Morgunblaðið - 23.05.2005, Síða 26
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG SKAL FARA MEÐ ÞIG TIL
ÞESS AÐ SJÁ JÓLASVEININN EF ÞÚ
LOFAR AÐ VERA ÞÆGUR
VIÐ
FÖRUM
EKKI
FET
HVAÐ MEINARÐU?!
ERTU AÐ SEGJA
AÐ ÉG SÉ LÉLEGUR
LYGARI?!
KÆRA, LITLA,
RAUÐHÆRÐA STELPA.
ÞAÐ ER AÐ KOMA KVÖLD...
OG ÉG VILDI AÐ
ÞAÐ VÆRI SNJÓKOMA
MEÐ STÓRUM FALLEGUM
SNJÓKORNUM OG VIÐ
HÉLDUMST Í HENDUR
Í KULDANUM...
MÖRG GÓÐ BRÉF
KOMAST ALDREI Í PÓST
HOBBES, HVAÐ RÁÐLEGGUR
ÞÚ MÉR AÐ GERA NÆST
ÞEGAR MUMMI ÆTLAR AÐ
LEMJA MIG Í
LEIKFIMI?
VEISTU HVAÐ VIÐ
TÍGRISDÝRIN GERUM
ÞEGAR NASHYRNINGUR
RÆÐST Á OKKUR?
HVAÐ
GERIÐI?
VIÐ HLAUPUM
EINS OG
VITLEYSINGAR
UPP Í NÆSTA
TRÉ
ERU
ÞETTA ÞÍN
RÁÐ?!?
AÐ SITJA
UPPI Í TRÉ
Í HEILAN
DAG!!
ÞAÐ HEILLAR
EKKI STELP-
URNAR. EN
ÞAÐ GAGNAST
MANNI LÍTIÐ
AÐ HEILLA
STELPURNAR
OG DEYJA
SÍÐAN
MAMMA, VIÐ
SENDUM SNATA Í
HLÝÐNISSKÓLA
OG
HVERNIG
GEKK ÞAÐ?
ÞAÐ GEKK BARA MJÖG VEL.
HANN HLÝÐIR ÖLLU SEM ÉG
SEGI HONUM
HVENÆR ÆTLARÐU
AÐ SENDA ÞENNAN Í
HLÝÐNISSKÓLA?
ÆTLAR
ÞÚ EKKI AÐ
HRINGJA Í
DÝRAVERNARRÁÐ
OG KÆRA ÞETTA?!
ÆTLAR ÞÚ EKKI AÐ
SEGJA FORELDRUM
ÞÍNUM FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ
OG KÆRASTAN ÆTLIÐ AÐ
FLYTJA INN SAMAN?
ÞAU ERU SVO
GAMALDAGS AÐ ÞEIM
FYNDIST ÉG HAFA
SVIKIÐ ÞAU
ÞANNIG AÐ ÉG ÆTLA EKKI AÐ
SELJA ÍBÚÐINA MÍNA OG VERA
ALLTAF MEÐ AFSAKANIR FYRIR
ÞVÍ AÐ VERA ALDREI HEIMA
ÞÚ VEIST AÐ
ÞÚ GETUR
EKKI HALDIÐ
ÞESSU LEYNDU
AÐ EILÍFU
FINNST ÞÉR
EKKI OF
SNEMMT AÐ
SEGJA TIL UM
ÞAÐ NÚNA?
ÞAÐ ER HÆGT
AÐ FINNA SVO
MARGT Á NETINU
ÞAÐ ER HÆGT
AÐ PANTA HLUTI
ÁN ÞESS AÐ
STÍGA ÚT ÚR
HÚSI
ÞESSI
SÍÐA GETUR
ÞREFALDAÐ
SPARIFÉÐ
MITT...
EF ÉG SLÆ
BARA INN
NÚMERIÐ Á
REIKNINGNUM
MÍNUM
ÞAÐ ER GOTT
AÐ VITA AÐ MAY
FRÆNKA ER AÐ
SKEMMTA SÉR
VIÐ NÝJU
TÖLVUNA SÍNA
Á MEÐAN...
Dagbók
Í dag er mánudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2005
Víkverji er að veltaþví fyrir sér hvort
Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafi
nokkuð verið að fylgj-
ast með Evrópu-
söngvakeppninni sem
fram fór á fimmtudag
og nú á laugardag. Ef
svo er þá hlýtur hann
að hafa brosað í kamp-
inn, niðurstaða keppn-
innar virðist nefnilega
staðfesta það mat
hans að „gamla“ Evr-
ópa sé hætt að skipta
máli – en Rumsfeld
notaði þetta orðalag í aðdraganda
Íraksstríðsins um hinar gömlu
áhrifaþjóðir í Evrópu, s.s. Frakk-
land og Þýskaland – „nýja“ Evrópa,
löndin er áður tilheyrðu Aust-
urblokkinni, seilist nú (sem betur
fer) til áhrifa og valda.
Víkverji er hér að vísa til þess að í
neðstu fjórum sætunum í Evrópu-
söngvakeppninni á laugardag urðu
Spánverjar, Bretar, Frakkar og
Þjóðverjar (hér eru Spánn og Bret-
land skilgreind sem „gamla“ Evrópa
þó að þau hafi raunar fylkt liði með
Bandaríkjunum í Írak). Víkverji sér
ástæðu til að fagna breytingunum
sem eru að verða á Evróvisjón; það
er gott mál að nýjar
þjóðir láti nú að sér
kveða og að önnur tón-
listarmenning ráði nú
ríkjum í keppninni.
Víkverji getur raun-
ar ekki orða bundist
um þann hroka sem
honum fannst ein-
kenna ummæli að-
standenda íslensku
keppendanna eftir
undankeppnina á
fimmtudag sem og
margra annarra sem
um úrslitin hafa
fjallað. Ísland komst
ekki áfram í að-
alkeppnina og af viðbrögðum manna
má helst álíta að þeir telji eitthvert
hróplegt óréttlæti hafa átt sér stað,
að Ísland hafi átt guðlegan rétt á því
að komast áfram.
Það er síðan merkilegt hversu Ís-
lendingum finnst óeðlilegt að ná-
grannaþjóðir, s.s. Balkanskagaþjóð-
irnar, kjósi hver aðra. Slík gagnrýni
hittir þá nefnilega illa heima fyrir,
en sem kunnugt er gáfu Íslendingar
Noregi tólf stig á laugardag og Dan-
mörk tíu. Þegar grannt er skoðað
kemur einnig í ljós að Ísland fékk 25
af 53 stigum sínum í undankeppn-
inni frá Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð. Þannig er nú það.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Lundúnum | Þetta málverk Lucians Freud af dóttur sinni, Bellu, verður boð-
ið upp hjá Christie’s í Lundúnum eftir réttan mánuð ásamt fjölda annarra
samtímaverka. Gert er ráð fyrir að tvær milljónir sterlingspunda fáist fyrir
verkið, þ.e. 236 milljónir íslenskra króna.
Reuters
Verðmætur Freud
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert
hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálm. 23, 4.)