Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 49
MENNING
Sture Allén er virtur fræðimað-ur í Svíþjóð á sviði tungu-mála og hefur verið með-
limur í sænsku akademíunni í
aldarfjórðung. Hann hélt erindi á
ráðstefnunni Samræður menning-
arheima sem haldin var á vegum
Stofnunar Vig-
dísar Finn-
bogadóttur í er-
lendum
tungumálum í til-
efni af 75 ára af-
mæli Vigdísar
fyrir skemmstu.
Þar fjallaði Al-
lén um Winston
Churchill og að-
draganda þess að stjórnmálamað-
urinn breski hlaut Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum árið
1953. Fimmtíu ára leynd af skjölum
varðandi þá ákvörðun sænsku aka-
demíunnar var aflétt árið 2003 og
Allén hefur rannsakað þau skjöl.
Hann hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að sænska akademían hafi
komist að niðurstöðunni um að
veita Churchill verðlaunin á sama
hátt og alltaf; með alúð, vandvirkni
og krefjandi athugun.
Það vafðist vissulega fyrir með-
limum sænsku akademíunnar að
veita stjórnmálamanninum Winston
Churchill bókmenntaverðlaun Nób-
els á sínum tíma, m.a. vegna hættu
á að það gæti túlkast sem pólitísk
yfirlýsing frá þessari virtu stofnun
sem leggur mikla áherslu á að vera
sjálfstæð og óháð. Sture Allén bend-
ir jafnframt á að Churchill sjálfur
hafði nokkrar efasemdir eins og
fram kom í skilaboðum hans til
verðlaunasamkomunnar árið 1953.
„… I am proud but also, I must ad-
mit, awe-struck at your decision to
include me. I do hope you are right.
I feel we are both running a con-
siderable risk and that I do not de-
serve it. But I shall have no misgi-
vings if you have none.“
„… Ég er stoltur en ég verð að
viðurkenna að ég er einnig agndofa
yfir ákvörðun ykkar um að velja
mig. Ég vona að þið hafið rétt fyrir
ykkur. Ég held að báðir aðilar taki
umtalsverða áhættu og að ég eigi
þetta ekki skilið. En ég skal ekki
hafa efasemdir ef þið hafið þær
ekki,“ sagði Churchill m.a. í skila-
boðum þeim sem konan hans las við
verðlaunahátíðina 1953. Allén telur
þetta einna áhugaverðast í
tengslum við Churchill og Nób-
elsverðlaunin, þ.e. að hann hafi haft
áhyggjur af því að stjórnmálin
myndu flækjast fyrir almenningi.
Það var synd að Churchill komekki og tók við verðlaununum í
eigin persónu,“ segir Sture Allén
þar sem hann situr á kaffistofu hug-
vísindadeildar Gautaborgarhá-
skóla. „Og það var synd að hann
ætlaði sér aldrei að halda fyr-
irlestur við afhendinguna þrátt fyr-
ir að hann myndi mæta. Ég hefði
gjarnan viljað heyra Churchill
halda fyrirlestur við verðlaunaat-
höfnina,“ segir hann brosandi.
Allén segist hafa ákveðið að talaum Churchill á ráðstefnunni til
heiðurs Vigdísi m.a. vegna þess að
eins og Churchill sé hún sterkur
leiðtogi og láti menningarmál til sín
taka eins og hann hafi gert. Allén
hefur lengi haft áhuga á hinum
óvenjulega verðlaunahafa Churc-
hill, eða allt frá því hann sótti bók-
menntanámskeið við breskan há-
skóla hálfu ári eftir að Churchill
fékk Nóbelsverðlaunin. Á fundi sem
haldinn var til að minnast þess að
hálf öld var liðin frá því að Churc-
hill fékk verðlaunin árið 2003 hélt
Allén einnig fyrirlestur. Að hans
mati verður langt þangað til bók-
menntaverðlaun Nóbels falla
stjórnmálamanni í skaut á ný.
Churchill hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1953 „fyrir meistaraleg
tök á sögulegum og ævisögulegum
lýsingum, jafnt sem mikla mælsku
til varnar mannlegum gildum“.
Churchill var fyrst tilnefndur ár-ið 1946 af Svíanum Axel Rom-
dahl, prófessor í listasögu við
Gautaborgarháskóla, eins og fram
kom í fyrirlestri Alléns á ráðstefn-
unni til heiðurs Vigdísi Finn-
bogadóttur. Í skýrslu Pers Hall-
ströms, þáverandi formanns
nóbelsnefndar akademíunnar, kem-
ur fram að sjálfsævisaga Churchills
„My Early Life“ hafi haft mikið
bókmenntalegt gildi en að hún
nægði ekki til að hljóta verðlaunin.
Hallström þótti einnig mikið til rit-
verks Churchills um Hertogann af
Marlborough koma, eins og Allén
bendir á.
