣ÁK87
Spilið að ofan er frá Cavendish-tví-
menningnum í Las Vegas fyrr í mán-
uðinum. Spánverjinn Juan Ventin var
í suðursætinu, sagnhafi í fjórum spöð-
um, sem vestur doblaði eftir að hafa
meldað einu sinni tígul. Útspilið var
hjartaás, en síðan skipti vestur rétti-
lega yfir í spaðaás og meiri spaða.
Hvernig myndi lesandinn spila?
Þetta stefnir í einn niður, því ekki
er hægt að stinga nema eitt lauf í
borði og hvergi annars staðar er slag
að hafa. Fyrirfram virðist eina vonin
sú að sami mótherji sé með D109 í
laufi, en þá fríast áttan.
Ventin taldi það langsóttan mögu-
leika og ákvað að leggja snöru fyrir
vestur. Hann fór heim á hjartakóng
og spilaði litlu laufi undan ÁK að gos-
anum í borði! Og vestur lét veiða sig
og dúkkaði. Sem virðist fráleitt á
opnu borði, en vestur bjóst frekar við
að suður ætti Á10xx og þá kostar slag
að rjúka upp með drottninguna. Og
það munar um hvern „doblaðan dán-
inn“.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dag-
bok@mbl.is
ÍTALSKI listfræðingurinn og sýn-
ingarstjórinn Achille Bonito Oliva
verður hér á landi næstu daga á veg-
um ítalska sendiráðsins.
Achille Bonito Oliva er á seinni ár-
um þekktastur fyrir að hafa verið
sýningarstjóri tvíæringsins í Fen-
eyjum 1993 en hann hefur starfað
sem sýningarstjóri, safnstjóri og
fleira og hefur skrifað fjölda bóka
og ritgerða um listfræðileg málefni.
Í heimsókn sinni til Íslands mun
hann m.a. eiga fund með fulltrúum
menntamálaráðuneytisins um tvíær-
inginn í Feneyjum og haldinn verður
opinn fundur í SÍM-húsinu, Hafn-
arstræti 16, á morgun kl. 16.00. Þar
mun Oliva ræða um myndlistarheim-
inn nú á tímum og svara fyr-
irspurnum.
Fundurinn er sem fyrr segir opinn
öllu áhugafólki um myndlistarmál.
Opinn fundur í SÍM-húsinu
Álaugardaginn verður mikið um að vera áFákssvæðinu í Víðidal en þá fer framUngmennatöltmót KB banka og Fáks. Mótið er fyrir 17 ára og yngri og er
opið öllum félögum á landinu. Keppt verður í sex
aldurs- og styrkleikaflokkum 17 ára og yngri.
Þátttökugjald er kr. 1.500 og verður sama upp-
hæð lögð inn á reikning hvers þátttakanda í útibúi
KB banka í Árbæ en auk þess fá þátttakendur
sem koma í Árbæjarútibú flísvettlinga frá KB
banka um leið og inneign er staðfest.
Hulda Gústafsdóttir hestakona hefur yfirum-
sjón með mótinu og hún segir að mótið sé einnig
hugsað sem fjölskylduhátíð. „Á laugardaginn
verður mikið fjör fyrir alla fjölskylduna. Það
verða til dæmis grillaðar pylsur. Yngri börnin fá
að prófa líka og verða teymd á hestum um svæð-
ið.“ segir Hulda um dagskrána á laugardaginn.
En hvað er svona skemmtilegt við hesta-
mennskuna? „Hestaíþróttin er fjölskylduíþrótt
þar sem saman koma kynslóðir með sama áhuga-
mál. Það hefur oft gerst að börnin byrja og for-
eldrarnir fá áhugann svo í kjölfarið.“ segir Hulda
um íþróttina og áhugamálið. Hulda hefur mikla
reynslu af hestamennsku en hún er atvinnuhesta-
kona, hestaútflytjandi, reiðkennari og mikil
keppnismanneskja. Hún er einmitt nýkrýndur
Reykjavíkurmeistari frá því um síðustu helgi.
Það er mikið um að vera hjá hestafólki þessa
dagana. Keppnistímabilið er að fara í gang og um
þarnæstu helgi, dagana 26.–29. maí, verður opið
gæðingamót í Fáki. Auk mótanna er alltaf eitt-
hvað að gerast hjá félaginu, til dæmis óvissuferð-
ir, kvennareið, sérstakar ferðir fyrir unglingana,
sumarferðir, æskulýðsdagar og fleira. Fyrir börn
og unglinga sem stunda hestamennsku er fleira í
boði. Á veturnar eru námskeið fyrir börn og ung-
linga sem eiga hesta. Í sumar geta börn, sem eiga
ekki hesta sjálf, farið á reiðnámskeið eins og und-
anfarin ár.
Hulda bendir að lokum á nýjung sem verður á
mótinu um helgina en þar verða keppendur
tryggðir af VÍS en að sögn Huldu hefur þetta ekki
verið gert á þennan hátt áður.
Ungmennatöltmót KB banka og Fáks verður
laugardaginn 21. maí og hefst kl. 13.30 á Fáks-
svæðinu í Víðidal. Skráning fer fram í Árbæj-
arútibúi KB banka frá kl. 9.15–16 virka daga fram
að móti og í Fáksheimilinu frá kl. 12–13 mótsdag-
inn sjálfan.
Íþróttir | Ungmennatöltmót KB banka og Fáks
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Hulda Gústafsdóttir
varð stúdent frá MR
1986 og var nemandi í
viðskiptafræðideild HÍ
1986–91. Auk þess að
vera reiðkennari og
hestaíþróttadómari
hefur hún verið at-
vinnuhestamaður frá
1991. Hulda er tvöfald-
ur Norðurlandameist-
ari, varð í 2. sæti á
HM 1995, margfaldur
Íslandsmeistari, hestaíþróttakona ársins
1998 og Reykjavíkurmeistari í ár. Hulda er
gift Hinriki Bragasyni og þau eiga tvö börn,
Eddu Hrund f. 1992 og Gústaf Ásgeir f.
1996.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Sumartilboð
15% afsláttur
af öllum kjólum
stuttum og síðum