Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Dagskrá
- Innritun
- Ávarp
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP)
- Efni og dagskrá ráðstefnunnar
Ian Radcliffe, framkvæmdastjóri ráðgjafar
þjónustu samtaka evrópskra sparisjóða
(European Savings Banks Group)
- Fjármögnun fyrirtækja eftir gildistöku Basel II
Peter Konesny, samtökum evrópskra sparisjóða
(European Savings Banks Group)
- Kaffihlé
- Basel II og íslenskar fjármálastofnanir
Einar Þór Harðarson, sérfræðingur,
útlánaeftirliti Landsbanka Íslands
- Spurningar og svör
- Hádegisverður
- Hvað geta fyrirtæki gert til að bæta
aðgang sinn að fjármagni?
Birgit Wilde, alþjóðlegur ráðgjafi í málefnum
lítilla og meðalstórra fyrirtækja
- Spurningar og svör
- Kaffihlé
- Vegvísir fyrir fyrirtækin
Birgit Wilde, alþjóðlegur ráðgjafi í málefnum
lítilla og meðalstórra fyrirtækja
- Basel II: Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
Stefán Ágúst Magnússon,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips
- Spurningar og svör / niðurstöður
- Ráðstefnulok
Væntanleg tilskipun Evrópusambandsins um
nýjar eiginfjárreglur lánastofnana, sem byggð
er á svokölluðu Basel II samkomulagi, mun
hafa mikil áhrif á samskipti lánastofnana við
lítil og meðalstór fyrirtæki á Evrópska
efnahagssvæðinu. Markmið ráðstefnunnar er
að búa stjórnendur íslenskra fyrirtækja undir
þann veruleika sem skapast með gildistöku
tilskipunarinnar árið 2006.
Á ráðstefnunni verður m.a. leitað svara við
eftirfarandi spurningum:
- Hvaða áhrif munu nýju reglurnar hafa á
lánakjör fyrirtækja?
- Hvaða upplýsingar munu fyrirtækin þurfa
að veita lánastofnunum?
- Hvernig geta fyrirtækin undirbúið sig?
Ráðstefnugjald kr. 5.800 (innifalið
námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffiveitingar).
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á kom@kom.is
eða í síma 540 8800 fyrir 23. maí. Ath.
takmarkaður sætafjöldi.
Nánari upplýsingar á www.sme-basel2.com
Ráðstefnan er fjármögnuð af framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins.
Skipuleggjendur á Íslandi:
Aðgangur að fjármagni í framtíðinni
Ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík 25. maí 2005, kl. 09:00 - 17:00
BASEL II OG FYRIRTÆKIN
Tungulækur í Landbroti hef-ur verið sagður best varð-veitta veiðileyndarmállandsins. Engu að síður vita
áhugamenn vel af þessum stutta læk
sem fóstrar óviðjafnanlegan fjölda
sjóbirtinga. Hvernig væri annað
hægt þar sem um er að ræða á sem
hefur gefið yfir 2.000 fiska á veiði-
sumri. En þrátt fyrir gríðarmikla
veiði er Tungulækur ekki mikið
stundaður, þeir sem þar veiða eru
eigandinn og gestir hans. Og aðallega
er veitt um helgar og vatnið hvílt
virka daga. En þegar menn mæta til
veiða er eftir því tekið að algengt er
að tugir fiska veiðist á dag.
Mest er veiðin á vorin, úr hyljunum
næst Opinu, þar sem Tungulækur
sameinast Skaftá, og í vatnaskil-
unum. Eftir að sjóbirtingurinn er
genginn til hafs að mestu, seint í maí,
gengur í hann sjóbleikja og einhver
lax, og þegar sumri hallar fyllist hann
að nýju af birtingi.
Einn þeirra veiðimanna sem fengið
hafa að kynnast Tungulæk er Guð-
mundur Guðjónsson blaðamaður,
sem veit hefur í læknum síðustu átta
árin, og hefur fjallað á prenti um
þennan furðustað í Landbrotinu.
Þórarinn Kristinsson, eigandi
Tungulækjar, bauð okkur að koma
við í læknum í vikunni, og kasta fyrir
fisk. Hann sagði birtinginn hafa tekið
vel um síðustu helgi, því þrátt fyrir að
eitthvað af honum væri gengið til hafs
væri talsvert af vænum geldfiski á
sveimi og sumir virtust vera að ganga
í lækinn núna. Hann sagði mikilvægt
að við værum að veiða framyfir
klukkan fimm, því reynslan sýndi, að
það væri einmitt þá sem fiskurinn
færi að taka.
Fyrsta kastið
Það er hæg norðangjóla þegar við
setjum saman stangirnar við næst-
neðsta hylinn í Tungulæk, Faxann.
Neðar er Opið, mikill dammur þar
sem Tungulækur rennur út í Skaftá. Í
læknum myndast stórir hringir, þar
sem bleikjur súpa æti.
Guðmundur setur sökkenda á flot-
línu og á stuttan taum hnýtir hann
bleikan nobbler.
„Það hefur reynst mér best hér
gegnum tíðina að veiða með ein-
hverju sem sekkur vel,“ segir hann.
„Ég dreg yfirleitt mjög hægt og leyfi
þessu að veiða mjög djúpt og rólega.
Þegar maður er svo kominn út úr
læknum og niður í Skaftá, þá fer flug-
an á dauðareki alveg upp í land og
maður hreyfir hana ekki fyrr en þá.
