Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ stundastarfsemi sem þeir eða fjöl- skyldan óskaði eftir (12,4% játtu því) Aðgerðir skilað árangri Harpa Njáls, félagsfræðingur, rannsakaði fátækt á Íslandi í rannsóknatengdu MA-námi sínu í félagsfræði frá HÍ árið 2002. Af- rakstur ritgerðarinnar og frekari rannsókna Hörpu á sviði fátækt- arrannsókna komu út í ritinu Fá- tækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar – Hin dulda félagsgerð borg- arsamfélagsins árið 2003. Harpa rannsakaði m.a. hvort lífeyrir og styrkir sem hið opinbera ætlaði fólki til framfærslu dygði fyrir þeim lágmarksframfærsluþáttum sem talið er að allir þurfi til að komast af og sem miðað er við hjá félagsþjónustum hinna Norður- landanna. Eins og fram hefur komið skera Íslendingar sig frá öðrum Norð- urlandaþjóðum að því leyti að slíkt framfærsluviðmið hefur ekki verið sett hér á landi. Á hinn bóginn rakst Harpa á lista yfir fram- færsluþætti sem hið opinbera á Ís- landi telur fólki nauðsynlegt til lágmarks framfærslu í leiðbein- ingum félagsmálaráðuneytisins til félagsþjónustu sveitarfélaga um framfærslukostnað og mat á fjár- þörf frá árinu 1996. Listinn bygg- ist á sömu þáttum og miðað er við á hinum Norðurlöndunum og not- ar Harpa hann til grundvallar út- reikningum sínum á lágmarks- framfærsluviðmiði. Á listanum eru m.a. talin fram fæði, klæði, hreinlætis- og snyrtivörur, afnota- gjald síma og ríkisútvarps, kostn- aður við rekstur bifreiðar og hús- næðis. Við áætlun sína á lág- marksframfærsluviðmiðinu gætir Harpa sérstaklega að því að miða kostnað við lágmarksþarfir ein- staklinga og fjölskyldna. Sem dæmi má nefna að marga liði mið- ar hún við viðmið Ráðgjafastofu heimilanna þó viðmið ráðgjafa- stofunnar sé miðað við framfærslu fólks í greiðsluerfiðleikum og eigi ekki við um framfærslu til langs tíma. Af öðrum liðum má nefna að húsnæðiskostnaður er miðaður við meðalleigu á íbúðum Búseta og Félagsstofnunar stúdenta og kostnaður við heimilisbúnað/hús- gögn er miðaður við 1⁄3 af sambæri- legum útgjöldum í Neyslukönnun Hagstofunnar. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður Hörpu leiða í ljós að lífeyrisþegar sem ekki höfðu aðr- ar tekjur en frá hinu opinbera og fólk sem fékk framfærslustyrk hjá félagsþjónustu sveitarfélaga vant- aði á bilinu 30.000 til 50.000 kr. eða 20–40% til að standa undir nauð- synlegum framfærsluþáttum í nóvember árið 2000. Sama er hvort í hlut eiga hjón/sambúðar- fólk, einstaklingar eða einstæðir foreldrar. Sérstaka athygli vekur að algengt er að láglaunafólk í op- inbera geiranum með börn á fram- færi er oft mjög illa sett. Benda má á að samkvæmt út- reikningum Hörpu nam lág- marksframfærsluviðmið einstak- lings 100.750 kr. á mánuði árið 2000 en meðalneysla einstaklings var á sama tíma 152.075 kr. eða 50% hærri samkvæmt neyslu- könnun Hagstofunnar 1995 (fram- reiknað). Lágmarksframfærslu- viðmið hjóna var 140.050 kr. á mánuði en meðaltalsneysla hjóna 212.015 kr. á mánuði á sama tíma samkvæmt áðurnefndri könnun. Harpa uppfærði útreikninga sína á lágmarksframfærslu og tekjum sömu hópa og árið 2000 vorið 2005. Þá kom í ljós að kjör þeirra höfðu heldur batnað frá árinu 2000. Jákvæðustu breyt- inguna er að finna hjá lífeyrisþeg- um í sambúð. Sem dæmi má nefna að munurinn á bótum hjóna með lífeyri frá TR og lágmarksfram- færslu minnkaði úr 31.325 kr. (-22,4%) árið 2000 í 3.798 kr. (-3,1%) árið 2005. Munurinn á ör- orkubótum hjóna með viðbótar- styrk frá félagsþjónustunni og lágmarksframfærslu minnkaði úr 31.325 kr. (-22,4%) árið 2000 í 5.117 kr. (-2,3%). Hins vegar nem- ur munurinn á bótum og lág- marksframfærslu einstaklinga allt að 34% í dag. En hvað skýrir þessa breytingu til batnaðar? Harpa segir ekki einhlíta skýr- ingu á jákvæðri niðurstöðu þessa samanburðar á algildri fátækt. „Skýringarnar