Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 21
MINNINGAR
✝ Torfi Ásgeirssonfæddist í Reykja-
vík 23. september
1930. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans 15. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Anna Geirsdóttir, f.
14. apríl 1901, d. 20.
janúar 1933, og Ás-
geir L. Jónsson, f. 2.
nóvember 1894, d.
13. apríl 1974. Al-
bræður Torfa eru
Jón Geir, f. 26. nóv-
ember 1927, og Geir
Jón, f. 8. júní 1929, d. 3. nóvember
1980. Börn Ásgeirs og Ágústu Þ.
Vigfúsdóttur, seinni konu hans,
eru Ólafur Ásgeir f. 3. október
1938, Sigríður Vigdís, f. 4. októ-
ber 1942, og Vigfús, f. 17. maí
1948. Stjúpsystur Torfa, dætur
Ágústu og fyrri manns hennar
Ólafs Halldórssonar, eru Matt-
hildur, f. 8. júlí 1933, og Ólöf, f. 17.
október 1934, d. 2. apríl 2005.
Torfi kvæntist 28. september
1963 Guðmundu Guðmundsdótt-
ur, f. 26. apríl 1932. Dóttir Guð-
mundu er Rut Leifsdóttir, f. 9.
febrúar 1952. Barnabörnin eru
tvö, Benedikt og Elín, og barna-
barnabörnin einnig tvö.
Torfi ólst upp í Reykjavík og
austur í Mýrdal og gekk í skóla á
þessum stöðum. Hann lauk síðan
gagnfræðaprófi hjá séra Þor-
grími á Staðastað á Snæfellsnesi.
Torfi var í brúar-
vinnu á sumrin með
skóla, fór síðan á sjó-
inn og sigldi m.a. um
heimsins höf á
norskum fraktskip-
um í fjögur ár og var
síðan á togara í
nokkur ár. Torfi
starfaði víða þegar í
land kom, í heild-
verslun og í sölu-
mennsku, meðal
annars á fasteign-
um, hjá Olíuverslun
Íslands, í álverinu í
Straumsvík, rak
ferðaskrifstofu um hríð, var í lög-
reglunni og keyrði strætisvagna í
Reykjavík. Torfi rak síðan eigin
sendibíl jafnframt því að starfa
við laxveiðar. Hann var leiðsögu-
maður en lengst af starfaði hann
við Haukadalsá, annaðist rekstur
á ánni og veiðihúsinu ásamt Guð-
mundu konu sinni um árabil og
var síðan í lokin einn af leigutök-
um árinnar eða þar til hann dró
sig að mestu í hlé eftir sumarið
2003. Torfi var einnig þekktur
fyrir að reka skákskóla í mörg ár í
Reykjavík og ferðaðist hann með
skólann víða um land.
Torfi og Guðmunda voru búsett
í Reykjavík, lengst af í Sæviðar-
sundi en nú síðustu árin á Dal-
braut 14.
Útför Torfa verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku stjúpi minn, þau eru fátæk-
leg orðin sem koma upp í huga minn
núna. Mig langar að þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, þú
kenndir mér svo margt um lífið og til-
veruna. Afabörnin voru þér afar kær
og langafabörnin demantarnir þínir.
Allt sem sneri að veiði í ám var þér
hugfólgið og í 19 ár varstu veiðivörður
við Haukadalsá, þar leið þér vel. Aldr-
ei kvartaðir þú yfir verkjum af þeim
illkynja sjúkdómi er leiddi þig til
dauða, þú varst hetjan okkar allra. Er
þú lást á líknardeildinni í Kópavogi
síðasta mánuðinn þinn var svo mikið
æðruleysi yfir þér, þú tókst þessu öllu
með stökustu ró.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Hvíl í friði.
Kveðja
Torfey Rut.
Elsku afi minn er látinn eftir langa
og hetjulega baráttu við veikindi sín.
Hann lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi þar sem hann dvaldi síð-
asta mánuð sinn við góða umönnun og
hjúkrun starfsfólksins þar.
Afi var kraftmikill maður og allt
sem hann tók sér fyrir hendur kláraði
hann með reisn. Hann vann við mörg
störf í gegnum tíðina, kom víða við en
núna síðustu 19 sumur starfaði hann
sem veiðivörður og leiðsögumaður í
Haukadalsá í Dölunum og var það
hans líf og yndi að vera þar. Amma
starfaði þar líka sem ráðskona. Afi
var mjög traustur og hafði ríka rétt-
lætiskennd. Það var enginn minni
maður í hans augum, allir voru jafn-
ingjar. Nú er stórt skarð höggvið í
fjölskylduna og sæti hans verður ekki
fyllt.
Blessuð sé minning hans.
