Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 23

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 23
að geta samræmt blaðamennsku og starfið fyrir Unicef, ég trúi varla að þetta sé veruleiki. Í staðinn fyrir upplestrarferða- lög til lesþyrstra Þjóðverja er hún nú í Malaví þar sem börnin fá að heyra norræna rödd segja frá Ann- iku Bengtzon. Malaría, berklar eða HIV Útlitið er ekki gott fyrir Gift, maginn á honum er uppblásinn af vannæringu. Hann hefur verið veikur um nokkurt skeið og þá verða Madalitso eða Ethel að vera heima hjá honum. Það sem verra er að líklega þjáist hann af alvar- legum sjúkdómi. Það getur verið malaría, hóstinn getur verið vegna berkla, en margt bendir til HIV. Allir telja auðvitað að hann hafi smitast af móður sinni. Það verður að taka með í reikninginn að á milli 20 og 40 þúsund ungbörn smitast á hverju ári. En þegar við hittumst nokkrum dögum seinna í kofa systkinanna er Gift þó mun glaðari. Í fyrri heim- sókninni sat hann þögull og hreyf- ingarlaus. Nú trítlar hann á móti Lizu og hefur ekkert á móti því að hún taki hann upp, faðmi hann og leiki við hann. Leyndarmálið er matur. Liza og félagar hennar hjá Unicef gátu ekki horft á fjölskylduna tærast upp heldur hafa þau útvegað mat og svolítil sætindi. Þess vegna þurfa Madalitso eða Ethel alltaf að vera heima. Örvæntingin er svo mikil í Malaví að það er líklegt að öllu verði stolið ef það er skilið eft- ir án vörslu. Það er ofar okkar skilningi hvernig jafnvel ættingjar geta stolið mat frá þessum börnum sem eru að svelta í hel. Madalitso er kátur og leikur við Lizu. Þau eru orðnir nánir vinir á nokkrum dögum. – Hún er góð kona sem er ekki sama og sýnir umhyggju, segir litli strákurinn. Madalitso er spurður hvort hann vilji koma einhverju á framfæri við börnin sem lesa þetta? – Við börn þjáumst, við berjumst án þess að hafa bolmagn til þess. Það er mikilvægt að þið komið hingað, fleiri ættu að koma, það getur breytt framtíð okkar. Liza hefur uppblásinn hnött með sér og sýnir nokkrum börnum hvar Malaví og Svíþjóð eru. Maður velt- ir fyrir sér hvort þau skilji eitt- hvað, en það gerir Madalitso. – Ég hef séð háar ljóshærðar manneskjur eins og Lizu áður. Á myndbandi einu sinni. Skelfilegur sjúkdómur Undanfarið hefur verið gagnrýnt að tölur um fjölda HIV-smitaðra séu allt of háar, en allir eru sam- mála um að þó þær væru lægri sé sjúkdómurinn samt skelfilegur. Nú er nokkuð liðið síðan rithöf- undurinn Liza Marklund hitti Madalitso í Malaví. Hún reyndist bjargvættur hans og hún og fé- lagar hennar hjálpa nú drengnum í lífsbaráttunni. – Við borgum mat og skólagjöld. Og síðan á að gera kostnaðaráætl- un til þess að laga húsið. Gift litli bróðir fær læknishjálp og prótein. Hann byrjar bráðum í skóla, segir Liza Marklund frá Stokkhólmi og auðheyrt er að hún tekur virkan þátt í verkefninu. Debbie Livingstone, hjá Unicef í Malaví, sér til þess að allt gangi á staðnum. Hún segir að ástandið hafi breyst á þann veg að nú fái systkinin tvær máltíðir á dag í stað einskis áður. Ekki mikið kjöt en maísmjöl og grænmeti. Teppi eru líka á leiðinni. Liza Marklund sagði eftir að hafa hitt Madalitso að það hefði verið eitt af erfiðustu viðtölum sem hún hefði tekið. Nú finnst henni framtíð barnanna bjartari. En börnin í Malaví hafa það einna verst í heiminum. – Þessari fjölskyldu gengur nú betur, en það eru milljón börn í viðbót sem þjást. Bara í Malaví. Höfundur er blaðamaður, búsettur í Cape Town í Suður-Afríku og skrifar fyrir ýmis evrópsk blöð og tímarit. Íslendingar geta styrkt börn eins og Madalitso með því að gerast heimsforeldrar í síma 575 1520 eða með því að skrá sig á www.unicef.is. Netfang Unicef í Malaví er lilong- we@unicef.org ef fólk vill vita meira um Madalitso. