Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 20

Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 20
20 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ GEFNU og ítrekuðu tilefni verður ekki hjá því komizt að svara grein Sveins Andra Sveins- sonar í Morgunblaðinu föstudag- inn 20. maí síðastliðinn, en hann hefur ítrekað vegið að embætti lögreglustjórans á Selfossi, er fer með ákæruvald í héraði í lang- flestum málaflokkum. Sveini Andra hæstaréttarlögmanni verð- ur tíðrætt um rannsókn í máli þriggja Letta og dóm sem kveðinn var upp yfir þeim 1. apríl síð- astliðinn. Hann finnur undirrituðum flest til foráttu og fullyrðir í raun að undirritaður sé ekki fær um að sinna störfum sínum. Er það miður að slíkt skuli koma fram í öll- um fjölmiðlum og látið að því liggja að lög- reglustjórinn á Selfossi bæði rannsaki og dæmi, eins og fram kom í DV. Í fyrsta lagi fer lög- reglustjóri með rann- sókn opinberra mála, en sinnir henni ekki persónulega. Það gera lögreglumenn, fyrst og fremst þeir er starfa í rannsóknadeild emb- ættisins, en einnig al- mennir lögreglumenn, sem ætíð eru til aðstoðar ef þörf krefur. Vegið er að starfsheiðri þeirra með ómerkilegum hætti og ómaklegum. Lögreglumenn vinna störf sín af alúð og samvizkusemi. Þeir hafa mikla reynslu í rann- sókn mála. Rétt er að vekja athygli á því að mál umræddra Letta kom upp við eftirlit lögreglu í lok marz á þessu ári. Í ljós kom að einn þeirra hafði ekki verið tilkynntur til Útlend- ingastofnunar eins og þó ber að gera. Mennirnir voru við störf í byggingarvinnu á Stokkseyri. Ekki reyndist um neinn þjónustu- samning að ræða. Hins vegar lögðu þeir strax fram samning um það að þeir skyldu vinna á Íslandi í þrjá mánuði og þiggja fyrir 800 latta, sem svarar til 90.000 króna. Skýrt skal tekið fram að ekkert gaf til kynna að um mánaðarlegar greiðslur væri að ræða, enda var mönnunum mjög brugðið er samn- ingurinn var lesinn orði til orðs í Héraðsdómi Suðurlands. Þeir báru bæði fyrir dómi og lögreglu að þeir hefðu ekki haft um það hug- mynd hvert þeir ættu að fara á Ís- landi og fyrir hvern þeir skyldu vinna. Í öðru lagi kemur fram í lögum nr. 54/2001 um réttarstöðu starfs- manna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyr- irtækja, 1. tl. 1. málsgr. 2. gr. að fyrirtæki teljist senda starfsmann til Íslands „Þegar það sendir á sínum vegum og undir sinni stjórn starfsmann í tengslum við samn- ing um veitingu þjónustu við fyr- irtæki hér á landi.“ Í 3. tl. sömu greinar kemur eftirfarandi fram: „Þegar það framleigir sem afleys- ingarfyrirtæki eða atvinnumiðlun starfsmann til notendafyrirtækis sem hefur staðfestu eða er með starfsemi hér á landi.“ Ekki var um að ræða starfsmenn í eigu sömu fyrirtækjasamstæðu hér á landi samanber 2. tl. sömu máls- greinar. Þjónustusamningur hefur ekki fundizt, en rannsókn málsins varðandi aðra þætti en þann sem þegar hefur verið dæmdur er ekki lokið. Í þriðja lagi er rétt að fram komi, að ekki var farið að ákvæð- um 3. gr. laganna um starfskjör en greint er vandlega frá því hvaða löggjöf gildir í þeim efnum í 7. töluliðum 1. málsgreinar henn- ar. Í fjórða lagi nutu umræddir Lettar aðstoðar verjanda á rann- sóknarstigi lögreglu, en þeir af- þökkuðu ítrekað boð dómara um verjanda fyrir Héraðsdómi Suður- lands. Alvanur og vandaður túlk- ur, sem Alþjóðahús útvegaði, túlk- aði bæði fyrir lögreglu og dómi. Í fimmta lagi barst ekki tilkynning frá Sveini Andra hæstaréttarlögmanni um að hann væri verjandi Lettanna, enda höfðu þeir verj- anda og var honum tjáð það. Símtöl tveggja manna verða ekki rakin