Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Peking | „Ég vona að heimsókn Ólafs ýti und- ir það mikil viðskipti að allar konur á Íslandi geti eignast svona demant,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú þar sem hún skoðaði demant í demantavinnslunni Shanghai Shi- nely Dimond Manufacturing Company í Shanghai á föstudag. „Trúaðir gyðingar skera og slípa venjulega demanta og það er ynd- islegt að sjá ungar stúlkur í Kína sýna þessa hæfileika,“ sagði hún. „Vinnubrögðin hér eru mjög fagmannleg, en þeir eru með ódýra steina. Auðvitað verða demantarnir verðmætari eftir því sem þeir verða stærri og liturinn betri og um leið eykst hættan á að brjóta steininn og skurðurinn þarf ekki að vera nema ögn ónákvæmur til að miklir peningar tapist.“ Fyrirtækið Shanghai Shinely Diamond Manufacturing fær demantana ýmist beint frá námunni eða frá demantakaupmönnum, vinnur þá og sendir aftur. Ástæðan er hið ódýra vinnuafl. „Hér er skortur á vinnu og mikið af fólki,“ sagði hún. „En þeir þjálfa stúlkurnar og þær eru í góðu og hreinu um- hverfi – það er satt að segja mun hreinna hér en á vinnustofum gyðinganna í New York.“ Dorrit sagði að hún hefði skoðað vinnslu demanta um allan heim, en þar hefðu betri steinar verið unnir og ávallt verið notaður leisigeysli til að skera þá til þess tryggja vinnsluna. „Hér kostar steininn kannski nokkur hundruð dollara,“ sagði hún, „en ég er að tala um staði þar sem unnir eru steinar að andvirði nokkur þúsund dollarar.“ Flestir frá Suður-Afríku Dave Orchard, ráðgjafi hjá fyrirtækinu, sagði að misjafnt væri hversu mikið af stein- um væri unnið, en að jafnaði væru það um 5.000 karöt á mánuði. Flestir kæmu steinarnir frá Suður-Afríku, en mikil áhersla væri lögð á að uppruni þeirra væri vottaður þannig að tryggt væri að þeir kæmu ekki frá átakasvæð- um í Afríku. Í heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta til Kína hefur Dorrit kom- ið víða við. Hún kveðst hafa orðið margs vísari í Kína. „Það er ótrúlegt hvað þetta land er stórt og hvaða möguleika það veitir Íslendingum, 300 þúsund manna þjóð,“ sagði hún. „Ef aðeins brotabrot af einum hundraðshluta af Kína fer í viðskipti við Ísland – og ég held að það sé að gerast núna – er vart hægt að ímynda sér hvað það mundi skipta miklu máli.“ Dorrit kom til Kína í upphafi áttunda ára- tugarins þegar menningarbyltingin stóð enn yfir og vann að fornleifauppgreftri með föður sínum. Hún getur því borið þeim miklu breyt- ingum, sem átt hafa sér stað í Kína, vitni. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Kínverjar hafa afrekað á stuttum tíma,“ sagði hún. „En þeir hafa gríðarlegan mannafla og mannslíf geta skipt litlu máli hérna. Lífsgæði eru svo bág hér að það er ekki hægt að bera það saman við neitt í Evrópu, hvað þá á Íslandi. Síðan er bilið á milli ríkra og fátækra gríðarlegt. Þess vegna erum við heppin á Íslandi. Þar er bilið lítið, þótt það hryggi mig að sjá að það hefur stækkað. Það er nokkuð, sem við þurfum að laga og við höfum efni á því.“ Skilar vonandi sögulegum árangri Heimsókn Ólafs Ragnars og Dorritar lauk í gær eftir ferðalög til þriggja borga, Peking, Shanghai og hafnar- og sjávarútvegsborg- arinnar Qingdao. Með í för var 200 manna við- skiptasendinefnd og skipulagði íslenska sendiráðið í Peking og útflutningsráð ferðina ásamt forsetaskrifstofunni. Dorrit kvaðst vona að ferðin myndi skila sögulegum árangri: „Bakgrunnur minn er í viðskiptum og því finnst mér mikið til koma að skipuleggja þær með þessum hætti. Ég hefði líka kosið að sjá fulltrúa íslenskra lista með í för, en flestir voru svo uppteknir vegna Listahátíðar að það var ekki hægt. En það mikilvægasta er að með þessari heimsókn var hægt að opna dyr, til að koma góðri hugmynd á framfæri þarf að opna dyr.