Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALMENNIR iðjuþjálfar starf- andi hjá Akureyrarbæ hafa fram að þessu fengið 22 fasta yfirvinnu- tíma á mánuði en stjórnendur 30 tíma. Við gerð síðustu kjarasamninga var reiknað með að þess- ir yfirvinnutímar yrðu greiddir út samningstímann og var það gert til mars 2004. Iðjuþjálfar hafa ávallt litið á þessa tíma sem hluta af grunnlaunum sín- um því með þeim þá nær almennur iðju- þjálfi rétt um 200.000 kr. á mánuði, annars ekki nema u.þ.b. 160- 170.000 kr. eftir því hver aldur hans er. Rétt er að taka fram að iðjuþjálfi á að baki fjögurra ára há- skólanám. Árið 2004 réðu undirritaðir iðjuþjálf- ar sig til starfa hjá Akureyrarbæ. Samið var um kaup og kjör, í samræmi við aðra iðjuþjálfa hjá bænum og allir undu glaðir við sitt. Gleðin stóð stutt því um mánuði seinna var tilkynnt að um- samin yfirvinna yrði ekki greidd, sem þýðir 20% launaskerðingu. Þessi ákvörðun bæjaryfirvalda var tekin í kjölfar þess að segja ætti upp fastri yfirvinnu hjá öllum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Þessu vildum við ekki kyngja og vildum fá að sitja við sama borð og aðrir iðjuþjálfar. Bréfaskriftir hóf- ust, heimsóknir í ráðhúsið og hringingar í bæjarfulltrúa og aðra aðila innan bæjarkerfisins. Flestir voru slegnir yfir þessu ósamræmi og undrandi yfir því að svona gæti átt sér stað. Sannfærðar um að leiðrétting yrði gerð innan skamms tíma héldum við til starfa. En augljóst var að við höfum aldrei komið nálægt neinu sem kallast gæti pólitík því merkilegt nokk, ekkert gerðist. Menn vísuðu hver á annan og enginn virtist bera ábyrgð á launaskerð- ingunni. Mánuðirnir liðu og áfram héldum við að leita svara hjá embættis- og bæj- arráðsmönnum ráð- hússins á Akureyri, alltaf var tekið vel á móti okkur en ... ekkert gerðist. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekk- ert gerst fyrir utan að tilkynnt hefur verið að ákvörðun tekinni í mars 2004 verði ekki hnikað. Okkur þykir merkilegt að nú hefur verið ákveðið, vegna mikillar óánægju, að fresta uppsögn á fastri yfirvinnu hjá starfs- mönnum Akureyr- arbæjar þar til nýir samningar verði gerðir hjá hverj- um og einum. Sú ákvörðun var aft- urkræf en ekki sú sem varðar kjör undirritaðra en uppsagnir allra starfsmanna bæjarins á títtnefndri yfirvinnu voru einmitt meginrök bæjaryfirvalda fyrir kjaraskerð- ingu okkar. Það er dapurleg staðreynd að metnaður Akureyrarbæjar varð- andi starfsmannamál sé ekki meiri en raun ber vitni og að tekið sé á móti nýju, vel menntuðu og metn- aðarfullu starfsfólki á þennan hátt. Það er algjörlega á skjön við starfsmannastefnu Akureyrar- bæjar en þar segir m.a. að „ jafn- réttis sé gætt við ráðningar í störf, tilfærslu milli starfa og kjaraákv- arðanir“. Ennfremur segir að „launakjör laði að hæft starfsfólk og haldi því í starfi. Laun hjá Ak- ureyrarbæ skulu taka mið af laun- um á vinnumarkaði þannig að starfsmenn njóti hliðstæðra kjara og bjóðast í sambærilegum störf- um annars staðar“. Með þessari ákvörðun hefur Ak- ureyrarbær sem vinnuveitandi náð botninum þar sem nýráðnir iðju- þjálfar eru hvergi eins lágt laun- aðir. Liggur það í hlutarins eðli að með því mun bærinn missa hæft starfsfólk úr sínum röðum. Bæj- aryfirvöld hafa stillt okkur upp við vegg og óvíst er hvaða ákvarðanir við tökum í framhaldinu en undir þessu