Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 43 UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Birtingakvísl 58 - Opið hús frá kl. 14-16 Glæsilegt og mikið endurnýjað 187 fm raðhús á fjórum pöllum, auk 27 fm sér- stæðs bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í ný- lega endurnýjað eldhús m. vönduðum sér- smíðuðum innréttingum úr kirsuberjaviði og vönduðum tækjum, samliggjandi stof- ur með mikilli lofthæð og útg. á verönd til suðurs, borðstofu m. sérsmíðuðum skáp- um, 5 herbergi, þar af eitt gluggalaust og tvö flísalögð baðherb. Parket og flísar á gólfum. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Ræktuð lóð. Verð 41,9 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00- 16.00 Verið velkomin. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS SUMARHÚS - SKORRADALUR Stórglæsilegt 90 fm nýtt heilsárshús í Skorradalnum í landi Indriðastaða. Húsið stendur á 7.500 fm kjarrivaxinni lóð sem liggur að litlum fossi. Í húsinu er gert ráð fyrir þremur herbergjum og eru nokkur þrep frá svefnherbergisgangi niður í stofurnar og eldhús. Gert ráð fyrir kamínu. Stórir og miklir gluggar í tvær áttir að dalnum og vatninu. Timburpallur. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Bergsveinn sýnir, símar 852 3342 - 892 3342. 4883 OPIÐ HÚS - BRAUTARLAND 19 Mjög vel staðsett 130 fm. endaraðhús innst í botnlangagötu við opið svæði neðarlega í Fossvogsdalnum. Bílastæði er við húsið að ofanverðu. Húsið skiptist þannig: forstofa, stofa/borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla. Bílskúr fylgir EKKI Húsið er upprunalegt og þarfnast endurnýjunar. Laust fljótlega! V. 34 m. 4991 Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. V. 34,0 m. OPIÐ HÚS - REKAGRANDI 7 - 2. H.H. Falleg og vel staðsett 3ja herbergja 82 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Reka- granda, ásamt 27 fm stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Sérgeymsla og hjólageymsla eru á jarðhæð. Tvennar svalir eru á íbúðinni. V. 18,5 m. 4742 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15 (BJALLA 204). OPIÐ HÚS - BRAGAGATA 22A - RVÍK OPIÐ HÚS - HOLTSGATA 20 - 3. HÆÐ Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 81 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í 4-býlishúsi við Holtsgötu. Ein íbúð á hæð. Íbúðin skiptist m.a. í tvær rúmgóðar samliggjandi stofur og tvö herbergi. Íbúðin er vel skipulögð. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Fulningahurðir. Listar í loftum. Húsið hefur nýlega verið standsett. Íbúðin er laus 1. júlí nk. V. 18,5 m. 4903 Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15. AUÐARSTRÆTI - NORÐ- URMÝRI Góð fimm herbergja neðri sér- hæð með sérinngangi og suðursvölum á þessum vinsæla stað í Norðurmýrinni. Íbúðin skiptist í for- stofu, hol, tvær saml. stofur, þrjú svefnherbergi, eldhús og bað. Af svölum eru tröppur í glæsileg- an garð. Í kjallara fylgja tvær sérgeymslur auk kaldrar geymslu svo og sam. þvottah., kyndiklefi o.fl. Búið er að endurnýja skólp og drenlagnir hússins og raflagnir í íbúð. V. 24,9 m. 4995 SPÓAHÓLAR Vel skipulögð 81 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð með fallegu útsýni. Íbúð- in skiptist í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherb. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sam. þvottahús, hjólageymsla o.fl. V. 15,9 m. 4987 REYNIMELUR - GLÆSI- LEGT ÚTSÝNI Vel skipulögð og falleg 75 fm 3ja herbergja íbúð á 4. hæð á þessum eft- irsótta stað. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, eld- hús, tvö herbergi og stofu. Í kjallara er sér- geymsla, hjólageymsla og sam. þvottahús. Áhv. 12,7 millj. frá Kaupþing banka. V. 16,9 m. 4992 SÓLVALLAGATA Falleg 66 fm íbúð á 2. hæð við Sólvallagötu í með sérinngangi. Eignin skiptist í baðh., eldhús, stofu og herbergi. Stórir gluggar og hátt til lofts gera íbúðina bjarta og skemmtilega. V. 12,5 m. 4994 Falleg 2ja herbergja íbúð, sem skiptist í eldhús, stofu, herbergi og baðherbergi. Sér- geymsla fylgir í skúr á lóðinni. Í sameign er m.a. kyndiklefi/þvottahús. Mikil lofthæð er í íbúðinni og gluggar stórir sem gerir íbúðina bjarta og skemmtilega. V. 14,2 m. 4931 Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Íbúðin er á annari hæð, gengið inn baka tilVegna mikillar sölu og aukinnar eftir- spurnar vantar okkur flestar stærðir verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhús- næðis á öllu höfuðborgarsvæðinu - traustur kaupendahópur Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 Vantar strax Skrifstofur 300-400 fm skrifstofur á efri hæðum í vandaðri skrifstofubyggingu, staðsett á góðum stað á höfuðborgarsvæð- inu. Mjög traustur kaupandi eða leigutaki. Sjúkraþjálfun 500-700 