Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 37
Sýningin í Cornell-safni stendur til
28. maí, en vefurinn sem settur
hefur verið upp í tilefni að sýning-
unni er ekki síður fróðlegur.
Vefslóð: www.rmc.library.cornell.
edu/collector/willcase/willcase2.
html
bitur í kjölfarið, sagði stöðu sinni
við Cornell-háskóla lausri og kom
ekki oftar til Bandaríkjanna nema
til að heimsækja aldraða móður
sína.
Fiske og Flórens
Fiske-hjónin bjuggu í Flórens er
þau giftu sig, þótt þau dveldu
stærstan hluta síns 17 mánaða
hjónabands í Egyptalandi.
Egypskt loftslag átti enda að hafa
góð áhrif á heilsu frúarinnar. Eftir
andlát Jennie fjárfesti Fiske síðan
í villu í San Domenico, í hæðunum
fyrir ofan Flórens og hét hún upp-
runalega Villa Gherardesca. Fiske
kaus hins vegar að kalla hana Villa
Landor eftir fyrri eiganda, breska
rithöfundinum Walter Savage
Landor, þó húsið hafi nú hlotið sitt
fyrra nafn að nýju.
Í bókinni Le Ville di Firenze di
qua d’Arno – Villurnar í Flórens
hérna megin Arno fljótsins, sem
gefin var út í Flórens árið 1954, er
skrifað:
„Ef Walter Savage Landor
gengi eftir skuggsælu trjágöngun-
um sem liggja að byggingunni sem
falin er af háum síprustrjám er
líkjast leiktjaldi myndi hann varla
þekkja fallegu villuna sína í San
Domenico, sem Alessandrini lét
gera upp á 16. öld og Landor lét
síðar gera upp.“ Fiske lét byggja
hæð ofan á villuna og gerði síðan
upp dúfnahús ofan á villunni í ann-
arri mynd en það var upprunalega.
Bera má saman upprunalegt útlit
villunnar og hvernig hún lítur út í
dag.
Þegar John Foster gaf 1869 út
ævisögu Landors var á bókarkáp-
unni lítil mynd af villunni í
Fiesole. Súraldin frá Líbanon og
lerkitré mynda einskonar ramma
utan um villuna og á lágri og við-
hafnarlegri framhlið hússins var
voldugri útidyrahurð komið fyrir
sem fjögur þrep lágu upp að,
gluggakistur skreyttu þá aðra
hæðina í stað svalanna og svo var
þriðja hæðin lýsandi fyrir þær fjöl-
mörgu breytingar sem orðið höfðu
frá upprunalegu útliti villunnar.
Þegar Landor keypti villuna 1830,
og þar sem hann eyddi í mak-
indum síðustu árum annars æv-
intýralegrar ævi, prýddu vínviðir
og ólífutré grundirnar í stað sípr-
us-, súraldin- og eikartrjánna sem
hann síðar plantaði þar og í dag
fela húseignina.
Charles Dickens sá villuna árið
1845, áður en breytingar voru á
henni gerðar og komst hann við er
hann virti húsið fyrir sér frá
klaustursveggnum í San Domen-
ico.
Í eigu Dazzi-fjölskyldunnar
Þrátt fyrir að villan hafi í dag
misst þann íburðarlausa og ein-
falda stíl er einkenndi hana áður
er engu að síður um glæsihúsnæði,
búið fögrum húsgögnum, að ræða.
Fjöldi frægra einstaklinga hefur
líka dvalið þar og nægir að nefna
þau Emerson, Longfellow, Charles
Summer, George Elliot og Robert
Lytton.
Lengi vel var villan í eigu Dazzi-
fjölskyldunnar, en árið 1532 hlaut
Carlo di Niccoló Federighi hana í
heimanmund frá madonnu Cost-
anza. Átta árum síðar keyptu
Giovanni og Cristofano Alessandr-
ini villuna en misstu síðar skuldum
vafnir. Gli Ufficiali dell’Abbond-
anza seldi Bini-fjölskyldunni síðan
villuna árið 1619 og árið 1765 féll
hún í hendur greifans Guido della
Gherardesca á uppboði hjá bisk-
upsembættinu í Fiesole. Á 19. öld-
inni voru eigendur hennar svo
Landor, Fiske, Richardson og
Casardi-fjölskyldan.
