Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 17 – Hvenær nákvæmlega ákvaðstu örlög Svarthöfða; á hvaða tímapunkti komstu að því hver stóra fléttan ætti að verða í þessari lokamynd? „Þegar maður skrifar handrit að bíómynd þar sem skapaður er nýr heimur verður mað- ur að búa til ákveðna forsögu og skrifa nokk- urs konar ævisögu allra sögupersónanna. Það hentar mér vel að byrja í miðjunni og ráða síðan í hver forsagan og eftirmálinn er. Þess vegna fannst mér réttast að byrja í miðri sögu. Ég sá fyrir mér að ég væri að gera gamla fantasíuþætti fyrir sjónvarp, eins og þá sem sýndir voru þegar ég var yngri á laugardögum, og ákvað að hefja leikinn á fjórða þætti, þar sem áhorfandinn veit ekki hvað gerðist á undan og hvað gerðist á eftir. En ég varð samt sem áður að mynda mér skoðun á því sjálfur, jafnvel þótt ég ætlaði í fyrstu bara að gera eina mynd og segja hluta sögunnar. Myndin byrjar á því að þetta skrímsli kemur til sögunnar, sem við síðar komumst að að er faðir hetjunnar og mennskt í þokkabót. Og í lokin drepur skrímslið vonda karlinn, innblásið af syni sín- um, og verður hetja myndarinnar. Þetta átti því í raun að verða bara ein mynd sem átti að sýna örlög Svarthöfða. Svo gerðist það að myndirnar urðu tvær í viðbót og illska Svart- höfða tók að skyggja á hina eiginlegu sögu sem ég hafði búið til sem er örlagasaga Svarthöfða. Og af þeim sökum, mikið til, sá ég ástæðu til að kvikmynda forsöguna sem ég hafði samið. Ég vildi gefa skýrari mynd af Svarthöfða og þar með undirstrika inntak sögunnar. Svo er önnur ástæða, af prakt- ískari toga fyrir því að ég ætlaði ekki að gera fleiri myndir, t.d. einsetti ég mér að hafa vað- ið fyrir neðan mig hvað tæknibrellur varðaði; að gera aðeins það sem tæknin hverju sinni gerði mér kleift. Þannig hefur hver mynd haldist mjög í hendur við tækniframfarir sem átt hafa sér stað síðustu 30 árin. Það lá t.a.m. ljóst fyrir að Yoda myndi skapa fullt af vandamálum ef við hefðum rokið strax í að gera alla söguna. En um leið og stafræna tæknin sem kynnt var til sögunnar í Jurassic Park varð til sá ég að ég gæti loksins klárað söguna og látið Yoda gera það sem honum var ætlað, eins og t.d. að slást með geisla- sverðinu og annað þvíumlíkt. Þegar Return of the Jedi var afstaðin hélt ég að við yrðum að láta staðað numið af þessum sökum, sá ekki fyrir að við gætum sagt forsöguna með góðu móti, eins og ég vildi hafa hana. Til að svara spurningu þinni beint þá skrifaði ég alla söguna, einnig stóru fléttuna í þessari mynd, áður en ég kláraði handritið að fyrstu myndinni.“ – Það er óhætt að fullyrða að umbreyting Anakíns í Svarthöfða er eitt það atriði í kvik- myndasögunni sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu. Varstu búinn að sjá fyrir þér þetta atriði í byrjun eða varð það til við gerð myndarinnar? „Það varð til fyrir löngu. Sagan sem slík en kannski ekki smáatriðin. En ég var löngu bú- inn að ákveða að umbreytingin myndi eiga sér stað á sama tíma og börn hans fæddust. Við hnýtum marga hnúta í lok myndarinnar og þótt ég hafi fyrir löngu ákveðið hvernig þeir yrðu þá var sjálf söguframvindan, hand- ritið, ekki endanlega klárað fyrr en rétt áður en tökur hófust.