Árið 1948 var Churchill aftur til-
nefndur en T.S. Eliot hlaut verð-
launin. Sama ár var Halldór Lax-
ness tilnefndur í fyrsta skipti og
hann var einnig tilnefndur árið sem
Churchill hlaut verðlaunin árið
1953. Churchill var einnig til-
nefndur árin 1949 og 1950. Fjórða
skýrslan um Churchill var rituð ár-
ið 1953, árið sem hann hlaut verð-
launin loks, og þá vógu þyngst ræð-
ur stjórnmálaskörungsins,
Marlborough-sagan og sjálfs-
ævisaga Churchills. Ritverk hans
um heimsstyrjaldirnar höfðu ekki
eins mikið að segja þótt í fyrri
skýrslum hefði verið vitnað til
þeirra með orðum eins og að þau
væru einstök í sinni röð fyrir það
hversu sterklega lesendur skynjuðu
tímann og sögusviðið. Verkið væri
óumdeilanlega bókmenntaverk.
„Af hverju vildu menn veita
Churchill bókmenntaverðlaun Nób-
els?“ spyr Sture Allén. „Hann hafði
verið tilnefndur ár eftir ár en að
lokum þurfti að taka afstöðu og það
var áhugavert að sjá hvað vó þyngst
í ákvörðuninni um að veita Churc-
hill verðlaunin. Spurningin var
hvort umheimurinn myndi við-
urkenna að verið væri að verðlauna
hann fyrir bókmenntir en ekkert
annað. Margir skildu að hann var
vel að bókmenntaverðlaunum kom-
inn, eins og til dæmis breskir fjöl-
miðlar. Í fyrirlestrinum vitnar All-
én t.d. í Manchester Guardian sem
telur útnefninguna afar vel við hæfi
undir fyrirsögninni „How fitting it
is“.
„Vandamálið ef vandamál skyldi
kalla hvað Churchill varðar var að
hann var forsætisráðherra og hafði
verið í forystuhlutverki í baráttunni
við Hitler. Það var því ekki að
undra að akademían hefði áhyggjur
af því að litið yrði á útnefninguna
sem pólitíska. Það er nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir því að erfitt
var fyrir akademíuna að komast að
þessari niðurstöðu,“ segir Sture Al-
lén og vísar m.a. til þess að flestir
halda að bókmenntaverðlaun Nób-
els séu einskorðuð við höfunda fag-
urbókmennta. Svo er ekki. „Fleiri
textar hafa bókmenntalegt gildi
líka,“ segir hann. „Menn gerðu sér
grein fyrir að taka þurfti ræður
Churchills með í reikninginn. Þær
voru prentaðar í stórum upplögum
og hafa augljóst bókmenntalegt
gildi.“
Aðspurður segist Sture Alléntelja að Sænsku akademíunni
hafi tekist að halda pólitíkinni frá
bókmenntaverðlaununum. „Það er
til dæmis óhugsandi að meðlimur
akademíunnar hefði haldið því
fram að Laxness ætti að fá bók-
menntaverðlaun Nóbels af því hann
var róttækur eða Churchill af því
að hann var íhaldssamur. Það er
allt annað sem lagt er til grundvall-
ar.“
Sture Allén segir eðlilegt að höf-
undar séu tilnefndir ár eftir ár áður
en þeir fá verðlaunin eða án þess að
þeir fái verðlaunin. Miklar umræð-
ur um bókmenntaverk viðkomandi
þurfi að fara fram áður en verð-
launin eru veitt. Og Allén segir að
ágreiningur og mismunandi skoð-
anir meðal meðlima Sænsku aka-
demíunnar sé eðlilegar. „Ákvarð-
anir eru teknar með
atkvæðagreiðslu og meirihlutinn
ræður en samhljóða samþykkis er
ekki krafist,“ segir hann. Átján
meðlimir akademíunnar hafa eitt
atkvæði hver og a.m.k. tólf þurfa að
greiða atkvæði til að atkvæða-
greiðslan teljist lögleg. Verðlauna-
hafi þarf meira en helming
greiddra atkvæða. „Eftir þessum
reglum er farið og auðvitað erum
við ekki alltaf sammála. Það væri
ekki góð einkunn ef allir meðlimir
akademíunnar væru alltaf hjart-
anlega sammála,“ segir Allén að
lokum.
Af hverju fékk Churchill
Nóbelsverðlaunin?
’Vandamálið ef vanda-mál skyldi kalla hvað
Churchill varðar var að
hann var forsætisráð-
herra og hafði verið í
forystuhlutverki í bar-
áttunni við Hitler. ‘
Morgunblaðið/Steingerður
Sture Allén segir að sænska akademían hafi komist að niðurstöðunni um
að veita Churchill verðlaunin á sama hátt og alltaf; með alúð, vandvirkni
og krefjandi athugun.
steingerdur@mbl.is
AF LISTUM
Steingerður Ólafsdóttir
Winston Churchill