Flestar tökurnar þar eru alveg upp
við bakkann. Og þær geta verið
helv … magnaðar, með boðaföllum og
látum. Það er oft mikið af fiski í skil-
unum og mér finnst hvað skemmti-
legast að veiða í Tungulæk þegar það
er líf þar.“ Guðmundur er mikill
aðdáandi veiða í skilum ferskvatns og
jökulvatns, segir slík svæði oft leynd-
ardómsfull, en hann hefur mikla
reynslu af slíkri veiði, til dæmis við
Brennuna og í Tungufljóti.
„Fiskurinn er ekkert mikið að sýna
sig á þessum stöðum en manni finnst
alltaf svo líklegt að hann liggi undir
litaða vatninu.“
Guðmundur byrjar að kasta meðan
ég er enn að setja saman, og í fyrsta
kasti hefur flugan varla snert vatnið
þegar rifið er í: hann er búinn að setja
í fallegan sjóbirting sem er sleppt að
viðureign lokinni. Guðmundur hlær
og hristir höfuðið.
Ég fer upp í Faxann og fæ þrisvar
þungt högg á svartan zonker, en ekki
töku fyrr en ég skipti yfir í Dýrbít, þá
landa ég litlum birtingi.
Guðmundur dáist að bleikjunum
sem synda fyrir framan hann og þeg-
ar birtingar sýna nobblernum ekki
áhuga setur hann púpu undir á ann-
arri stöng og reynir við bleikjurnar.
„Ég hef aldrei séð bleikjuna sýna
sig jafn mikið hérna,“ segir hann.
„En það eru örugglega birtingar hér
líka,“ og hann hefur ekki fyrr sleppt
orðinu en einn stekkur, eins og til að
staðfesta það.
Í vatnaskilunum
Þórarinn, eigandi lækjarins, hafði
sagt veiðina hefjast af krafti klukkan
fimm en það gekk ekki eftir, hún
hófst fimmtán mínútum fyrr! Fyrst
fékk Guðmundur fisk neðarlega í Op-
inu, fallegan niðurgöngufisk sem
synti kröftuglega aftur út í vatnið.
Hann færði sig svo aftur upp með
hylnum, með léttari stöngina, grennri
taum, Krókinn undir og tökuvara;
hann hugðist reyna betur við bleikj-
urnar. Ég setti undir Black Ghost
með keilu, flugu sem ég hef oft notað
en aldrei fengið fisk á; fyrr en þarna.
Í beit tóku þrír birtingar, sá síðasti
gríðarsterkur, feitur og pattaralegur
sex punda geldfiskur. Á sama tíma
skemmti Guðmundur sér við að setja
í tvær vænar bleikjur, önnur var fjög-
ur pund og hin eitthvað minni.
Guðmundur færði sig fyrir hraun-
nefið, þar sem Tungulækur rennur út
í Skaftá, og fór að veiða skilin. Ég
heyrði hann kalla, gekk til hans og sá
hann landa fallegum 54 sm löngum
geldfiski á veiðistaðnum Sigga.
„Nú þarf ég ekki meira í dag, ég er
alsæll,“ segir Guðmundur þar sem
hann situr á bakkanum og dáist að
fiskinum. „Kastaðu þarna í skilin, fyr-
ir ofan Frystikistuna,“ segir hann en
neðsti veiðistaðurinn ber það óvenju-
lega heiti. Það er ekki að sökum að
spyrja, enn einn sjóbirtingurinn gríp-
ur Black Ghost-fluguna með látum,
þegar hana slær upp að landinu.
„Mér finnst sérstaklega gaman að
veiða jökulskil, þegar svona stutt er í
þau,“ segir Guðmundur þar sem við
sitjum á bakkanum og horfum út yfir
skilin, breiða mórauða Skaftána og til
fjallanna í fjarska; Lómagnúps og
Vatnajökuls. „Maður þarf ekki að
kasta langt og getur séð þegar fisk-
urinn kemur undan aurnum og tekur
upp í harðalandi.“
Hann heldur mikið upp á sjóbirt-
inginn.
„Eftir öll þessi ár í veiði finnst mér
þetta eiginlega skemmtilegasti veiði-
skapurinn. Þessi fiskur er svo merki-
legur. Hann er búinn að hasla sér völl
við þessar erfiðu kringumstæður, hér
eru þessi stóru og miklu vötn; lax
ræður ekkert við að alast upp hérna.
Eins og allt verði
snarvitlaust
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ GUÐMUNDI GUÐJÓNSSYNI Í TUNGULÆK
Í DAG er veitt með Guðmundi
Guðjónssyni blaðamanni í Tungu-
læk í Landbroti. Guðmundur er
ritstjóri nýs
veiðivefjar,
votnogveidi.is,
en þar heldur
hann úti dag-
legum fréttum
um stangveiði
auk hverskyns
afþreying-
arefnis um
veiði.
Guðmundur
sá í rúm 26 ár um veiðifréttir í
Morgunblaðinu og hefur skrifað
fjölda bóka um efnið, þar á með-
al Stangaveiðiárbókina frá árinu
1988.
Guðmundur hefur haft veiði-
bakteríuna frá barnæsku, en í
mörg ár hefur hann veitt mest
með fjölskyldunni, eiginkonunni
Herdísi Benediktsdóttur, og
dætrunum Ásdísi og Snædísi, og
hafa þau farið árlegar ferðir í sjó-
birting, lax og sjóbleikju. Árlega
reyna þau að komast í Hrollleifs-
dalsá, í Skálmardalsá, í Brennuna
og í Gljúfurá. Aðrir fastir punktar
eru ýmsar sjóbirtingsslóðir og
svo er reynt að fara á tvo til fjóra
nýja staði á hverri vertíð.
Veiðir mest með
fjölskyldunni
Guðmundur
Guðjónsson.