“ – Þið hafið upplýst að til standi að halda sögunni áfram, með öðru sniði og á öðrum vettvangi; með gerð tveggja ólíkra þáttaraða fyrir sjónvarp. Getið þið upplýst mig frekar um þau áform? „Þetta eru verkefni sem ég mun ýta úr vör en ekki koma nálægt að öðru leyti,“ segir Lucas. „Annað verkefnið er teiknimyndaröð fyrir sjónvarp sem kallast Clone Wars. Við höfum unnið að henni í nokkurn tíma og sýnt nokkra þætti. Þeir gerast í miðju klóna- stríðinu og allar persónurnar koma við sögu en söguframvindan er engin. Þetta verða sjálfstæðir þættir sem allir gerast á svip- uðum tíma, fjalla um afmarkaða atburði í klónastríðinu. Svona dæmigert sjónvarpsefni. Hitt verkefnið eru leiknir sjónvarpsþættir sem varpa munu betra ljósi á aukapersónur í myndunum.“ – Eins og hverjar? „Ummm … það segi ég ekki. Það er leynd- armál þangað til við hefjum framleiðsluna. En þættirnir munu gerast í heiminum sem ég bjó til. Ég ætla ekki að skrifa þetta sjálf- ur, heldur verður þetta eins og með skáld- sögurnar sem byggjast á myndunum, sem ég hef ekki komið nálægt. Ekki frekar en myndasögunum.“ Réttlæting Jar Jar Binks Að þessum orðum mæltum slítur fund- arstjóri fundinum, hnýtir, að hann heldur, síðasta hnútinn. En í anda Stjörnstríðs þá varð úr óvænt framhald. Lucas hélt áfram að svara spurningum okkar blaðamanna, af fús- um og frjálsum vilja, á meðan hann var að koma sér í burtu. Og þá kom allt í einu ein ansi safarík. Ein sem brunnið hefur á vörum Stjörnustríðsaðdáenda sem urðu af svo mörgum ástæðum fyrir sárum vonbrigðum með fyrri myndirnar tvær í seinni þríleikn- um: „Hvað vakti fyrir þér með að búa til þennan blessaða Jar Jar Binks og kemur hann svona lítið við sögu í nýju myndinni vegna fjölda áskorana?“ „Já, einmitt þessi punktur. Hlaut að koma að honum. Nei, til að byrja með þá átti Jar Jar Binks ekkert að koma við sögu í þessum hluta, hann á ekkert erindi. Birtist aðeins í einu atriði án þess að segja nokkuð. En svo er það hitt sem þið verðið að hafa í huga að Jar Jar Binks er afar vinsæll meðal yngstu unnenda myndanna: Þeir tengja ekkert við R2-D2 og C-3PO, heldur við Jar Jar Binks. Þið verðið að taka með í reikninginn þá kyn- slóðagjá sem er á milli þríleikjanna tveggja. Blaðamenn og gagnrýnendur hafa hakkað í sig hluta I og II og sagt að þeir standist eng- an veginn samanburðinn við fyrri þríleikinn, en þetta eru menn sem voru ungir þegar þeir fyrst sáu þær myndir, á sama aldri og þeir sem hafa núna gaman af Jar Jar Binks. Nú fyrst er að koma inn í starfsstétt ykkar blaðamanna fólk sem var nægilega ungt er það sá hluta I til að geta borið hann saman við fyrri þríleikinn sem þeir sáu ekki er þeir voru nýir. Allt í einu núna sýnist mér sem seinni þríleikurinn sé að fá uppreisn æru. Ég les þetta á Netinu þar sem ungir aðdáendur, 25 ára og yngri, eru að bera saman þríleikina og finnst sá síðari mun betri; sá eldri er í þeirra augum alltof hægur, tæknibrellurnar gamaldags, einfaldar og hallærislegar og húmorinn eitthvað skrítinn. Við verðum að taka þennan kynslóðamun með í reikninginn, en ég fylgist með þessum tveimur hópum rökræða þríleikina tvo og hef mjög gaman af. Þeir sem nú ráða ríkjum í fjölmiðlum eru nær einróma þeirrar skoðunar að Rolling Stones séu holdgervingar rokksins en þegar spiluð