Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 57
Drottningarfórn.
Norður
♠7
♥ÁKG75
♦ÁK
♣D8652
Vestur Austur
♠D10643 ♠K952
♥1098 ♥D62
♦G9762 ♦1054
♣-- ♣KG3
Suður
♠ÁG8
♥43
♦D83
♣Á10974
Suður spilar sex lauf og fær út hjarta-
tíu.
Hvernig á sagnhafi að spila?
Þetta er einfalt: Drepið á hjartaás og
laufi spilað á tíuna. Það er sjálfsögð ör-
yggisspilamennska, því ekkert nema 3-0
lega í trompi getur sett spilið í hættu.
Allt satt og rétt, en segjum nú að
austur láti hjartadrottninguna detta
undir ásinn í fyrsta slag!! Hvernig ætti
sagnhafi þá að spila? Hann myndi tæp-
lega spila laufi á tíuna og hætta á að
vestur fengi slaginn á blankt mannspil
til þess eins að gefa austri svo stungu í
hjarta. Nei, sagnhafi myndi taka á lauf-
ásinn og ... fara einn niður.
Austur þarf að hugsa hratt í fyrsta
slag til að finna drottningarfórnina, en í
raun er hún rökrétt, því helsta von aust-
urs er jú að fá tvo slagi á tromp.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 57
DAGBÓK
• Efnalaug í 105 Reykjavík Stór viðskiptamannahópur.
• Heildverslun með þekkt efnavörumerki.
• Verslanir í Kringlunni og í Smáralind.
• Rótgróið veitingahús í Hafnarfirði. Mjög góður rekstur.
• Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur.
• Þekkt innrömmun í austurbæ Reykjavíkur. Hentar vel hjónum.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr.
• Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka.
• Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr.
• Rótgróin heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 60 mkr.
• Þekkt vöruhús með innflutning og smásölu á heimilis- og gjafavöru.
• Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin.
• Heildverslun með þekktan fatnað.
• Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 mkr.
• Þekkt lítil bílaleiga.
• Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 mkr.
• Gistihús í Hafnarfirði. 25 herbergi.
• Stórt ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi.
• Þekkt sérverslun-heildverslun með fallegar vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Ársvelta 50 mkr.
• Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 80 mkr.
• Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður rekstur. Ársvelta 170 mkr.
• Stór blómaverslun í góðu hverfi.
• Heildverslun-sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 mkr.
• Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingaiðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til.
• Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 mkr. á mánuði.
• Útgerðarfélag á Reykjavíkursvæðinu.
• Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. Hentar vel til sameiningar.
• Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 mkr.
• Sérvöruverslun með 220 mkr. ársveltu. EBIDTA 25 mkr.
• Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki.
• Sérverslun með fatnað.
• Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr.
• Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði
á góðum stað.
• Stór trésmiðja með þekktar vörur.
• Heildverslun með þekktan fatnað.
Takk, Íslandsbanki
FÓLKIÐ í Söngfélaginu, kór FEB í
Reykjavík, vill þakka forráðamönn-
um Íslandsbanka fyrir höfðinglegt
boð í Íslensku óperuna 6. maí sl. Þar
var boðið upp á flottar veitingar og
óperuna Apótekarann. Það var gleði-
legt að sjá og heyra unga listafólkið á
sviðinu og væntum við mikils af því í
framtíðinni.
Það er ekki á hverjum degi sem
spurt er eftir okkur sem eldri erum
og hætt á vinnumarkaði. Við vorum
því mjög hress með heimsóknina í
Óperuna.
Bestu þakkir fyrir boðið og allan
stuðning og velvild af hálfu Íslands-
banka.
Stjórn Kórs Félags eldri
borgara, Reykjavík.
Léleg þjónusta
við Reynisvatn
FYRIRTÆKI eitt býður stangveiði í
Reynisvatni, við Grafarholt.
Á heimasíðu þessara aðila kemur
fram að veiðileyfi sé 4.000 kr. á dag en
einnig er sérstakt gjald fyrir börn 300
kr. á dag. Sá galli er þó á gjöf Njarðar
að gjaldið fyrir börnin er sem sagt
4000 kr. + 300 kr. eða 4300 kr.!
