Morgunblaðið - 22.05.2005, Page 10
10 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
S
aga Jónu (35 ára) og
Baldvins, eiginmanns
hennar, (41 árs) er
dæmigerð að því leyti
að heilsufarslegar
ástæður liggja að baki
rýrnandi lífskjara
þeirra á síðustu árum.
Jóna og Baldvin hófu búskap sinn í
leiguhúsnæði seint á níunda ára-
tugnum. Sonur Jónu af fyrra sam-
bandi bjó hjá þeim og tveir synir
Baldvins af fyrra sambandi komu oft
í heimsókn. Jóna var í ágætri vinnu
og Baldvin starfaði sjálfstætt við
smíðar þar til hann ákvað að freista
þess að auka tekjur heimilisins með
því að ráða sig á flutningaskip.
Ógæfan dundi yfir árið 1992. „Ég
hlaut hálsmeiðsl í bílslysi um vorið.
Afleiðingarnar voru lengi að koma
fram og skemma út frá sér. Baldvin
lenti í enn alvarlegra slysi á „frakt-
aranum“ í desember. Hann varð fyr-
ir höfuðhöggi og var hálfrænulaus á
skipinu í einar tvær vikur áður en
hann komst undir læknishendur.
Skipstjórinn hringdi í mig eftir slysið
og tilkynnti mér að hann hefði saum-
að hann saman og allt yrði í stakasta
lagi.“
Eftir að Baldvin kom aftur heim
kom í ljós að afleiðingar slyssins voru
mun alvarlegri en haldið var í fyrstu.
„Baldvin var ekki lengur vinnufær
eftir slysið. Hann er með sífelldan
seyðing í höfðinu, fær oft alvarleg
höfuðverkjarköst, þolir illa hávaða
og annað álag. Hann dettur reglu-
lega úr tengslum við umhverfið og
man ekki einu sinni eftir að sinna
börnunum. Oft þarf að minna hann á
jafnhversdagslegar athafnir eins og
að fara í bað. Ef hann fer út í búð eft-
ir einhverju smáræði á hann til að
hringja heim og spyrja hvers vegna í
ósköpunum hann sé staddur þar en
ekki í heima,“ segir Jóna og leynir
því ekki að fyrir utan áfallið hafi
verið erfitt að venjast fjárhagslegu
viðbrigðunum. „Eftir að hafa verið
samanlagt með ágætar tekjur dutt-
um við niður í lágmarksbætur. Að
aðlagast slíkum veruleika er erfitt
fyrir aðra en reynt hafa að skilja.“
Nú búa hjónin ásamt fjórum börnum
sínum (4, 10, 11 og 17 ára) í fjögurra
herbergja íbúð á vegum Félagsbú-
staða í einu af úthverfum borgarinn-
ar.
Fjölþættur vandi
Jóna og Baldvin glíma ekki aðeins
við örorku Baldvins því að þrjú
barnanna hafa greinst með sértæk
vandamál, þ.e. eitt með einhverfu/
þroskaröskun, annað með athyglis-
brest, ofvirkni, kvíða og þunglyndi
og þriðja með athyglisbrest. Vegna
þessara vandamála hefur fjölskyldan
talsvert hærri ráðstöfunartekjur en
margir öryrkjar eða ríflega 250.000
kr. á mánuði eins og stendur. Hluti
þeirrar upphæðar er háður grein-
ingu eins og umönnunarbætur með
yngsta barninu eða tímabundinn
eins og barnalífeyrir. Jóna kvartar
ekki yfir fjárhæðinni enda hafa tekj-
urnar oft verið mun rýrari en um
þessar mundir.
„Ég held ekki að börnin hafi á til-
finningunni að þau fari á mis við eitt-
hvað sem önnur börn fá þó saman-
burðurinn hafi reyndar aldrei verið
meiri en núna meðal barna almennt.
Við höfum ekki efni á því að fara með
þau öll í leikhús en stundum fá þau
að fara í sund, Húsdýragarðinn eða
bíó. Félagsþjónustan í hverfinu hef-
ur hjálpað okkur að borga íþróttir
fyrir aðra stelpuna. Við borgum sjálf
fyrir hina í annars konar félagsstarfi.
