Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 18
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,nýkjörinn formaður Samfylk-ingarinnar, segir að lands-fundur flokksins um helgina hafi markað mikil tímamót í sögu hans. „Það er alveg ljóst, af þessum fundi, að kominn er fram á sjónar- sviðið stór og öflugur flokkur, sem hefur sýnt samkeppnishæfni sína á hinum pólitíska markaði með eftir- minnilegum hætti.“ Hún segir að flokkurinn hafi með öðrum orðum sýnt, á fundinum, kraft sinn og styrk. „Það var góð stemmning á fundinum og mikil gleði í loftinu. Fólk skynjaði mjög sterkt hvað þarna er orðin til öflug hreyfing.“ Tillögur fjögurra starfshópa framtíðarhópsins, sem Ingibjörg Sólrún hefur leitt síðustu misserin, voru samþykktar á fundinum. Til- lögum tveggja hópa var hins vegar vísað til frekari vinnslu á stefnuþingi flokksins, sem halda á næsta vetur. Annar hópanna fjallar um varnar- og öryggismál. Ingibjörg neitar því aðspurð að tillögum hans hafi verið vísað til stefnuþingsins vegna málefnaágreinings. Hún telur þvert á móti að góður samhljómur sé innan Samfylkingarinnar um niðurstöður hópsins. „Þær eru grunnurinn undir stefnumótun okkar í öryggis- og varnarmálum,“ segir hún. Óttast ekki klofning Algjör endurnýjun varð á forystu- sveit Samfylkingarinnar á lands- fundinum; nýtt fólk var kjörið í öll helstu embætti flokksins til næstu tveggja ára. Ingibjörg kveðst sann- færð um að þessi hópur eigi eftir að starfa vel saman. „Þetta er mjög gott fólk,“ segir hún, „og mér finnst líka merkilegt að sjá hvað flokks- menn eru meðvitaðir um hvernig setja eigi saman forystu í eigin flokki, með tilliti til landssvæða, kynja, reynslu og endurnýjunar.“ Hún segist aðspurð ekki óttast að formannsslagurinn milli sín og Öss- urar Skarphéðinssonar, fráfarandi formanns, eigi eftir að kljúfa flokk- inn. „Nei, það hvarflar ekki að mér,“ segir hún. Hún vísar m.a. í samtöl við félagsmenn sem kusu Össur. Einn þeirra hafi til að mynda sagt við hana að hann væri ekki ósáttur, þótt hún hefði sigrað. „Fólk var ekki að taka afstöðu gegn öðru hvoru okkar heldur var það að skipa s með öðru hvoru okkar.“ H einnig aðspurð að vissulega fyrir Össur innan flokksin sjálfsögðu, hann er fremst jafningja í þingmannahópn ir hún, „að sjálfsögðu þurf öllu góðu þungavigtarfólki a Sjálf tekur Ingibjörg Só sæti á Alþingi hinn 1. ágúst ar Bryndís Hlöðversdótt „Fram á sjóna stór og öflu Ingibjörg Sólrún Gísladót Ný forysta var kjörin á landsfundi Sam- fylkingarinnar um helgina. Arna Schram og Kristján Geir Pétursson fylgdust með fundinum sem fram fór í Egilshöll. 18 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FLOKKUR Í LEIT AÐ STEFNU Mikill hugur er augljóslega í Sam-fylkingarfólki að loknum lands-fundi flokksins. Nýr formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í lýðræðislegasta formannskjöri, sem ís- lenzkur stjórnmálaflokkur hefur viðhaft. Ungur varaformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, hlaut sömuleiðis afgerandi kosningu. Flokkurinn stefnir nú „ein- huga og ákveðið að sigri“ í næstu kosn- ingum, eins og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Til þess að sigra í kosningum þarf þó meira en duglega forystumenn – það þarf skýra stefnu, sem höfðar til kjós- enda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í ræðu sinni á landsfundinum, er hún fjallaði um starf framtíðarhópsins svo- kallaða, að Samfylkingin hefði gengið vanbúin til síðustu kosninga; stefnu flokksins hefði ekki verið gefinn nægur gaumur. Hann hefði því ekki verið nægi- lega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Að loknum þessum landsfundi hefur þetta ekki breytzt. Vissulega hefur verið hafin umfangsmikil stefnumótunarvinna á vegum framtíðarhópsins og jafnframt í sérstökum heilbrigðishópi, sem var stofnsettur á síðasta landsfundi. En hin skýra stefna hefur enn ekki litið dagsins ljós. Vissulega eru ýmsar áhugaverðar hugmyndir á kreiki í þeim skilagreinum, sem komu frá starfshópum framtíðar- hópsins og sumar þeirra bera vott um raunverulega endurnýjun á stefnu jafn- aðarmanna, t.d. tillögur um aukið val- frelsi, samkeppni og einkarekstur í al- mannaþjónustu, sem bæði heilbrigðis- og menntamálahópar hafa velt fyrir sér. Þær niðurstöður framtíðarhópsins, sem samþykktar voru á fundinum, virðast hins vegar ekki