“ Morgunblaðið/kblDorrit Moussaieff skoðar demantavinnslu í Shanghai. Starfsmaður demantavinnslunnar slípar demant. Mikilvægast að hægt var að opna dyr Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is FÆÐINGARORLOF feðra á Ís- landi er mikilvægasti árangurinn af kvennaráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót sem haldin var í Reykjavík árið 1999. Þetta kom m.a. fram á þriðja fund- inum sem haldinn var í íslenska sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi í framhaldi af kvennaráðstefnunni í Reykjavík og til undirbúnings kvennaráðstefnu sem haldin verð- ur í St. Pétursborg í haust. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, prófessor og framkvæmdastjóri ráðstefnunnar á Íslandi, sagði frá hugmyndafræðinni á bak við feðraorlofið á Íslandi og árangri af lögfestingu þess. Fundargestir spurðu hvort feðraorlofið hefði ekki örugglega verið baráttumál jafnaðarmanna á Íslandi en urðu hissa þegar samsetning ríkis- stjórnarinnar sem samþykkti frumvarpið og samstaða allra flokka var útskýrð. Fundirnir eru skipulagðir af Guðrúnu Ágústsdóttur og Anniku Schildt, ritstjóra hjá bókaforlaginu Natur och Kultur. Þátttakendur hafa verið 30–40 konur úr ýmsum geirum atvinnulífs og akademíu, búsettar í Svíþjóð, og fyrirlesarar hafa verið konur með mikla reynslu af starfi í þágu jafnréttis kynjanna. Að þessu sinni töluðu auk Sigríðar Dúnu, Elena Kalin- ina, rektor og framkvæmdastjóri fjórðu kvennaráðstefnunnar Konur og lýðræði sem haldin verður í St. Pétursborg í haust, og Carin Lann, sænskur sérfræðingur og ráðgjafi hjá fyrirtækinu Språng- brädan. Carin Lann hefur t.d. unnið með konum í Eystrasaltsríkjunum og sagði frá þeirri vinnu á fundinum. Hún hafi verið lærdómsrík, alls ekki einhliða aðstoð frá Norður- löndunum heldur samstarf sem báðir aðilar njóti góðs af. Elena stjórnar einum af virtustu háskól- um St. Pétursborgar, Social & Economic Institute. Stofnun hans má rekja til aðstoðar við atvinnu- lausar konur og nú er svo komið að margar af þeim konum, sem lokið hafa þar námi, hafa stofnað eigin fyrirtæki, en algengt er að konur reki lítil fyrirtæki í St. Pét- ursborg. Þar er atvinnuleysi mikið, allt upp í 18% þótt opinberar tölur segi 6%. Elena fjallaði um kjör kvenna í St. Pétursborg en konur eru 56% íbúa borgarinnar og margar eru ellilífeyrisþegar sem búa við bág kjör. Guðrún Ágústsdóttir segir ár- angurinn af fundunum þremur í Stokkhólmi meiri en búist var við. Margt hafi breyst á þeim sex árum sem senn eru liðin frá kvennaráð- stefnunni í Reykjavík, t.d. hafi hnattvæðing og Netið haft sitt að segja. Guðrún segir að þátttak- endur hafi lýst ánægju með fund- ina og mikilvægi þess að hittast og ræða málin til undirbúnings fjórðu kvennaráðstefnunni í St. Péturs- borg, en jafnvel stendur til að halda einn fund í viðbót í Stokk- hólmi í haust í því skyni. „Nið- urstaðan er að í lýðræðisríkjum á hlutur kvenna ekki að vera fyrir borð borinn. Forsenda lýðræðis er að konur og karlar taki höndum saman við að stjórna heiminum,“ segir Guðrún Ágústsdóttir. Fæðingarorlof feðra mikilvægasti árangurinn Það var þétt setinn bekkurinn á síðasta kvennafundinum fyrir helgina. Undirbúa þátttöku í kvennaráðstefnu í St. Pétursborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.