Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 53 FRÉTTIR Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2004: en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: Ell i l ífeyri Makalífeyri Barnalífeyri Örorkulífeyri Fáir þú ekki yfirlit, Gættu réttar þíns Til þess að iðgjöld launamanna njóti ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launamenn innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launamaður innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launamanni er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn Samvinnulífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lífeyrir Afmælisþakkir Grallarinn Már Sigurðsson hlaut hinn sjötta tug, og hlotnaðist margan vinarhug. Með þakklæti í huga og hjarta, og góðar kveðjur um framtíð bjarta. Við þökkum fjölda þeim, sem sóttu okkur að Geysi heim. Til erfis og upprisu hátíðar þó enginn hafi látist þar, á því erum við alveg klár. Egilsstaðir | Fimmtán nýmiðlunar- verkefni hafa verið valin til að keppa til úrslita í landskeppni Nýmiðlunar- verðlauna Sameinuðu þjóðanna og er margmiðlunardiskur um ferða- þjónustu á Austurlandi eitt þeirra verkefna sem komst í úrslit. Í fréttatilkynningu segir að um alllangt skeið hafi árlega verið gefin út handbók um ferðaþjónustu á Austurlandi til að nota við markaðs- setningu fjórðungsins á ferðakaup- stefnum eins og Vest Norden. Haustið 2004 var ákveðið að gefa út margmiðlunardisk í stað handbókar- innar. Verkefnið var unnið af Mark- aðsstofu Austurlands í samstarfi við Ferðamálafélag A-Skaftafellssýslu og kostað af Ferðamálasamtökum Austurlands. Um hönnun sá marg- miðlunarfyrirtækið IGM. Margmiðlunardiskurinn er á stærð við greiðslukort, léttur og handhægur og getur hýst ógrynni af upplýsingum. Allur texti er á ensku en diskurinn er þannig uppsettur að hægt er að velja um að horfa á mynd- band af Austurlandi, fletta mynda- safni eða skoða lista yfir ferðaþjón- ustu á svæðinu þar sem hún er flokkuð eftir tegundum. Þá er hægt að tengjast beint af diskinum yfir á ferðaþjónustuvef Austurlands, www.east.is sem um þessar mundir er verið að breyta og efla á sama grunni og í svipuðum stíl og marg- miðlunardiskurinn er uppbyggður. Vekja á athygli á Austfjörðum Ætlunin er að uppfæra og þróa margmiðlunardiskinn frá ári til árs og nota hann til að vekja athygli á Austurlandi sem ferðamannastað, til upplýsingagjafar um ferðaþjónustu í fjórðungnum og til að beina fólki inn á ferðaþjónustuvefinn www.east.is. Vegleg nýmiðlunarhátíð verður haldin í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í dag kl. 13 til 18. Þar gefst almenningi og fagfólki ein- stakt tækifæri til að kynna sér bestu afurðir íslenskra nýmiðlunarfyrir- tækja um þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning af þessu tagi er haldin hérlendis en á henni verða sýnd og kynnt þau fimmtán nýmiðl- unarverkefni sem dómnefnd lands- keppni Nýmiðlunarverðlauna Sam- einuðu þjóðanna valdi í forval. Átta þeirra verða síðan valin úr á laug- ardaginn og þau send sem framlag Íslands í aðalkeppni World Summit Award sem haldin verður í Túnis í haust. Austfirskur margmiðlunardiskur í samkeppni SÞ Er eitt af fimmtán nýmiðlunarverkefnum NÁMSKEIÐ í hugljómun fer fram í Bláfjöllum dagana 26. til 29. maí næstkomandi. Námskeiðið hefst á fimmtudag klukkan 19.30 og því lýk- ur á sunnudagskvöld. Leiðbeinendur verða Osha Read- er, sérfræðingur í áfallahjálp, sem staðið hefur fyrir námskeiðahaldi í 35 ár og Guðfinna Svavarsdóttir, ölduvinnu- og jógakennari, sem hefur staðið fyrir námskeiðum sl. 8 ár. „Þátttakendur velja ákveðna spurningu, t.d. spurninguna hver er ég?, til að hugleiða og vinna með í þrjá daga samfleytt, í þeim tilgangi að öðlast reynslu af því sem spurt er um. Hugleiðslan er tvenndarvinna, sem getur leitt til stórkostlegs ár- angurs á skömmum tíma,“ segir í fréttatilkynningu. Skráning á nám- skeiðið er á netfanginu aldan@inter- net.is. Kynning á námskeiðinu fer fram í sal Maður lifandi, Borgartúni 24, mánudaginn 23. maí kl. 17.30. Fyrir- lesturinn er ókeypis og öllum opinn. Námskeið í hugljómun Guðfinna Svavarsdóttir Fréttasíminn 904 1100 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.