vera endanleg stefnu- mörkun, því að þær eiga að vera til um- ræðu líka á stefnuþingi næsta vetur. Stjórnmálaályktunin, sem fundurinn samþykkti, er almennt orðað plagg, þar sem fátt er afgerandi nýrra hugmynda. Ýmislegt bendir líka til að Samfylk- ingin hafi tilhneigingu til að velta erf- iðum málum á undan sér og sé enn að fást við gamla drauga ættaða frá Alþýðu- bandalaginu og forverum þess í íslenzk- um stjórnmálum. Þannig tókst starfs- hópi framtíðarhópsins um utanríkismál ekki að ná saman um afstöðu til varn- arsamstarfsins við Bandaríkin, heldur segir í skilagrein hans: „Um afstöðu til herbúnaðar Bandaríkjastjórnar á Ís- landi eru skiptar skoðanir innan hópsins. Sumir vilja helst slíta öllu hernaðarsam- starfi við Bandaríkin, en aðrir vilja við- halda því eins og kostur er. Ráðlegt er að viðurkenna þennan ágreining hiklaust en sameinast jafnframt um stefnu sem flestir flokksmenn telja horfa til hins betra og næstum allir geta sætt sig við.“ Vandséð er hvernig þetta getur talizt góður grunnur undir áframhaldandi stefnumótun í öryggis- og varnarmálum, eins og formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag. Hvernig ætla menn að sameinast um stefnuna þegar ágreiningur er um grundvallaratriðin? Í skilagrein utanríkismálahópsins – sem ekki var samþykkt á landsfundinum heldur vísað til stefnuþingsins – segir: „Semja þarf um stöðu Íslands í varnar- og öryggiskerfi Atlantshafsbandalags- ins og Evrópu án þess að stefna að upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin en án þess að hér verði nauðsynlega her- búnaður á vegum Bandaríkjastjórnar.“ Verði þetta stefna Samfylkingarinnar, er um algjöra grundvallarbreytingu að ræða frá þeirri stefnu, sem Alþýðuflokk- urinn fylgdi í öryggismálum, en gengið mjög til móts við þau sjónarmið Alþýðu- bandalagsins og Kvennalistans, sem aldrei hafa átt meirihlutafylgi að fagna hjá íslenzkum kjósendum, að Ísland eigi að vera varnarlaust. Væri stefnubreyt- ing af þessu tagi til marks um að Sam- fylkingin væri trúverðugur flokkur í varnar- og öryggismálum, sem gæti t.d. farið með þau mál í utanríkisráðuneyt- inu? Samfylkingin væri þá líka í raun að taka undir með þeim embættismönnum Bandaríkjastjórnar í Pentagon, sem telja óþarft að hafa varnarviðbúnað á Ís- landi. Stefna Bandaríkjastjórnar í heild er hins vegar sú að tryggja þurfi loft- varnir í öllum aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagins og að áfram verði varn- arviðbúnaður á Íslandi. Málefnavinnu Samfylkingarinnar er auðvitað ekki lokið. Að sumu leyti er at- hyglisvert hvernig staðið hefur verið að henni, með því að leita eftir þátttöku sem flestra í umræðum á fundum framtíðar- hópsins, jafnvel fólks utan flokksins. En öll „samræðustjórnmálin“ eru til lítils ef þau skila ekki að lokum skýrri, trúverð- ugri stefnu sem ætla má að dugi sem stefna ábyrgs stjórnarflokks. Samfylk- ingin á enn mikið verk fyrir höndum. BANDARÍKIN GERI HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM Bandaríkin verða að gera hreint fyrirsínum dyrum, draga fyrir dóm þá sem hafa gerzt sekir um pyntingar á föngum Bandaríkjahers og grípa til ráðstafana, sem tryggja að slíkt end- urtaki sig aldrei. Frásagnir á borð við þær, sem er að finna í 2.000 síðna rannsóknarskýrslu Bandaríkjahers um andlát tveggja fanga í Bagram í Norður-Afganistan í árslok 2002 og sagt var frá í Morg- unblaðinu á laugardag, valda Banda- ríkjunum gríðarlegum álitshnekki og grafa undan öllum málflutningi þeirra um frelsi og mannréttindi. Í skýrslunni, sem The New York Times komst yfir, er m.a. greint frá hvernig maður, sem hermennirnir sem yfirheyrðu hann töldu í raun saklausan af grun um þátttöku í hryðjuverkum, var hengdur upp á höndunum og barinn þangað til hann dó. Í skýrslunni er jafn- framt sagt frá margvíslegri annarri illri meðferð á föngum Bandaríkjahers. Þar kemur fram að hermennirnir hafi litið á fangana sem hryðjuverkamenn þar til annað sannaðist. George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi ákveðið í febrúar 2002 að liðsmenn al-Quaeda og talibanar í Afganistan ættu ekki að njóta verndar Genfar-samningsins um meðferð stríðsfanga og hermenn hefðu því talið að þeir gætu „vikið svolítið frá reglunum“. Það er sama hvort menn eru her- menn í stríði eða grunaðir um hryðju- verk; allir eiga rétt á því að meginregl- an