hér. Þar stendur orð gegn orði. Hæstarétt- arlögmönnum er ljóst að samskipti við lögreglu á rann- sókarstigi eru form- leg og þá er átt við að séu þeir ekki viðstaddir rannsókn eru samskipti skrif- leg. Enn hefur ekki borizt stafkrókur til lögreglunnar á Sel- fossi um það hver afskipti nefnds hæstaréttarlög- manns séu af þessu máli, enda eru þau engin önnur en þau að tjá sig ítrekað við fjölmiðla. Í sjötta lagi er hæstarétt- arlögmaðurinn að vega að Héraðs- dómi Suðurlands jafnt og lög- reglustjóra. Meti það hver, hversu smekklegt það er að gera slíkt og skýla sér á bak við meint dugleysi hins síðarnefnda. Skýrslutaka fyr- ir dómi var mjög ítarleg og dómur felldur að loknum málflutningi. Fullyrðing Sveins Andra Sveins- sonar um að sömu málavextir hafi verið uppi á Seyðisfirði og á Sel- fossi er úr lausu lofti gripin. Lett- arnir fyrir austan voru í vinnu hjá fyrirtæki. Enginn Íslendingur kannaðist við að hafa Lettana þrjá í vinnu á Stokkseyri. Þeir vissu ekki fyrir hvern þeir áttu að vinna þegar til Íslands var komið, voru sendir fyrirvaralaust á milli lands- hluta og vissu heldur ekki fyrir hvern þeir áttu að vinna á Stokks- eyri. Hið eina sem þeir vissu var að ef þeir þyrftu að tala við ein- hvern væri það einn ákveðinn Ís- lendingur. Við aðra töluðu þeir ekki. Að lokum. Sjónvarpið óskaði viðtals við undirritaðan á annan í hvítasunnu, er telur að embætt- ismenn eigi að svara spurningum um það sem almenningur vill vita, óski fjölmiðlar þess. Því miður var örlítið brot af stuttu viðtali birt og því haldið fram, sem undirritaður hefur aldrei sagt, að þjónustu- samningur hafi verið fyrir hendi í máli Lettanna þriggja. Hann hef- ur ekki fundizt. Hvaðan skyldi sjónvarpið hafa þá vitneskju? Ekki frá undirrituðum, sem hefur ekki beitt úrúrsnúningum, heldur lagt staðreyndir á borðið og hygg- ur ekki á frekari skrif um málið. Svo má velta fyrir sér hver sé hugsunin á bak við að ráða menn til vinnu á þeim kjörum sem lýst var að framan. Það er ólöglegt. Siðferðið meta aðrir. Lettarnir voru fórnarlömb að þessu sinni. Störf lögreglu og ákæruvalds á Selfossi Ólafur Helgi Kjartansson svarar grein Sveins Andra Sveinssonar ’Vegið er aðstarfsheiðri þeirra með ómerkilegum hætti og ómak- legum. ‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is JÆJA, nú er enn ein Evróvision keppnin að baki og sitt sýnist hverj- um. Sumir telja að fatnaður Selmu hafi lagt grunninn að ósigri landans því að þrátt fyrir allt þá telja allflestir Frónbúar að ósigur hafi orðið hlut- skipti Fróns þetta árið. En hvers vegna töpuðum við? Var það fatn- aðurinn sem skipti sköpum? Eflaust hefur hann haft eitthvað að segja. Ég var staddur á bekkjarkvöldi með bekkinn minn þar sem áætlað var að sjá Selmu tryggja Íslandi þátt- tökurétt í Evróvision-úrslitum. Einn nemandi minn hafði á orði þegar sönghópurinn birtist að hún (Selma) væri enn í ávaxtabúningi sínum úr ávaxtakörfunni og ef vel er að gáð þá má segja að þetta hafi verið illa sagt um ávaxtakörfuna. Sem sagt fatn- aðurinn var ekki til að setja punktinn yfir i-ið heldur frekar undir það! Hvað brást meira. Ýmislegt hefur verið lagt fram en ég er með nýja til- gátu sem ef til vill stenst ekki frekar en aðrar. Spáum í hvað hefur verið uppi á borðinu sl. ár. Íslendingar eru yfirleitt sagðir hafa meiri áhuga á Evróvision en Evrópubúar almennt. