Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KLETTABERG - HF. - HÆÐ M/BÍLSKÚR Höfum fengið í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað glæsilega arkitektahannaða 134 fm íbúð í pallbyggðu klasahúsi, ásamt 27,9 fm bílskúr, samtals um 161,9 fm, vel staðsett í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Stórar svalir, frábært útsýni yfir Hafnarfjörð og víðar. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Gólfefni eru hlynparket og portúgölsk skífa. Glæsieign sem vert er að skoða. Verð 29,5 millj. 109730 HRAUNTUNGA - HF. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu glæsilegt einbýli á þessum frábæra stað. Eignin er um 200 fm auk 44 fm bílskúrs. Glæsilegt nýtt eldhús. Timburverönd í mjög skjólgóðum afgirtum garði. Hús nýmálað að utan og er í mjög góðu standi. Verð 38,0 millj. 80615 HÁIHVAMMUR - HF. - EINBÝLI Nýkomin í einkasölu þessi glæsilega húseign. Eignin er 342 fm að stærð, annars veg- ar 240 fm efri hæð og hluti af neðri, bílskúr 27 fm. Og hins vegar samþykkt 70 fm 2ja herb. séríbúð á neðri hæð með sérinngangi. Sérlega vönduð eign í alla staði. Frábær staðsetning og útsýni. Verð 55,0 millj. 97392 SMYRLAHRAUN - HF. - RAÐHÚS Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt, mikið endurnýjað raðhús á þessum vinsæla stað. Eignin er um 170 fm og auk þess 30 fm bílskúr. Fjögur góð svefnherb. Glæsilega inn- réttað risloft með möguleika á fleiri svefnherbergjum ef vill. Bakgarður, timburver- önd. Góð eign. Verð 32,8 millj. 28736 SMYRLAHRAUN - HF. - EINBÝLI - 2 ÍBÚÐIR Nýkomið í einkasölu þetta glæsilega einbýli á þessum frábæra stað. Eignin er 360 fm með innbyggðum tvöföldum bílskúr og 135 fm séríbúð á jarðhæð. Eign í mjög góðu standi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Hús í góðu viðhaldi. Verð 54,0 millj. 91935 HAFNARFJÖRÐUR Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Í einkasölu glæsileg fullbúin 4ra herb. 123,1 fm íbúð á 3. hæð (efstu hæð í 3ja hæða nýju fjölb.) ásamt mjög góðu og rúmgóðu stæði í upph. bílskýli undir hús- inu. Íbúðin er til afhend. núna fullfrág. með glæsilegum ljósum innréttingum (ölur) og hlyni á gólfi. Allur frág. til fyrirmyndar. Til afhendingar strax. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verð 26 millj. Þórðarsveigur 20 - 0302 m. bílskýli Opið hús í dag frá kl. 14-16 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Í einkasölu glæsil. 62 fm einn- ar hæðar hús á fallegum útsýn- isstað við Skarðsá í stórbrotnu umhverfi. Til afh. strax fullbúið í hólf og gólf m. öllum nútíma- þægindum. Eldhús m. upp- þvottavél, keramik-helluborði, veggofni, stórum ísskáp með frysti o.fl., baðherb. m. gufu- sturtuklefa, 2 góð svefnherb. o.fl. Mjög vandaður frágangur, mahóní-gluggar og -hurðir. 30 fm verönd (án handriðs). Rotþró, rafmagn og kalt vatn tengt. Mjög gott verð 11,5 millj. Hrísabrekka - sumarhús við Skarðsá - gott verð Vorum að fá í einkasölu góða 4 herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi skammt frá Háteigs- kirkju. Íbúðin skiptist í tvær stofur og tvö svefnherbergi, eldhús og bað, auk sérgeymslu, alls 82,1 fm. Suðursvalir. Gott sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi o.fl. Íbúðin er í góðu ástandi og sameign er mjög snyrtileg. Frábært útsýni. Verð 17,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 15.00–17:00. Jóhanna Halldórsdóttir gsm 868 4112 Nánari upplýsingar veittar í símum 545 4100/868 4112 eða á skrifstofu fasteignasölunnar, Mörkinni 3, 2. hæð, Reykjavík. www.bustadur.is Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur fasteignasali. AUGLJÓST er að það málefni sem ber einna hæst í meginpólitík samtímans er svo- nefnt samrunaferli Evrópu. Þetta ferli hefur gengið sinn gang jafnt og þétt í nærfellt 60 ár og hef- ur án efa verið ætlað eitthvert mótað loka- markmið frá upphafi. En hvert er mark- miðið? Og hvað rekur sérstaklega á eftir því að ráðist er í þetta mikla samrunaferli álfunnar? Svör við þvílíkum spurningum eru vissulega umdeild, enda víst að ferlið sem slíkt er deilumál hvað þá markmiðið sjálft. Sam- runaferli Evrópu er m.ö.o. póli- tískt ágreiningsefni, ekki síst þeg- ar svo er komið að markmið þeirra, sem lengst ganga og mestu ráða um framvinduna, er að stofna Bandaríki Evrópu, The United States of Europe. Sú fyrir- ætlan er m.a. augljós af nýsömdu frum- varpi að stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem nú er til umfjöll- unar á vettvangi þess og innan aðildarlanda til samþykktar eða synjunar. Skert fullveldi Nú er það svo að Evrópubandalagið (European Union) er þegar með ýmis megineinkenni sam- bandsríkis. Það lýtur margs konar yfirþjóðlegri valdstjórn á öllum meginsviðum ríkisvalds, þar sem aðildarlönd eru skert fullveldi að sama skapi. Að sínu leyti gildir hið sama um Evrópska efnahags- svæðið (EES), sem Íslendingar eiga aðild að. Aðild að því skerðir fullveldið, enda er EES að hluta aukaaðild að Evrópusambandinu, í augum evrópusinna áfangi að fullri aðild. Fyrirhuguð ný stjórnarskrá Evrópusambandsins er yfirlýsing um stofnun Bandaríkja Evrópu. Hún er skilgetið afkvæmi evr- ópskra sambandsríkissinna, fe- deralistanna. Stefnu sína styðja þeir ýmsum rökum, efnahags- legum, pólitískum og menningar- legum. Ef í rökum federalista á að fel- ast vissa um að til sé einhver sam- nefnari alevrópskrar einingar að því er varðar stjórnmál, efnahags- kerfi og þjóðmenningu, fær það ekki staðist. Öðru nær. Evrópa er fyrst og fremst landfræðilegt hugtak, en annars smækkuð mynd af sund- urleitum, fjölmenningarlegum mannheimi. Ein evrópsk menning fyrirfinnst ekki Evrópa er og hefur ætíð verið „sundruð“ að því er varðar stjórn- skipan og stjórnarfar, hagkerfi, menningu og mannlíf, trú, þjóð- hætti og tungumál. Það þarf meira en lítið til að gera skilvirk bandaríki úr slíkum efniviði. Víst er hægurinn hjá að draga upp stjórnarskrá slíks stórveldis (eins og nú hefur verið gert) en stjórnarskrá af því tagi verður aldrei annað en girðing um löggjöf og embættisfærslu stjórnskipunar Valdskerðing og hnignun máls og menningar Ingvar Gíslason fjallar um tunguna ’Svo halda Íslendingarað íslenska, fámennistunga á þröngu málsvæði, hafi einhverja sérstöðu sem standi allt áreiti af sér.‘ Ingvar Gíslason Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuð- staður framhalds- og háskóla- náms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.