Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.45 - 8 - 10.15 Diary of a mad Black Woman kl. 5.40 - 8 - 10.20 The Jacket kl. 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 10 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. Algjör bíósmellur bæði í USA og á Bretlandi. l j í ll i í l i Byggð á metsölubók Clive Cussler Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (ThePianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. l i lfr i r llir i ri r. r r l f , ri r i i ir i l r ir f ri i r r . Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Ice Princess ADRIEN BRODY KEIRA KNIGHTLEY Maria Full og Grace kl. 6 b.i. 14 Napoleon Dynamite kl. 8 Vera Drake kl. 5,40 MBL.IS  DV ÞEGAR LÍF ÞITT ER KOMIÐ Í RÚST ER GOTT AÐ EIGA SNARKLIKKAÐA ÆTTINGJA TIL AÐ BJARGA MÁLUNUM.   SV. MBL Kvikmyndir.is  SV. MBLS . L SJÓNVARPSKONAN kunna Valgerður Matthíasdóttir, betur þekkt sem Vala Matt, er að hætta á Skjá einum. Þar hefur hún stjórnað vinsælasta þætti stöðvarinnar, hönnunarþætt- inum Innliti-útliti, um sex ára skeið. Hún tekur við umsjón nýs þáttar á nýrri sjónvarpsstöð á vegum 365 ljósvakamiðla. „Já, ég er að hætta uppá Skjá einum með miklum trega. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa stöð en ég er búin að fylgja henni frá fæðingu, í sex ár. En ég er bara þannig af Guði gerð að mér finnst það ómetanlegt að fá tækifæri til að hrinda nýj- um hlutum af stað. Þess vegna er ég búin að samþykkja að taka þátt í mótun á nýrri sjón- varpsstöð á vegum 365 ljós- vakamiðla. Þar mun ég verða með glænýjan þátt og koma með ýmislegt nýtt, sem enn er ekki orðið fullmótað. Það verð- ur þá þriðja sjónvarpsstöðin sem ég tek þátt í að búa til,“ segir hún en sú fyrsta var Stöð 2. Vala segist ekki geta látið neitt uppi með sjónvarpsstöðina en getur þó sagt að nýi þátt- urinn hennar fari af stað í haust. Hún veit ekki um afdrif Innlits-útlits eftir að hún lætur af stjórn þáttarins en síðasti þátturinn í hennar umsjón fer í loftið 31. maí. Sjónvarp | Vala Matt hættir í Innliti-útliti á Skjá einum Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Vala Matt ætlar að taka þátt í mótun þriðju sjónvarps- stöðvarinnar um ævina en hún byrjar með nýjan þátt á nýrri stöð á vegum 365 ljósvakamiðla í haust. Byrjar með nýjan þátt á nýrri sjónvarpsstöð Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is ÍSLAND er eitt þriggja landa sem koma til greina sem tökustaður fyr- ir atriði í kvikmynd undir leikstjórn Clints Eastwoods seinni hluta sum- ars. Ingi G. Ingason fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarstof- unnar segir að um sé að ræða mynd sem byggist á metsölubókinni Flags of Our Fathers og fjalli um afdrif þeirra sex hermanna sem reistu fána Bandaríkjanna á eyjunni Iwo Jima í seinni heimsstyrjöldinni. 26.000 Bandaríkjamenn slösuðust eða létu lífið í orrustunni um Iwo Jima og yfir 22.000 Japanir, en ein frægasta ljósmynd styrjaldarinnar er af mönnunum sex með fánann. Eastwood og Steven Spielberg eru framleiðendur að myndinni, ásamt Warner Bros. „Þeir eru að leita að svartri sandfjöru fyrir inn- rásaratriði og eru nú að skoða að- stæður hér, á Reykjanesi og við Þorlákshöfn. Þeir hafa einnig skoð- að Hawaii og Nýja-Sjáland með þetta í huga,“ segir Ingi. Hann seg- ir að ef af verði geti verið um að ræða að allt að 700 manns verði hér við tökur. „Fjöldi erlendra kvik- myndagerðarmanna tekur þátt í þessu verkefni, auk innlendra,“ seg- ir hann. Fjárfestingarstofan, sem á ensku heitir Invest in Iceland, sér um að kynna fyrir útlendingum lög um endurgreiðslu á 12% kostnaðar við gerð kvikmynda- og sjónvarpsefnis á Íslandi. Hún rekur vefinn filminiceland.org. Aðstandendur myndarinnar komu á kynningu sem Fjárfestingarstofan hélt í Los Ang- eles í apríl, sömu kynningu og framleiðendur The Amazing Race heimsóttu, en sem kunnugt er var þáttur í þeirri röð tekinn upp hér á landi. Kvikmyndir | Ísland kemur til greina sem tökustaður hjá Eastwood og Spielberg Leita að svartri sandfjöru AP Vinirnir Eastwood og Spielberg íhuga að taka upp atriði hér á landi. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Myndin fjallar um orr- ustuna um Iwo Jima og mennina sex sem reistu bandaríska fánann á eyj- unni, en þessi mynd er ein frægasta mynd seinni heimsstyrjaldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.