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um Evróvision og tala gjarnan við út- lendinga á Íslandi sem ekki hafa hug- mynd um að Evróvision sé til, hvað þá hvað það er eða að það sé einmitt um þessar mundir (þegar viðtalið er tekið). Hvað segir það okkur! Við þessar fáu þúsundir sem búum á Ís- landi erum kannski í sambærilegum hluta og þá ekki miðað við höfðatölu þegar kemur að kosningu og við kjósum alla aðra en Íslendinga enda megum við það ekki. Hvað er til ráða. Gerum eins og aðrar þjóðir. Hættum þessu rugli. Hættum að kjósa eins og vitlaus værum og horfum á í mesta lagi. Ef við kjósum ekki fá ekki aðrar þjóðir atkvæði og þ.a.l. fær Ísland fleiri atkvæði hlutfallslega séð. Ég fékk þá hugdettu að Íslend- ingar kjósa Ísland út úr Evróvision. Með því að kjósa fá aðrar þjóðir at- kvæði en ekki Ísland. Með því að kjósa ekki fá aðrar þjóðir ekki at- kvæði og ekki heldur Ísland. Ísland stendur þar með jafnfætis öðrum þjóðum. Með því að kjósa erum við að færa öðrum þjóðum á silfurfati atkvæði sem færa þær fram fyrir íslenska lagið … hvers vegna erum við að því. Okkur finnst gaman að kjósa, gaman að því að fá að taka þátt í því hver kemst áfram og hver situr eftir. Okk- ur finnst gaman að ráða. En sjáið til, við ráðum með því að kjósa ekki. Þá erum við eiginlega að kjósa okkar lag því við kjósum ekki aðra fram yfir okkur. Þó svo að það sé í hróplegu ósam- ræmi við þá áráttu okkar að vilja hringja og senda sms þá er betra fyr- ir Ísland að við kjósum ekki næst þegar við tökum þátt í Evróvision. Og annað ... höfum forkeppni þar sem skiptir máli að hringja inn og ófrægir menn fá tækifæri til að koma tónlistarsköpun sinni á framfæri. SIGURÐUR F. SIGURÐARSON, Tjarnarlöndum 13, 700 Egilsstaðir. Evróvision Frá Sigurði F. Sigurðarsyni kennara: EF MARKA má sjónvarpsútsend- ingu frá opnun Listahátíðar þarf ekki að örvænta um hag fagurra lista á Íslandi um þessar mundir. Þarna fengum við að njóta nokk- urra sýnishorna af listrænni hug- ljómun, sem þeir sem vit hafa á kalla „concept“ og táknar það frumlega athæfi að láta sér detta eitthvað í hug og gera það svo. Al- gjört lykilhugtak fyrir þá sem vilja forðast útskúfun listaakademíunn- ar. Þarna bar kannski hæst framlag þess mikla meistara Matthews Barneys sem fyrir tæpum tveimur árum, sælla minninga, sýndi okkur flokk verka um stefið „cremaster“, en cremaster er vöðvinn sem lyftir á okkur eistunum, og þótti mikill fengur í því að fá að kynnast betur þessum merkisvöðva í ólíkum búningum. Nú var Barney kominn til Akureyrar með nýtt sköp- unarverk sem hugsanlega hefur stuggað smávegis við stöku cremaster, ef að líkum lætur. Þarna var á ferðinni nokkuð flókið verk þar sem meginuppistaðan var myndband af berrössuðum karl- manni sem áreiðanlega hefur verið frekar óhress, því að það var búið að troða spíruðum lauk upp í enda- þarminn á honum. En í sárabót fékk hann að nugga getnaðarlim- inum upp við einhvers konar rokk, og virtist sú athöfn hugsuð sem þrástef, enda sýnd í ótal nær- myndum frá ýmsum sjónarhornum. Til uppljómunar fyrir fákunnandi fengum við að njóta handleiðslu myndlistarfrömuðar þar nyrðra, sem leiddi okkur af miklu innsæi inn í heillandi hugarheim Barneys, m.a. með snjallri samlíkingu um „brúðu“ [sic] Frankensteins, en einhvern veginn minnist ég þess ekki að sá ágæti skapnaður hafi nokkurn tíma verið í dúkkuleik. Fleiri sýnishorn af listrænni hug- ljómun fengum við að sjá, þar sem viðfangsefnið var líkamlegur úr- gangur, gubb og slím, stef sem til þessa hafa verið sárgrætilega van- rækt í fögrum listum. Best er að hafa sem fæst orð um óðinn til íslensku sauðkindarinnar, greinilega innblásinn af barokk- óperunni „Dildo og Ananas“, en lokahnykkur útsendingarinnar kom svo frá forseta vorum, sem í annað sinn (!) – og í þetta sinn bakkaður upp af fínni maddömu af Habs- borgaraætt – sá ástæðu til að koma fram sem umboðsmaður ungra tón- listarmanna sem tekist hefur að hefja fyrirbærið hávaði án inni- halds upp í æðra veldi, sem hlýtur að teljast concept út af fyrir sig. Eða hvað? GYLFI BALDURSSON, heyrnarfræðingur. Blómleg framtíð eða keisaralegar nærbuxur? Frá Gylfa Baldurssyni: ÉG BIÐ Morgunblaðið að birta þau gleðitíðindi að hin heims- kunna sjónvarpsstöð Discovery sýndi í sl. viku fræðsluþátt í röð menningarþátta. Þættir Discov- ery eru samstarfsverkefni vís- inda- og bókmenntamanna, auk þekktra sagnfræðinga. Þar er fjallað um sögu menningarþjóða fyrr á öldum og allt til nútíðar. Það sem gladdi gamlan Ís- lending var að sjá nafn íslensks tónlistarmanns, Valgeirs Guð- jónssonar. Hann hafði samið alla tónlist, sem flutt var í þáttaröðinni. Ég hringdi til Val- geirs til að samfagna honum. Hann sagðist hafa samið lögin, sem leikin voru, er hann dvald- ist vestan hafs fyrir allnokkrum árum. Það vekur furðu hve sjaldan Ríkissjónvarpið semur um sýningu frábærra fræðslu- þátta á borð við þá sem Discov- ery og National Geographic sýna. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, Reykjavík. Valgeiri samfagnað Frá Pétri Péturssyni þul: FISKVEGAGERÐ í íslenskar lax- veiðiár hefur verið árangursrík fisk- ræktaraðgerð sem hefur aukið og bætt veiði í ánum og stuðlað þar með að öflugri og vinsælli veiðiám. Áætla má að á seinustu öld hafi verið gerðir tæplega 80 fiskvegir eða laxastigar, eins og þessi mannvirki eru oft nefnd. Þannig hafa opnast stór ársvæði fyrir lax og annan göngufisk til að hrygna og alast upp, auk þess sem ný veiðisvæði hafa kom- ið til sögunnar. Til nánari fróðleiks má nefna tvö straumvötn, sem hafa eflst mjög með tilkomu fiskvegar, hvað veiði varðar. Annað þeirra er Selá í Vopnafirði en þar var byggður 1967 fiskvegur við Selárfoss, ófiskgengur, sem er í 7 km fjarlægð frá sjó. Við aðgerð þessa opnaðist laxi 33 km árhluti ofan foss- ins. Það hafði í för með sér marg- földun á laxgengd og veiði í ánni í fyll- ingu tímans. Hins vegar má nefna Laugardalsá í Djúpi þar sem gerður var fiskvegur við Einarsfoss sem er 1 km frá sjó. Þar með opnaðist laxi leið um 8 km. Í báðum þessum tilvikum var jafnframt aðfluttum laxaseiðum sleppt í efri hluta ánna. Má segja að í tilviki Laugardalsár hafi verið um al- gera frumræktun á laxi að ræða. Þar naut áin hrogna úr Elliðaánum sem klakið var út á Ísafirði og kviðpoka- seiðin flutt 1936 á báti að ánni. Við fiskvegagerðina á liðinni öld hefur orðið veruleg þróun, eins og eðlilegt er. Í því efni má benda á merkilegar upplýsingar sem koma fram í riti sem kom út í vetur og nefnist „Þróun í gerð fiskvega á Ís- landi fram til 1970“ eftir Þór Guð- jónsson fyrrv. veiðimálastjóra. Útgef- andi er Elsa E. Guðjónsson, en dreifing er hjá Háskólaútgáfunni. Í ritinu er að finna mjög athyglisverð- ar upplýsingar m.a. um heimildir um fiskvegagerð hér á landi, elstu hug- myndir þar að lútandi, um stefnu- mótun, framkvæmdir og gerð fisk- vega og fleira. Þar er greint frá mörgum fiskvegum og margar mynd- ir birtar af þessum mannvirkjum. Aðdráttarafl íslenskra laxveiðiáa til stangaveiði hefur verið lengi við lýði og er nú býsna mikið og vaxandi. Fyrrnefndar aðgerðir við fisk- vegagerð hafa aukið veiði og rými fyrir laxveiðimenn. Víst eru enn fyrir hendi möguleikar á að gera enn bet- ur á þessu sviði, skaffa meiri veiði. Það þyrfti að gera úttekt á því hvar þessir möguleikar til fiskvegagerðar liggja. EINAR HANNESSON, Akurgerði 37, Reykjavík. Fiskvegagerð hér á landi Frá Einari Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.