Kveðja
Elín.
Látinn er Torfi Ásgeirsson frændi
okkar 74 ára að aldri. Hann barðist
hetjulega við erfiðan sjúkdóm og bar
sig einstaklega vel alla tíð. Við
dáumst að frænda okkar þar sem
hann nokkrum vikum áður hafði rætt
við sinn prest og gengið frá öllum sín-
um málum í mikilli sátt við alla. Hann
vissi hvert stefndi.
Í janúar 1933 missti Torfi móður
sína, þá á þriðja ári. Foreldrar okkar,
Kristín Geirsdóttir, móðursystir
hans, og Kristján Sigurður Elíasson
maður hennar, tóku hann að sér fyrst
eftir andlát móður hans. Ávallt síðan
var Torfi í miklu sambandi við sitt
móðurfólk, bar alltaf mikinn hlýhug í
þess garð og naut þess að vera sam-
vistum við það.
Torfi var höfðinglegur ásýndar, hár
og grannur, röggsamur og ákveðinn.
Hann var léttur í lund og átti gott
með að umgangast jafnt stóra sem
smáa samferðamenn. Hann hafði
góða söngrödd og var gaman að
hlusta á hann taka lagið. Torfi lifði
einstaklega viðburðaríka ævi, kom
víða við í hinum ýmsu störfum, og var
framtakssamur og fylginn sér í
hverju sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann leysti verkefni sín vel og sam-
viskusamlega af hendi, enda var hann
með afbrigðum jákvæður.
Í mörg ár rak hann Laxá í Hauka-
dal. Það var einstaklega gaman að
heimsækja hann og Mundu konu
hans þar. Þarna naut náttúrubarnið
sín til fulls. Eftirminnanlegar eru
ferðirnar með honum meðfram ánni
þegar hann var að leiðbeina banka-
stjórum frá Sviss í flugukasti. Hann
var einstaklega áhugasamur um
veiðiskap enda góður veiðimaður á
flugu. Vatnasvæði Hauku kunni hann
betur en nokkur annar.
Torfi var einstaklega mikil fé-
lagsvera. Hann gekk í Lionsklúbbinn
Fjölni, var einn af máttarstólpum
klúbbsins og átti stóran hlut í vel-
gengi hans. Þarna gat hann látið gott
af sér leiða í líknarmálum sem var eitt
af hans mörgu hugðarefnum. Bauð
hann jafnan einum undirritaðra með
sér til margra ára á veiðibráðarkvöld
klúbbsins sem haldin voru í fjáröfl-
unarskyni. Þar var Torfi hrókur alls
fagnaðar og sparaði ekkert til að sem
mest safnaðist til bágstaddra.
Fjölskylduböndin voru styrkt enn
frekar við þau hjón, Torfa og Mundu,
fyrir tíu árum þegar þau voru í sömu
páskaferð á Kýpur og Dóra og Daði.
Torfi varðveitti ætíð barnið í sér og
tókst góð vinátta með honum og
Kristjáni Daðasyni, þá 14 ára, í þess-
ari ferð. Torfi lét sig ekki muna um að
fara með Kristjáni í fallhlífarflug,
sundkeppni og hvað annað sem glatt
getur ungan dreng.
Í kjölfarið af þessari ferð skapaðist
sú hefð að stefna saman Mundu og
Torfa, Jóni Geir bróður hans og okk-
ur systkininum á sprengidag. Var
alltaf tilhlökkunarefni að hittast í salt-
kjöti og baunum á heimili Dóru og
Daða. Þar fór Torfi jafnan á kostum
og sú var einnig raunin í ár þó að
þrekið væri þorrið. Nutum við frænd-
systkinin þess ætíð að eiga þessar
stundir saman.
Fráfall góðvinar vekur í senn sorg
og eftirsjá í hjörtum þeirra sem eftir
þreyja. Þá hættir okkur stundum til
að gleyma lífshlaupi og góðum gerð-
um. Sá sem hefur lifað lífi sínu í vin-
áttu, kærleika og sannleika, ljóssins
sem lýsir upp myrkur sorgarinnar.
Eftir að hann veiktist af þessum
erfiða sjúkdómi átti hann sem betur
fer nokkur góð ár og gat stundað
veiðiskap og samvistir við ættingja
sína sem honum þótti svo vænt um.
Við systkinin og makar þökkum góð-
ar stundir með elskulegum frænda og
vini. Blessuð sé minning hans. Við
vottum Guðmundu, dóttur, barna-
börnum og systkinum innilega samúð
okkar. Megi Guð blessa ykkur á þess-
ari erfiðu stund.