Finnst þeir sigla undir fölsku flaggi
á heimasíðu sinni, og það sem verra
er að þetta virðist vera gert að yf-
irlögðu ráði.
Afi.
Hávaðamengun í Höfðatúni
Í HÖFÐATÚNI er verið að byggja
heilt hverfi með stórvirkum vélum og
tilheyrandi hávaða. Þar er verið að
sprengja þessa dagana, og eru það
mjög öflugar sprengingar. Á hvíta-
sunnudag t.d. var mikið ónæði í
hverfinu vegna hávaðamengunar. Því
vil ég beina þeim tilmælum til verk-
takanna sem þarna eru að störfum að
gefa fólkinu í hverfinu a.m.k. frí frá
þessum hávaða um helgidaga.
Íbúi í nágrenninu.
Vonbrigði með strætó
ÞAÐ voru okkur í eldri kantinum
mikil vonbrigði þegar hætt var að láta
strætó ganga nálægt Fossvogskirkju.
Vegna þess er þeim sem huga að leið-
um ástvina sinna gert erfitt fyrir. Ég
skora á þá sem sjá um leiðarkerfi
Strætó bs. að þeir sýni félagshyggju í
verki og hugsi til þeirra mörgu bíl-
lausu og fótalúnu og bæti um betur.
Guðrún Magnúsdóttir.
Paul Mixi 2000 óskast
ER einhvern sem vill gefa Paul Mixi
2000-hrærivél og/eða fylgihluti? Þeir
sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að
hafa samband í síma 862 2737.
Kettlingar fást gefins
TVÆR læður, 8 vikna, vel upp aldar
og fallegar, fást gefins. Önnur er grá
og hin þrílit. Upplýsingar í síma
551 0351 eða 691 0880.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Fimmtudaginn 26. maí verður
farin ferð að Knarrarósvita – skoðuð
söfn og sýningar á Stokkseyri, m.a.
Draugasetrið. Boðið upp á kaffihlað-
borð á veitingastaðnum Hafinu bláa.
Komið við í Þorlákshöfn ef tími vinnst
til. Lagt af stað frá Gullsmára kl. 13.15
og Gjábakka kl. 13.30. Ferðanefnd
FEBK.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur í kvöld kl. 20, hljómsveitin
Klassík leikur fyrir dansi. Færeyjaferð
(10 dagar) Gist í Klakksvík og Þórs-
höfn. Skoðunarferðir daglega. Ath.
munið að skrá ykkur í sumarferðir,
uppl. í s. 588-2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
alla virka daga, fjölbreytt dagskrá,
m.a. opnar vinnustofur, spilasalur,
sund- og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug. Veitingar í hádegi og kaffitíma í
Kaffi Bergi.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Vorsýning kl. 13–16. Fjöl-
breytt handverk. Kl. 13–16 Hólmfríður
Gestsdóttir les í Tarotspil. Kl. 14.30
Dísirnar syngja. Kl. 15 ljóðalestur.
Kaffi og meðlæti.
Norðurbrún 1 | Handverkssýning,
sýning á munum sem unnir hafa verið
í félagsstarfinu í vetur verður sunnu-
daginn 22. og mánudaginn 23. maí kl.
14–17 komið með gesti skoðið fallegt
handverk og kynnið ykkur þá þjón-
ustu sem í boði er, allir velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Í dag er
handavinnusýning. Sýndir eru munir
gerðir af notendum. Þessir munir
hafa verið unnir í vinnustofunum. S.s.
bútasaumur, bókband, glerbræðsla,
glerskurður, myndlist, leirmótun,
smíðar og allmenn handavinna. Kaffi,
söngur og harmónikkuleikur.
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Sumarferð starfs
aldraðra í Bústaðakirkju verður mið-
vikudaginn 25. maí. Farið verður frá
kirkjunni klukkan 11.00. Áætluð heim-
koma er um klukkan 17.00.– Skráning
hefst þriðjudaginn 17. maí. Nánari
upplýsingar veita kirkjuverðir Bú-
staðakirkju í síma 553 8500.