eru margar og eiga við ólíka hópa,“ segir hún. „At- vinnuleysisbætur hækkuðu um síðustu áramót. Skattlagningu á húsaleigubætur var hætt um ára- mótin 2000 til 2001 en áður tók ríkið hátt í 40% af þeim stuðningi. Skattar hafa lækkað þó lækkunin skili sér í litlum mæli til láglauna- fólks. Þá hefur heldur verið dregið úr tekjutengingu barnabóta eða um 2% þótt það vegi fremur lítið. Tekjutryggingaraukinn og ald- urstengdi lífeyririnn hafa verið að skila bættri afkomu, sérstaklega til öryrkja þó enn vanti t.d. ein- stæðar mæður um 20% uppá ráð- stöfunartekjur sínar til að eiga fyrir lágmarksframfærslu. Þá er ljóst að fólk sem treysta þarf á framfærslu frá félagsþjónustu sveitarfélaga, sjúkra- og atvinnu- leysisbætur býr enn við mjög knöpp kjör og fátækt. Eins og nið- urstöður samanburðarhópa sýna vantar oftast á bilinu 20–35% upp á að fólk hafi fyrir allra brýnustu nauðsynjum – þó dregið hafi lít- illega úr fátækt eða um 3%,“ segir Harpa og minnir á að heildarupp- hæðir bóta og launa segi ekki alla söguna. „Atvinnuleysisbætur hækkuðu í 91.426 kr. á mánuði um síðustu áramót en fólk greiðir um 4.800 kr. í skatt af þeim og annað eins fer í lífeyrissjóð og stéttar- félagsgjald – eftir standa um 82.000 kr. til að lifa af og atvinnu- lausum er ætlað 3.662 krónur til að framfleyta barni með á mán- uði“ Hvað er til ráða? Engu að síður er ljóst að fátækt er hluti af íslenskum veruleika. Stóra spurningin snýst um hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að bæta hag þeirra verst settu eða ekki og ef grípa eigi til að- gerða – til hvaða aðgerða helst. Harpa Njáls segir grundvallarat- riði að hið opinbera láta reikna út raunhæfan framfærslugrunn líkt og gert sé á hinum Norðurlönd- unum til viðmiðunar fyrir ákvarð- anir um útreikninga á lífeyri og grunnfjárhagsaðstoð. „Hækka þarf bætur almannatrygginga og frítekjumörk og draga úr skerð- ingum bóta vegna annarra tekna til að veita fólki tækifæri til að komast út úr fátækragildrunni, t.d. yrði mikil bót af því að draga úr skerðingu á tekjutryggingu úr 45% í 20% eins og bent er á í bók- inni Fátækt á Íslandi. Hækka þarf lægstu laun, taka skerðingar barnabóta og skattkerfið til gagn- gerrar endurskoðunar,“ segir hún og bendir á að ekki sé nóg að lækka lítils háttar skatthlutfallið og hækka persónuafslátt. Slíkar lagfæringar dugi ekki til að lag- færa þær brotalamir sem hlotist hafi af aðgerðum/aðgerðarleysi á skattkerfinu síðustu ár. „En meg- invandinn er að persónuafsláttur hefur ekki fylgt raunhækkunum og hefur það komið hvað harðast niður á þeim sem minnst hafa. Skattbyrði lífeyrisþega fór stöð- ugt vaxandi frá því byrjað var að innheimta skatt af strípuðum bót- um árið 1997 allt til ársins 2004. Sama er að segja um skattbyrði lægstu launa. Lágtekjufólk fór al- mennt ekki að greiða skatt af launum sínum fyrr en árið 1996. Allt frá þeim tíma hefur skatt- byrði láglaunafólks vaxið, skert afkomu þessara hópa og mögu- leika í samfélaginu. Sem dæmi er hægt að nefna að greiddur var milljarður í skatta af tekjum undir 90.000 kr. árið 2001.“ Harpa minnir á að skattar og barnabætur séu stjórntæki ríkis- valdsins til tekjujöfnunar. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að skoða betur á hvern hátt hægt er að nýta þá leið til að draga úr fátækt og skorti og þá sérstaklega hjá lág- launa- og barnafólki,“ segir hún og minnir á að notendur fjárhagsað- stoðar greiði skatt af þeirri aðstoð. „Slíkt þekkist aðeins á Íslandi og í Danmörku á Norðurlöndunum. Ekki má heldur gleyma því að á Íslandi geta upphæðir fjárhagsað- stoðar félagsþjónustu skert barnabætur. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðu foreldri eru í dag 61.977 kr. og styrkur Fé- lagsþjónustunnar 84.245 kr. sem þýðir skerðing á barnabótum.