Geir, Anna Guðbjörg,
Halldóra Elísabet
Kristínar- og Kristjánsbörn,
Anna Gísladóttir og
Daði Ágústsson.
Torfi föðurbróðir okkar er látinn
eftir hetjulega baráttu við erfið veik-
indi. Hann vissi vel að hverju stefndi
og gat talað mjög hispurslaust um
dauðann og vann strax að því að
ganga frá öllum lausum endum þegar
honum varð þetta ljóst. Það var aðdá-
unarvert að upplifa þetta æðruleysi
og þann styrk sem hann bjó yfir fram
á síðasta dag.
Honum leið mjög vel á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi og erum við
mjög þakklát starfsfólkinu þar fyrir
frábært viðmót og hlýju.
Okkar fyrstu minningar eru marg-
ar tengdar Torfa, en hann var yngri
albróðir pabba og kom hann oft til
okkar þegar foreldrar okkar bjuggu á
Þórsgötunni sín fyrstu búskaparár.
Einnig bjó hann hjá okkur um tíma
þegar foreldrar okkar keyptu sína
fyrstu íbúð á Kleppsvegi. Þeir bræður
misstu ungir móður sína og var Torfi
bara á þriðja ári þannig að móður-
missirinn setti sitt mark á hann.
Torfi var sérstaklega barngóður og
skemmtilegur frændi, sem var svo
ljúfur og góður við okkur systkinin.
Hann gaf okkur oft eitthvað fallegt og
spennandi, sérstaklega þegar hann
kom frá útlöndum, sem okkur fannst
mjög merkilegt. Við systurnar mun-
um vel eftir risabrúðum sem voru
stærri en við sjálfar, sem við seinna
fengum að vita að hefðu verið gínur.
Hann hafði skilið eftir farangur er-
lendis til að komast með þær til Ís-
lands handa okkur. Það var Torfa líkt
að vera flottur á því, en hann var sér-
staklega góður í sér og gjafmildur og
alltaf reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd. Hann mátti ekkert aumt sjá og
var sérstaklega greiðvikinn þegar til
hans var leitað. Við komum stundum
til Torfa og Mundu á Laugaveginn og
kynntumst Rut dóttur Mundu, sem
varð eins og s eigin dóttir, en hann
átti engin önnur börn. Var mjög kært
á milli þeirra og barna hennar sem við
vitum að veitti honum mikla gleði.
Hann var mikill ævintýramaður og
hafði prófað margs konar vinnu, var
meðal annars í nokkur ár á norsku
millilandaskipi og sigldi víða um lönd,
rak ferðaskrifstofu um tíma, rak
sendiferðabíl í mörg ár og einnig rak
hann skákskóla í samvinnu við marga
okkar bestu skákmenn um átta ára
skeið og fór víða um landið. Hann
söng í Dómkirkjukórnum í nokkur ár
og hafði sérstaklega gaman af því að
syngja og var óspar á sönginn við
hvers konar tækifæri, flestum til
ánægju. Hann tók þátt í pólitík um
tíma og skipti oft um flokk. Hann var
flinkur bridsspilari og eru minning-
arnar frá jólaboðunum í Drápuhlíð-
inni hjá afa og Ágústu mjög ljúfar
þegar afi og bræðurnir spiluðu brids
og reyktu vindla.
Torfi hafði alltaf mjög sterkar
skoðanir og það var aldrei lognmolla í
kringum hann. Hann hélt ófáar tæki-
færisræðurnar, oft við mikla kátínu.
Hin síðari ár átti laxveiði allan hug
hans og sá hann í mörg ár um Hauka-
dalsá í Dalasýslu með eiginkonu sinni.
Þar var hann eins og kóngur í ríki
sínu og voru þau hjónin höfðingjar
heim að sækja og alltaf fengum við
veislumat enda Munda afbragðs-
kokkur. Það var alltaf svolítið fyndið
að sjá hvernig konurnar í veiðihúsinu
og auðvitað Munda stjönuðu við Torfa
eins og hann ætti heiminn. Þarna leið
honum best.
Við systkinin viljum þakka Torfa
fyrir að vera góður frændi og fyrir all-
ar samverustundirnar og þann hlý-
hug og hjálpsemi sem hann sýndi
okkur bróðurbörnunum alla tíð.
Mundu, Rut og börnum hennar vott-
um við okkar dýpstu samúð. Fari
hann í friði.
Anna Geirsdóttir,
Sigurbjörg Geirsdóttir,
Guðmundur Ásgeir Geirsson,
Helga Geirsdóttir.
Hvalfjörður var hvítfyssandi og
óttalegur stólpi stóð út Brynjudalinn.