Langholtskirkja | Vorferð Kven-
félagsins verður farin 26. maí kl. 15.
Farið verður um Suðurnes með leið-
sögumanni og snæddur kvöldverður í
Duus Húsi. Ferð og matur kostar
3.300 kr. fyrir félagskonur en 4.300
kr. fyrir gesti. Allir eru velkomnir.
Skráning er hjá Brynju (899 7708)
og Margréti L (698 5485) fyrir 23.
maí.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. e3 e6 4. Bd3 c5 5.
b3 Be7 6. 0–0 0–0 7. Bb2 b6 8. Rbd2
Bb7 9. De2 Rbd7 10. c4 Hc8 11. Hac1
Hc7 12. cxd5 Rxd5 13. Hfd1 cxd4 14.
Rxd4 Rc5 15. Bb1 Bf6 16. Rc4 Hd7 17.
Dg4 g6 18. h4 h5 19. De2 Rf4 20. exf4
Bxd4 21. Re5 Hd5 22. Bxd4 Hxd4 23.
b4 Ra4 24. Hxd4 Dxd4
Staðan kom upp á pólska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Poznan. Robert Kempinski (2.627)
hafði hvítt gegn Tomasz Warakomski
(2.384). 25. Rxg6! fxg6 26. Dxe6+ Kh8
27. Dxg6 Dg7 28. Dxh5+ Kg8 29. g3
svarta staðan er nú illa farin. 29. …
Dh8 30. Db5 Db2 31. Hd1 Bf3 32. Dd3
og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
SÝNING finnsks starfshóps, sem
kynnir ljósmyndir og nytjalist,
verður opnuð í sýningarsal Hand-
verks og hönnunar, Aðalstræti 12,
kl. 17 í dag. Meginmarkmið sýning-
arinnar, sem heitir Teko-Virkni, er
að koma fjölhæfum listasamtökum
á framfæri og auka skilning sam-
félagsins á mikilvægi þeirra.
Sýnd verða verk eftir 7 ein-
staklinga en starfshópurinn sam-
anstendur af einstaklingum með
námsörðugleika. Fólkið kemur frá
Lyhty ry í Helsinki en Lyhty ry er
sjálfseignarstofnun sem er heimili,
skóli, verkstæði og vinnustaður fyr-
ir fólk með námsörðugleika. Mark-
miðið þar er að læra og þróast við
skapandi vinnu. Ljósmyndir á sýn-
ingunni eru afrakstur verkefnis
sem Pekka Elomaa ljósmyndari
stóð að árið 2002 en í því fólst að
kenna fjölbreytta möguleika ljós-
myndunar. Hópur innan Lyhty ry
tók þátt í verkefninu. Nytjalistin
kemur frá handverkstæðinu
Luovilla sem er hluti af Lyhty ry en
þar vinnur hver einstaklingur eftir
sínum styrkleika og áhugasviði.
Sýningin stendur yfir til 5. júní.
Opið er alla daga frá kl. 13 til 17 í
Aðalstræti 12.
Finnsk nytjalist
Grímudansleik
og Don Carlo eft-
ir Verdi og söng-
ur nautabanans
Escamillo úr
Carmen eftir
Bizet. Aðgangur
er ókeypis og all-
ir boðnir vel-
komnir.
Hólmfríður
Sigurðardóttir píanóleikari er kenn-
ari við Söngskólann í Reykjavík.
JÓN Leifsson baritón og Hólmfríður
Sigurðardóttir píanóleikari, halda
einsöngstónleika í Salnum í Kópa-
vogi, í kvöld kl. 20.00. Jón þreytir nú
í vor burtfararpróf í einsöng frá
Söngskólanum í Reykjavík og eru
tónleikarnir liður í því. Á efnis-
skránni eru m.a. söngvar úr ljóða-
flokkunum Don Quichotte eftir
Ravel og Ástum skáldsins eftir Schu-
mann, íslensk sönglög eftir Árna
Thorsteinson og Sveinbjörn Svein-
björnsson, aríur úr óperunum
Burtfarartónleikar Jóns Leifssonar
Jón Leifsson