Ég hef aldrei leitað til hjálparsam-
taka eftir aðstoð, er einfaldlega of
stolt til þess að standa í röð til að
þiggja aðstoð. Ég vil bjarga mér
sjálf.“
Baráttan skilað
áfangasigrum
Örorkubætur eru háðar læknis-
fræðilegu mati og byggðar upp með
svipuðum hætti og ellilífeyrir. Ör-
yrkjar eiga rétt á örorkulífeyri
(21.993), tekjutryggingu (44.172 kr.)
og tekjutryggingarauka (17.258 kr.) í
samræmi við tekjur. Einhleypir ör-
yrkjar með heimili eiga rétt á heim-
ilisuppbót (18.080 kr.). Endurhæf-
ingarlífeyri (21.993 kr.) fær fólk
greiddan á meðan á endurhæfingu
stendur. Aldurstengd örorkuuppbót
(21.993 kr.) er miðuð við þann aldur
sem einstaklingur var fyrst metinn
75% öryrki. Barnalífeyrir (16.586
kr.) er greiddur til öryrkja með
hverju barni og ef báðir foreldrar
eru öryrkjar er hann tvöfaldur
(33.172 kr.). Ólíkt öðrum bóta-
flokkum er barnalífeyririnn hvorki
tekjutengdur né skattskyldur. Ör-
yrkjar sem greitt hafa í lífeyrissjóð í
þrjú ár áður en þeir eru metnir ör-
yrkjar fá örorkubætur úr lífeyris-
sjóði. Skerða þær aðra bótaflokka en
grunnlífeyri.
Arnþór Helgason, framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalags Íslands,
segir að þótt bætur öryrkja séu lágar
hafi barátta Öryrkjabandalagsins
skilað öryrkjum nokkrum kjarabót-
um síðustu árin. „Einn slíkur sigur
fólst í viðurkenningu ríkisins á því að
einstæðar fatlaðar mæður hefðu ekki
fjárhagslegan ávinning af því að búa
með börnum sínum og ættu því rétt á
heimilisuppbót og sérstakri heimilis-
uppbót,“ segir Arnþór en einstæðar
mæður með börn voru ekki taldar
uppfylla skilyrði heimilisuppbótar
um að vera einar í heimili til ársins
1999. „Því verður heldur ekki neitað
að hagur giftra öryrkja vænkaðist
nokkuð við dóm Hæstaréttar 19. des-
ember árið 2000,“ heldur hann
áfram. „Dómurinn hafði í för með sér
minni skerðingu bóta almannatrygg-
inga vegna tekna maka heldur en
verið hafði þótt ríkisstjórnin hafi
reyndar valið að túlka dóminn ekki
samkvæmt orðanna hljóðan. Í kjöl-
far dómsins hefur verið dregið úr
skerðingu tekjutryggingar vegna at-
vinnutekna öryrkjanna sjálfra frá
því sem var. Tekjutengingar eru þó
enn of miklar og það er eins og að
stjórnvöld gæti þess að halda öryrkj-
um jafnan innan fátækramarka. Síð-
ast en ekki síst voru sett lög um ald-
urstengda örorkuuppbót í kjölfar
samnings við ríkisstjórnina 25. mars
árið 2003. Með aldurstengdu uppbót-
inni vænkaðist nokkuð hagur þeirra
öryrkja sem snemma á ævinni urðu
öryrkjar. Vegna vanefnda stjórn-
valda á samningnum fá þeir sem
verða öryrkjar í kringum fertugt
sáralítið út úr þessari aldurstengdu
örorkuuppbót. Öryrkjabandalagið er
að undirbúa mál gegn ríkisstjórninni
til að freista þess að rétta hag þessa
seinni hóps.“
„Maður sveltur …“
Pálmi er einn þessara öryrkja.
Hann var úrskurðaður 75% öryrki
eftir slys árið 1997. Með 96.000 kr. í
mánaðarlegar ráðstöfunartekjur má
lítið útaf bregða í heimilishaldinu til
að illa fari eins og kom á daginn um
mánaðamótin mars og apríl sl. „Ég
bý einn og hef um 38.000 kr. mér til
framfærslu þegar allir fastir kostn-
aðarliðir hafa verið dregnir frá upp-
hæðinni,“ upplýsir hann og bætir við
að þrátt fyrir háan lyfjakostnað nái
hann yfirleitt með lagni að fram-
fleyta sér á þeirri upphæð enda reyki
hann hvorki né drekki og veiti sér
engan munað. „Ég hef leigt íbúð af
Félagsbústöðunum uppi á fjórðu
hæð í fjölbýlishúsi síðustu árin.
