Morgunblaðið - 27.06.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.06.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÓTTINA sem drengirnir létust í umferðarslysi í Öxnadal, aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní, mæld- ust nokkur ökutæki á 160 til rúm- lega 180 km hraða. Næstu þrjá daga eftir slysið voru tæplega 100 öku- menn teknir á sömu slóðum fyr- ir of hraðan akst- ur. Svo virðist sem dauði tveggja ung- menna í umferð- inni hafi ekki haft nokkur áhrif á þessa ökumenn. Héldu þeir kannski að þeir væru ódauðlegir? Það er oft gaman að keyra. Sum- um finnst meira að segja gaman að keyra hratt. En það gilda reglur og ef menn vilja fá útrás fyrir inni- byrgða áhættufíkn sem virðist fylgja mörgum okkar þá eru til hættuminni leiðir til þess en sú að brjóta umferðarlög. Hægt er að fá útrás fyrir aksturs- gleði hjá akstursíþróttafélögum og klúbbum. Hægt er að fá adrenalín- kikk með því að fara í fallhlífar- stökk, teygjuhopp, svifdrekaflug og margt, margt fleira en það vill svo til að í þessum íþróttum gilda strangar reglur og sé þeim fylgt geta menn fengið útrásinni fullnægt án þess að stofna sjálfum sér og öðrum í hættu. Þessar íþróttir eru hættuminni en umferðin. Það var vegna virðingar fyrir lífi og limum keppenda sem stjórn- endum sjö liða í Formúlu 1 hættu þátttöku í keppninni í Bandaríkj- unum um daginn. Sú ákvörðun var tekin vegna ótta við það að dekk keppnisbílanna fullnægðu ekki ör- yggiskröfum keppnisliðanna. Í kappakstri, rallakstri og öðrum keppnisíþróttum gilda reglur og það gilda jafnframt reglur og lög á þjóðvegum landsins. Þau eru ekki sett af einhverjum gleðispillum til þess eins að halda aftur af fjöri og skemmtun ökumanna. Þau eru til að vernda líf. Það er í sjálfu sér ágætt að hlaupa af sér hornin en við verðum að gera það á öðrum vettvangi en á vegum landsins innan um saklausa vegfarendur. En hvað ef okkur finnst við vera svona rosalega klár? Teljum okkur ráða við allar mögulegar og ómögu- legar aðstæður sem upp geta komið við aksturinn. Þá er vert að hafa í huga að það er fullt af veikum hlekkjum í kringum okkur sem geta skapað hættur. Þetta geta verið aðrir ökumenn, dýr, samgöngu- mannvirki eða bíllinn sjálfur. Auk þess er það margsannað að mat okkar á eigin hæfni er töluvert mik- ið hærra en það sem við getum staðið undir, svo ekki sé talað um það mat sem aðrir leggja á hæfi- leika okkar. Eða er einhver þarna úti sem getur sagt með sanni, „Ég hef aldrei gert mistök í umferð- inni?“ EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Hef ég aldrei gert mistök? Frá Einari Magnúsi Magnússyni Einar Magnús Magnússon FYRIR skömmu varð umferðarslys hér í borg þar sem tíu ára stúlka var ekin niður á gangbraut á grænu ljósi. En bílstjórinn sem ók á hana var einnig á grænu ljósi. Þarna var sumsé tveimur aðilum att saman og boðið upp á árekstur. Að vísu mun reglan vera sú, að hinn gangandi vegfarandi eigi rétt- inn. En hvað skyldu margir hafa það hugfast? Og er ástæða til að láta mannslíf velta á þeirri óvissu? Skilaboðin sem fylgja grænu ljósi er að fara af stað. Það hlýtur því að teljast háskaspil að láta þennan möguleika koma upp, í stað þess að hafa aðskilin beygjuljós. En að því slepptu er einkennilegt hve umferðarfræðsla hér er slök. Hvernig