Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 27

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 27
ggnum Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 27 HREFNA Frímannsdóttir er yf- irsjúkraþjálfari, en á endurhæfing- ardeildinni starfa fimm sjúkraþjálf- arar; þrír í fullu starfi, einn 90% og einn 50%. Tveir eru Íslendingar, tveir Hollendingar og einn Þjóðverji, sem hefur reynd- ar búið í Stykk- ishólmi og starf- að á deildinni í tólf ár. „Allir sjúkra- þjálfararnir sinna legudeildinni eftir þörfum og göngudeild- arþjónustu sam- hliða háls- og bakdeildinni. Göngudeildarþjónustu veitum við fólki í bænum og nágrenni. Nú er enginn sjúkraliði í Grundarfirði og í Ólafsvík er sjúkraþjálfari í hálfu starfi.“ Hrefna segir aðsóknina af Snæ- fellsnesi utanverðu hafa aukizt eftir að brúin yfir Kolgrafafjörð kom. Þar með bæði styttist vegalengdin og versti vegarparturinn er úr sögunni, þannig að fólk á nú miklu auðveldara með að koma í Stykkishólm. „Til okkar kemur fólk með margs konar hætti. Margir koma með til- vísun frá heimilislækni, aðrir koma á eigin spýtur, svo senda sjúkraþjálf- arar okkur fólk og sérfræðingar. Skoðun hjá Jósepi og viðtal er grundvöllur innlagningar á deildina. Á mánudasmorgun er fundur, þar sem Jósep, hjúkrunarfræðingar og við förum yfir innlagnirnar og síðan koma nýju sjúklingarnir yfirleitt und- ir hádegi og fá tíma hjá sjúkraþjálf- ara. Daginn eftir byrjar fólk á fullu; það fer þrisvar á dag í sértæka sjúkraþjálfun og sameiginlegar vatnsæfingar. Grunnurinn er sá sami fyrir flesta, en annað er einstaklings- meðferð, byggð á sérstakri útfærslu fyrir hvern og einn. Tvisvar í viku eru svo fræðslufundir hjá Jósepi; fjórir fyrirlestrar, og þrisvar í viku eru sameiginlegir slökunartímar, sem hjúkrunarfræðingar annast. Við sækjum okkar æfingakerfi í smiðju margra, en bindum okkur ekki við neina eina stefnu. Við vinz- um það úr sem okkur lízt bezt á og reynist vel. Meðferðarprógrammið hefur tekið hægfara breytingum með árunum í samvinnu fagfólksins og við reynum að fylgjast sem bezt með því sem er að gerast í greininni úti í heimi og vera dugleg að sækja ráðstefnur og námskeið. Kjarni meðferðarinnar er æfingar fyrir stoðvöðva hryggsúlunnar, sem hafa dottið út, og æfingakerfið mið- ar að því að þjálfa þá upp aftur. Takmark okkar er að virkja getu og vilja fólks, kenna því æfingar og fá það til þess að halda þeim áfram, helzt oft á dag, en ekki sjaldnar en tvisvar til þrisvar sinnum. Við leggj- um áherzlu á að fá fólk til að taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni heilsu, þegar það hefur tileinkað sér það sem við höfum upp á að bjóða.“ Takmarkið að virkja getu og vilja Hrefna Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.