Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 52

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 52
52 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI UNDAN-FARNA viku hafa Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff verið í opin-berri heim-sókn í Kína. Ólafur Ragnar hitti forseta Kína, Hu Jintao, í Höll al-þýðunnar á þriðju-daginn. Þeir spjölluðu um margt og segir Ólafur að fundurinn hafi verið mjög árangurs-ríkur. Tæki-færi í við-skiptum og aukin sam-skipti ríkjanna voru rædd. Nefndi kínverski forsetinn mörg ný atriði í því sambandi. Einnig var talað um gagn-kvæman skilning ríkjanna og sagðist forseti Kína vera til-búinn að ræða opið um mann-réttindi. Ólafur ítrekaði einnig þá stefnu á fundinum að Kína yrði ein heild. Forseta-hjónin hafa mikið skoðað, bæði Peking-borg og Kína-múrinn, en þau ferðast um í langri bíla-lest í lög- reglu-fylgd. Morgunblaðið/Karl Blöndal Ólafur Ragnar og Dorrit skoða Kína-múrinn. Ólafur Ragnar og Dorrit í Kína Í KABÚL höfuð-borg Afganistan var Clementinu Cantoni rænt á mánu-dagskvöld. Hún er starfs-kona hjálpar-sam-taka, og hefur stjórnað að-stoð við 11.000 afganskar ekkjur og börn þeirra frá september 2003. Fjöl-margar ekkjur hafa því mót-mælt mann-ráninu síðustu 3 daga. Afganskur karl-maður segist hafa rænt Cantoni, og segist ætla að myrða hana ef stjórn-völd banna ekki sölu á áfengi í landinu og tónlistar-þætti í sjón-varpi. Reuters Afganskar ekkjur mót-mæla. Mann-ráni mót-mælt Í BRET-LANDI vinna nú margir að því að komast að hver dular-fulli píanó-leikarinn er. Hann fannst renn-blautur og illa til reika á götu í smá-bæ í apríl. Hann hefur ekki sagt eitt orð, en spilar mjög vel klass-íska tón-list á píanó. Hann er um það bil 30 ára, og lík-legt þykir að hann hafi orðið fyrir miklu áfalli. Talið var að hann væri frá Austur-Evrópu, en túlkum þaðan hefur ekki tekist að fá hann til að tala. Einnig hafa myndir af honum verið sendar til hljóm-sveita víða í Evrópu, og vonast er til að einhver í þeim þekki manninn. Dular-fullur píanó-leikari Ungur maður myrtur Ungur maður var myrtur í Kópa-vogi á mánudags-kvöld. Hann lést eftir að hafa verið stunginn mörgum sinnum með hníf af öðrum ungum manni. Maðurinn hét Vu Van Phong og var 28 ára gamall. Hann var giftur, átti 3 ára dóttur og eitt barn á leiðinni. Lög-reglan í Kópa-vogi rann-sakar málið. Kylie Minogue með brjósta-krabba-mein Ástralska söng-konan Kylie Minogue hefur til-kynnt að hún hafi greinst með brjósta-krabba-mein. Hljóm-leika-ferðalagi hennar um heima-landið hefur því verið frestað. Kylie hefur sent að-dáendum sínum skila-boð þar sem hún þakkar stuðn-inginn sem þeir hafa sýnt henni. Jóhannes Karl leikur ekki með lands-liðinu Jóhannes Karl Guðjónsson, leik-maður enska knatt-spyrnu-liðsins Leicester City, hefur ákveðið að leika ekki með íslenska lands-liðinu. Hann segir að ástæðurnar séu persónu-legar, og að kannski leiki hann með liðinu seinna meir. Stutt Á ÞRIÐJU-DAGINN rann út frestur til að skila inn til-boðum í Símann. Alla vega 3 hópar fjár-festa skiluðu inn til-boði. Einn hópurinn skilaði til-boði í 98,8% hlut ríkisins í Símanum. Í til-boðinu felst að hópurinn geri samning við Al-menning ehf. um að allir Íslendingar megi síðar kaupa um 30% hlut í Símanum. Stjórn Al-mennings er mjög ánægð með þetta til-boð. 30% Símans handa al-menningi ÓTTAST er að stjórnar-herinn í Úsbe-kistan, sem er ríki í Mið-Asíu, hafi drepið um 1.000 óbreytta borgara. Stjórnar-herinn hóf skot-hríð á mörg þúsund manns sem mót-mæltu ríkis-stjórn Íslams Karímovs forseta. Hann hefur verið ein-ráður í 16 ár, traðkað á rétt-indum fólks og pyntað fanga. Stjórn-völd í Bretlandi, Evrópusam-bandið og Sam-einuðu þjóð-irnar vilja óháða rann-sókn á at-burðunum. Það lítur út fyrir að stjórn-völd hafi framið fjölda-morð. Banda-ríkja-menn reka her-stöð í Úsbe-kistan og er Karímov talinn mikil-vægur banda-maður í stríðinu gegn hryðju-verkum. Þúsund drepnir Múslimir í Úsbekistan biðjast fyrir. Reuters GUÐJÓN Þórðarson hefur verið ráðinn knatt-spyrnu-stjóri enska knatt-spyrnu-liðsins Notts County sem leikur í 3. deild. Guðjón gerði 3 ára samning við félagið. Þetta er þriðja enska liðið sem Guðjón stýrir. Hin liðin voru Stoke City og Barnsley. Guðjón segist vera glaður að starfa aftur með atvinnu-liði. Hann var ráðinn til Notts County 4 dögum eftir að hann sleit samningi sínum við Kefla-vík. Rúnar V. Arnarson, for-maður knatt-spyrnu-deildar Kefla-víkur segir að Guðjón hafi brotið gróf-lega samninga við þá. Guðjón stýrir Notts County Guðjón er glaður með nýja liðinu sínu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SELMA Björnsdóttir tók ekki þátt í aðal-keppni Evró-visjón- -söngva-keppninnar, eftir að hafa tapað í undan-úrslitum á fimmtudags-kvöld. „Við erum auðvitað drullu-spæld yfir úr-slitunum. Hins vegar vorum við mjög sátt við okkar frammi-stöðu. Við gerðum okkar besta og lögðum allt í þetta. Hvað getur maður meira gert?“ sagði Selma, sem fannst hún og félagar hennar vera meðal þeirra 10 bestu. Selma segist hissa á hvaða lönd komust í aðal-keppnina, og að Evró-visjón-keppnin hafi mikið breyst á seinustu árum. Selma er spæld Morgunblaðið/Sverrir Selma og dans-meyjar á æfingu. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.