gildi um að þeir séu saklausir þar til sekt er sönnuð og að þeir fái að halda mannlegri reisn í varðhaldi. Pyntingar eiga ósköp einfaldlega aldrei að við- gangast. Þeir sem beita þeim til að knýja fram játningar og afla upplýs- inga, eru komnir niður á sama plan og hin illu öfl, sem þeir segjast berjast gegn. NOKKRIR þingmenn Samfylking- arinnar sátu fyrir svörum í hádeg- inu í gær. Jóhanna Sigurðardóttur sagði í fyrirspurn um endurskoðun stjórnarskrárinnar, að hún væri eitt mikilvægasta málið á Alþingi nú. Setja þyrfti á oddinn rétt til þjóð- aratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum án þess þó að málskotsréttur forseta yrði látinn víkja. Þá þyrfti ennfremur að hefja vinnu við endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð frá 1963 þannig að komið yrði á virkum rannsókn- arnefndum líkt og þekkist hjá ná- grannaþjóðunum. Á fundi HEIMIR Már Pétursson upplýs- ingafulltrúi gaf kost á sér í emb- ætti varaformanns Samfylking- arinnar á síðustu stundu á landsfundi flokksins um helgina. Hann hlaut tíu atkvæði í kjörinu. „Ég ákvað skömmu áður en fresturinn rann út [til að tilkynna formlega um framboð] að bjóða mig fram. Mér fannst, að þeim ólöstuðum sem voru í framboði, að þeir væru ekki með nóga breidd til að standa með formanninum í því starfi sem felst í því að vera vara- formaður. Auk þess tel ég ekki endilega eðlilegt að þingmenn gegni þessu starfi; þeir hafa nóg á sinni könnu. Þetta starf felst að- allega í því að styrkja innra starf flokksins og laða að nýja flokks- menn. Ég taldi því rétt að fleiri möguleikar væru í boði, en þeir tveir sem höfðu boðið sig fram.“ Heimir Már segir að varafor- mannskosningin hafi því miður verið hafin, þegar hann tilkynnti framboð sitt. Ákveðin mistök hafi orðið við framkvæmd kosning- anna, en hann hafi ákveðið að kæra þær ekki. Bauð sig fram á síðustu stundu HUGMYNDUM framtíðarhópsins um varn- armál undir yfirskriftinni: Varnir gegn aðsteðj- andi vá – öryggismál í ljósi breyttra tíma, var vísað frá og verða þær teknar fyrir á stefnuþingi Samfylkingarinnar sem áformað er næsta vetur. Tillaga frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, þing- manni Samfylkingar, um að vísa hugmyndum hópsins um þessi mál til áframhaldandi með- ferðar í störfum flokksins og að þær yrðu síðan lagðar fram á stefnuþingi á næsta vetri, var sam- þykkt samhljóða. Þórunn sagði í samtali við Morgunblaðið að þar yrðu hugmyndir hópsins afgreiddar í samhengi við önnur mál sem rædd yrðu á stefnuþinginu. Fram kemur m.a. í tillögum framtíðarhópsins um varnarmál að skiptar skoðanir eru innan hópsins um a stjórnar á Ísl hernaðarstar ur er. „Ráðlegt er þennan ágr „Ráðlegt er hiklaust en sa flestir flokksm næstum allir framtíðarhóp tískt tækifær stjórnmálaflo isstefnu eftir að nýtast þar Ágreiningur um GUNNAR Svavarsson, forseti bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar, var kjörinn formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar. Gunnar hlaut 264 atkvæði eða um 64,1% greiddra atkvæða. Sigrún Grendal hlaut 146 atkvæði eða um 35,4% greiddra atkvæða. Alls 412 kusu, en 894 voru á kjörskrá. Eitt atkvæði var ógilt og einn seðill auður. Helena Karlsdóttir var kjörin ritari flokksins og Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri flokksins. Þá voru sex fulltrúar kjörnir í framkvæmdastjórn flokksins, þau Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryn- dís Ísfold Hlöðversdóttir, Karl V. Matthíasson og Ingileif Ástvalds- dóttir. Nýr formaður framkvæmda- stjórnar „ÍSLAND á [...]að kappkosta að taka virkan þátt í starfsemi alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Norðurlandaráð, Atlants- hafsbandalagið, Heimsviðskiptastofnunina, Evrópuráðið og Evrópusambandið,“ segir m.a. í stjórnmálaályktun, sem landsfundurinn sam- þykkti. Í ályktuninni, sem ber yfirskriftina: „Ný sókn frjálslyndrar jafnaðarstefnu“ er komið inn á ýmsa málaflokka. Í kaflanum um utanríkis- og alþjóðamál segir m.a. að breiða samstöðu þurfi að skapa meðal þjóðarinnar um samnings- markið sem látið verði reyna á í aðildarvið- ræðum við E verði lagðar u Í kaflanum að brýna þur fjölga konum skjótum áran jafna stöðu í muni verður ríkisvaldsins ennfremur. Í kaflanum enn sé langt hneigðra. „R Taki virkan þátt í s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.