“ Stefán Ólafsson segist myndi mæla með þríþættum almennum aðgerðum. „Í fyrsta lagi að stagað yrði í verstu götin í fyrirliggjandi kerfi með aukinni tryggingar- vernd, t.d. hjá langveikum, öryrkj- um og hjá eldri borgurum sem eiga lítinn rétt í starfstengdu líf- eyrissjóðunum. Í öðru lagi að bætt yrði hvatakerfið í velferðar- kerfinu, þ.e. fólk yrði frelsað úr fá- tæktargildrum með hækkun lægstu bóta og hækkun frítekju- marka í tekjutengingarreglunum og afnámi hvata til að sækja inn í örorkubótakerfið,“ segir hann og tekur fram að það mætti t.d. gera með því að hækka sjúkradagpen- inga og atvinnuleysisbætur upp á svipað stig og örorkubæturnar eru á. „Þær eru í dag hærri og gerir það að verkum að fólk hefur ávinning af því að fara t.d. af at- vinnuleysisbótum inn á örorku- bætur. Þar er hins vegar meiri hætta á að fólk festist til lengri tíma. Í þriðja lagi myndi ég endur- skipuleggja velferðarkerfið með hliðsjón af því að þjóðfélagsum- hverfið er nú annað en var þegar velferðarkerfið var mótað. Þetta myndi meðal annars leiða til þess að nýjum þörfum og nýjum áhættum fólks yrði betur mætt og mannauður þjóðarinnar yrði bet- ur nýttur í verðmætaskapandi störfum. Þetta kallaði ekki síst á aðgerðir gegn barnafátækt og á fjölskyldusviði, m.a. með betri samþættingu þarfa heimila og vinnumarkaða.“ Rannsóknir nauðsynlegar Enginn dregur í efa að á Íslandi ríkir velferð. Flestir hafa tækifæri til að sjá þokkalega fyrir sér og sínum, njóta sín og lifa innihalds- ríku lífi í samfélagi við aðra. Aðrir treysta á stuðning hins opinbera sér til framfærslu. En getur verið að bresti sé að finna í velferðinni? Grundvallarforsenda fyrir því að hægt sé að svara þeirri spurningu með viðunandi hætti er að gerðar séu reglubundnar samræmdar rannsóknir á lífsafkomu Íslend- inga. Rannsóknir af því tagi gæfu ráðamönnum í senn haldgóða heildarmynd af ástandinu, saman- burð milli ára og vísbendingar um styrkleika og hugsanlega veik- leika með tilliti til frekari umbóta. Með sama hætti myndu slíkar rannsóknir væntanlega skila Ís- lendingum innleggi í alþjóðlegan samanburð eins og oft virðist skorta á. Af fyrirliggjandi rannsóknum vaknar sú spurning hvort ekki hljóti að teljast alvarlegur brestur í velferðarkerfinu að grunnur líf- eyris og fjárhagsaðstoðar fé- lagsþjónustunnar hvíli ekki á út- reikningum á raunverulegum framfærslukostnaði í nútímasam- félagi líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ekki er dregið í efa að ákveðnir hópar tekjulægri einstaklinga hafa hlotið nokkrar kjarabætur á undanförnum árum líkt og fram kemur í samaburðarútreikningum Hörpu Njáls. Hinu er ekki að neita að aðrir hafa setið eftir og eigi vart til hnífs og skeiðar hvern- ig sem á málin er litið, t.d. er ljóst að þeir ellilífeyrisþegar af þeim þriðjungi ellilífeyrisþega, sem hafa um og undir 110.000 kr. í mánaðartekjur og búa ekki í eigin húsnæði, hafa ekki úr miklu að spila í hverjum mánuði. Svipaða sögu er að segja um notendur fjár- hagsaðstoðar sveitarfélaganna sem njóta reyndar mismikils fjár- hagsstuðnings eftir því í hvaða sveitarfélagi þeir búa og fólk á allra lægstu launum. Eins og kom- ið hefur fram hafa nefnilega ekki aðeins bætur dregist aftur úr lægstu launum heldur hafa lægstu laun dregist aftur úr launum ann- arra stétta í samfélaginu. Sam- félag jafnaðar ber æ fleiri ein- kenni samfélags misskiptingar. ago@mbl.is /          0&  & # /  + .1  2 . 3 &  & # /  +,  2 .   +1      2 . ,                        4 5    6   67 895    : ( .   7 895    /  1 7 895( ,  65   "&&& "#! "#$ "!&!     '  ;( ( 11     (   )    " # "% && "% !% "# #     =  2 .0,  0> 4 2 .0  0>  22 4 2 .0,  0>22 "&#& "! ! "&&$    '  ;( ( 11     (   )    "&! & "&& "%$$    4 5( ,  . 6 & =  2 .5( ,  . 