Fyrir nokkru var það svo lo
Spedale degli Innocenti, eða Mun-
aðarleysingjastofnun Ítalíu sem
keypti villuna af Dapples-fjöl-
skyldunni og er það nú undir þeim
komið hvort henni verður bjargað
eða hún endanlega látin grotna
niður. Ástandið í dag er því miður
slæmt, en húsið hýsir nú Tónlist-
arskólann í Fiesole.
Fiske arfleiddi hins vegar Corn-
ell-háskólann að villunni og tiltók í
erfðaskrá sinni að hana skyldi
selja. Á vefsíðu sýningarinnar,
sem nú stendur yfir í háskólanum,
er hægt að skoða myndir frá tíma
Fiske þar, en í húsinu bjó hann til
æviloka og um tíma með móður
sinni sem fluttist þangað eftir and-
lát föður hans. Móðir Fiske bjó
þar á árabilinu 1884–1891, en lést í
Bandaríkjunum árið 1897.
Bókasöfnun Fiskes
Fiske var mikill bókasafnari og
átti um 8.000 bindi af íslenskum
bókum, ein 7.000 eintök af verkum
Dante og um 6.000 eintök af bók-
um Petrarca. Líkt og með villuna
arfleiddi Fiske Cornell-háskóla
einnig að bókasafni sínu og er ís-
lenska bókasafnið í Cornell-há-
skóla því næststærsta íslenska
safnið á erlendri grund, en safnið í
Konunglegu dönsku þjóðarbók-
hlöðunni er það stærsta.
Aðalerfingi Fiskes var því Corn-
ell-háskóli, en einnig arfleiddi
hann Grímsey að peningaupphæð
sem er enn þann dag í dag stærsta
peningaupphæð sem einstaklingur
hefur arfleitt Ísland að. Cornell-
háskóli fór í mál við Grímsey í
kjölfarið en tapaði. Fjármunina
ætlaði Fiske að nýttust til mennt-
unar pilta frá Grímsey. Sjálfur
kom hann aldrei til eyjarinnar,
sem þó vakti mikla forvitni hans
og ekki hvað síst fyrir þær sakir
að þar væri byggð.
Fiske andaðist í Frankfurt í
Þýskalandi er hann var þar á
ferðalagi. Hann og eiginkona hans
eru bæði jarðsett í Cornell Sage
Chapel.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins á Ítalíu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 37
Egilsstaðir | Valaskjálf á Egils-
stöðum hefur nú skipt um eigend-
ur í þriðja skiptið á sjö ára tíma-
bili. Eignarhaldsfélagið Kass á
Seyðisfirði er kaupandi og kaup-
verð trúnaðarmál. Friðrik Atli
Sigfússon er stjórnarformaður
félagsins.
Um árabil hefur verið rekið
hótel í Valaskjálf. Salur hússins
er nýttur undir ýmsa félagsstarf-
semi á Fljótsdalshéraði og var
lengi félagsheimili Egilsstaðabúa.
Heimavist hefur verið í húsinu á
vetrum fyrir nemendur Mennta-
skólans á Egilsstöðum.
Húsið er rúmlega 2.200 fer-
metrar að stærð.
Síðasti eigandi, Sverrir Her-
mannsson, keypti hótelið fyrir
tæplega þremur árum. Lét hann
endurbyggja nokkurn hluta hót-
elsins, fjölga herbergjum úr 23 í
40 og hugðist reisa 5.500 fer-
metra viðbyggingu á þremur
hæðum vestanvert við hótelið,
með litlum hótelíbúðum. Friðrik
Atli Sigfússon sagði samtali við
Morgunblaðið að á næstu dögum
yrði upplýst hver áform Kass
væru um framtíðarnotkun bygg-
ingarinnar.
Valaskjálf skiptir
enn um eigendur