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 23  80.000 börn undir 15 ára eru talin HIV-smituð í Malaví.  Á hverju ári er talið að á milli 20 og 40 þúsund ungbörn smitist af HIV.  Malaví er 165. fátækasta ríkið af 177 sem Sameinuðu þjóð- irnar röðuðu niður.  Talið er að ein milljón af ellefu milljón íbúum í Malaví sé HIV- smituð.  65% af fólksfjölda lifir undir hungurmörkum, samsvarandi einum bandaríkjadal á dag.  70% af þessum 65% hafa engar tekjur.  Ungbarnadauði er 104 af 1.000.  Barnadauði er 189 af 1.000.  Ungbarnadauðinn er bara meiri í Sierra Leone og í Afg- anistan.  21,9% af börnum landsins eru vannærð.  3,2 milljónir stunda barna- vinnu af einhverju tagi.  Bara 8,5% af börnunum byrja á efsta stigi grunnskól- ans, fjórðungur þeirra klárar grunnskólagöngu.  Það er bara einn barnalæknir í Malaví.  Ein milljón barna í Malaví hef- ur misst annað eða bæði for- eldri. 65% lifa undir hungurmörkum Sameinuðu þjóðirnar, Þróunarhjálp SÞ, Unicef, NAC (National Aids Commision). Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Sérsvið: Bókband Grafísk miðlun* Ljósmyndun Prentun* Veftækni* Nettækni* Tækniteiknun Margmiðlunarskólinn 2ja ára nám þar sem umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, lokið námi af listnámsbrautum, tölvubrautum eða öðru sambærilegu námi. * Kennt á haustönn 2005 Tölvusvið Tölvubraut Forritun Netkerfi Rafiðnasvið Grunnnám rafiðna Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafveituvirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði Sérdeildasvið Sérdeild Nýbúabraut Almennt svið Almennar námsbrautir Nám til stúdentsprófs Málmtæknisvið Grunnnám bíliðna Málmtæknibraut Gull- og silfursmíði Byggingasvið Grunnnám bygginga- og Húsasmíði Húsgagnasmíði mannvirkjagreina Múrsmíði Veggfóðrun Málaraiðn Hönnunarsvið Listnámsbraut Almenn hönnun Keramik Hársnyrting Klæðskurður Kjólasaumur SÍMI 522 6500 • FAX 522 6501www.ir. is • ir@ir. is G Ú ST A Innritun fyrir alla aðra en þá sem ljúka grunnskólaprófi í vor: Innritun: 25. og 26. maí, kl. 12–16. Innritun í fjarnám: Innritun í fjarnám hefst 24. maí á vef skólans www.ir.is Innritun í kvöldskóla: Innritun í fjarnám hefst 24. maí á vef skólans www.ir.is Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK INNR ITUN LÁNSHÆF T NÁM Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Portúgal í júní. Þú getur notið lífsins á þessum frábæra sumarleyfisstað við frábæran aðbúnað. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku, 8. eða 22. júní. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Úrval glæsilegra gististaða í boði í hjarta Algarve Portúgal Júníveisla frá kr. 39.990 Síðustu sætin Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð. Stökktu tilboð í viku, 8. eða 22. júní. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.