Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farvel Frans. Hugmyndir um aðstyrkja byggð áNorðurlandi vestra, m.a. með göngum gegnum Tröllaskaga, hafa verið til umræðu meðal sveitarstjórnarmanna þar. Með því telja sveitar- stjórnarmenn vinnast tvennt: að byggðin tengist betur Eyjafirði og að Ak- ureyri fengi þar með stærra og betra markaðs- og atvinnusvæði og að það myndi einnig styrkja þétt- býli og sveitir á Norður- landi vestra. Þegar Skagfirðingar huga að aðalskipulagi koma vegamál að sjálfsögðu til skoðunar. Við þá vinnu settu menn fram hugmynd um göng gegnum Tröllaskaga, t.d. milli Hjaltadals og Hörgárdals, sem stytta myndu leið milli Sauð- árkróks og Akureyrar um 20–30 km. Þá lægju leiðir manna milli byggða sunnan og norðan um all- ar byggðir á Norðurlandi vestra, þ.e. Blönduós, yfir Þverárfjall sem þýðir að Skagaströnd er skammt undan, um Sauðárkrók, gegnum Hóla (og þá er Hofsós ekki langt norður af) og í Eyjafjörð. Þetta telja sumir sveitarstjórnarmenn á þessum slóðum vænlegri kost en styttingu hringvegarins framhjá Blönduósi eins og er nú til um- ræðu og ekki síður mun betri kost en veg um Stórasand. Áhugi er á vegagerð um Stóra- sand hjá Eyfirðingum sem vilja margir hverjir stytta sem mest leiðina milli byggðar sinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hefur ný- lega verið stofnað áhugafélagið Norðurvegur um málið. Slíkur vegur færi í um 780 m hæð og á 15 km kafla lægi hann í yfir 700 m hæð. Á að fara um fjöll eða byggðir? Spurning er því hvort næstu stórverkefni í vegagerð á þessum slóðum á að snúast um að tengja betur saman byggðarlög á Norð- urlandi eða að stytta sem mest leiðina milli Reykjavíkur og Akur- eyrar eins og vegur um Stórasand gerir. Verði þessi leið farin losna menn við Öxnadalsheiði en vegur- inn um hana liggur hæst í 540 m hæð. Einnig færðist aðalleiðin frá Vatnsskarði þar sem vegurinn fer í um 400 m hæð og yfir á Þver- árfjall þar sem vegurinn fer hæst í 320 m. Hugsanleg jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru lítið könnuð enn sem komið er bæði hvað varðar kostnað og legu. Þau gætu legið annars vegar milli Hofsdals og Barkárdals eða sunn- ar, á nokkrum stöðum milli Hjaltadals og Hörgárdals, og lengdin yrði mest um 18 km. Hæð gangamunna beggja megin yrði kringum 300 metrar sem er tals- vert lægra en t.d. Öxnadalsheiðin eins og fyrr er nefnt. Það eru ekki síst Skagfirðingar sem eru áfram um að tengjast bet- ur Eyjafirði. Telja þeir m.a. að unnt yrði að bjóða fram svæði til iðnaðaruppbyggingar á Finn- bogahólum, skammt frá Kolkuósi. Ætti Eyfirðingum að geta þótt það fýsilegt í ljósi þess að farið er að fækka mjög möguleikum á slík- um svæðum í Eyjafirði. Með þess- ari tengingu stækkar atvinnu- svæði Eyjafjarðar til austurs og má segja að líta mætti þá á byggð- irnar allt milli Blönduóss og Akur- eyrar sem eitt atvinnusvæði. Fjarlægð milli Laugarbakka í vestri og Akureyrar er 185 km sé farið um Þverárfjall og göng milli Hjaltadals og Hörgárdals. Vega- lengdin milli Hóla og Akureyrar yrði með tilkomu ganga kringum 60 km en er um 130 km í dag. Veg- ur milli Sauðárkróks og Akureyr- ar myndi styttast úr um 119 km í um 90 og milli Blönduóss og Akur- eyrar úr 145 km í um 90. Göng undir Tröllaskaga myndu hins vegar lítið sem ekkert stytta leiðina milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri að sér sýnist þessi leið vart fýsileg vegna mikils kostnaðar við göng og að hún stytti ekki vegalengdir milli fjar- lægra staða þótt hún kunni að stytta mönnum leið á vissum köfl- um. Þessa leið segir hann lítið hafa verið athugaða, aðeins hugað að mögulegri legu jarðganga en ljóst sé að þau yrðu löng og þar af leiðandi dýr. Stytting kostur en þó ekki á hvaða verði sem er Um Stórasandsleið segir vega- málastjóri að verið sé að safna veðurfarsupplýsingum og að því loknu verði fyrst hægt að meta hvaða kosti slík leið gæti haft. Annar kostur sem er til athugun- ar er að stytta hringveginn í Húnavatnssýslu, Svínvetninga- braut, þar sem nauðsynlegt er að endurbyggja hann. Segir vega- málastjóri að almennt séð sé stytting vegalengda kostur fyrir umferð milli fjarlægra staða en slíkar styttingar megi þó ekki kaupa á hvaða verði sem er. Hvernig sem þessar hugmyndir þróast í framtíðinni er ljóst að ekki fá allir ýtrustu óskir sínar uppfylltar í vegagerð á Íslandi. Til þess er landið of strjálbýlt og ósk- irnar og einstakir hagsmunir ákveðinna svæða eða hópa of flóknir. Fréttaskýring | Vegur milli Norður- og Suðurlands um byggð eða hálendi? Þjóðvegir og göng fyrir alla Liggur tenging Skagafjarðar og Eyja- fjarðar í göngum undir Tröllaskaga? Hólar gætu orðið í þjóðbraut í framtíðinni. Á að fara beint eða tengja byggðir með krókaleiðum?  Taka þarf tillit til margra sjónarmiða þegar vegalagning er annars vegar. Þjóðvegur þarf að þjóna dreifðum byggðum og tengja saman staði. Á langleiðum er hentugast fyrir þá sem fara milli fjarlægustu áfangastaða að vegur liggi jafnan skemmstu leið. Vegur sem tengir byggðar- lög er þó ekki síður nauðsyn- legur fyrir byggðaþróun og atvinnulíf jafnvel þótt hann fari ekki alltaf stystu leið. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.