stendur á því að það eru ekki fastir þættir í sjónvarpi þar sem einföld atriði á borð við það sem hér er til umræðu eru sýnd og áréttuð? Virðingarfyllst, PÉTUR GUNNARSSON, Öldugötu 25A, 101 Reykjavík. Íslenska umferðarrúllettan Frá Pétri Gunnarssyni rithöfundi BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN er þessa dagana hugfangin af lög- fræðispursmáli um hæfi til ákvarð- anatöku við sölu almenningseigna. Hæfisreglur eru prýðilegar fyrir sinn hatt sem varúðarreglur um hver skuli ráðstafa hverju, en þær eru ekki prófsteinn á efnislegt ágæti viðkomandi ráðstafana. Hugsanleg brot á hæfisreglum eiga að kveikja viðvörunarljós um að tilteknar ráðstafanir þarfnist efnislegs endurmats. Þegar ljósin hafa verið kveikt og efnislegt end- urmat hafist þá færast frekari rannsóknir á meintum hæfis- reglubrotum á hliðarlínuna. Stjórnarandstaðan talar áreið- anlega fyrir munn margra þegar hún krefst ítarlegra rannsókna á sölu ríkisbanka og trygginga- félaga. Hugsanleg brot á hæf- isreglum eru meðal þess sem hef- ur kveikt viðvörunarljós og nú ríður á að gera efnisúttekt á því hvort hagsmuna eiganda bank- anna, almennings í landinu, var sæmilega gætt. Fékkst viðunandi greiðsla fyrir fyrirtækin miðað við tímasetningu sölunnar? Var tímasetningin skynsamlega valin? Var einum gefið og annar snuðaður? Hafi greiðslan verið ófullnægjandi mið- að við tímasetningu eða tímasetn- ingin misráðin þarf að kanna hvort um saklaust klúður eða vís- vitandi svindl var að ræða. Von- andi fá rökstuddar niðurstöður um þessi efnisatriði málsins að fljóta með í þeim upplýsinga- straumi sem nú er beint til al- mennings. JÓNAS ÓLAFSSON, Aragötu 5, Reykjavík. Aðalatriðin fljóti með Frá Jónasi Ólafssyni HINN þekkti fræðimaður dr. John Malcom Runowich, hefur greint stjórnarhætti í þrjá meg- inflokka: einræði, fulltrúalýðræði og beint þátttökulýðræði. Það þarf ekki að taka fram að við Íslendingar búum við það sem John Malcom Runowich flokkar sem full- trúalýðræði. Engu að síður getur orðræða hér, um mál sem nátengd eru lýðræði, tekið á sig svipað form og í samfélögum sem John Malcom Runowich hefði skilgreint sem ein- ræðisríki. Hver getur ekki séð fyrir sér herra Ivan Ivanovich 1935 þar sem hann situr í matsal Gorkísam- yrkjubúsins og segir við sjálfan sig og aðra: Saga hins nýja mikla Rússlands fæddist með félaga Stal- ín. Eða Stefan Bartoletti á kaffihúsi í Róm 1925: Saga svartnættis Ítalíu er að baki og Il Duce leiðir okkur inn í sólina. Eða Detlef Dietrich á ölkrá i Berlín 1936: Hið þýska 1000 ára ríki er staðreynd þökk sé sterk- um leiðtoga, þökk sé Der Führer. Réttum 70 árum eftir að Ivan Iv- anovich sá fyrir sér fæðingu hins nýja Rússlands mátti heyra einræð- ur Harðar Kormákssonar, verk- taka, í heita potti sundlaugar Kópa- vogs: Fyrir tilstilli Gunnars I. Birgissonar hættu Kópavogsbúar að þurfa að skammast sín fyrir heimilisfang sitt. Þessar tilvitnanir eru tilbúningur en eiga að draga fram þá staðreynd að manneskjan er sjálfri sér lík þótt hún búi við ólíkar pólitískar og félagslegar aðstæður. Persónugerving sögunnar Persónugerving sögunnar af þessum toga brýtur sér leið inn í söguskilning ungs fólks. Í próf- úrlausnum framhaldsskólanema frá þessu vori gat að líta útlistanir eins og þessar: ,,Winston Churchill var hálfgerð fyrirmynd bresku þjóðarinnar og gerði hana að því stórveldi sem hún er í dag.