er fyrir þá hipp-hopp-tónlist ganga þeir af göflunum. Þeim sem eru yngri en 25 ára finnst Rolling Stones hreint og beint hall- ærislegir og kjósa miklu frekar hipp-hoppið. Markaðsrannsóknir okkar hafa sýnt svo ekki verður um villst að Jar Jar Binks er afar vin- sæll meðal yngstu Stjörnustríðsaðdáendanna. Hinir eldri voru búnir að mynda sér nei- kvæða skoðun á þeirri persónu jafnvel áður en þeir sáu fyrstu myndina, af þeirri einföldu ástæðu að hann var grínpersóna. Það bara mátti ekki, að þeirra áliti. Allir áttu að vera harðir í horn að taka eins og Batman. Sama gerðist með Ewok-ana á sínum tíma. Hinir eldri brugðust ókvæða við. Menn verða að átta sig á því að þeir geta ekki upplifað Stjörnustríðsmyndirnar eins og þeir gerðu þegar þeir voru tólf ára. Það er bara ekki hægt. Þeir verða aldrei tólf ára aftur, nema kannski ef þeir leyfa sér að upplifa Stjörnu- stríðsmyndirnar af fullkominni einlægni. Þá gerist það ef til vill í anda. Þá er aldrei að vita nema Jar Jar Binks verði bara nokkuð skemmtilegur – eftir allt saman.“ ILM öll … skarpi@mbl.is Íbúaþing í Mosfellsbæ laugardaginn 28. maí 2005 Gerum gott samfélag betra Kl. 9:30 Morgunkaffi, skráning í hópa Kl. 9:50 Karlakórinn Stefnir syngur Kl. 10:00 Setningarávarp, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar Kl. 10:15 Jóhann Ingi Gunnarsson, íbúaþingsstjóri flytur inngangsorð Kl. 10:30 Skipt í hópa – framsöguerindi sérfræðinga Kl. 11:00 Hópavinna hefst Kl. 12:00 Hádegisverður í boði Mosfellsbæjar – Mosfellskórinn syngur Kl. 13:00 Hópavinna heldur áfram Kl. 14:45 Kaffihlé Kl. 15:00 Greint frá niðurstöðum hópavinnu í Íþróttamiðstöðinni Kl. 15:55 Samantekt – lokaorð og þingi slitið Kl. 16:00 Sveitaball fyrir utan Íþróttamiðstöðina Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur og félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar bregða á leik Dagskrá: Þingstaðir: Dagskrá íbúaþings: FJÖLSKYLDAN Fyrirlesarar: Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ Umræðuefni í hópum: Lýðræði unga fólksins – Barnafjölskyldur – Heldri borgarar FRÆÐSLA, MENNING, TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMI Fyrirlesarar: Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Umræðuefni í hópum: Fræðslumál – Menningarmál – Íþróttir, tómstundir og frítími SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL Fyrirlesarar: Gylfi Guðjónsson, arkitekt og skipulagsráðgjafi Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræðingur Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt Umræðuefni í hópum: Skipulagsmál – Umhverfismál og náttúra ATVINNU- OG FERÐAMÁL Fyrirlesari: Sævar Kristinsson ráðgjafi Umræðuefni í hópum: Atvinnu- og ferðamál Sjá einnig á www.mos.is • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar við Varmá: setning og morgunkaffi • Varmárskóli, yngri deild, gagnfræðadeild og Íþróttamiðstöð: fyrirlestrar • Varmárskóli gagnfræðadeild: hópavinna, hádegisverður og kaffi • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: niðurstöður kynntar • Utan við Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: sveitaball MOSFELLSBÆR Sérstök dagskrá fyrir börn og unglinga meðan á íbúaþinginu stendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.