Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breyttu hversdagnum í sannkalla›a hátí›. Á virkum dögum í maí bjó›um vi› flér til veislu. Me› gistingu á Icelandair Hotels fylgir morgunmatur, hádegisver›ur og kvöldver›ur án aukagjalds. Bóka›u gistingu og láttu drauminn um áhyggjulausa daga rætast. E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 4 Á HÓTEL HÉRA‹I Í MAÍ DRAUMADAGAR • N‡tískulegt hótel • Frábærar veitingar • Dagsfer›ir á Kárahnjúkasvæ›i› • Vildarpunktar TILBO‹ Gisting eina nótt í tveggja manna herbergi, morgunver›arhla›bor›, flriggja rétta kvöldver›ur. www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 á mann alla virka daga 9.500 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. Sveinkarnir eru jafnmikil hrekkjusvín á sumri sem vetri. Í nýrri og uppfærðri út-gáfu af íslenskumsöguatlas, Íslands- sagan í máli og myndum, sem út kemur hjá Máli og menningu um þessar mundir er því haldið fram að Ísland hafi langt í frá verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru líkt og löngum hafi verið hermt um landnámið. Nýlegar rannsóknir á mögulegri útbreiðslu skóga við land- nám sýni að útbreiðsla þeirra hafi líklega verið mun minni en áður hefur verið tal- ið, eða um 8.000 ferkílómetrar í stað 25.000 ferkílómetra áður. Vitnað er í rannsóknir Rannveig- ar Ólafsdóttur landfræðings og Árna Daníels Júlíussonar sagn- fræðings. Í bókinni segir að sam- kvæmt útreikningum Rannveigar á útbreiðslu skóga sé miðað við út- breiðslu birkis sem var yfir tveir metrar á hæð og að aðeins sé tekið tillit til hitastigs. Þrátt fyrir það sé ljóst að verulega hafi dregið úr út- breiðslu skóga þegar við landnám. Víða birkiskógar Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsa, segir fjölmargar rannsóknir, er- lendar og innlendar, styðja frekar þá skoðun að birkiskógar eða kjarr hafi vaxið á öllu þurrlendi á láglendi við landnám og sumsstað- ar upp í 500-600 metra hæð yfir sjávarmáli. Vísindamenn hafi frekar togast á um hvort skógur eða kjarr hafi vaxið á 25 eða allt að 40% landsins. Aðalsteinn telur hæpið að útbreiðsla skóga hafi takmarkast við 8.000 ferkílómetra við landnám, eins og líkanið í rannsókn Rannveigar gefi til kynna. Slíkt stangist á við aðra vitneskju sem bendi til mun meiri útbreiðslu skóga. Þar megi m.a. nefna ritaðar og sögulegar heim- ildir (ekki aðeins orð Ara fróða), örnefni, fundarstaði kolagrafa, niðurstöður frjókornarannsókna, fundarstaði fornskóga frá því skömmu fyrir landnám, núverandi útbreiðslu skóga- og kjarrleifa og vaxtargetu gróðursettra og sjálf- sáinna birkiskóga á síðustu ára- tugum. „Í því líkani sem Rannveig beitti til þess að meta mögulega útbreiðslu er aðeins tillit tekið til hitasummu á vaxtartíma sem ráð- andi þáttar fyrir mögulega út- breiðslu birkiskóga. Því fer hins vegar fjarri að núlifandi skógar- leifar sé helst að finna á hlýjustu og veðurfarslega hentugustu svæðunum; birkiskógar hafa fyrst og fremst varðveist þar sem þeir hafa notið friðunar gagnvart áníðslu manna og beitardýra hans, svo sem í bröttum skriðum, í ókleifum klettum (svo sem Gríms- torfu) eða innan skógræktargirð- inga undanfarna öld. Birki hefur varðveist í flestum landshlutum við afar misjöfn veðurfarsskil- yrði.“ Að sögn Aðalsteins benti Steindór Steindórsson fyrstur manna á að oft megi lesa út hvar skógarmörk hafa verið á landinu við landnám ef skoðaðir eru staðir þar sem orðið heiði kemur fyrir í örnefnum, staðir sem áður voru vaxnir lyngi eða heiðagróðri áður en gróðurinn eyddist á öldunum eftir landnám. Kjarr er víða fremur lágvaxið á Íslandi, en Aðalsteinn segir að það þurfi ekki endilega skýrast af því að lágur sumarhiti takmarki vöxt heldur af erfðafræðilegum eða næringarlegum orsökum. Nær- ingarskortur hafi lengi einkennt íslenskan eldfjallajarðveg, eink- um skortur á nitri í jarðvegi, enda eru niturbindandi jurtir í íslensku flórunni fáar og lítt útbreiddar. Sökum þess sé framboð á næring- arefnum einn þeirra þátta sem mest takmarkar vöxt trjáa hér á landi. Erfðarannsóknir undanfar- inna ára á birki sýna að víða hefur átt sér stað blöndun fjalldrapa og birkis, þótt ekki sé enn ljóst hvort sú blöndun hafi átt sér stað fyrir eða eftir landnám. Hún gæti hugs- anlega verið ein afleiðing þeirrar röskunar af mannavöldum sem átti sér stað eftir landnám en einnig skýringin á því hvers vegna kjörr eru hér mun útbreiddari en skógar. Munu svara fullyrðingum En hvað finnst forstöðumanni Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá um þær nýju upplýsingar sem nú birtast í nýj- um söguatlasi? „Mér finnst sjálf- sagt að fólk vinni líkön út frá fyrir- liggjandi gögnum, kynni niður- stöður sem úr þeim fást og dragi þær ályktanir sem vísindamönn- unum þykja skynsamlegar. En það er óheppilegt þegar niður- stöður slíkrar líkanasmíðar eru kynntar gagnrýnislaust í sögu- legri alfræðiorðabók sem hin end- anlega staðreynd vitneskju sem kollvarpi allri fyrri þekkingu. Reynslan sýnir að það getur verið afar erfitt að leiðrétta vafasöm sannindi sem komist hafa inn í al- fræðiorðabækur, kennslubækur og uppflettirit, einkum þegar um er að ræða atriði úr Íslandssög- unni.“ Þess má geta að vísinda- menn við Rannsóknastöð Skóg- ræktarinnar að Mógilsá hyggjast svara efnislega þeim niðurstöðum sem settar eru fram í söguatlasi Máls og menningar um útbreiðslu skóga á landnámsöld. Fréttaskýring | Rannsóknir á útbreiðslu skóga við landnám Íslands Deilt um umfang skóga Mun minna landsvæði undir skóg skv. nýjum söguatlas Máls og menningar Í Hallormsstaðaskógi. Skógar landsins hurfu hratt strax eftir landnám  Bæði innlendar og erlendar rannsóknir benda til þess að skógur á Íslandi hafi horfið mjög fljótlega eftir landnám, þ.e. hon- um hafi verið eytt á fyrstu 50– 100 árum eftir að menn settust hér að. Aðalsteinn Sigurgeirsson segir að þessi staðreynd sé nokk- uð vel staðsett og hafi gerst hratt, eins og fyrr segir. „Þá voru menn að ryðja land, oft á tíðum með eldi, til að opna það til beitar og akuryrkju.“ Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.