“ Um Jón Sigurðsson: ,,Jón Sigurðsson var maður sem að við Íslendingar getum þakkað fyrir að við fengum sjálfstæði.“ Og annar nemandi bætti um betur: ,,Einn af frægustu mönnum okkar Íslend- inga hér á landi er án efa Jón Sig- urðsson. Þvílíkur maður! Hann leiddi Íslendinga til sjálfstæðis.“ Frá hugsun til hlýðni Þessar tilvitnanir eru til marks um algenga hneigð fólks til for- ingjadýrkunar, til marks um þörf á handleiðslu hins sterka foringja. Handleiðslu einhvers sem getur, veit og skilur. Reyndar erum við flest öll undir þá sök seld. Í upphafi þessarar greinar var t.d. vitnað í hinn ,,þekkta fræðimann dr. John Malcom Runowich“. Og hver hefur ekki heyrt svip- aðar tilvísanir í frétt- um eða orðræðu hvunndagsins. Dr. prófessor NN, hinn heimsþekkti Morgan Stanley hefur sagt. Slíkar tilvísanir gera menn lina í hnjánum og fæstir voga sér að spyrja hver er þessi Morgan Stanley? Hver er þessi John Malcom Runowich? Vonandi hefur samt einhver spurt sig þeirrar spurningar þegar hingað er komið: hver er þessi John Malcom Runowich? Svarið er, ég hef ekki hugmynd um það. Nafnið er hér sett fram einungis í því skyni að benda á hvernig okkur er dag- lega beint og óbeint kennt að hneigja okk- ur fyrir titlum, fyrir ætlaðri þekkingu, meintum yfirburðum. Þegar svo er komið gefum við eigin hugs- un og gagnrýnni skyn- semi frí. Hvernig má svo vera að skynsamt fólk gefi heila sínum frí við ákveðin áreiti líkt og hundurinn hans Pavl- ovs sem slefaði í hvert sinn sem hann heyrði í bjöllu vegna þess að hann hafði lært að tengja bjöllu- hljóm við mat? Já hvernig má það vera að við hættum að hugsa og látum leiðast við ákveðin merki? Kannski erum við í aðra röndina hjarðdýr og þurfum leiðsögn á krákustígum lífsins. Þéttbýlisþróun hér og þar Nú hverfum við yfir hafið og lendum í Kaupmannahöfn undir lok 18. aldar, þegar hún var enn höf- uðborg okkar Íslendinga. Hún var þá innan við fjórðungur þess sem hún er í dag og umhverfis hana voru bæir og þorp eins og Valby, Sundby, Gentofte osfrv. Norðurbrú var þá ekki til. Síðan þá hefur margt gerst, ekki aðeins að við Ís- lendingar hættum að hafa hana sem höfuðborg, heldur eru flest þessi þorp og bæir orðin hluti af borginni. Svipaða sögu er að segja um flestar ef ekki allar stórborgir Evrópu. Í kjölfar iðnvæðingar og þéttbýlisþróunar stækkuðu þær og sameinuðust aðliggjandi bæjum og þorpum. Stjórnsýsla og skipulagsmál urðu þar með heildstæðari og skilvirkari en ella hefði orðið. Hins veg- ar dró ekkert úr möguleikum fólks til að hafa áhrif á um- hverfi sitt, fjarri því, enda víða í borgum mjög sterk hverfaráð og áhugasamtök um einhver tiltekin mál- efni. Ég bendi á þetta hér til að undirstrika að þróun sveitarfélaga á Íslandi er tæpast bundin öðrum lög- málum en þróun borga í nálægum lönd- um. Það er erfitt að sjá skynsamleg rök fyrir því að Stór- Kópavogssvæðið sé ekki eitt stjórnsýslu- svæði. Í grein sem ég skrifaði í Mbl. fyrir nokkru, þar sem ég hvatti til að sameining sveitarfélaga á suð- vesturhorninu yrði al- varlega athuguð, benti ég á að hugsanlega myndi sameining: …gera skipulags- og samgöngumál svæðisins heildstæð. …auka þörf fyrir og e.t.v. flýta þróun