Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 11
og bótaþegar. Ef öryrki er svo
„heppinn“ að fá hlutastarf skerðist
tekjutryggingaraukinn um 45% af
hverri krónu sem hann aflar. Ef
launin nema um 47.000 kr. á mánuði
fellur tekjutryggingaraukinn alveg
niður og þar að auki þarf fólk að
greiða skatta og gjöld af laununum.
Ef dreginn er frá kostnaður við at-
vinnuþátttöku á borð við ferða- og
fatakostnað er hætt við að fjárhags-
legur ávinningur viðkomandi þurrk-
ist alveg út. Fólk sem annars gæti
unnið hlutastarf hugsar sig því tvisv-
ar um áður en það fer út á vinnu-
markaðinn. Þeir sem geta af ein-
hverjum ástæðum ekki unnið missa
þarna af dýrmætu tækifæri að njóta
félagsskapar annars fólks hvort sem
er á vernduðum vinnustað eða úti á
almennum vinnumarkaði. Þá er
vissulega umhugsunarefni hvernig
öryrkjum sem vilja ganga í hjóna-
band eða skrá sig í sambúð er refsað
með miklum skerðingum. Hjón
missa þannig um 42.000 kr. á mánuði
af bótum sínum.“
Áðurnefnd Jóna streittist lengi vel
við að vinna á almennum vinnumark-
aði ásamt því að sinna fjölskyldunni.
Hún segir að sér hafi verið farið að
líða mjög illa um svipað leyti og eldri
börnin voru í greiningu. „Ég var far-
in að vinna í öðrum skóla og vann
meira að segja stundum aukavinnu
þótt ég græddi lítið á því vegna
skerðingar á bótum Baldvins. Ann-
ars var lítill friður í vinnunni því að
ég þurfti sífellt að vera í símanum
vegna barnanna. Ég var orðin svo
þreytt og taugaveikluð af baráttunni
við kerfið að lítið þurfti til að ég
hreinlega öskraði á læknana. Að lok-
um var mér skipað að hætta að vinna
haustið 2003. Ég var svo þrjá mánuði
í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum
árið 2004. Ég var mjög ánægð með
að komast út og geta stundað nám.
Hins vegar reyndu bæði setan og
ástandið heima svo á mig að ég var
alveg búin að vera þegar skólinn var
búinn. Núna er ég að bíða eftir ör-
orkumati.“
Batnandi hagur öryrkja
Eins og fram kemur í nýrri
skýrslu Hagfræðistofnunar um
fjölgun öryrkja fjölgaði umsóknum
um örorkumat verulega upp úr 2002.
Eftir nánast stöðugan fjölda nýrra
umsókna í um 900 umsóknum fjölg-
aði umsóknum úr 944 í 1.317 árið
2003 og 1.622 árið 2004. Öryrkjum
fjölgaði úr um 8.700 árið 1992 í
13.800 árið 2004 samkvæmt skýrsl-
unni.
Harpa Njáls, félagsfræðingur, tel-
ur að réttara sé að miða fjölgun ör-
yrkja við samanlagðan fjölda öryrkja
og örorkustyrkþega (50–74%
örorka) heldur en aðeins öryrkja
(75%) eins og yfirleitt sé gert. Með
fyrri aðferðina fáist um 23,7% aukn-
ing á árabilinu 1998 til 2003. Ef að-
eins sé miðað við 75% öryrkja nemi
fjölgunin 40,1%.
Harpa segir að búið hafi verið að
greina um helming örorkustyrkþega
frá 1998 sem öryrkja (75%) árið
2003. „Þegar fólk lifir við mikið
skerta heilsu (allt að 74%) fær það
hvergi vinnu eins og mörg dæmi
sýna. Þess vegna er raunsætt að fólk
fái örorkubætur til að lifa af, þ.e. ekki
aðeins 15.937 kr. örorkustyrk frá
tryggingastofnun og uppbót frá fé-
lagsþjónustunni.“
Skýringanna á fjölgun öryrkja er í
skýrslu Hagfræðistofnunar m.a. tal-
ið að leita í breyttri aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar, hertri arðsemis-
kröfu á vinnumarkaði og nýjum
örorkumatsstaðli frá árinu 1999.
Með nýja örorkumatsstaðlinum var
farið að miða við læknisfræðilega
þætti en ekki starfsþrek og afkomu-
möguleika öryrkja eins og áður.
Nýja kerfið er talið hafa opnað fleir-
um leið að örorkumati heldur en
gamla kerfið.
Síðast en ekki síst er bættur hagur
öryrkja í samanburði við atvinnu-
lausa og notendur fjárhagsaðstoðar
Félagsþjónustunnar talinn hafa
hvetjandi áhrif á ásókn eftir örorku-
mati.
Núverandi kerfi er í skýrslunni
sagt vinnuletjandi og ekki borgi sig
fyrir öryrkja að hverfa af bótum og
fara út á vinnumarkaðinn fyrir lægri
mánaðarlaun en 127.000 kr. eða jafn-
vel 165.000 kr. í þeim tilfellum þegar
afslættir eru vel nýttir.