Vegna fötlunar minnar óskaði ég eft-
ir því að fá aðra íbúð nær götuhæð og
fékk íbúðina afhenta í byrjun apríl.
Kostnaðaraukinn vegna flutning-
anna varð til þess að ég átti aðeins
2.000 kr. eftir af örorkubótunum
uppúr mánaðamótunum. Ég óskaði
því eftir því við Félagsþjónustuna að
fá lán til að framfleyta mér út mán-
uðinn. Svarið var að ég fengi enga
aðstoð því ég væri 4.000 kr. yfir við-
miðunarmörkum stofnunarinnar um
fjárhagsaðstoð. Ráðgjafinn ráðlagði
mér að fara í súpueldhús – aðra að-
stoð var ekki að fá,“ segir Pálmi og
segir þar vísað til súpueldhúss Sam-
hjálpar þar sem um 70 einstaklingar
borða málsverð að meðaltali á hverj-
um degi. Þar að auki þiggur fjöldi
manns matargjafir frá öðrum hjálp-
arsamtökum í hverri viku, t.d. taka
ríflega 130 manns við matvælum hjá
Mæðrastyrksnefnd og á bilinu 30 til
40 hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í
hverri viku.
Eftir fýluferð til Félagsþjónust-
unnar leitaði Pálmi á náðir sóknar-
prestanna sinna tveggja. „Prestarnir
tóku mér vel, sögðust ætla að leita í
einhvern sjóð til að hjálpa mér en svo
gerðist ekkert,“ segir hann. „Ég leit-
aði til þriðja prestsins, hann lofaði
líka öllu fögru en var farinn til út-
landa næsta dag. Ég sneri mér því
næst til formanns félagsmálaráðs en
hann gaf sér engan tíma til að tala við
mig. Á endanum fékk ég mat hjá
Hjálparsamtökum kirkjunnar en
ekki vildi betur til en svo að ég fékk
matareitrun út frá þessum mat. Eftir
þessa heimsókn lifði ég á súpu og
loftinu léttist um ein 5 kg þennan
mánuð,“ segir Pálmi.
Hann segir að þessi reynsla hafi
sent sér skýr skilaboð. „Ef maður
lendir í tímabundnum erfiðleikum
kemur maður alls staðar að lokuðum
dyrum. Manni mætir fyrirlitning og
embættishroki. Maður sveltur …“
Húsnæðiskostnaður oft helmingur
bótaupphæðar öryrkja
Arnþór minnir á að ýmsir þættir
hafi dregið úr kaupmætti öryrkja á
síðustu árum. „Ég get nefnt að hús-
næðiskostnaður hefur hækkað veru-
lega. Hér áður fyrr greiddi fólk oft á
bilinu fjórðung til þriðjung af bótum
sínum í húsnæðiskostnað. Núna er
kostnaðurinn kominn upp í helming
launa hjá mörgum og jafnvel finnast
dæmi um enn hærra hlutfall. Bætur
almannatrygginga hafa dregist aftur
úr launum á síðustu árum. Skattleys-
ismörk hafa heldur ekki hækkað til
samræmis við þróun verðlags. Bóta-
þegar þurfa nú að borga skatta af
bótum sínum en þurftu þess ekki áð-
ur. Fáir eru reyndar jafnskattpíndir
Dregið úr algildri
Brestir í velferðinni? |
Hversu hátt hlutfall þjóð-
arinnar býr við fátækt?
Hvar er fátækt helst að
finna? Hefur fátækt í ís-
lensku samfélagi minnkað
eða aukist? Anna G. Ólafs-
dóttir fjallar um kjör ör-
yrkja og veltir upp svörum
við nokkrum knýjandi
spurningum um umfang og
þróun fátæktar í lokagrein
sinni um fátækt á Íslandi.
Morgunblaðið/Árni Torfason
’Ég held ekki að börnin hafi á til-finningunni að þau fari á mis við
eitthvað sem önnur börn fá þó
samanburðurinn hafi reyndar
aldrei verið meiri en núna meðal
barna almennt.‘