getum við ekki setið hljóðar. Það verða öllum á mistök og telj- um við að bæjarráð hafi gert mis- tök með bókun sinni í mars 2004 áður en málið var skoðað ofan í kjölinn. Hvað réttlætir það að við séum ekki á sambærilegum kjörum og okkar samstarfsmenn með sömu menntun og reynslu? Í upphafi var ætlunin að það ástand myndi að- eins vara í nokkra mánuði en mun nú vara þar til nýr kjarasamningur tekur gildi, þ.e. í tvö til þrjú ár. Við getum því ekki annað séð en að for- sendur hafi breyst. Við skorum á ráðamenn bæjarins að beita sér fyrir því að leysa þetta mál þannig að það geti endað farsællega og við getum haldið áfram sáttar að búa og starfa á Akureyri. Enn af launamisrétti Akureyrarbæjar Birna Guðrún Baldursdóttir og Sara Stefánsdóttir fjalla um kjarasamninga Akureyr- arbæjar ’Með þessari ákvörðunhefur Akureyrarbær sem vinnuveitandi náð botninum...‘ Birna Guðrún Baldursdóttir Höfundar eru iðjuþjálfar. Sara Stefánsdóttir Atvinnuhúsnæði í Þórshöfn í Færeyjum til sölu. Stærð 1160 m², lóðarstærð 4200 m², byggingarár 1989. Hægt er að byggja 800-1000 m² byggingu í viðbót á lóðinni. Hægt er að sjá myndir á heimasíðu okkar www.bilfridkan.fo Nánari upplýsingar í síma 00 298 217300 eða sendið tölvupóst til ludvik@bilfridkan.fo Atvinnuhúsnæði í Færeyjum til sölu! www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Í dag býðst þér að koma og skoða þessa fallegu og björtu 70,7 fm íbúð á þessum vinsæla stað í vesturbæn- um. Parket og flísar á gólfum. Góðar suðursvalir. Verð 15,9 millj. (4485). Komdu og skoðaðu, Kristján og Pálína taka vel á móti þér milli kl. 14 og 16 í dag. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Álagrandi 8 Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 BRÖNDUKVÍSL 8 Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 4-5 Glæsilegt 239 fm einbýlishús á einni hæð, þar af 54,6 fm bílskúr sem er innréttaður í dag sem vinnustofa. Fallegur garður í mikilli rækt, hiti í stéttum bæði fyrir framan húsið sjálft og bílskúrinn. Mjög falleg hönnun. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með fallegu útsýni í átt að Esjunni, Snæfellsjökli og víðar. Gólfefni: Á forstofugangi og gestasnyrtingu eru steinflísar, eikarparket á eldhúsi, stofu, borðstofu, japanska her- berginu/garðstofunni, svefnherbergisgangi og öllum herbergjum. Flísar á baðher- bergi. Stutt í skóla og alla þjónustu. Þetta er mjög fallegt og vel skipulagt hús á eftir- sóttum stað. Verð 49,5 millj. kr. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Til afhendingar strax ca 150 fm hús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Húsið er til- búið til afhendingar strax rúm- lega tilb. til innréttinga að inn- an, sandspartlað. Frágengin loft í þvottahúsi og bílskúr. Bílskúrsgólf frágengið með Epoxý 4000. Frábær staðsetning. Góð suðurlóð. Gott skipulag. Fallegt útsýni. Lóðin er grófjöfnuð. Húsið frág. utan. Verð 32,9 m. Upplýsingar veitir Bárður í 896 5221 eða sölumenn í 588 4477. Við Elliðavatn Glæsilegt endaraðhús Bræðraborgarstígur Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Í einkasölu 1.052 fm glæsilegt hús á frábærum stað í gamla vestur- bænum. Húsið er allt nýstandsett að utan. Nýtt glæsilegt þak, gluggar og gler að mestu leiti endurnýjað. Frábært útsýni af efstu hæðinni. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.