Stefán Ólafsson, félagsfræðingur,
telur skýrsluna að mörgu leyti gefa
ranga mynd af þróuninni síðustu ár-
in. „Skýrsluhöfundur telur bættan
hag öryrkja hafa freistað ungs fólks
á almennum vinnumarkaði til að leita
eftir því að komast á örorkubætur.
Hann sýnir þó engin ótvíræð gögn
um að þetta hafi verið að gerast. Mið-
að við að bilið milli tekna öryrkja og
almenns launafólks hefur aukist
töluvert launafólki í hag á síðustu 10
árum er þessi kenning heldur hæpin
fyrir utan að staðhæfingar um ein-
staklega mikla
fjölgun ungra ör-
yrkja standast
engan veginn,“
segir Stefán og
bætir við að fleira
komi honum
spánskt fyrir
sjónir. „Ég get
nefnt að í skýrsl-
unni er sérstak-
lega tekið tillit til
þess í mati á
tekjum hvaða af-
slættir öryrkjum
standa til boða af
ýmiss konar þjón-
ustu. Hins vegar
er í samanburði á
tekjum þeirra og
annarra hópa
ekki tekið mið af því hvaða afslættir
standa hinum síðarnefndu til boða,“
segir hann og bendir á að nauðsyn-
legt verði að skoða ýmsa þætti
skýrslunnar nánar.
Örorkubætur ævikjör
Arnþór er spurður að því hvernig
hann svari öfundarröddum annarra
bótaþega og láglaunafólks. „Fólk
virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir
því að nær undantekningarlaust eru
lægstu laun tímabundin, þ.e. fólk fet-
ar sig áfram eftir launastiganum.
Undantekningarlítið eru atvinnu-
leysisbætur tímabundnar ráðstafan-
ir.
Aftur á móti eru örorkubætur ævi-
kjör. Þess vegna er óréttmætt að
bera þessar upphæðir saman,“ segir
hann og minnir á að flestir öryrkjar
hafi einhvern viðbótarkostnað af
fötlun sinni, m.a. lyfja- og ferða-
kostnað. „Að teknu tilliti til alls þessa
er samanburðurinn því algjörlega
óréttmætur. Dæmin um tekjur sem
höfundur skýrslunnar um fjölgun ör-
yrkja tekur þar sem afslættir eru
reiknaðir öryrkjum til tekna, stand-
ast ekki heldur. Þá er augljóst að
sveitarfélögin hrekja fólk á örorku-
bætur með lágri félagsaðstoð og oft á
tíðum algeru sinnuleysi um vanda
fjölskyldna fatlaðra.“
Arnþór er spurður út í efasemdir í
tengslum við fjölgun öryrkja. „Ég
trúi því ekki að nokkur maður gerist
öryrki að gamni sínu,“ svarar hann
alvarlegur í bragði. „Hins vegar eru
auðvitað alltaf einhverjir sem mis-
nota öll kerfi og það er þá ekki ein-
staklingunum að kenna heldur ein-
hverjum göllum kerfisins. Of litlu
fjármagni er varið hér á landi til end-
urhæfingar. Með markvissri endur-
hæfingu má koma í veg fyrir varan-
lega örorku margra.“
Um 10% fátækt
Ekki verður skilið við viðfangsefn-
ið án þess að reifa nokkrar af helstu
rannsóknum á umfangi fátæktar hér
á landi. Fyrsta ber að nefna rann-
sókn Norrænu ráðherranefndarinn-
ar á Þróun fátæktar á Íslandi árið
1996. Með því að styðjast við afstæð
fátækramörk (miða við að þeir sem
hafi minna en 50% af meðalfjöl-
skyldutekjum á mann séu fátækir)
komust rannsakendurnir Stefán
Ólafsson og Karl Sigurðsson að því
að um 10% þjóðarinnar hefðu verið
undir fátæktarmörkum árið 1986,
hlutfallið hefði lækkað niður í 8% ár-
ið 1989 en endað í 12% árið 1995.
Rannsóknin leiddi því í ljós að 10%
þjóðarinnar hefðu að meðaltali verið
undir fátæktarmörkum á árabilinu
1986 til 1995. Líklegast var að aldr-
aðir, sjúkir, öryrkjar, atvinnulausir,
námsmenn, bændur og ófaglærðir á
vinnumarkaði og einstæðir foreldrar
byggju við fátækt. Af hópnum voru
63% með börn á framfæri.
Í bók sinni Íslensku leiðinni (1999)
ber Stefán saman hlutfall fátæktar í
ólíkum aldurshópum árið 1988 og í
nýrri rannsókn sinni frá 1997–98.
Þar kemur fram að fátækt hefur
minnkað í öllum aldurshópum á
tímabilinu. Fátækt meðal 20 ára og
eldri hafi minnkað úr 7,8% í 6,8%,
meðal 25–29 ára úr 6% í 5,5% og
mest meðal 65/67 ára og eldri eða úr
12,4% í 4,3%.