Sendibíllinn fetaði veginn undir
öruggri stjórn bílstjórans. Það voru
ekki bílsæti fyrir alla og við sátum því
í sófasettinu hennar Mundu. Það
komu smáhnykkir af og til en settið
hreyfðist tiltölulega lítið. Það var
snarvitlaust undir Hafnarfjallinu og
ennþá verra á Mýrunum. Fróðárheið-
in ófær og bílstjórinn ákvað að fara
sunnan Jökuls. Löngu var ljóst að lít-
ið yrði teflt um kvöldið og óvíst um
ferðarlok. Í Drangahrauni stöðvaðist
bíllinn, – það var sprungið. Ægilegt
norðanbálið geisaði úti og enginn okk-
ar vogaði sér út. Það varð að vera
hlutskipti bílstjórans og Benónýs.
Annar hélt bílnum uppi meðan hinn
skipti um og á Hellissand komumst
við að endingu. Sendibílstjórinn tók
þátt í mótinu en það var ekki fyrr en
hann hafði unnið allar skákirnar og
átti að tefla við Helga í næstsíðustu
umferð sem við fórum að gefa honum
gaum. Þetta var Torfi Ásgeirsson.
Stórmeistarinn þurfti að beita öllum
brögðum og hafði Torfa undir í tíma-
hraki. Þannig kynntumst við öðling-
num Torfa Ásgeirssyni, sem nú hefur
lokið jarðvist eftir erfið veikindi.
Við fengum að vita það síðar, að
Torfi væri landsfrægur og hefði sann-
arlega komið víða við um dagana.
Hann væri t.d. margfaldur Íslands-
meistari í bridge og formaður Sam-
taka frjálslyndra og vinstrimanna
þótt samtökin hefðu þá haft hljótt um
sig um skeið. Seinna sagði Torfi mér
að hann hefði reyndar boðað til aðal-
fundar þar sem hann hugðist segja af
sér en enginn annar hefði mætt þann-
ig að hann hlaut að bera titilinn
áfram.
Mest þótti mér þó um vert, að Torfi
hafði með Haukadalsá í Dölum að
gera og því sjálfgefið að taka þar hús
á honum með veiðistöng. Það var allt-
af gott að dvelja við Hauku og njóta
frábærs viðurgjörnings hjá Mundu. Í
veiðihúsinu stóð frystikistan á stofu-
gólfinu innan um samtíning af hús-
gögnum í öllum regnbogans litum.
Uppi á vegg hékk mynd af Geysi úr
öðrum Haukadal. Þar giltu óskráðar
húsreglur. Þær voru venjulegir
mannasiðir. Þar mátti ekki æða inn á
skítugum skónum og ekki vera með
hávaða á nóttunni. Við upphaf veiða
fengu allir kaffi og kruðerí og Torfi
hélt ræðu. Hann rakti fyrir mönnum
veiðimöguleikana frá efsta veiðistað
og alla leið niður í sjó, jafnt vinstra
megin sem hægra megin séð niður
ána. Enginn mátti hefja veiðar fyrr en
að ræðu lokinni.
Ég reyndi oftast að deila stöng með
Torfa. Það var í senn skemmtilegt og
lærdómsríkt. Torfi þekkti hvern stein
í ánni og hann hafði heyrt lax gráta. Í
hans huga var áin einn samfelldur
veiðistaður og hann gat fyrirhafnar-
laust langrennt á milli tökustaða.
Torfi hafði áhyggjur af öllu inngripi
mannskepnunnar í lífríkið og barðist
t.d. gegn allri hafbeit á laxi. Hann
sagðist sjá merki þess að laxastofn
Hauku væri að spillast af þeim sök-
um. Honum var umhugað um um-
hverfið og veiðimenn urðu skilyrðis-
laust að skila öllu rusli heim í hús og
hirða upp eftir aðra ef því var að
skipta. Í hittifyrra var ég með Torfa
þegar hann féll óvart í ána, – þetta var
klettmegin í Lalla. Hann synti örugg-
lega í land og ljómaði af gleði. Hann
hafði lengi óskað sér að fá að kveðja
ána sína með þessum hætti.
Torfi Ásgeirsson var sjálfstæður
og sjálfmenntaður maður. Hann var
heiðarlegur og hafði ríka réttlætis-
kennd. Hann lagði gott til allra mála
en gat verið fastur fyrir ef hann taldi
hallað réttu máli. Blessuð sé minning
hans.
Ásgeir Þór Árnason.
TORFI
ÁSGEIRSSON
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN LÚTHERSON,
frá Brautarholti
í Staðarsveit,
Grýtubakka 26,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 24. maí kl. 13.00.
Ragnar Jónsson, Bára Valtýsdóttir,
Valdís Axfjörð, Már Árnason,
Ragnar og Anna Bára.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is