Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ VAR á síðari hluta 18. aldar
sem einhverjum snillingum í kans-
elíinu í Kaupmannahöfn tókst að
reikna það út að best væri að flytja
alla Íslendinga suður á Jótlands-
heiðar. Það er heimskulegt að gera
göng til Siglufjarðar, sérstaklega um
Héðinsfjörð er fullyrt þessa dagana.
Það er jafnvitlaust og malbika upp á
Langjökul, var sagt á alþingi fyrir
skömmu. Það vantar aðeins að komið
sé til dyranna eins og menn eru
klæddir og Siglfirðingum sagt að
flytja í Kópavoginn, þar sé gott að
búa.
En er virkilega svona heimskulegt
að gera göng til Siglufjarðar? Ef á að
halda byggð á Siglufirði þá verður að
skapa samgönguöryggi, það verður
aðeins tryggt með jarðgöngum. Í
kanselíinu í Kaupmannahöfn hefðu
þeir sagt, flytjum þá suður, það er
gott að búa í Kópavogi.
Ég tel að það eigi að grafa göng til
Siglufjarðar. Þá kemur næsta úr-
lausnarefni, hvert á að tengja? Með
því að gera göng yfir í Fljót frá Siglu-
firði, komast þessi tvö byggðarlög í
gott vegasamband. Mér er til efs að
sú tenging breyti miklu fyrir framtíð
byggðarlaganna tveggja. Til Sauð-
árkróks eru 71 km frá Ketilási í Fljót-
um. Það er hins vegar ekki auðvelt að
sjá þann aukastyrk sem þessi tenging
gæfi Siglufirði.
Ef farin verður Héðinsfjarðarleið,
þá eru innan við tuttugu km til Ólafs-
fjarðar frá Siglufirði og svipuð vega-
lengd frá Ólafsfirði til Dalvíkur.
Þarna skapast verulega miklir mögu-
leikar á samstæðu byggðarlagi. Í stað
þess að vera með þrjú byggðarlög
sem hvert um sig þarf að byggja upp
sömu grunnþjónustu, verður til nýtt
umhverfi með greiðum samgöngum.
Síðan er Akureyri í 75 km fjarlægð
frá fjærsta stað, þar sem er til staðar
öll þjónusta sem nútíma samfélag
krefst.
Það heyrist æði oft í þessari um-
ræðu að Héðinsfjarðargöng geri
óhjákvæmilegt að gera Ólafsfjarð-
argöngin tvíbreið. Þarna hefur verið
gripið hálmstrá til að gera þessa
framkvæmd tortryggilega. Vissulega
þarf að gera Ólafsfjarðargöngin tví-
breið, en það hefur nákvæmlega ekk-
ert með Héðinsfjarðargöngin að
gera.
Neskaupstaður, 15–16 hundruð
manna byggðarlag, hefur búið við
Oddskarðsgöng í þrjá áratugi án þess
að ég minnist þess að ein akrein í
þeim göngum væri talin helsta hindr-
un umferðar til Neskaupstaðar. Það
er hins vegar umferðaröryggismál að
tvær akreinar séu í jarðgöngum og
íbúar á Ólafsfirði og aðrir þeir sem
þessa leið aka eiga rétt á að búa við
umferðaröryggi eins og annað fólk.
Þess vegna verður að gera endur-
bætur á Ólafsfjarðargöngum fyrr en
seinna.
Byggðastefna á að byggjast upp á
samgöngubótum og lagaumhverfi
sem gefur fólki olnbogarými til að
bjarga sér sjálft. Fólk í dreifbýli á síð-
an að njóta sömu réttinda í almanna-
þjónustu og aðrir þegnar þessa sam-
félags. Gerð Héðinsfjarðarganga er
prófsteinn á hvort stjórnmálamönn-
um er alvara þegar þeir segjast vilja
styrkja byggð í dreifbýli.
HRAFNKELL A. JÓNSSON
héraðsskjalavörður,
Egilsstöðum.
Á að flytja Siglfirðinga suður á
Kópavogsheiðar?
Frá Hrafnkeli A. Jónssyni:
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg ætlar sér að loka hringnum á
næstu dögum. Óskað er eftir því að
landsmenn leggi í púkkið þannig að
hægt verði að kaupa þrjú Arun björg-
unarskip frá Englandi. Þá verður fé-
lagið komið með þéttriðið net öflugra
björgunarskipa um landið allt. Þetta
er traust og ég tek heilshugar undir
þessa ráðagerð.
Sjálfur fór ég í fyrsta útkallið mitt
sem skipstjóri björgunarbáts á dög-
unum. Við vorum fljótir út og búnir
að bjarga tveim mönnum eftir ótrú-
lega stuttan tíma. Þetta var giftu-
samleg björgun og afar ánægjuleg
fyrir okkur sem komum að máli. En
manni verður samt hugsað til þess
hvernig gengið hefði ef veður hefðu
verið válynd. Það er ekki víst að eins
vel hefði gengið.