6 & "&# "&#   '  ;( ( 11     (   )    "$ "#$      ’Þá er ljóst að fólk sem treysta þarf á framfærslu frá félagsþjónustu sveitar- félaga, sjúkra- og atvinnuleysisbætur býr enn við mjög knöpp kjör og fátækt. Eins og niðurstöður samanburðarhópa sýna vantar oftast á bilinu 20–35% upp á að fólk hafi fyrir allra brýnustu nauð- synjum.‘ ’Við erum auðvitað drulluspæld yfir úr-slitunum. Hins vegar vorum við mjög sátt við okkar frammistöðu. Við gerðum okkar besta og lögðum allt í þetta. Hvað getur maður meira gert?‘Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eftir forkeppnina á fimmtudagskvöld, þegar ljóst var að íslenska lagið kæmist ekki áfram í aðalkeppnina. ’Það er ekki vaninn að prútta á Íslandi,en þar sem ég kem frá er mjög óvenju- legt ef maður prúttar ekki.‘Dorrit Moussaieff forsetafrú er hún heimsótti perlu- markaðinn í Shanghai á fimmtudag. Ferðin var liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kína. ’Þetta var mjög árangursríkur fundurog farið yfir fjölmörg atriði. Hjá forseta Kína kom fram vilji til að hefja samvinnu við Íslendinga á mjög mörgum nýjum sviðum.‘Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eftir fund sinn með Hu Jintao, forseta Kína, í Höll alþýðunnar í Peking á þriðjudag. ’Ég er ekki, né hef ég nokkurn tímannverið, í olíuviðskiptum. Ég var andstæð- ingur Saddams Husseins þegar bresk og bandarísk stjórnvöld voru að selja hon- um byssur og gas.‘Breski þingmaðurinn George Galloway kom á þriðjudag fyrir bandaríska þingnefnd, sem rann- sakar áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíusölu Íraka, og vísaði á bug ásökunum um að hann hefði hagnast persónulega á áætluninni. ’Mér fannst standa upp á mig að leggjahönd á plóginn og stuðla að því að sem breiðustum hópi landsmanna gæfist tækifæri til að fjárfesta í Símanum og þá á þeim kjörum sem hann væri keyptur á. Mér fannst það skynsamleg stefna og mikilvægt að það væri gert í sátt við guð og menn, þannig að landsmönnum þætti ekki hlutur sinn fyrir borð borinn.‘Athygli vakti að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur tekur þátt í sameiginlegu tilboði fjárfesta í 98,8% hlut ríkisins í Símanum. Fjárfestahópurinn hefur gert samning við Almenning ehf. um að öllum Íslendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, verði gengið að tilboði þeirra. ’Vissulega á ég mínar myrku hliðar. Enþær eru engu myrkari eða máttugri en hjá öðru fólki. Við glímum öll við myrku öflin í okkur og tekst vonandi flestum að hemja þau og drepa niður.‘Hayden Christensen, sem fer með hlutverk hins illa Svarthöfða í nýjustu og jafnframt síðustu Stjörnu- stríðsmyndinni, sem beðið hefur verið með óþreyju og frumsýnd var í vikunni. ’Mér barst bréf í morgun frá Alcoa þarsem þeir lýsa formlega yfir áhuga sínum á að vinna með stjórnvöldum og sveit- arfélögunum fyrir norðan að undir- búningi hugsanlegs álvers á Norður- landi.‘Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir að hún kynnti erindi Alcoa á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. ’Það er hörmulegt að frétt sem var röngí upphafi skyldi valda jafnmiklum skaða og raun ber vitni, þar á meðal mann- tjóni.‘Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, krafðist þess á mánudag að viku- blaðið Newsweek gengi lengra í því að biðjast afsök- unar á frétt um að fangaverðir í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hefðu van- helgað Kóraninn. Newsweek brást við með því að draga fréttina til baka. ’Ef gengið verður harkalega fram gegnkonu á þinginu og hún getur ekki svarað fyrir sig, þá mun hún bara gráta.‘Sulaiman al Daghen, kaupsýslumaður í Kúveit sem AP-fréttastofan tók tali eftir að þing landsins veitti konum loks kosningarétt á mánudag, var ekki ýkja ánægður með þetta skref í jafnréttisátt. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Ferð íslensku keppendanna til Kænugarðs var ekki til fjár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.