Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 35

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 35 vegna vaxandi og æpandi efnamunar og hins veg- ar vegna þess, að Kommúnistaflokkurinn geti ekki öllu lengur haft stjórn á upplýsingastreymi í landinu. Nú sé talið að um 35 milljónir Kínverja hafi aðgang að Netinu og byggi á þeim upplýs- ingum sem þeir afli sér þaðan og erfitt að sjá hvernig stjórnin í Peking getur komið í veg fyrir frekari útbreiðslu þess. Kínverjar muni þess vegna einbeita sér að því næsta áratuginn eða svo að skapa jafnvægi heima fyrir og þann tíma eigi Bandaríkjamenn að nota til þess að skapa traustari tengsl á milli þjóðanna í Asíu sín í milli. Íslenzk útrás til Kína Hvaða þýðingu hafa þessar vangaveltur í sambandi við hina ís- lenzku útrás til Kína, sem sjá mátti í tengslum við heimsókn forseta Ís- lands til Kína að er hafin? Þær hafa þá þýðingu, að íslenzkir fjárfestar verða að gera sér grein fyr- ir, að það geta verið meiri hættur á ferðinni í fjár- festingum á þessu svæði heimsins en þeir eru kannski vanir í Evrópu og jafnvel í austurhluta Evrópu. Styrjaldarátök milli þessara þjóða geta einfald- lega haft þau áhrif að fjárfestingar tapist á einni nóttu. Að vísu hefur fólk tilhneigingu til að líta svo á, að það sé nánast óhugsandi að ný heimsstyrjöld skelli á vegna biturrar reynslu þjóða heims af tveimur slíkum styrjöldum á síðustu öld. Hið sama var sagt eftir fyrri heimsstyrjöldina en sú seinni skall á rúmum tuttugu árum seinna. Eftir að voðaverk nasista gagnvart gyðingum voru orð- in ljós trúði enginn maður því, að slíkt mundi end- urtaka sig. Það gerðist þó á tveimur stöðum í heiminum hálfri öld síðar. Annars vegar á Balk- anskaganum þar sem framferði manna var slíkt að jafna má við útrýmingarbúðir nasista og hins vegar í Rúanda þar sem a.m.k. ein milljón manna var drepin með sveðjum eins og sjá má í merkri mynd, sem sýnd hefur verið hér í kvikmynda- húsum að undanförnu. Þess vegna er ekki hyggilegt að útiloka þann möguleika, að spennan og hernaðaruppbyggingin í Asíu geti leitt til stórfelldra og hatrammra stríðsátaka þar á næstu áratugum, en – er á með- an er! Þótt opinberar heimsóknir einkennist að sjálf- sögðu af kurteisi og vináttu er hins vegar engin ástæða til að búa til glansveröld af þeim löndum, sem um er að ræða. Það er engin ástæða til þess fyrir okkur Íslendinga að líta svo á, að í Kína drjúpi smjör af hverju strái. Hvers vegna er svona eftirsóknarvert að fara með alla framleiðslu til Kína? Hvers vegna er hægt að græða svona mikla peninga með viðskipt- um við Kína? Vegna þess, að vinnuaflið er svo ódýrt og vöruverðið er svo lágt og það er hægt að hækka verð vörunnar svo mikið áður en hún kem- ur á markað á Vesturlöndum. Af hverju er það? Vegna þess að launþeginn í Kína er arðrændur. Við Vesturlandabúar erum að nýta okkur hin ótrúlega lágu laun í Kína. Svo er auðvitað hægt að færa rök að því að það sé betra fyrir fólkið í Kína að fá einhver laun heldur en engin. Þegar komið er á láglaunasvæði í heiminum uppgötvar fólk, að þar er að finna þjónustu, sem var til staðar á Íslandi fyrir miðja síðustu öld en ekki lengur. Ástæðan er sú, að það er hægt að veita slíka þjónustu vegna þess hve launin eru lág. Hin hliðin á því