fm að mestu opið rými á jarðhæð eða á efri hæðum í góðu lyftuhúsi, staðsetning 101 Reykjavík. Mjög traustur kaupandi eða leigutaki. Veislusalur 500-700 fm að mestu opið rými á jarðhæð eða á efri hæðum í góðu lyftuhúsi, staðsett á góðum stað í Reykjavík eða Kópavogi. Mjög traustur kaupandi eða leigutaki. Iðnaðarbil 100-150 fm með góðum innkeyrsludyrum og góðu útiplássi, staðsett á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt á söluskrá Fjárfestar Til sölu eign með 15 ára leigusamningi. Um er að ræða eignarhluta í nýlegu húsi við Laugaveg. Traustur leigutaki. Leiga til 15 ára, góðar tryggingar. Uppl. á skrifstofu Magnús. Kennslufræði nú- tímans gengur sífellt meira útá það að rjúfa skólaveggina og færa kennsluna meira út í samfélagið þar sem nemendur fást meira við raunhæf og hagnýt verkefni. Ýmsar kennsluaðferð- ir í þessum anda hafa sprottið upp og eiga vaxandi fylgi að fagna í skólum landsins. Dæmi um þessa nálg- un eru vettvangsferðir og heima- próf. Sjálfboðin störf eru angi af þessari þróun og er talað um þátt- tökunám í þessu sambandi. Nokkrar áhugaverðar tilraunir í þessa átt hafa verið reyndar með góðum árangri á ýmsum skólastig- um hér á landi en það er þó í mý- flugumynd sé horft til möguleik- anna. Mörg félagasamtök hér á landi vinna ómetanlegt starf fyrir sam- félagið eins og allir vita. Hjá þeim flestum er nýliðun eitt af stóru málunum og miklu púðri eytt í að laða nýtt fólk til starfa. Alltaf bíða margar góðar verkefnahugmyndir ofan í skúffu vegna þess að það vantar fólk til að sinna þeim. Með því að tengja sjálfboðin störf félagasamtaka við námsmat fæst margháttaður ávinningur. Nemandinn fær ómetanlegt tækifæri til þess að tengjast fé- lagasamtökum og kynnast fyrir hvað þau standa, hann kynnist verklagi og fær viðhlítandi þjálfun til þess að takast á við tiltekið verkefni, hann þarf að sýna ábyrgð og skila ákveðnum fjölda vinnustunda. Ávinningurinn af þessu er enn meiri sé haft í huga að ungt fólk dagsins í dag hefur að jafnaði ekki haft sömu tækifæri til þess að kynnast atvinnulífinu og fyrri kynslóðir. Ávinningur skólans er einnig mikill en þarna opnast fjölbreytt- ari möguleikar til námsmats en áður, hægt er að láta nemanda vinna skýrslur eða skrifa dagbók og þar fram eftir götunum. Þetta myndi einnig falla vel að hlutverki og markmiðum skólakerfisins en í lögum um framhaldsskóla, svo dæmi sé tekið, er m.a. kveðið á um að hlutverk framhaldsskóla sé að; „stuðla að alhliða þroska nem- enda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Búa nemendur undir störf í atvinnulífinu og frek- ara nám. Efla ábyrgðarkennd, víð- sýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda.“ Ávinningurinn fyrir félaga- samtökin er einnig verulegur þar sem þau fengju aukinn fjölda fólks til að sinna verkefnum sínum og ættu auk þess auðveldara með að skipuleggja ný verkefni. Ávinning- urinn yrði einnig umtalsverður í formi kynningar. Í stuttu máli: samfélagið fær þjónustu, nemandinn lærir og skólinn kemur til móts við ýmis markmið námskrár með áhrifa- miklum hætti. Innan Rauða kross Íslands er mikill áhugi á því að tengja sjálf- boðin störf við námsmat. Reykja- víkurdeild Rauða krossins hefur síðustu þrjú ár kostað lektors- stöðu við félagsráðgjafarskor HÍ. Lektorinn hefur m.a. unnið að rannsóknum á gildi sjálfboðinna starfa fyrir samfélagið og eru nið- urstöðurnar athyglisverðar (sjá nánar www.redcross.is). Í samstarfi við skorina hafa ver- ið útfærðar tvær leiðir í námsmati við sjálfboðin störf. Annarsvegar getur nemandi tekið tveggja ein- inga sérverkefni undir handarjaðri kennara og skilar þá 80–120 klst. vinnuframlagi. Hinsvegar þurfa nemendur sem sækja námskeiðið Þriðji geirinn að sinna sjálf- boðnum störfum í 40–60 klst. og fá það metið til einnar einingar. Vinnuframlagið er samsvarandi þeim vinnustundum sem reiknað er með að séu á bakvið hverja einingu. Þetta hefur gefist svo vel að á því eina ári sem þetta hefur verið reynt hafa 87 nemendur í félags- ráðgjöf komið í verk- efni Reykjavíkur- deildar Rauða krossins. Þetta eru verkefni á borð við Hjálparsímann 1717, Konukot (athvarf fyr- ir heimilislausar konur), verkefni með Kvennaathvarfi og fleira. Margir þessara nemenda hafa svo haldið áfram eftir að samningstím- anum líður. Það er því ljóst að ef verkefni af líkum toga yrðu þróuð víðar þyrftu félagasamtök ekki að hafa miklar áhyggjur af nýliðun og gætu byggt upp fleiri verkefni samfélaginu öllu til heilla. Skólar og sjálfboðin störf Tumi Kolbeinsson fjallar um menntun ’Með því að tengjasjálfboðin störf fé- lagasamtaka við náms- mat fæst margháttaður ávinningur.‘ Tumi Kolbeinsson Höfundur er kennari og forstöðumaður ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.