Á Siglufirði erum við með 36 ára
gamlan björgunarbát, sem hefur
reynst prýðilega. Það er þó alveg
ljóst í mínum huga að nýrra og
stærra björgunarskip mundi gagnast
betur við slæmar aðstæður.
Þau björgunarskip sem best hafa
reynst varðandi getu og reksturs-
kostnað eru bresku plastskipin, Arun
Class, nánast ósökkvanleg og rétta
sig af ef þeim hvolfir. Auðvitað erum
við fastheldnir á gamla hluti og
mundum sakna gamla bátsins okkar.
En staðreynd er að stærra og hrað-
skreiðara skip mundi gagnast okkur
vel.
Mér líst vel á áætlun Slysavarna-
félagsins Landsbjarnar um að end-
urnýja og fjölga björgunarskipum
hringinn í kringum landið. Þetta boð-
ar stóraukið öryggi fyrir sæfarendur
og fyrir þá sem bíða á fastalandinu er
það góð tilfinning að vita að bestu ör-
yggistæki hvers tíma eru í notkun.
Ég skora á landsmenn að taka vel á
með Slysavarnafélaginu Landsbjörg
og leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Við skulum loka hringnum.
ÓMAR GEIRSSON,
umsjónarmaður björgunarskipsins
SIGURVINS á Siglufirði.
Giftusam-
leg björg-
un en …?
Frá Ómari Geirssyni:
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf.
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali,
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur.
BAKARÍ TIL SÖLU
Til sölu er bakaríið Kökuval á
Hellu, fasteign, tæki og rekst-
ur. Húsið er á tveimur hæðum.
Á efri hæð er 226 fm íbúð, á
neðri hæð er 28 fm bílskúr og
283 fm iðnaðarhúsnæði.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
Fannbergs fasteignasölu ehf. í síma 487 5028
KIRKJULUNDUR - 2JA HERB.
Höfum tekið í einkasölu mjög fallega 70,4 fm íbúð á þriðju hæð í góðu húsi fyrir eldri
borgara, ásamt stæði í bílageymslu, vel staðsett í Kirkjulundi númer 8 í Garðabæ.
Eignin er með sérinngang. Suðursvalir. Frábært útsýni. Góð sameign. Stutt í alla
þjónustu, verslun, heilsugæslu og fleira. Verð 19,8 millj. 110278
HRÍSMÓAR - 3JA HERB.
Nýkomin í einkasölu mjög góð 3ja herbergja 85,8 fm íbúð með sérinngangi á annarri
hæð í góðu fjölbýli, vel staðsettu í hjarta Garðabæjar. Eignin skiptist í forstofu, gang,
baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, eldhús, tvö herbergi og geymslu. Fallegar
innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu.
Verð 17,5 millj. 109520
FÍFUMÝRI - EINBÝLI
Höfum fengið í einkasölu mjög gott einbýli á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals
um 223,9 fm, vel staðsett í Mýrahverfi í Garðabæ. Fallegur gróinn garður með pöllum
og tilheyrandi. Falleg eign sem vert er að skoða. 86351
STEINÁS - EINBÝLI
Nýkomið í einkasölu glæsilegt nýtt einbýli með innbyggðum tvöföldum bílskúr,
samtals 230 fm. Húsið skiptist m.a. í rúmgóðar stofur, stórt svefnherb. m/fataherbergi
og baðherbergi innaf, glæsilegt eldhús o.fl. Frábær staðsetning innst í botnlanga á
þessum vinsæla stað. Vönduð eign í sérflokki. Verð 55,0 millj. 52230
GARÐABÆR
ASPARHVARF - SÉRHÆÐ - VATNSENDA
Nýkomin glæsileg 134 fm neðri hæð í glæsilegu tvíbýli í byggingu. Íbúðin verður til-
búin til afhendingar án gólfefna í september 2005. Sérstæði í góðum bílakjallara.
Vandaðar innréttingar og tæki. Verð 31,0 millj. 109004
PERLUKÓR - KÓPAVOGI - EINBÝLI
Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað glæsilegt einlyft einbýli með inn-
byggðum bílskúr samtals 189 fm. Eignin er til afhendingar nú þegar á fokheldisstigi
fullbúin að utan. Glæsileg hönnun og gott skipulag. Útsýni. Verð 32,8 millj. 110339
KÓPAVOGUR
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9-17:30.
Sími 588 4477
Í einkasölu glæsilegt, mjög
vel staðsett endaraðhús
,ásamt bílskúr, alls um 175
fm. Húsið er hæð og ris,
og mjög vel skipulagt.
Góður frágangur, parket,
vandað eldhús, 3-4 svefn-
herbergi, upphitaður sól-
skáli o.fl. Húsið er staðsett
í lokuðum botnlanga.
Verð 33,5 millj.
Hlaðhamrar
- glæsilegt hús á frábærum stað