hvers vegna það er svo hag- kvæmt fyrir okkur að auka viðskiptin við Kína og flytja framleiðslu til Kína er þessi. Þetta er sú sið- ferðilega spurning, sem við stöndum frammi fyr- ir. Hver vill kaupa leikföng í leikfangabúðum á Vesturlöndum, sem eru framleidd í barnaþrælk- unarbúðum í Austurlöndum, þar sem börn og unglingar eru látin vinna fyrir lítið sem ekkert kaup alla daga vikunnar og tólf tíma á dag? Forseta Íslands og þeirri fjölmennu viðskipta- sendinefnd, sem fylgdi honum til Kína, hefur áreiðanlega ekki verið boðið að skoða slíkar verk- smiðjur. Við getum ekki látið þessi sjónarmið ráða ferð- inni í viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Við get- um að vísu tekið sjálf ákvörðun um það að kaupa ekki vörur sem eru framleiddar af þrælkuðum börnum. En við skulum ekki gleyma þessum veruleika. Og þeir sem sitja við veizluborð stór- þjóðanna mega heldur ekki gleyma honum. Gagnkvæm skólaganga Þegar forseti Íslands kom til Kína kom í ljós, að þar voru fleiri íslenzkir námsmenn í háskólum en gera mátti ráð fyrir og meðan forset- inn dvaldi í Kína var undirritaður samningur á milli Viðskiptaháskólans í Bifröst og háskóla í Kína, sem leiðir til þess að kínverskir námsmenn munu stunda nám við háskólann í Bifröst á næstu árum. Það hefur þýðingu fyrir okkur Íslendinga, að við eigum fólk, sem kann kínverskt tungumál og hefur þekkingu á innri málefnum Kína. Það skiptir líka máli fyrir okkur að í Kína sé til fólk, sem talar íslenzku og þekkir okkar þjóðfélag. Með þessu eigum við þátt í að byggja brú á milli ólíkra menningaheima. En jafnframt er ljóst, að bolmagn okkar til að taka við námsmönnum frá öðrum löndum er tak- markað. Hingað til hefur það ekki verið vandamál og engin ástæða til að ætla að svo verði í fyr- irsjáanlegri framtíð. Það er ekki svo stór hópur af fólki, sem hefur áhuga á því að stunda háskóla- nám á þessari eyju langt norður í hafi. Tungumálakunnátta er hins vegar mikilvæg í viðskiptum okkar við önnur lönd. Glöggur maður hafði orð á því, að kannski væri það mikilvægasta, sem Sovétmenn hefðu skilið eftir sig í hinum kúg- aða hluta Austur-Evrópu þrátt fyrir allt rúss- neskukunnáttan, sem þar er mjög almenn og greiðir nú fyrir viðskiptum þessara þjóða við Rússland. Með sama hætti má ganga út frá því sem vísu að nám íslenzkra námsmanna við háskóla í Kína muni auðvelda okkur viðskipti við Kína í framtíð- inni. Þessi fjölmennasta þjóð veraldarinnar er að rísa upp og hvað sem gerist í Asíu á næstu áratug- um fer ekki á milli mála, að þar verður Kína með einum eða öðrum hætti miðpunktur bæði við- skipta og pólitískra átak. Morgunblaðið/Sverrir Gagnkvæm nemendaskipti Íslands og Kína munu auðvelda viðskipti ríkjanna í framtíðinni. Kínversk stúlka með fána við turn með mynd Maó formanns á Torgi hins himneska friðar í Peking. „Allar þessar þjóðir hafi í kyrrþey komið sér upp öflugum kafbátaflota, þær hafi komið sér upp herskipum, sem geti flutt árásarþyrlur. Bæði Kínverjar og Indverjar hafi lagt mikla áherzlu á að kaupa af Rússum flugmóðurskip, sem Sovétríkin gáfust upp við að ljúka byggingu á. Allar þjóðirnar reyni að efla hernaðarstyrk sinn í lofti og auka flugþol herflugvéla sinna.“ Laugardagur 21. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.