grenndarlýðræðis. …gera baráttuna um vatnið óþarfa. …lækka kostnað við yfirbygg- ingu. Í niðurlagi greinarinnar var því spáð að úrtöluraddir myndu heyr- ast. Þar myndu stjórnmálamenn ganga fremstir með nefndarfólki, eða með öðrum orðum þeir sem njóta góðs af óbreyttu ástandi, njóta góðs af tímaskekkju. Sú spá rættist fyrr en mig hafði órað fyrir. Þrátt fyrir hversu sterk rök munu mæla með sameiningu er þeirri spurningu ósvarað, hvernig við myndum kjósa ef til þess kæmi. Myndum við hugsa sjálf og taka af- stöðu á grunni raka með og móti, eða myndum við láta pólitíska for- ingja vísa okkur veg? Myndum við standa með þeim í baráttu þeirra um vatnið og taka undir með Herði Kormákssyni verktaka: ,,Fyrir til- stilli Gunnars I Birgissonar hættu Kópavogsbúar að þurfa að skamm- ast sín fyrir heimilisfang sitt“? Mistök urðu við birtingu þessarar grein- ar í gær og birtist hún hér í fullri lengd. Þankar um lýðræði – Opið bréf til Kópavogsbúa Dr. Þorleifur Friðriksson fjallar um lýðræði ’Hvernig másvo vera að skynsamt fólk gefi heila sínum frí við ákveðin áreiti líkt og hundurinn hans Pavlovs sem slefaði í hvert sinn sem hann heyrði í bjöllu vegna þess að hann hafði lært að tengja bjöllu- hljóm við mat?‘ Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur. STJÓRNMÁL og stjórnmálaþátt- taka eru einn af hornsteinum lýðræð- issamfélaga. Það er slíkum samfélögum lífs- nauðsyn að stjórnmálin laði að sér kraftmikið og hæfileikaríkt hug- sjónafólk, hvar í flokki sem menn standa. Því miður virðist sem að ís- lensk stjórnmál laði ekki í nægjanlegum mæli að sér slíkt fólk. Starf stjórnmála- mannsins er hér frekar illa launað miðað við stjórnunarstöður á al- mennum vinnumarkaði og í ofanálag virðist sem að það geri stjórnmálamanninn að skotmarki þar sem engu er eirt, hvorki persónu hans né fjölskyldu. Á síðustu misserum hefur íslensk stjórnmálaumræða þróast til verri vegar. Í stað málefnalegra deilna um grunngildi samfélagsins ber æ meir á óvæginni umfjöllun um einstaka stjórnmálamenn og þeirra nánustu. Í þessu sambandi má nefna á tíðum illvíga fjölmiðla- umfjöllun um forseta Ís- lands, Ólaf Ragnar Grímsson, um Davíð Odd- son, utanríkisráðherra, um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar og nú síðast um Halldór Ás- grímsson, forsætisráð- herra. Þessi óvægna umræða þar sem ekki er skirrast við að draga viðkomandi persónur og þeirra nán- ustu, maka og fjölskyldur, niður í svaðið, er knúin áfram af breyttri fjöl- miðlaflóru sem vill stærri fyrirsagnir, grófari yfirlýsingar og fleiri hneyksli. Að baki umræðunni standa hins vegar í flestum tilvikum aðrir stjórn- málamenn sem eru pólitískir and- stæðingar þeirra sem grýttir eru. Þetta er vond þróun. Starf stjórn- málamannsins á ekki að vera starf skítkastarans sem gefur allt fyrir stundarathygli samfélagsins. Starf stjórnmálamannsins á að vera starf hugsjónamannsins sem vill bæta og efla íslenskt samfélag, hefur skýra framtíðarsýn og vilja til að móta sitt samfélag út frá henni. Siðferði í stjórnmálaumræðu Runólfur Ágústsson fjallar um stjórnmálaumræðu ’Í stað málefnalegradeilna um grunngildi samfélagsins ber æ meir á óvæginni umfjöllun um einstaka stjórn- málamenn og þeirra nánustu.‘ Runólfur Ágústsson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.