Stefán rekur meginástæðu minnk-
andi fátæktar eldri borgara til þess
að starfstengdu lífeyrissjóðirnir hafi
á hverju ári verið að færa nýjum eft-
irlaunamönnum betri réttindi en þeir
hafi haft sem fyrr hafi komist á eft-
irlaunaaldur. „Einnig kunna breyt-
ingar á skattkerfinu og aukin lág-
tekjumiðun lífeyrisgreiðslna á tíunda
áratugnum að hafa haft áhrif til
minnkunar fátæktar meðal eldri
borgara á Íslandi,“ heldur Stefán
áfram og minnir á að engu að síður
hafi margir eldri borgarar mjög lág-
ar tekjur miðað við aðra aldurshópa
– sérstaklega þeirra sem ekki hafi
náð að safna sér umtalsverðum rétt-
indum úr lífeyrissjóðum.
Rúnar Vilhjálmsson, félagsfræð-
ingur, miðaði, eins og rannsakend-
urnir að ofan, við afstæð fátækra-
mörk í heilbrigðisrannsókn sinni
Heilbrigði og lífskjör Íslendinga frá
1998–99. Hann sendi í tvígang spurn-
ingarlista til handahófskennds úr-
taks fólks á aldrinum 18–75 ára úr
þjóðskrá og bárust svör frá 1.924 eða
69% hópsins. Rúnar miðaði fátækra-
mörk við 50% af meðaltekjum á fjöl-
skyldumeðlim og komst að því að fá-
tækramörk væru um 80.000 kr. á
mánuði á fjölskyldumeðlim miðað við
verðlag í febrúar árið 2005. Sam-
kvæmt þessari skilgreiningu voru
10% einstaklinga (fjölskyldumeð-
lima) undir fátæktarmörkum undir
lok síðustu aldar.
Önnur nálgun á fátækt er að miða
við að einstaklingur eigi erfitt með að
afla mikilvægra lífsgæða. Í heilbrigð-
iskönnuninni voru svarendur spurðir
að því hvort þeir byggju oft eða nær
alltaf við eftirfarandi:
væru ekki í nægilega stóru eða
þægilegu húsnæði fyrir sig eða
fjölskylduna (9,3% játtu því)
hefðu ekki ráð á nýjum húsgögn-
um eða húsbúnaði sem þörf væri fyr-
ir (14,8% játtu því)
hefðu ekki ráð á þeirri tegund af
bíl sem þeir hefðu þörf fyrir (20,3%
játtu því)
ættu í vandræðum með að borga
af reikningum sínum eða fjölskyld-
unnar (11,2% játtu því)
hefðu ekki næga peninga til að
láta enda ná saman (13,0% játtu því)
hefðu ekki ráð á fatnaði sem þeir
eða fjölskyldan þarfnaðist (9,6%
játtu því)
hefðu ekki ráð á þeim matvörum
sem þeir eða fjölskyldan þarfnaðist
(3,5% játtu því)
hefðu ekki ráð á þeirri tóm-
fátækt
!
"#!
!!$
$# $#
"% &&
'(
%%
!"
&$!
!"# "!#!$
% !$
$
$"
&!"
! %$
!!$
!" # $" %& '( ) *
) %*"
#
+,+$, -
. + # !
+,+, -
+
' ()
*+
,-
,' ./0
12
3(4) 0
)
5
6 ,
5+
0
7 +
8
1
9 +:
1 2
'2)
; +
<
7,-
1+ '2(
8()
,=4+
*
!" #$ # &$
#$ $$ $
! #! !" #! # $
"#$
#$
!
'
$
%
& & & &
!" #>
&" #& & !>
##$ $$
$$ #& $& #& #
>&$
&
$# $#
+,-
,
&!#
#$
"&#
% &$
%! #
"$
?,
@ - A#B$>!!#B#>> C
5 4
A#B #B!!&# C
5 4
A#B&$ C
1
77+
:) '
77+
/
/ +
/
.
"""
##
!#!
&
&!#
&!#
$
' # !'"
#
& !"
! >"
"" !!
!
%%!%
%%!%
%
% &$
/
0
1 2--3
4 ) 4*" %& '( ) *
) %*",
(
0
5 ! # 1 #
3 +,+$ 6
( . +
78. 3(" # !1 # 3 +,+$ 6
( + 78! . 3("
' ()
*+
,-
,' ./
12
5
6 ,
5+
0
7 +
8
1
9 +:
1 2
'2)
; +
<
7,-
1+ '2(
8()
,=4+
*
"# &
$&
# &$
#$ $$
! #! $ #! #&$
&$
#$
'
$
%
& & & &
!$" >>
&&&$
#& &$>$
##$ >$
$$ #& #& #&$
#
!!!
%! #
’Vegna vanefnda stjórnvalda á samningnum fá þeir sem
verða öryrkjar í kringum fertugt
sáralítið út úr þessari aldurs-
tengdu örorkuuppbót.
Öryrkjabandalagið er að und-
irbúa mál gegn ríkisstjórninni
til að freista þess að rétta hag
þessa seinni hóps.‘